Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.1984, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.1984, Blaðsíða 1
Málefni fatlaðra Á bæjarstjórnarfundi s.l. fimmtudag var m.a. tekin fyrir ósk frá félagsmálaráðu- neyti um, að bæjarstjórn tilnefndi 3 aðila í samstarfs- nefnd um ferlimál fatlaðra. Nokkuð líflegar umræður urðu um þessi mál, þar sem minnihlutinn vildi að sam- starfs við félagasamtök fatl- aðra yrði leitað sem mest og að þeir hefðu forgöngu í störfum nefndarinnar. Sigurður Jónsson mælti fyrir tillögu, þar sem bygg- inganefnd var falið að annast ferlimál fatlaðra og að hún fengi til liðs við sig tvo fulltrúa frá samtökum fatlaðra með málfrelsi og tillögurétt varð- andi ákvarðanatöku um ferli- mál fatlaðra. Tillaga þessi var samþykkt með atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum minni- hlutans. Aukin hagræðing Á síðasta bæjarstjórnar- fundi kom fram, að bæjar- ráð hefur samþ. að fela tæknideild í samráði við starfsmenn hitaveitu og raf- veitu, að gera úttekt á rafmagns, hita og vatns- notkun, í stofnunum bæjar- ins fyrir árin 1982 og 1983. Fram kom í máli fulltrúa beggja hluta bæjarstjórnar, að rafmagns og kyndikostn- aður tekur orðið stóran hluta af áætluðum íjárframlögum til reksturs bæjarstofnanna og er brýn nauðsyn á, að vinna að sparnaðaraðgerðum á þessu sviði sem og öðrum. Jafnframt þessu hvetur bæjarráð nefndir bæjarins, að vinna áfram að tillögum um hagræðingu í rekstri, en sumar nefndir hafa viljað meina að ekki sé hægt að skera frekar af þeim. Guðni Hermansen sýnir Sýningar Guðna Hermansen í Akóges um páska á hverju ári, eru orðnar fastur liður í baejarlífi Eyjanna sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu. I ár eru liðin 19 ár síðan Guðni sýndi fyrst í Akóges. Núna er hann með 63 myndir sem allar eru málaðar með olíulitum. Eftirlætismálarar Guðna eru Turner, Dali og Vermeer og verður ekki annað séð en að hann sómi sér vel meðal þessara kalla, því myndirnar hans eru alveg sérstakar. Sýning Guðna byrjar 19 apríl kl. 20 og verður síðan opin á hverjum degi fram til 23. apríl frá kl. 14-22. Myndina hér fyrir ofan nefnir Guðni: AFLVAKI í EILÍFÐAR UTSÆ. Vestmannaeyingum og öðrum landslýð gleðilegra páska og sumars. V estmanna eyjaþáttur Á morgun, miðvikudag, verður þáttur á rás tvö sem Guðmundur Rúnar mun sjá um. Að sögn Guðmundar verður fjallað vítt og breitt um ferðamál í Eyjum í þættinum auk þess sem tekið verður fyrir það helsta sem er á döfinni. Allt verður þetta kryddað Eyjalögum og léttu spjalli. „Nema fyrir Guðna Herman- sen,“ sagði Guðmundur og hélt áfram: „Hann fær að sjálfsögðu léttan djass.“ Þátturinn er á milli 5 og 6 á morgun svo það er eins gott að leggja við hlustirnar. Vorboði Getur að líta öruggari vorboða, en starfsmenn á- haldahússins að störfum við að dytta að malbiki? Þeir eru farnir að fylla upp í gjárnar sem hafa hreiðrað um sig í malbiki við nokkrar götur hér í bæ, en undan- farið hafa nýru þeirra er á bílum aka orðið fyrir tölu- verðu hnjaski er bílar hafa ’ dúað og dúndrað ofan í holur sem hafa reynst mörgum hjólbarðanum skeinuhæætar. Var orðið svo illt í efni, að Hásteinsvegur var varla öku- fær nema jeppum, svo dæmi sé nefnt. En í blíðunni í gær sást til þeirra, elsku bæjarkallanna, þar sem þeir voru búnir að loka af Vestjnapnabrautinni og tjörulyktiná lagði af þeim. Þeir eru farnir að malbika, þó ekki sé það mikið, svo nú hlýtur lóan að fara að koma. MISTÖK Þau slæmu mistök urðu, er listum með nöfnum fermingabarna var dreift um bæinn, að á þennan lista vantaði nafn Sigríðar Önnu Karlsdóttur Ás- hamri 75. Vorum að taka upp mikið úrval af styttu lömpum á góðu verði. Hefurðu skoðað kassettutækið frá-l bæra með sjónvarpinu? Það kostarj aðeins 16995 krónur. i m • •• • • H © Myndavélar, hárblásarar (með straujárni) og vöííluhárliðunarjárnið geysivinsæla er komið aftur. KÍKTU INN ÞAÐ BORGAR SIG! KJARNI s Skoliivctji f S, 1111 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.