Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ U pprunalega voru ket- ilbjöllur þyngdarlóð sem rússneskir bændur notuðu til að vigta korn á ökr- unum hér áður fyrr,“ segir Vala Mörk spurð um upprunann. „Þeir hófu svo að sveifla bjöllunum og lyfta þeim til að styrkja sig. Þannig voru ketilbjöllurnar í upphafi eins- konar handlóð fátæka mannsins og enn þann dag í dag er staða þeirra svolítið á þeim nótum í Rússlandi. Þetta er handlóðið sem notað var í staðinn fyrir fínu og dýru tækin.“ Vala rekur í framhaldinu stutta sögu af því þegar eiginmaður henn- ar var eitt sinn á ferðalagi í Rúss- landi og fékk þar gefins 16 kílóa ketilbjöllu. „Þegar hann mætti á flugvöllinn með ferðatöskuna í ann- arri og ketilbjölluna í hinni veifuðu tollararnir og aðrir flugvallarstarfs- menn kumpánlega til hans, allir sem einn, því þeir þekktu greini- lega gripinn.“ Virkjar fleiri vöðva en handlóð Þó að hendurnar sjái um að halda í ketilbjöllurnar er ekki þar með sagt að þyngdarálagið sé hið sama og þegar menn og konur rífa í hefðbundin handlóð. „Þyngd- arpunkturinn er annars staðar þeg- ar maður heldur á ketilbjöllu en þegar maður gerir æfingar með handlóðum,“ útskýrir Vala Mörk. „Þannig setur þyngdin öðruvísi kröfur á þann sem æfir og fær stöðuvöðvana meira inn í átakið. Í stuttu máli sagt virkjar æfing með ketilbjöllu fleiri vöðva. Æfingarnar eru líka frábrugðnar venjulegum handlóðaæfingum,“ segir Vala. „Það er vitaskuld hægt að gera sömu æfingar með handlóðum en átakið er allt öðruvísi með ket- ilbjöllu. Það er einmitt stóri plúsinn með bjölluna, vogararmurinn og þessar stóru hreyfingar sem fylgja ketilbjölluæfingunum; það eru svo margir vöðvar sem koma í hreyf- ingarnar.“ Vala bendir á að æfing- arnar flokkist undir svokallaðar „functional training“ eða hagnýtar æfingar, sem skila sér út í daglega lífið enda endurspegla æfingarnar hreyfingar sem við gerum flest frá degi til dags. „Það er það sem ket- ilbjöllurnar gera, þær æfa þig og undirbúa undir það sem daglegt líf býður upp á.“ Þegar talið berst að þyngd á ket- ilbjöllum upplýsir Vala að upp- runalega hafi þær verið í stöðl- uðum þyngdum, 8, 12, 16 og 24 kg. „Í dag er búið að færa þetta nær breiðari hópi notenda og hægt er að fá bjöllur frá 2 kílóum og allt upp í 100 kíló. Þær þyngstu sem við erum með eru 48 kíló. En það eru bara sterkustu kallarnir (og einstaka konur!) sem grípa í þær,“ bætir Vala við og hlær. Mest átak á miðjuna Eins og framar greindi er margt frábrugðið með hefðbundnum handlóðum og ketilbjöllum. Öfugt við handlóðin sem einangra hand- leggsvöðvana í mismunandi æfing- um þá fela ketilbjöllur í sér æfing- ar sem taka mikið á miðjuna, eins og Vala Mörk lýsir því. „Þú ert mest að nota lærin, aftanverð lær- in, kviðinn, rass og bak. Sem dæmi um slíka æfingu er sveiflan, sem er grunnæfingin í bjöllunum. Þú ert alltaf að nota miðjuna, líka þegar þú ert að lyfta yfir höfuð og þegar þú ert að snara, þá er allur hand- leggurinn með ásamt öxlinni og öll- um efri hlutanum. Í þessu felst mesti munurinn – við erum eig- inlega ekki að einangra vöðva eða svæði í tiltekinni æfingu heldur eru margir vöðvahópar sem vinna sam- an í einu.“ Að sögn Völu er ekki endilega mælt með æfingu sem varir lengur en 40 til 45 mínútur, og það er þá með öllu inniföldu. Þar meðtalið er þá upphitun, þá kjarninn í æfing- unni sem varir í 20 til 25 mínútur, og loks „cooldown“ í lokin sem lýk- ur á teygjum. Lengdin er ekki að- alatriði í þessu og það má vel taka hörkuæfingu á 10 mínútum, sem tekur vel á öllum líkamanum,“ bendir Vala á. „Það kemur sér vita- skuld vel fyrir þá sem hafa tak- markaðan tíma og ég er með marg- ar slíkar stuttar æfingar í fjarþjálfunarprógramminu mínu. Sem er afskaplega hentugt þegar fólk er í vinnutörn, próflestri eða álíka.“ Æfingar við allra hæfi Að sögn Völu geta allir stundað æfingar með ketilbjöllum. Æfingar eru aftur á móti settar upp með þeim hætti að það henti hverjum og einum. „Vitaskuld setjum við ekki byrjendur í sama álag og þá sem vanari eru. Þeir geta æft hlið við hlið í tímum hjá okkur, það er ekkert mál, en sá óvani notar létt- ari bjöllur og tekur lengri pásur á milli átaka. Æfingar eru oft svip- aðar en með mismunandi þyngdum. Allir geta stundað þessar æfingar en þess þarf bara að gæta hér sem annars staðar að hver og einn fari ekki fram úr sér hvað varðar þyngd og átök.“ Að sögn Völu eru þau hjá Kettlebells Iceland með frekar fámenna hópa. „Það eru sjaldnast fleiri en 20 manns í hóp og því hægur vandi fyrir okkur að fylgjast með hverjum og einum.“ Fyrir þá sem eru farnir að velta fyrir sér að taka upp ketilbjöllu- þjálfun og í framhaldinu að kaupa sér bjöllur er gaman að greina frá því að það verður sífellt ódýrara að koma sér upp tilhlýðilegum búnaði. „Ketilbjöllur eru alltaf að verða ódýrari. Þegar við hjónin byrjuðum að bjóða upp á námskeið og þjálfun árið 2006 var ekki einu sinni hægt að fá ketilbjöllur hér á landi. Við ákváðum því að flytja þær inn, bæði til að eiga fyrir okkar nám- skeið og eins ef fólk vildi kaupa til að eiga eigin ketilbjöllur heima. Í kjölfarið fóru stóru búðirnar að kveikja á þessu og bjóða upp á bjöllurnar sömuleiðis, þannig að þær má víða fá í dag og það á hag- stæðu verði.“ Vala segir samkeppn- ina milli búða hafa haldið verðinu hagstæðu en merkir þó að verðið sé heldur að skríða upp á við upp á síðkastið. „Engu að síður eru ket- ilbjöllur ekki tiltakanlega dýr hlut- ur að kaupa og fjárfesti maður í einni vandaðri þá fylgir hún manni út lífið. Börnin erfa hana þegar þar að kemur.“ Ást við fyrsta átak Guðjón, maður Völu Markar, var að vafra á netinu fyrir nokkrum ár- um þegar hann rakst á æfingar með Pavel Tsatsouline, sem er ein- mitt sá sem má segja að hafi kynnt æfingar með ketilbjöllum fyrir hin- um vestræna heimi. „Við sáum að þetta gæti verið sniðugt svo við fórum til Danmerkur á námskeið til að kynnast þessum æfingum nánar,“ segir Vala. „Okkur leist mjög vel á kerfið og hófum þegar í stað æfingar á fullu í kjölfarið. Við afréðum svo að taka réttinda- námskeið sex mánuðum seinna til að geta gerst leiðbeinendur á nám- skeiðum og höfum verið að kenna þetta síðan.“ Auk þess að nota bjöllurnar eru þau með dekk, sleggjur og drumba, svo fátt eitt sé nefnt, til að auka á fjölbreytnina og blanda saman mismunandi hag- nýtum æfingum. „Fólk sem kemur til okkar spyr gjarnan hvar við höf- um eiginlega verið og hvers vegna æfingarnar hafi ekki verið aðgengi- legar hér fyrr. Eins hafa fótbolta- þjálfarar, sem koma með liðin til okkar í æfingar, sagt við okkur að þeir vildu óska að okkar hefði notið við þegar þeir voru sjálfir að æfa. Slík endurgjöf er hvetjandi og ket- ilbjöllurnar eru komnar til að vera.“ jonagnar@mbl.is Kraftur í ketilbjöllum Morgunblaðið/Golli Heildarþjálfun „Við erum eiginlega ekki að einangra neinn einn vöðva eða svæði í tiltekinni æfingu heldur eru margir vöðvahópar sem vinna saman í einu.“ Mest notuðu vöðvarnir að sögn Völu eru magi, bak, rass og læri. Æfingar með handlóð sem nefnast ketilbjöllur verða sí- fellt vinsælli. Vala Mörk hjá Kettlebells Iceland segir frá þessu spennandi og áhrifaríka æfingakerfi. Morgunblaðið/Golli Árangur „Það eru sjaldnast fleiri en 20 manns í hóp og því hægur vandi fyrir okkur að fylgjast með hverjum og einum,“ segir Vala Mörk. Vitaskuld setjum við ekki byrjendur í sama pró- gramm og þá sem vanari eru. Þeir geta æft hlið við hlið í tímum hjá okkur en sá óvani notar léttari bjöllur og tekur lengri pásur á milli átaka. Árbæjarþrek • Fylkishöll • Fylkisvegur 6 • Sími: 567-6471 www.threk.is Þar sem þú skiptir máli! ÁRSKORT Á FRÁBÆRU VERÐI! 46.500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.