Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Ógleymanleg jól með Pandora K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D JÓLATILBOÐ 1 Leðurarmband og snjókúla kr. 14.900.- JÓLATILBOÐ 2 Silfurarmband með skínandi kúlu kr. 19.900.- MÍN SAGA, MÍN HÖNNUN Upplifðu jólin með okkur – ný jólalína Óvenjuleg ljóðabók EiríksArnar Norðdahl, Hnefieða vitstola orð, hefst á„Formála: Kreppusonn- ettunni“ þar sem fimm skammstaf- anir eru endurteknar aftur og aft- ur í sonnettuhætti, studdar upphrópunarmerkjum. Það eru IMF!, OMG!, FME!, FIT! og LOL! Og tónninn er sleginn. Gjaldeyrissjóðurinn, Fjármálaaft- irlitið og fliss. Þetta er bálkur ag- gressífra og háværra kreppuljóða, eins konar kreppuljóðapönk, ljóð ort í útlöndum „meðan Ísland brann, bankar hrundu og ráð- herrar brugðust“, eins og segir í káputexta. Skáldið sat erlendis og horfði á gengið falla og tekjur sín- ar „verða að engu í gengisfim- leikum“. Þetta er óvenjuleg bók að ytra sem innra formi, 13 x 13 cm, og þar sem lesand- inn er vanur að sjá blaðsíðutal á síðunum birtist fölleitt gengi evrunnar hverju sinni; 81,98 ISK í byrjun og 171,45 ISK í lokin. Heiti allra ljóðanna er það sama, X., enda er verkið eitt heildstætt flæði, textarnir færast um síður í anda konkretljóða og sækja sitt- hvað til Dada, súrrealisma og fút- úrista, og kalla að mati þessa les- anda á að skáldið lesi þau fyrir hann, hátt og ákveðið. Fleiri skuldir Meiri skuldir Betri skuldir Þannig hefst bókin og með þessa írónísku vissu er vaðið af stað; oft talar ljóðmælandinn digurbarka- lega, er fullur sjálfsöryggis, en heimurinn hrynur engu að síður reglulega yfir hann, allt er merkt óvissunni, sjá má vonarglætu en heldur fer þó meira fyrir myrkr- inu, vonleysinu, háðinu og yfir öll- um bálkinum ríkir þessi of- urmælska og flæðandi vitund. Vísað er í bókmenntir, fjölmiðla, samskiptamiðla, hugmyndir og stjórnmál, ekkert er heilagt, sífellt er snúið út úr tungumálinu, farið í orðaleiki, þulur spunnar, máls- hættir búnir til og efast um allt – enda heimurinn kominn á hvolf. Á einni síðunni er orðið „ÚT- RÁST“ endurtekið sjö sinnum, á þeirri næstu er orðið aðeins eitt: „Göfuguggi!“; þá kemur að ótt- arunu sem hefst þannig: „Kveikið ljósið það er myrkt Óttast gjaldþrotaskipti & óttast innheimtuaðgerðir & óttast kröfur í þrotabú & óttast innheimtumenn ríkissjóðs …“ Mörgum línum neð- ar, eftir að hafa útmálað sig um allrahanda ótta, endar textinn þannig: „… & óttast & óttast & óttast baráttuna um ímynd Íslands Slökkvið ljósin, það er háttatími“ Dæmi um annað ljóð er: „Kraftur, friður, frelsi, geisp / Orka, auður, framsýni, geisp / Snerpa, kjarkur, sannleikur, geisp / Bjartsýni, djörfung, reynsla, geisp // Japl, jaml, fuður geisp.“ Um það má deila hversu djúpur skáldskapurinn er, en skáldinu liggur hins vegar mikið á hjarta, því liggur hátt rómur, og Hnefi eða vitstola orð birtir markverð viðbrögð einangraðs skálds í út- löndum við gerningaviðri efna- hagshrunsins. Morgunblaðið/Ómar Efast „Vísað er í bókmenntir, fjölmiðla, samskiptamiðla, hugmyndir og stjórnmál, ekkert er heilagt, sífellt er snúið út úr tungumálinu, farið í orðaleiki, þulur spunnar, málshættir búnir til og efast um allt,“ segir m.a. í dómi. Orka, framsýni, geisp Ljóð Hnefi eða vitstola orð bbbmn Eftir Eirík Örn Norðdahl. Mál og menning, 2013. 144 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Sérstök hátíðardagskrá til heiðurs Edvard Munch hefst í Listasafni Ís- lands í dag kl. 17, en liðin eru 150 ár frá fæðingu þekktasta myndlist- armanns Norðurlanda. „Í fórum Listasafnsins eru 18 ómetanlegar grafíkmyndir eftir listamanninn,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Á dagskránni í dag flytja m.a. ávörp þeir Halldór Björn Runólfs- son safnstjóri og Dag Wernø Hol- ter, sendiherra Noregs á Íslandi. Ástin Á öldum ástarinnar eftir Munch. Hátíðardagskrá til heiðurs Munch Vatnið í náttúru Íslands, lokabindi hinnar miklu ritraðar Guðmundar Páls Ólafssonar um íslenska nátt- úru, kemur út í dag. Af því tilefni hefst útgáfuhátíð klukkan 17 í Hörpu, þar sem einnig verður opn- uð sýning á ljósmyndum Guð- mundar og sýnd endurgerð kvik- myndar hans og Óla Arnar Andreasen – Mörg eru dags augu. Guðmundur féll frá árið 2012 þegar verkið var langt komið en nánir samverkamenn hans hafa bú- ið það til prentunar, þar á meðal dóttir hans Blær sem annast um- brot bókarinnar og frændi hans Leifur Rögnvaldsson sem annast hefur ljósmyndahliðina. Guðmundur Páll hafði unnið að bókinni árum saman og ferðaðist hann víða um heim til að fá sem gleggstan skilning á þýðingu vatns- ins fyrir lífið á jörðinni, og til að safna ljósmyndum. Morgunblaðið/Rósa Braga Fjölhæfur Leifur Rögnvaldsson gengur frá upphengingu sýningarinnar á myndum Guðmundar Páls í Hörpu. Þær fjalla um vatn frá ýmsum hliðum. Bók um vatnið kemur út og sýning opnuð Hljómsveitirnar Halleluwah, Vök og Good Moon Deer bjóða til raf- poppstónleikaveislu á Harlem í kvöld sem hefst kl. 21.30. Halle- luwah skipa Sölvi Blöndal og söng- konan Rakel Mjöll, og Vök, sig- ursveit síðustu Músíktilrauna, þau Margrét Rán, Andri Már og Ólafur Alexander. Good Moon Deer er skipuð þeim Guðmundi Inga og Ív- ari Pétri Kjartanssyni. Vök Andri Már og Margrét Rán. Rafpopp á Harlem Um 15 mánuðir eru liðnir frá því Ásgeir, þá nefnd- ur Ásgeir Trausti, hélt út- gáfutónleika í Reykjavík, á Ak- ureyri og Hvammstanga vegna plötunnar Dýrð í dauða- þögn. Ásgeir mun endurtaka leik- inn nú í árslok, eftir að hafa haldið um 160 tónleika víða um heim. Föstudaginn 27. des. kemur hann fram í Gamla bíói, 28. des. á Græna hattinum, Akureyri og 29. des. í fé- lagsheimilinu á Hvammstanga. Norska tónlistarkonan Farao hitar upp tónleikagesti. Ásgeir 160 tón- leikum síðar Ásgeir Sérstök hátíðarsýning fyrir boðs- gesti verður haldin í Smárabíói í kvöld á kvikmynd leikarans og leik- stjórans Bens Stillers, The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var tekin upp hér á landi í fyrrasumar og fóru nokkrir íslenskir leikarar með hlutverk í henni, m.a. Ólafur Darri, Gunnar Helgason, Ari Matt- híasson og Þórhallur Sigurðsson, en Stiller fer með aðalhlutverkið. Tónlist íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hljómar í myndinni og munu liðsmenn úr hljómsveitinni sækja sýninguna í kvöld, að því er segir í tilkynningu. Fyrirtækið True North aðstoðaði Stiller og tökulið hans við gerð myndarinnar og mun tökulið True North taka upp efni í kvöld á sýn- ingunni fyrir bandarískar sjón- varpsstöðvar á borð við VH1, NBC, CBS og Fox. Fulltrúar erlendra fjölmiðla munu einnig sækja sýn- inguna, m.a. frá VH1 News, Parade Magazine, NBC Newsfeed, Fox and Friends / Fox DC, Breitbart News, The Film Experience og CBS Phoe- nix. Almennar sýningar á myndinni hefjast 3. janúar næstkomandi. Íslandsvinur Stilla úr kvikmynd Still- ers, The Secret Life of Walter Mitty. Hátíðarsýning á kvikmynd Stillers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.