Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 1
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ 12.árgangur Vestmannaeyjum 17. janúar 1985 3. tölublað Hreinsun Hrafnakletta Þegar unnið var að gjallh- reinsun í bænum eftir gos, voru Hrafnaklettar fylltir af gjalli. Olli þetta miklu umtali á sínum tíma og þótti flestum miður. Á fundi bæjarráðs s.l. mánudag var samþykkt, að á þessu ári skuli unnið að gjallhreinsun úr Hrafnaklett- um, en lagður hefur verið bráðabirgðavegur til að auð- velda hreinsunarstarfið. Fyrir liggur vilyrði vörubíl- Landsleikur í Eyjum í gær var endanlega ákveðið afforystu HSÍ, að einnafþremur landsíeikjum íslands og Ólymp- íumeistara Júgóslavíu verði leik- inn hér í Vestmannaeyjum 13. febrúar. Verður þetta að teljast einn af mestu íþróttaviðburðum sem fram hafa farið í Vestmannaeyj- um og ætti að verða handknatt- leiksíþróttinni hér mikil lyfti- stöng. stjóra BSV að þeir muni í nokkrum mæli beina efnis- töku í Hrafnakletta, án kostnaðar fyrir bæjarsjóð. Eru þetta góð tíðindi fyrir náttúruunnendur, því þarna í hrafnaklettum var einn fall- egasti staðurinn í Eyjum. Breki seldi Breki seldi 171 tonn í Bremerhaven í gær og fékk 27 kr. og 56 aura fyrir kílóið. Uppistaðan í aflanum var karfi. Eitthvað virðast þeir hafa tregast við að kaupa fiskinn af okkur á meginlandi Evr- ópu og í Englandi, eftir að kuidann setti að. Kúra víst fiskkaupendur undir teppum í köldum húsum og ylja sér við heitar minningar frá liðnu sumri. Hér heima gleðjumst við yfir góða veðrinu og horfum bjartsýn mót góðu sumri Þeir voru að dytta að hinum nýja Valdimar Sveinsyni undir árvökulum augum Svenna Valdimars, skipstjóra. Þeir sjómenn sem við höfum spurt eru almennt bjartsýnir á nýhafna vertíð og hafa að orði að það væri leiðinlegt að standa í þessu ef að svartsýnin hrjáði þá alltaf. Gideon og Klakkur senn tilbúnir Nú um helgina lýkur við- gerð á Gideon, eftir brunann sem varð í honum fyrr í vetur. Að sögn Gísla Jónas- sonar hjá Samtog er búist við Sleppibúnaðir: Tíminn leiddi gallana í ljós Sleppibúnaðir hafa verið til umræðu bæði í blöðum og meðal áhugamanna um öryggismál sjómanna. í ljós hefur komið að hinn sjálfvirki búnaður Sigmunds hefur ekki staðist þær kröfur sem gerðar eru til hans. í blaðinu í dag er sagt frá spjalli við siglingamálastjóra og Pál Guðmundsson og kemur þar fram m.a. að þennan galla var erfitt að sjá fyrir. að hann geti haldið til veiða um miðja næstu viku. Þá fer að styttast í að Klakkur verði senn tilbúinn, en hann hefur verið í viðgerð í Þýskalandi eftir veltuna í slippnum í Cuxhaven. Hefur viðgerðinni nokkuð seinkað, aðallega vegna kuldans, sem hrjáð hefur meginland Evr- ópu að undanförnu. Er nú unnið að lokafrágangi raf- kerfisins og búist við að skip- ið verði afhent 25. janúar næstkomandi og væntanlegt til Eyja um mánaðarmótin. Haraldur Benediktsson, skipsstjóri á Klakknum, segir skipið eins og nýtt, rafkerfið af bestu gerð, allt kramið yfirfarið og kominn skrúfu- hringur á það, sem kemur til með að auka ganginn til muna. Þegar skipið kemur til Eyja verður sett í það nýtt aðgerðarkerfi sem Vélaverk- stæðið Þór er nú að smíða. Bæjarstjórn gj aldastefni Á fundi í bæjarstjórn sl. mán- udag létu fulltrúar minnihlutans ánægju sína í ljós yfir gjalda- stefnu meirihluta Sjálfstæðis- flokksins, og töldu að þarna væri verið að hverfa aftur að þeirri gjaldastefnu sem ríkti er þeir sátu í meirihluta. einhuga um íí bænum Meirihluti Sjálfstæðismanna taldi samstöðu minnihluta- manna sanna að þeir hefðu gert rétt í því að fella niður álag á fasteignagjöld á sínum tíma. Allir vildu Lilju kveðið hafa en aðalatriðið er að allir voru ánægðir. NÝKOMNAR VÖRUR FRÁ BROWN Kaííivélar, hárblásarar, guíu- straujárn með teflon húð. ÞVOTTAVÉLAR FRÁ CANDY OG PHILCO Símanúmeraveljarar fyrir 31 númer, sem tengdir eru beint við símann. Aðeins ýtt á einn takka og númerið er valið. Nýkomin forrit í Sinclair tölvurnar. Opið írá kl. 10 -12 laugardag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.