Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.02.2015, Blaðsíða 1
FJÁRMÁL „Það þarf að undirbúa þjóðina,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórn- völd sýni frumkvæði og ræði lífið eftir afnám gjaldeyrishafta. „Afnám hafta kemur ekki ofan frá, þjóðin verður að vera með,“ segir Ásgeir við Fréttablaðið. Þegar krónan verði frjáls missum við stjórn á henni. „Þú getur ekki afnumið höft nema sleppa krónunni frjálsri og þá mun hún hækka eða lækka, sem getur orsakað verðbólgu. Það þarf ekki mikið gengisfall til að ýta mörgum íslenskum heimilum út í neikvæða eiginfjárstöðu.“ Ásgeir segir að ef raunveru- lega eigi að afnema höftin, þurfi umræðan um það að hefjast. „Meginhluti af lánum heimil- anna er verðtryggður og gengis- lán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þann- ig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Að mati Ásgeirs virðist sem ekki sé mikið að gerast í afnámi hafta. Engar tillögur hafi komið fram frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvarf úr landi. „Það eru sex ár frá hruninu. Sú afsökun að við séum að setja höft út af fjármálaáfalli er ekki lengur fyrir hendi,“ segir Ásgeir. „Það er talað um að afnema höftin, en ekk- ert í okkar gerðum bendir til þess að það sé að fara að gerast.“ Ásgeir var frummælandi á fundi stjórnarandstöðunnar um afnám hafta í gær, ásamt Sigríði Benediktsdóttur, hagfræðingi hjá Seðlabankanum, og Ólafi Darra Ólafssyni, hagfræðingi hjá ASÍ. Hagfræðingarnir þrír voru sam- mála um að ytri aðstæður fyrir losun hafta væru hagstæðar um þessar mundir. Hins vegar væri mikilvægt að umræðan færi fram fyrir opnum tjöldum. - kóp LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur undanfarið handtekið á annan tug manna og lagt hald á fíkniefni í aðgerðum sem beinast gegn sölu efnanna á samfélagsmiðlum. „Við fórum í þrjátíu daga átak til að kortleggja þetta og gera okkur grein fyrir umfanginu,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlög- reglustjóri. Við húsleit tók lögreglan í sína vörslu kókaín, LSD og um 200 grömm af amfetamíni, auk kann- abisefna sem var að finna á all- mörgum stöðum. „Götusala fíkniefna er svona í dag. Hún fer fram á samfélags- miðlunum,“ segir Aldís Hilmars- dóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Allnokkrum þessara Facebook- síðna, sem boðið hafa fíkniefni til sölu, hefur verið lokað. „Við vorum að loka hátt í sjö- tíu síðum,“ segir Alda sem kveð- ur lögregluna ætla að halda áfram aðgerðum gegn þeim sem standa fyrir þessum síðum. „Við erum að fylgjast með þessu og við getum ekki látið þetta óáreitt.“ Í hópi hinna handteknu eru aðal- lega karlar á þrítugsaldri, en ein kona var handtekin í aðgerðunum. Lögreglan lagði enn fremur hald á peninga sem taldir eru vera til- komnir vegna fíkniefnasölu. Fréttastofa 365 hefur að undan- förnu fjallað talsvert um Face- book-síður þar sem íslensk ung- menni eiga í viðskiptum með vopn, fíkniefni og annan varning. - fbj, kbg / sjá síðu 4 FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Föstudagur 16 MYNDIR ÁRSINS 2014Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á bestu myndum ársins 2014 verður opnuð á laugardaginn klukkan 15.00 í Gerðarsafni í Kópavogi. Þá verður opnuð á neðri hæð safnsins sýning á myndum Ragnars Th. Sigurðssonar, ljós- myndara og norðurheimskautsfara, sem hann nefnir Ljósið. FÆR EKKI ÁFALL YFIR VELGENGNINNIEFNILEGUR Júníus Meyvant sló í gsem va ð i Situr þú í skítnum? Eldshöfða 1 S: 577-5000 Hreinsandi.is hreinsandi@hreinsandi.is FYRIR EFTIR DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Lífi ð FÖSTUDAGUR Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur VÖÐVARNIR ÞURFA HVÍLD EFTIR ÁTÖK 4 Ester Ýr Jónsdóttir lífefnafræðingur TÓK TÓLF ÁR AÐ FÁ SJÚKDÓMS- GREININGU 8 Tíska og trend í skófatnaði BUNDIN Á BÁÐUM FÓTUM Í SUMAR 10 27. FEBRÚAR 2015 2 SÉRBLÖÐ Lífið | Fólk Enginn er eyland Ása Ninna hannar fatnað fyrir sjálf- stæðar konur. Hún talar um tískuna, fjörugt heimilislíf og einstakan hugarheim sonar síns. LÍFIÐ Sími: 512 5000 27. febrúar 2015 49. tölublað 15. árgangur Segi frá óbólusettum Læknir og bæjarfulltrúi í Kópavogi telur að for- eldrar eigi að vita um óbólusett börn í skólum svo þau geti sent sín börn annað. 2 Landakotsbörn fá bætur Þverpóli- tísk samstaða er um að ríkið greiði þol- endum ofbeldis af hálfu starfsmanna Landakotsskóla sanngirnisbætur. 6 Sú afsökun að við séum að setja höft út af fjármálaáfalli er ekki lengur fyrir hendi. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ. Ég held að þetta sé leiðin í dag, götusalarnir eru núna þarna, það er enginn á Hlemmi að selja fíkniefni. Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. LÍFIÐ Toggi Nolem heiðrar aldamótarapparana með glænýrri sólóplötu 46 SPORT Valur og Grótta spila til úrslita í bikar- keppni kvenna. 42 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS POTTA- OG PÖNNUDAGAR 20-50% afsláttur af ÖLLUM pottum og pönnum POTTA OG PÖNNUBÚÐIN ÞÍ N LÝKUR UM HELGINA LIFÐU í NÚLLINU! 365.isSími 1817 Til hvers að flækja hlutina? FÓLK Ingi Freyr Sveinbjörnsson stekkur og tekur heljarstökk á snjóskautum. Nýverið setti Ingi nýtt hraðamet er hann náði 111 kílómetra hraða. „Ég fór bara í bröttustu brekk- una sem ég fann í Austurríki. Hún var mjög brött, nánast eins og að vera í frjálsu falli,“ segir Ingi og er hvergi banginn. Ingi hefur meðal annars ferðast til Suður-Kóreu að kynna snjóskautana og þjálfaði Steve-O og Heather Mills, fyrrverandi eiginkonu Pauls McCartney, á snjóskautum fyrir raunveruleika- þáttinn The Jump. „Ég átti aldrei von á því að þetta yrði neitt meira en bara ég að renna mér í Hlíðar- fjalli,“ segir hann. - gló / sjá síðu 46 Ingi Freyr á blússandi ferð: Kenndi Heather Mills að skauta Skuldir heimila gætu vaxið verulega með afnámi hafta Stjórnvöld hafa ekki sinnt því nægilega að undirbúa þjóðina undir hvað tekur við eftir afnám gjaldeyrishafta, að mati hagfræðings við HÍ. Hagfræðingar sammála um að umræðan þurfi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Bolungarvík 0° SV 7 Akureyri -1° SV 6 Egilsstaðir 0° SV 5 Kirkjubæjarkl. 2° SV 7 Reykjavík 3° SV 11 SUÐVESTAN 5-13 m/s víðast hvar á landinu í dag og él en skýjað með köflum eystra. Kólnar heldur í veðri til morguns. 4 SKOÐUN Stefán Þórsson skrifar um almannarétt og ótæka stjórnsýslu. 20 MENNING Vignir R. Valþórs- son leikstýrir nýrri leikgerð Lísu í Undralandi hjá L.A. 30 LANGÞRÁÐUR SIGUR „Við gengum burt eft ir leikinn með skottið á milli lappanna en við látum þetta þó ekki bitna á nem- endum í einkunnagjöf,“ segir Jason Ívarsson, kennari í Austurbæjarskóla, eft ir árlegt fótboltamót skólans. Í gær sigraði drengja- lið nemenda karlkyns kennaralið í fyrsta skipti í þrjátíu ár. „Það hlaut að koma að þessu,“ segir Jason. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lögreglan handtók á annan tug vegna fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum: Dópsalan á Facebook ekki liðin 2 6 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F 3 -3 D B 4 1 3 F 3 -3 C 7 8 1 3 F 3 -3 B 3 C 1 3 F 3 -3 A 0 0 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.