Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Hafnarfjöršur - Garšabęr

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Hafnarfjöršur - Garšabęr

						1.  Maí  2015
Hver eru þín helstu áhugamál?
Þau er í raun svo breytileg. En það 
sem ég hef alltaf haldið mig við eru 
skriftirnar, sem eru reyndar orðnar að 
atvinnumennsku núna. Annars fylgist 
ég vel með þjóðmálaumræðunni starfs 
míns vegna. Það mætti kalla það áhuga-
mál. Eða óheilbrigðan áhuga á rugluðu 
samfélagi. En það er líka af ákveðinni 
atvinnumennsku sem ég fylgist vel með.
Hver er þinn helsti kostur?
Það er eitthvað einkennilegt við að 
dæma eigin galla og kost. Held að 
maður sé yfirleitt frekar blindur á sig 
sjálfan almennt. Dálítið eins og að 
reyna að finna stafsetningavillurnar í 
eigin texta. Annars held ég að óþolin-
mæði sé minn helsti kostur og ókostur. 
Ég vinn og leik mér hratt og örugglega 
en stundum geri ég mistök vegna þess 
að ég gef mér ekki nægan tíma til þess 
að gaumgæfa það sem ég er að gera. Ég 
er að vinna að því að betrumbæta mig.
En galli?
Sjá svar fyrir ofan
Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?
Fjallgarðurinn á Reykjanesi á fallegum 
vetrardegi
En í Hafnarfirði?
Hellisgerði
Eftirlætis íþróttafélag?
Ég er gamall Haukari. Æfði handbolta í 
einhverjar fimm mínútur hjá Haukum 
og hef verið stuðningsmaður félags-
ins síðan. Annars bý ég við átakanlegt 
áhugaleysi á íþróttum sem jaðrar við 
að vera fötlun.
Hvað áttu marga ?vini? á Facebook?
Rétt yfir þúsund. 1028 ef við viljum 
vera nákvæm.
Uppáhaldsmatur og drykkur?
Bjór á tyllidögum og rauðan kristal 
plús þess á milli. Annars eru ítölsku 
kjötbollurnar sem ég elda sjálfur í upp-
áhaldi hjá mér.
Uppáhaldstónlistarmaður eða tón-
listarstefna? / Uppáhaldslag/plata?
Ég á ekki endilega uppáhaldstónlistar-
menn en er mjög jaðarmiðaður þegar 
kemur að tónlist. Þannig hlusta ég nær 
eingöngu á raftónlist þessa dagana. Ef 
ég ætti að nefna listamenn sem ég 
er með í eyranu þá eru það SBRTK, 
Romare, Darkside og Jai Paul. Af ís-
lensku efni elska ég Samaris, Prins 
Póló og hef verið að uppgötva Shades 
of Reykjavík sem er skemmtilegt sýn-
ishorn af úrkynjaðri æskuÍslands.
Hvaða bók, lag eða listaverk hefur 
haft mest áhrif á þig og hvers vegna?
Þegar stórt er spurt. Það er í sjálfu 
sér ekkert eitt. Þetta er meira eins og 
hrærigrautur sem ég hef drukkið í mig. 
En það skáld sem hefur einstakt lag á 
að fanga hjarta mitt er Dostojevskí. 
Ástæðan er ekki einföld. Hann hreyfir 
við mér, sem er nokkuð sem ég krefst 
þess að listamaður geri þegar ég nýt 
listarinnar. Mér er í sjálfu sér sama 
hvernig það er gert.
Hvert sækirðu afþreyingu?
Sjónvarp, útvarp, bók eða net?
Svarið er eiginlega allt saman. Hrein-
skilna svarið er netið.
Hvað vildirðu verða þegar þú yrðir 
stór?
Brjálaður vísindamaður.
Hvert var fyrsta starfið, og hvað 
hefurðu tekið þér fyrir hendur fram 
að þessu?
Fyrsta vinnan var unglingavinnan í 
Hafnarfirði. Þar lærði maður ýmislegt, 
um gang lífsins og almennt vinnusið-
ferði. Kannski meira um að leggja sig 
þegar enginn sá til manns. Síðan hef 
ég starfað við garðyrkju, verkamanna-
vinnu, sem þjónn og starfsmaður I fé-
lagsmiðstöð. Einu sinni seldi ég meira 
að það segja rósir í miðborg Reykja-
víkur. En ég entist ekki lengi í því.
Ef þú værir ekki á fullu í ritstörfum 
og blaðamennsku, hvað tækirðu þér 
fyrir hendur?
Ég veit það ekki, ef ég á að vera alveg 
hreinskilinn. Líklega myndi ég bara 
mæla göturnar í miðbænum og reyna 
viðhalda einhverju jafnvægi í hjarta 
mínu.
Hvert var fyrsta ?breikið? þitt í rit-
listinni?
Sennilega er þessi útgáfa fyrsta 
raunverulega tækifærið. En ég hef 
verið iðinn að taka þátt í smásagna-
samkeppnum og gengið ágætlega þar.
Hvað sýslarðu annað en það og blaða-
mennsku?
Ég sinni fjölskyldunni og vinum. Svo 
reyni ég að hreyfa mig eitthvað þess 
á milli.
Áttu þér fyrirmynd í leik eða starfi?
Nei.
Varstu lengi að skrifa bókina?
Nei, meðgöngutíminn var í raun um 
ár. Ég skrifaði hana samt á skemmri 
tíma. Líklega á rúmu hálfu ári, sem 
þykir ekki mikill tími fyrir skáldverk.
Hvernig gengur að vera rithöfundur 
og vera líka á fullu við önnur störf?
Það er erfitt. Maður þarf að skipuleggja 
tímann vel og beita sig töluverðum 
aga. Það tók mig nokkurn tíma að ná 
þeim áfanga að setjast niður og skrifa 
við allar mögulegar aðstæður (þegar 
börnin eru hlaupandi allt í kring með 
tilheyrandi hávaða og svo framvegis), 
en þegar það kom, þá hefur mér gengið 
nokkuð vel að skrifa. Það vantar alla-
vega ekki hugmyndirnar.
Hvað er að þínu mati mikilvægast 
fyrir Hafnarfjörðinn?
Að hann verði áfram fjölskylduvænn og 
áherslan verði áfram á fjölskyldufólk. 
Það er það sem hefur gert Hafnarfjörð 
einstakan að mínu mati. Þar má finna 
ótrúlega öflugt iþrótta- og tómstundar-
starf. Líka öflugan tónlistarskóla sem 
hefur getið af sér kröftuga tónlistarsenu 
í bænum. Þetta er hryggjastykki bæj-
arins.
Að því sögðu, hvað mætti gera betur 
í Hafnarfirðinum?
Það mætti huga betur að skipuags-
málunum.
Hvaða stundir í lífinu eru gleðileg-
astar?
Þessar óvæntu.
Hvað er svo framundan hjá þér?
Vinna, samvera með fjölskyldunni 
og vonandi ljóðahandrit sem ég er að 
vinna að. Og kannski önnur skáldsaga 
í náinni framtíð.
Lífsmottó:
Ég hef engar sérstakar lífsreglur. Það 
sem hefur skilað mér mestu í gegnum 
tíðina er eljan og dugnaðurinn og 
sækja það fast sem maður vill án þess 
að gefast upp. Í fáum orðum:
Vertu hress, ekkert stress og borðaðu 
kex!
6
Valur Grettisson:
Æfði handbolta í fimm mínútur
Á lambakjötið
Kryddin frá okkur 
eru ómissandi 
í eldhúsið hjá ykkur
Lambakrydd úr 1001 nótt
Villijurtir
Lamb Islandia
Grískt lambakrydd
Valur Grettisson, blaðamaður og rithöfundur er Hafnfirðingur í húð og 
hár. Hann hefur nýlega sent frá sér skáldsöguna ?Gott fólk? sem þó á sér 
fyrirmyndir í raunverulegum atburðum. Hann hefur starfað við blaða-
mennsku um langt skeið og gerir enn. Valur er fjölskyldumaður, á tvo syni, 
Ólaf Gretti og Illuga með konu sinni Hönnu Ruth Ólafsdóttur. Stærstu 
sigarar hans eru að hafa komið fjölskyldunni á laggirnar, eins og hann 
segir sjálfur. En í starfi nefnir hann afhjúpunina um Breiðuvíkurmálin 
og svo skáldsagan nýja. Valur Grettisson er í yfirheyrslunni að þessu sinni.
Valur Grettisson heldur á eintökum af nýrri bók sinni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16