Land & synir - 01.08.1998, Blaðsíða 2

Land & synir - 01.08.1998, Blaðsíða 2
Nr. 16 - 3. tbl. 4. árg. 1998 Útgefandi: Félag kvikmyndagerðar- manna, sími 552-1202, fax: 552- 0958. Tölvupóstur: fk@isholf.is. f samvinnu við Kvikmyndasjóð fslands, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Ritstjóri: Ásgrímur Sverrisson (552-3204). Ábyrgðarmaður: Hákon Már Oddsson (552- 1258). Ritnefnd: Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Böðvar Bjarki Pétursson, Hákon Már Oddsson, Ólafur H. Torfason, Sigurjón Baidur Hafstcinsson Þorfinnur Ómarsson. Prentun: Prentmet. Land & synir kemur út annan hvern mánuð. Krumlan lifir P Frá ritstjóra: Menning- arslys eiga sér stað hér á 'Ífe x landi líkt og annarsstað- » t ar, af sumurn þeírra draga memi lærdóma og reyna að forðast að endurtaka leikinn en svo eru önnur sem gerast með reglubundnu miUibill. Eitt þeirra er árleg úthlutun Menningarsjóðs útvarps- stöðva. Kannski er ekki hægt að kalla hana slys lengur, heldur lönguvitleysu sem framin er af ráðnum hug. í júnímánuði síðastliðnum veitti Menningarsjóður útvarpsstöðva unt 80 miljónum króna til gerðar sjónvarps- og útvarpsefnis. Enn á ný sannaði stjóm sjóðsins vanþekkingu sína á ffamleiðslu sjónvarpsefnis (útvarpsstyrkirnir eru ekki til umræðu hér) því hvað blasir við? Af 39 styrkhöfum fá 21 eina milljón eða minna og fáir hljóta upphæðir sem máli skipta. Sumum er svo naumt skammtað að þeir vita ekki hvort er verra að fá styrkinn eða ekki. Þegar htið er yflr árangur styrkveitinga sjóðs- ins á Hðnum árum kemur í Ijós að heimtur eru ekki nógu góðar og eftirlit sjóðsins með lúkningu verkefna í mol- um. Gæði þess sem framleitt er stenst í of mörgum tilfellum ekki kröfur um efni “sem verða rná til menningarauka” svo vitnað sé í lögin um sjóðhm. Mest- anpart er verið að styrkja verkefhi með þeim hætti að illmögulegt er að vhina þau á þeim gæðastandard sem áhorf- endur eiga kröfu til og flest þeirra eru í hinurn hefðbundna „fréttamyndastfl“ þar sem vart er reynt að nálgast við- fangsefnið með skapandi hætti. Auð- vitað má finna noklvrar undantekniugar en slíkt er þá ekki stuðningi sjóðsins að þal<ka heldur einurð fagmanna sem hafa sterka sýn á sitt verkefni. Hin knýjandi spurning er: hvað eru póhtískt skipaðir aðilar sem hafa sýnt fram á yfirgripsmilda vanþekkingu á gerð sjónvarpsefnis, þ.m.t. fjármögnun, verkefnavali og eftirhti með verkefnum, að úthluta tugmilljónum af almannafé í slík verkefni? Hverskonar stefnu og hvers er verið að framfylgja? Kvikmynda- og dagskrárgerðar- menn, fagfólk, hefur jafnan komið að lokuðum dyrum hjá stjórn sjóðsins með þessar spurningar. Formaður sjóðsins svarar fullum hálsi að kvik- myndagerðarmenn, þ.e. fagfólk, eigi ekkert með að skipta sér af rekstri sjóðsins. Ef ekki, hverjir þá? Hverjir aðrir eiga að búa til íslenskt sjónvarps- efni? Kvikmyndagerðarmenn og dæ>- skrárgerðarmenn búa yfir þeirri reynslu, menntun og þekkingu sem til þarf. í því felst meðal annars það verks- vit að ráða til sín fólk með sérþekkingu á ákveðnum málum til aðstoðar í hand- ritsgerð og rannsóknarvinnu. Þegar lítið er yfir afraksturinn af starfi sjóðsins blasir við haugur af ómerkilegu efni sem betur hefði aldrei verið gert vegna þess að það stenst ekki kröfur sjónvarpsáhorfenda. Hversvegna leyfa stjórnvöld og þá sérílagi mennta- málaráðherra sem ber ábyrgð á sjóðn- um, þessu fúski að viðgangast? Getur verið að þegar rýnt er í gegn- um þokuna fari að blasa við garnal- kunnugt kcnnileiti: hin ófiýnilega forræðishyggjukrumla hins íslenska stjórnmálamanns? Sagan keunír okkur að stjórnmálamenn hafa alla tíð látið sig ljósvakamiðlana miklu varða, sérflagi Sjónvarpíð. Áratupm saman hafa þeir haldið um alla þræði þar innan veggja í gegnum afskiptasamt útvarpsráð. Það hefur lítillega minnkað en þessi fortíðardraugur ríður enn húsum, varðhundur flokkshagsmuna og samkomulags um kyrrstöðu. Menning- arsjóður útvarpsstciðva er angi af sama meiði eins og málum er háttað í dag. Þetta fyrirkomulag er auðvitað lönp úrelt, hafi það þá nokkurntímann verið skynsamlegt, en töluvert vantar uppá að pólitíkusar skilji það. Engu að síður hlýtur maður að ætla að þeir sjái ljósið innan tíðar, breytingar á hinu opinbera sjóðakerfi hafa verið í gangi nú í nokk- ur ár í þá átt að færa áherslur frá sér- hagsmunum yfir í fagmennsku. Á með- an er tugmilljónum sóað í videysu af úthlutunarnefnd sem kann ekki til verka og sjónvarpsáhorfendur horfa alltoí oft uppá glötuð tækifæri tíða hjá á skjánum. Félag kvikmyndagerðarmanna stofnað 1966 STJÓRN. Formaður: Hákon Már Oddsson. Varaformaður: Þorkel) S. Ilarðarson. Gjaldkeri: Katrín Ingvadóttir. Ritari: Jón Karl Iielgason. Meðstjómandi: Hjálmtýr Heiðdal. Varamaður: Kristín María Ingimarsdóttir. FORMENN GILDA. Fram- hvcemda- ogframleiðslugildi: Jóna Finnsdóttir. HandritshöfmulagHdi: Friðrik Erlingsson. Hljóðgildi: Þorbjörn Fjfingsson. HreyfimyndagUdi: Kristín María Ingimarsdóttir. Klipparagildi: Sigurður Snæbergjónsson. Kvihmyndastjóragildi: Iijálmtýr Heiðdal. Leikmyndagildi: Geir Óttarr Geirsson. FULLTRÚAR FK. ístjórn Kvikmyndasjóðs: Jóna Finnsdóttir. ístjórn MEDIA upjdýsingaskrifstofunnar á ís- landi: Ásthiidur Kjartansdóttir. /stjórn Bandalags íslenskra listamanna: Hákon Már Oddsson. ífulltrúaráði Listahátíðar: Þór Elís Pálsson. / Kvikmyndaskoðun oglSETU/FISTAV: Sigurður Snæberg Jónsson. /stjórn Kvikmyndahátíðar t Reykjavík: Hákon Már Oddsson. SIIÁTT EN FAGöRT fíðindi lír kvikmyndaheiminum Bjarki á bæði Lúðrasveit og brú LÚÐRASVEIT OG BRÚ: Þessi sérstæða heimildarmynd Böðvars Bjarka Péturssonar hefur verið um tvö ár í smíðum og birtist á tjaldinu á haustmánuðum enda mynd í fullri lengd. SAGAN: Maðurinn og starf hans, náttúra og tónhst, eru viðfangsefni þessarar ljóðrænu heimildarmyndar. Við ftynnumst tveimur mönnurn sem gegna geróhkum störfum. Annar er brúarsmiður og hinn er stjórnandi lúðrasveitar. Við fylgjumst jafnhhða með báðum mönnunum og skoðum hvað það er sem í raun sameinar þá. Báðir eru á áttræðisaldri og hafa unnið að greinum sínum í yfir hálfa öld. AÐSTANDENDUR: Böðvar Bjarki Pétursson er stjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar fyrir 20 geitur. Tökumaður er Ægir Guðmundsson, khppari er Þuríður Einarsdóttir og Kjartan Kjartansson er filjóðhönnuður. Myndin er styrkt af WDR sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi,_NRK í Noregi, Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og RÚV. HVÍSLAÐ í VINDINN: Bjarki á að baki nolékrar sérstæðar heimildarmyndir, t.d. Glímu og tvær myndir um Sigga Valla, aldraðan heiðursmann sem spilar á trommur og þeysist um á mótorfák - svona af og til. Hér heldur hann áfram að þróa sína kvikmyndagerð og tilfinningin er sú að þetta verði annaðhvort meistarastykki eða algert flopp og ekkert þar á milli. STARFIÐ ERMARGT, ENEITTER BRÆÐRABANDW...: Maðurinn og starf haits, náttúra og tónlist, em viðfangsefni heimildarmyndar Böðvars Bjarka Péturssonar, lúðrasveit og brú. BIESSAÐ BARNAIÁN: Grímur Hjartarson er einn af þeim sem eiga að erfa landið í myndJóhanns Sigmarssonar, Óskabörn þjóðarinnar. Óskabörnin hans Jonna ÓSKABÖRN ÞJÓÐARINNAR: Jóhann Sigmarsson er kvikmyndagerðarmaður af „just-do-it“ skólanum og þekktur fyrir að láta sér fátt fyrir brjósti brenna til að koma verkum sínum saman. Fyrirhugað er að sýna myndina í byijun næsta árs. SAGAN: Tveir menn á tvítugsaldri hittast aftur eftir margra ára hlé. Annar er afar upptekinn við að reyna að koma skikkan á hf sitt en er fljótlega dreginn aftur til gamalla hátta, dópneyslu og smáglæpa, af hinum og öðrum gömlum vinum frá unglingsárunum. Þeir ákveða að hjálpa föður hins að sleppa úr fangelsi en í staðinn býðst hann til að fjármagna „innkaupaferð“ þeirra til Amsterdam. AÐSTANDENDUR: Jóhann skrifar, leikstýrir og framleiðir í samvinnu við íslensku kvikmyndasamsteypuna. Júlíus Kemp er framkvæmdastjóri, tökumaður er Guðmundur Bjartmarsson og leikmyndahönnuðir eru Daniel Newton og Haukur Karlsson. Mr. Bix sér um músikina^ Huldar Freyr Arnarson um hljóðið og búninga gerir Hildur Rósa Karlsdóttir. í helstu hlutverkum eru Óttar Proppé, Grímur Hjartarson, Ragnheiður Axel, Davíð Þór Jónsson, Jón SæmundurAuðarson og^röstur Leó Gunnarsson. HVÍSLAÐ í VINDINN: Á ýsmu heíúr gengið við gerð þessarar myndar. Meðal annars segir sagan að áliveðnum leikara hafi verið sagt upp vegna þess að hann vildi ekki drekka sig ölvaðan fyrir drykkjusenu! Fyrri mynd Jóhanns, Ein stór fjölskylda, gekk illa á sínum tíma en er eftilvill ein vanmetnasta mynd íslenskrar kvikmyndasögu. Sú mynd var næstum gerð fyrir klinkið í vasa leikstjórans, þessi er ofurlítið umfangsmeiri - en ekki mikið þó. 2 Land&syrar

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.