Vísir - 14.06.1950, Blaðsíða 1

Vísir - 14.06.1950, Blaðsíða 1
40. á£rg. MiSvikudaginn 14. jóní 1950 131. tbl. VI 4? Fanney á að leita að síM fyi*ii* norðan. Vélskipiö Fanney mun fara norður fyrir land eftir inn pað bil vikutíma. Er gert rá'ð fyrir að skipið fari um 20. þ. m. og verður það látið leita að síld nyröra. Það liefir verið notað við síldarleit hér syðra að und- anförnu, svö sem Vísir hefir skýrt frá, en norðanlands mun þaó eipungis leita með snurpinót. Bretar taka ekki þátt í samsteypu Brezka verkamannastjórn in tilkynnti í gær, að Bretar myndu ekki taka þátt í sam- steypu þungaiðnaðarins. Sagði Attlee, forsætisráð- Iierra, að krafa Frakka um að Bretar bindi sig fyrirfram bafi orðið til þess að Bretar hafi tekið þessa afstöðu. Attlee sagði að afstaða Breta mætti eldd skilja svo, að þeir væru Schuman-tillögunum mótfalinir, Þeii- vildu sem fyrr stuðla að aukinni sam- vinnu Evrópuþjóðanna. wT Jra Danska flotvarpan endurbætt af Rásiar gera viðskipta- saiiiiBÍng. Undirritaður var í gær i Moskva viðskiptasamningur milli Finna og Rússa, en Kekkonen, forsœtisráðherra Finna hefir verið í Rússlandi til þess að rbzða við Sovét- stjórnina um þessi víð- skipti. í viðskiptasamningi þess- um er gert ráð fyrir við- skiptum á hvora hlið er nema um 120 milljónum sterlingspunda, Þéssi við- skiptasamningur er sá mesti er Finnar hafa nokkru sinni gert. Eyfirzku bændurnir komu til Suðurlands í gær. Eyfirzku bændurnir, sem nú eru í bœndaför um Suð- urland, komu að norðan í gær. Var þeim haldin veizla að Klébergi í gærkveldi en það- an fóru þeir til Þingvalla og gistu þar í nótt í dag verða þeir í boði bæjarstjóvnar Reykjavíkur við Sogsfossa, en halda síöan til Laugar- vatns og gista þar. Á morgun er ferðinni heit- iö til Gullfoss og Geysis og þaðan væntanlega niður Hreppa og annað kvöld verca beir í. boði Búnaðarsam-; bands Suðurlands að Sel- fossi. Þaðan halda þeir alla leið austur í Skaftafellssýslu, en til Reykjavíkur koma þeir í öakaleið. Þátttakendur í ferðinni eru 66. Útsvarsskráin í þ. mánuði. Einliver mest umtalaða bók ársins, útsvarsrskrá Reykjavíkur, er væntanleg á bókamarkaðinn síðar í þess- um mánuði. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá Skatt- stofu Reykjavíkur í morgun, verður útsvarsupphæðin að þessu sinni eitthvaö hærri en í fyrra, en þá var hún um 56 milljónir. Ekki er ennþá unnt að segja nákvæmlega, hver hún verður, því að enn eru ekki öll kurl komin til grafar, en það verður ein- hvern næstu daga. Tík gýíur llVs hvolpi. Það gerðist ekki alls fyrir löngu hér sunnanlands, að tík gaut liálfum tólfta hvolpi. Hálfi hvolpurinn var rétt skapaður ^aftur fyrir brjóst- hol, en þar var gróið fyrir og vantaði á hann afturfæt- urna. Tík þessi heitir Helly og er eign Hendriks Ottós- sonar, fréttamanns. Þá bar ær í Fáskrúðsfirði í vor lambi, sem var að öllu leyti eðlilegt að öðru leyti en því, að bæði augun vant- aöi í það. 8000 ÍMÍrn vbrw bóluseft. Bólusetningu við bólusótt er nú lokið og hafa um 8000 manns, mestmegnis börn, verið bólusótt. Góður afli Akureyr- artogara. Akureyrartogararnir, er veiöa fyrir Krossanesverk- smiðjuna, hafa fengið ágæt■ an afla. í morgun komu Svalbak- ur meö fullfermi af karía og verður aflinn bræddur í Krossanesi. Jörundur mun vera á leiðinni með góðan afla. Ýmsir enskir aðalsmenn: eiga erfitt með að halda landareignum sínum vegna síaukinna skatta. Hafa sum- ir gripið til þess ráðs að halda sýningar á fornum vopnum í höllum sínum til þess að skapa sér tekjur. Hér sést William Spencer Churchill, hertogi af Marlborough, ætt- ingi Winstons Churchills í vopnasafni sínu. Norsk bændasamtök bjóða fslendingum heim. Norsk bœndasamtök (Nor- ges Bondelag) hefir boðið fulltrúum íslenzkra bænda á landsmót sitt, sem haldið verður í Steinker við Þránd- heimsfjörð, dagana 22.—25. þ. m. Hefir Norges bondelag boð ið Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsambandi bænda að senda sína tvo fulltrúana hvoru. Enn er óvíst hvort Búnaö- arfélagið getur sent fulltrúa þangað, en af hálfu stéttar sambands bænda fer Sæ- mundur Friðriksson frarn kvæmdarstjóri mæðiveiki- varnanna. Fanney hættir síldarleit hér Acheson ræðir stríðs undirbúning Rússa. Óttast ekki styrf- öld á rGæstunnia Dean Acheson, ittanríkis- ráöherra Bandaríkjanna, flutti rœðu í gær og gerði að umtalsefni styrjaldarund- irbúning. Sovétríkjanna. Skýrði utanríkisráöherr- ann frá því að sannað væri að Rússár heföu nú miklu meira lið undir vopnum en nauðsynlegt gæti talist tii þess að tryggja varnir Sov- étríkjanna, Ennfremur hafa Rússar neytt leppríkin til þess aö þjálfa mikinn her og miklu meir en nauðsynlegt gæti talist ,á friðartímum. Herir lepprikjanna eru undir stjórn rússneskra herfor- ingja og myndu, ef til átaka kæmi, verða sameinaöir herj um Sovétríkjanna. Acheson lagði áherzlu á að hann teldi ekki ástæöu til þess að óttast aö styrjöld brytist út á næstunni, en dró þó ekki dul á að hann teldi líklegt aö Rússar myndu fara þá leiö að beita ofbeldi til þess að koma á- formum sínum um frekari útþennslu í framkvæmd, þegar þeir teldu það heppi- legt. Eitt veiðitækja þeirra, sem síldarleitarneffidin hefir lát- ið reyna í vor, gefur góða von um, að það muni koma að hcdda við veiðar á sild, sem veður ekki. Vísir átti í gær stutt við- tal við Þorleif Jónsson, for- mann nefndar þeirrar, sem skipuð var á s.I.. vetri til aö gera tilraunir með ný síld- veiðitæki. Hefir nefndin haft umráð yfir Fanneyju til skamms tíma og reynt marg- vísleg tæki, bæði innlend og útlend. Aðeins ein af vörp- um þeim, sem reyndar hafa verið, danska flotvarpan, endurbætt af íslendingum, hefir þó reynzt nothæf. Annar bátur var fenginn Fanneyju til aðstoðar, þegar þessi varpa var reynd fyrir skömmu, en þegar hún var prófuð uppunalega, vildi á- takið á hana veröa misjafnt og lokaðist varpan af þeim sökum. Var henni þá breytt til muna og gengið svo frá útbúnaði á henni, að hún lokast ekki, þótt átak sé mis- . mikið. Er varpa þessi úr nylon og fékk Haraldur Böðvarsson á Akranesi hana hingað til lands. Er hún miklu sterkari en varpa af sömu gerö, sem fengin var upprunalega, en reyndist ekki nothæf, þoldi ekki þann sjó, sem hér er. Þegar vörpunni hafði ver- ið breytt var hún reynd í tvær nætur, alls átta ,.hol“. Fékkst nokkur síld í hana í hverju holi og var afli þó lé- legur á reknetabáta þessar nætur. Það er sannfæring þeirra, sem með þessum til- raunum fylgdust, sagði Þor- leifur Jónsson, að ef þarna hefði verið um svonefnda „kraftsíld" að ræða, sem hér er oft um vor og haust, hefði mátt fylla vörpu þessa. Glœr sjór. Annars varö Fanney varla vör við nokkurt líf í sjónum í síðustu leit sinni. Var þá Framh. á 8. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.