Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN, Iaugardaginn 22. júlí 1961.
Tallahasse er höfuðstaður
Flóridaríkis. Nafnið er orð úr
máli Creek-indíána og þýðir
„gamla borgin". Og þó að
Tallahasse sé töluvert yngri
en Róm, þá er hún samt mjög
gömul á vísu amerískra borga,
og hún er byggð á sjö hæðum
eins og Róm.
Tallahasse stendur á lágum og
ávölum hæðum nokkra mílnatugi
upp frá strönd Mexikó f lóans, þar
sem heitir Krókódílaskagi, í krik-
anum, þar sem strandlengjan
sveigist til suðurs og myndar vest-
urströnd Floridaskagans.
Þetta er lítil borg. Þar búa að-
eins nokkrir tugir þúsunda, og
margar borgir á Flórída-skaga eru
stærri. En þarna er stjórn fylkis-
ins, hæstiréttur, fulltrúaþing og
aðrar fylkisstofnanir'. Þetta er ein-
staklega falleg borg, stjórnarbygg
ingarnar reisulegar, garðar mikl-
ir og fagrir, stórmyndarlegar há-
stólabyggingar og söfn ýmiss kon-
ar'.
/ Umhverfis borgina eru auðug
landbúnaðarhéruð, þar sem hver
blettur er ræktaður til akra eða
skóga, og s'kammt undan eru fjöl-
sóttir baðstaðir. Tallahasse er mik
ill f erðamannabær.
Á þessum slóðum búa ekki
margir íslendingar, en í Talla-
hasse eru samt tvær íslenzkar kon
field, óperusöngvara, en Ragnheið-
ur er gift Leonard Pepper, kunn-
um lögfræðingi.
Þetta fólk fluttist vestur fyrir
einum áratug og hefur komið
ágætlega fyrir sig fótum. Þegar
Hilmar Skagfield flutti vestur,
starfaði hann fyrst í lögfræði- og
endurskoðunarskrifstofu Peppers
svila síns, en gekk jafnframt í
skóla og tók próf löggilts' endur-
skoðanda. Síðan setti hann á stofn
sj álf stæða endurskoðunarskrif-
stofu, og hefur hún dafnað vel og
Hilmar notið sívaxandi álits sem
endurskoðandi og haft miklum
störfum að gegna sem rekstrar-
ráðunautur ýmissa fyrirtækja og
verksmiðja. Jafnframt hefur Hilm-
ar! tekið sívaxandi þátt í félags-
lífi borgar sinnar' og gegnt ýms-
um trúnaðarstöðum. Hann hefur
átt sæti í víðtækum félngskap,
sem nefnist Junior Ohamber of
Commeree, og var t.d. árið 1959
formaður fylkisnefndar fyrir Flor-
ida, er sá félagsskapur skipaði til
að annast aukin kynni við útlend-
inga. Vann hann svo mikið og gott
starf í þessum efnum, að hann
hlaut sérstaka viðurkenningu rík-
isstjórnar. Þá hefur Hilmar verið
mjög framarlega í félagssamtök-
um verzlunarmanna í Tallahasse.
Kristín, kona hans, sem er vel
lærð í hannyrðum og saumum,
stofnaði fyrir þrem árum tízku-
verzlun eða saumastofu, er nefn-i

mm
SJ^^

oíSbSZ

virote; m
* -"^i"
0.
SSÍSOfiT1
JWt<K7«ía. .....   j
Frú Kristín Skagfield stendur fyrir dyrum hússins, þar sem tízkustofa hennar er. —
\
slenzkt atgervi getur
líka blómstraö á Flórida
ur, og önnur þeirra gift íslenzk-
um manni. Á vegum þessa ís-
lenzka fólks hafa ýmsir íslending-
ar dvalið sem gestir, lengri og
skemimri tíma, og notið mikillar
gestrisni.
Konumar eru systur, Kristín
og Ragnheiður Guðmundsdætur
frá Ánabrekku í Borgarfirði. Krist
ín ér gift Hilmari Skagfield, end-
urskoðanda,  syni  Sigurðar Skag-
ist: Kristins Fasion and Design
Studio, og hefur aðsetur í gömlu
og fögru húsi í hjarta bæjarins.
Hefur þetta fyrirtæki hennar not-
ið sívaxandi vinsælda og viðskipta.
í vor efndi hún t.d. til tízkusýn-
ingar, er vakti óskipta athygli.
Þau hjón, Hilmar og Kristín,
eiga allstórt og fallegt hús á fögr-
um stað í útjaðri Tallahasse, og
er heimili þeirra einkar aðlaðandi.
Hilmar Slcagfield í endurskoðunarskrifstofu sinni í Tallahasse.
Þau eiga þrjú myndarleg, stálpuð
börn.
Frú Ragnheiður og Pepper mað-
ur hennar, búa einnig í útjaðri
Tallahasse í nýju og mjög stóru
og nýtízkulegu húsi. Pepper rekur
umfangsmikla lögfræðistarfsemi
og fasteignasölu og nýtur mikils
trausts og virðingar í starfi sínu.
Hann hefur dvalizt hér á fslandi
og kann góð skil á íslenzkum efn-
um, og tekur fslendingum manna
bezt. Þau hjón eiga nokkur mann-.
vænleg börn.
Á báðum þessum íslenzku heim
ilum í Tallahasse eru íslendingar,
sem leggja leið sína þarna suður
á bóginn, auðfúsugestir og jafnan
vel fagnað. Hafa ýmsir gert það
og eiga þaðan góðar minningar
um dvöl í fögru og mildu landi
með framandi skóg, en heimakunn
ugt viðmót og gestrisni ungra og
skemmtilegra íslendinga.
Ég átti þess kost að dvelja
nokkra dag'a á heimili Hilmars og
Kristínar sumarið 1960, og mér
var það óblandið ánægjuefni að
sjá og finna, hve vel þau höfðu
komið sér fyrir í þessum nýju
heimkynnum og skotið þar sterk-
um rótum. Það fór heldur ekki
fram hjá gestinum, hve mikils-
metin þau voru af sambor'gurum
sínum í Tallahasse og orðin þar
heimavön.
Við kynni af starfi Hilmars
Skagfield varð mér það ljóst, að
endurskoðunarstörf eru með nokk-
uð öðrum hætti, víðtækari og yfir'-
gripsmeiri, en tíðkast hér á landi.
Endurskoðandi fyrirtækisins er
einnig og fyrst og fremst rekstrar
ráðunautur með allmiklu valdi um
tilhögun rekstrar. Hann gerir ýt-
arlegar áætlanir um rekstur, nauð-
synlegt fjármagn, verð og vöru-
blrgðir, og segir til um, hvað ó-
hætt muni að gera og hvað ekki.
Sinnig fylgist hann nákvæmlega
með, allt rekstrarárið, og gefur
oft mánaðarleg yfirlit um það,
hvernig reksturinn stendur eftir
könnun, er hann gerir. Einnig sem
ur hann ýtai'legar skýrslur um
reksturinn og einstaka þætti hans
til leiðbeiningar um breytingar til
meiri hagkvæmni. Endurskoðunar
skrifstofur hafa þannig nákvæma
umsjón með nokkrum fyrirtækj-
um. Einnig heldur endurskoðand-
inn tíða fundi með framkvæmda-
stjórum og eigendum fyrirtækja
og verksmiðja, þar sem rekstur-
inn er ræddur.
Eitt hinna stærri fyrirtækja,
sem Hilmar hefur haft slíka um-
sjón með síðustu árin, nefnist Or-
lando. Það á 5 togara og verk-
smiðjur til að vinna aflann í mark-
aðsvöru. Það hefur meira að segja
eigin flugvél til fiskleitar fyrir
togarana.  Mjög  mikillar  hag-
kvæmni þarf að gæta í þessum
rekstri, og er jafnan reiknað út
nákvæmlega, hve mikið megi
leggja í kostnað, og hvernig, og
ekkert gert af handahófi. ' Fari
rekstrartölur örfá prósent út af
ákveðnum rekstrarstöðium, er taf-
arlaust rannsakað, hvernig á því
standi og reynt að bæta úr.
Á s.l. ári skipaði Collins ríkis-
stjóri í Flórída, Hilmar í ríkis-
nefnd, er annast vinnumiðlun fyr-
ir fatlað fólk. Hann hefur því
meira >en nóg að starfa, enda
starfsmaður mikill og góður.
Þær systur. Kristín og Ragn-
heiður, munu koma í stutta heim-
sókn til íslands í þessum mánuði.
— a.k.
[búðarhús Hilmars og Kristínar í skióli mikilla elka á fögrum stað í Talla-
hasse.
Aðalfundur Sambands íslenzkra karlakóra
Aðalfundur Sambands íslenzkra
karlakóra (S.f.K.) var haldinn í
húsi K.F.U.M. í Reykjavík, sunnu-
daginn 4. júní 1961.
Formaður sambandsins Ágúst
Bjarnason, setti fundinn. Fundar-
stjóri var kjörinn séra Garðar Þor-
steinsson og ritarar fundarins þeir
Jón G. Bergmann og Magnús Guð-
mundsson.
Fundinn  sátu  fulltrúar  sam-l
bahdskóranna  víðs  vegar  að  af
landinu.
Formaður gaf yfirlit yfir störf
sambandsins á liðnum árum og
gerði grein fyrir hag þess. Allmikl-
ar umræður urðu um margvísleg
málefni S.Í.K. og báru þær glöggt
merki mikils og almenns áhuga
fyrir eflingu sambandsins til
• Framh  a Dis  15.)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16