Morgunblaðið - 21.06.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1938, Blaðsíða 5
-I»riðjudagur 21. júní 1938, MOBGUNBLAÐit' ---------- JftorgmtHaftid--------------------------- Ötgref.: H.f. Árvakur, Keyk}»Tlk. Ritstjörar- Jön Kjartanaaon o* Valtýr Btet&naaon (abjrrSarmmBur). Auglýsingrar: Árni Óla. Ritstjórn, au*lýaln*ar o* affrslösla: ▲uaturatratl I. — aiml 1(00. ÁakriftarKjald: kr. 1,00 A m&nu-M. í lauaaaölu: 10 aura alntaklö — II aura aa«n JLaabOk. ÆSKAH OG KOMMÚNISMINN Skotgrafakveðja til frjáls- lyndra íslendinga". Þann- ig hljóða niðurlagsorð í grein • einni í Moskvablaðinu nýlega, eftir Hallgrím nokkurn Hall- • grímsson. Hann er í her rauð- liða á Spáni, og hefir verið þar síðan í fyrrahaust. Hann dáir hermannalífið og vopnaviðskiftin. Hann segist vera liðsforingi í 11 manna sveit. Við „höfum að vopni“, segir hann „ágæta ljetta vjel- • byssu, sem er okkar stolt og eftirlætisgoð. Næsta skifti ætl- nm við að gera betur en síðast“. Pilturinn hefir sýnilega drukkið hinn rauða hernaðar- ;anda. Enda eðlilegt, eftir þeirri „undirbúningsmentun“ er hann hefir fengið. Fyrir nokkru síðan var þessi imaður austur í Rússlandi. Var hann þar í Rauða hernum, eða einskonar herskóla. Kostaði Moskvast j órnin vist hans og !kenslu þar. Mælt er, að hann hafi komið sér vel í ríki Stalins, ■ og hafi verið talinn líklegur til þess að kunna vel við sig inn- ;an um hryðjuverk og blóðsút- hellingar. En þareð þær eru fremur ein- 'hæfar um þessar mundir þar austur frá, — menn aðallega myrtir á laun, — eða skotnir -í fangagörðum, þótti hinum rússnesku kennurum piltsins rjett að hann vendist meiri fjölbreytni í starfinu. Og því var honum komið til Spán- ar. Þaðan er hann svo látinn syngja skotvopnum og blóðsút- hellingum lof og dýrð við og við, á þeirri síðu „Þjóðviljans“, sem aðallega er ætluð ungu fólki til lestrar. Kunnugir menn telja, að mið- stjórnin í Moskva hafi valið þenna Hallgrím til þess að vera .einskonar yfir-,,general“, þegar Moskvabyltingin á. að hefjast hjer á landi. ★ Framsöknarflokkurinn efndi nýlega til unglingasamkomu austur að Laugarvatni. Þar voru margar samþyktir gerðar. Með- ■al þeirra var áskorun til Al- i þingis um að semja lög við fyrstu hentugleika, sem bönn- uðu pólitískan áróður meðal barna og unglinga til 14 ára Æildurs. Tímadagblaðið er sjerstak- 'lega hreykið af samþykt þess- ari. Hefir blaðið flutt langa lofgerðarollu um það, hvílík blessun þjóðfjelagi voru hlotn- . aðist, ef slík lög yrðu samþykt. "Síðan er að því spurt, hvað Morgunblaðið kynni að vilja leggja til málsins. ★ Nú skal rifjað upp í stuttu máli, hvernig Tímamenn hafa á undanförnum árum litið á þessi mál. í tvo áratugi hafa forvígis- menn Framsóknarflokksins haft sjerstakan áhuga fyrir því, að beita áhrifum sínum meðal þeirra manna, sem þjóðfjelagið kostar til þess að vera upp- fræðara barnanna á meðan þau eru á skólaskyldualdri. Árangurinn af þessari starf- “’semi flokksins hefir verið sá, að fjöldinn allur af barnakennur- ur þjóðarinnar hefir verið val- inn úr hópi þeirra manna, sem aðhyllast Moskvastefnuna, sem eru boðnir og búnir undir eins og kallið kemur, að hlýða sömu fyrirskipunum og tilvonandi blóðböðull Islands, sem Moskva- stjórnin hefir gert út, til þess að venjast hryðjuverkun suður á Spáni. ★ Það er rjett að segja þeim Tímamönnum í eitt skifti fyrir öll, að á meðan þeir eiga meiri hlutavald sitt á Alþingi Islenil- inga kommúnistum að þakka, á meðan þeir vitandi vits horfa upp á það með velþóknun, að aðdáendur hinna „Ijettu vjel- byssa“ og annara morðtóla, eru settir í kennarastöður hjer á landi, og það fyrir tilverknað Framsóknarmanna, þá verður Laugarvatnssamþyktin um áróð- ur meðal barna og unglinga tekin hæfilega alvarlega. En ef það skyldi koma fyrir, að Framsóknarflokkurinn ein- hvern tíma hefði manndóm til jþess að vinna gegn kommúnism- anum hjer á landi, þá er kom- inn tími til að tala við þetta fólk um það, hvernig á að leiða þjóðina framhjá þeim skerjum, sem Framsóknarflokkurinn hef- ir beinlínis stýrt að á undan- förnum árum. Umræðuefnið í dag; Sundmetin. í nefndinni, sem fjallaði um „Háskólann og framtíð hans“ á stúdentamótinu, voru þessir: Björn Þórðarson lögmaður (fram- sögumaður), Ágúst H. Bjarnason, sr. Jón Finnsson, Magnús Gísla- son sýslum., Jónatan Hallvarðsson, Ragnar Jóhannesson og Jóhann Hafstein. Frá þessari nefndarskip un var ekki rjett skýrt í sunnu- dagsblaðinu. Myndir frá stúdentamótinn. 30 mynda sería, eru til sölu hjá OL afi Magnússyni Ijósmyndara, Templarasundi 3, og verða þær til sýnis þar í dag og næstu daga. Serían hefir margar skemtilegar myndir að geyma, og er víst, að allir stúdentar munu hafa ánægju af að eiga þær, til minningar nm fyrsta landsmót íslenskra stú- denta og margar glaðar stundir þar. Þeir, sem ætla sjer að eign- ast mynda-seríuna, ættu að tryggja sjer hana sem fyrst, því að margir hafa þegar pantað mynd ir frá mótinu hjá Ólafi. •f Rjettarstaða íslensku kon- unnar í þjóðfjelaginu Ur erindi Þórðar Eyjólfssonar hæsta- rjettardómara á iandsfundi' kvenna Rjettarstaða íslensku konunnar í þjóðfje- laginu var fyrsta málið, sem tekið var fyrir á 5. landsfundi kvenna, en hann stendur yfir hjer í bænum þessa dagana. Þórður Eyjólfsson hæsta- rjettardómari flutti fróðlegt inngangserindi í þessu máli og verður hjer drepið á nokkur atriði úr erindi hans. Erindið var flutt að tilhlutan Kvenrjett- indafjelags íslands. ★ Goðarnir fóru með mest alt opinbert vald hjer á landi til forna, bæði heima í hjeraði og á Alþingi. Ekki var konum bannað að lögum að eiga goð- orð, en það var mjög sjaldgæft að kona eignaðist goðorð. Hins- vegar var konum bannað að fara sjálfar með goðorðsvald. Ef kona eignaðist goðorð, varð hún að fela karlmanni að fara með goðastarfið. Konur máttu ekki eiga sæti í lögrjettunni á Alþ. og-þar með voru konur útilokaðar frá lög- gjafarstörfum. Ekki mátti kjósa konur í hreppstjórn, ekki í dóma, og þær máttu ekki bera vitni í málum. Á ýmsum sviðum öðrum var rjettur konunnar mjög fyrir borð borinn. Um erfðir nutu þær minni rjettar en karlar og bóndinn mátti heita einráður yf- ir fjelagsbúi hjóna. Ekki mátti lcona giftast manni nema með ráði forráðamanns, þ. e. fastn- anda, en hann mátti gefa kon- una burt án samþykkis hennar. ★ Þessi rjettarstaða konunnar, sem mörkuð var í fornöld helst svo í höfuðatriðum í meira en níu aldir, eða alt fram á tíma núlifandi manna. Því að þótt mikil breyting yrði á stjórnar háttum landsins á þessum tíma mátti heita, að rjettindi kvenna stæðu í stað. Konur höfðu hvorki kosning- rrrjett nje kjörgengi til Alþing- is og ekki til sveitar eða bæjar- stjórna. Ekki mátti skipa konu í opinbert embætti eða til að hafa opinber störf á hendi. Til marks um hvernig litið var á stöðu konunnar á þessum tím- um, má geta þess, að árið 1896 vítti yfirrjetturinn það ,að kona hafði verið fengin til að vera .rjettarvottur. Fram til ársins 1850 erfði systir ekki nema hálfan hlut á móti bróður. Bóndi hafði einn forráð yfir fjelagsbúi hjóna o. s. frv. ★ Laust fyrir miðja 19. öld hefst erlendis baráttan fyrir jafnrjetti kvenna, kvenfrelsis- baráttan svo nefnda. Hingað barst aldan á síðustu áratugum aldarinnar og var frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir forvígiskona baráttunnar hjer. Rakti Þ. E. því næst brað áunnist hefði í þessum málum hjer. Þátttakan í löggjafarstarfinu. Það er fyrst með stjórnarskrár- breytinguuni 19. júní 1915, að konur fá kosningarrjett til Al- þingis og rjett til setu á Alþingi. I fyrstu var þessi rjettur nokkr- um takmörkunum háður, en þær hafa nú verið afnumdar. Hafa konur nú sama rjett og karlar á þessu sviði. Kosningarrjett í málefnum sveitar og bæjarfjelaga öðluð- ust konur 1882, en þó aðeins „ekkjur og aðrar ógiftar kon- ur, setp standa fyrir, búi, eða á einhvern hátt eiga ineð s|ig sjálfar“, eins og segir í lög- unum. Þetta helst til 1909, en þá er konum veittur rjettur í þessum málum til jafns við karla. Þeim var þó heimilt að skorast und- • rir an kosningu. En sarhkv. gild- andi lögum er rjettur og skyld- ur karla og kvenna á þessu sviði hinn sami að öllu leyti. Rjettur til embætta. Lengst af þótti það hin mesta goðgá, ef því var hreyft, að konur ættu að fá rjett til embætta. Konum var jafnvel meinaður aðgangur að latínuskólanum og öðrum æðri mentastofnunum, svo sem prestaskólanum og læknaskól- anum. Með tilskipun frá 1886 var konum þó heimilað að taka stú- dentspróf og þeim leyft að stunda námílæknadeild ogtaka burtfararpróf þaðan. Svo máttu þær og njóta kenslu að nokkru leyti í prestaskólanum, en burt- fararpróf þaðan máttu þær ekki taka. Hinsvegar máttu þær ganga undir sjerstakt próf fyrir konur. Þá máttu þær ganga undir próf í forspjallsvísindum. En síðan segir í tilskipuninni: „Með því að ganga undir próf þau, er um getur í þessari til- skipun, öðlast konur engan að- gang að embættum, nje heldur til að njóta góðs af styrktarfje því, er hingað til hefir ákveðið verið námsmönnum við presta- og læknaskólann. Konur mega heldur eigi stíga í stólinn, þótt þær njóti kenslu í prestaskól- anum, eða hafi gengið undir próf það, í guðfræði, er getur um í 2. gr.“ Þessi tilskipun frá 1886 var í fullu gildi til 1911, en þá voru sett pý lög um þetta efni og þá fengu konur sama rjett og karlar til að njóta kenslu og ljúka fullnaðarprófi í öllum mentastofnunum landsins. Þá fengu könur fullkomið jafnrjetti við karla, að því er varðar em- bætti og aðrar opinberar stöður. Geta má þess, að ljósmæðralög- in og hjúkrunarkvennalögin, sem bæði eru frá 1933, eru orð- uð þannig, sem konum einum sje áskilinn rjettur til þeirra starfa. Önnur rjettindi. Lögræðisald- ur er hinn sami fyrir konur og karla, þ. e. 16 ár. Þá mega konur ráða dvalarstað sínum. 21 árs eru þær fjárráða. Ekkjur og fráskildar konur eru þó fjár- ráða yngri, en sama regla gildir ekki um karla. Hjer eru því konur rjetthærri. Konur mega ekki gifta sig yngri en 18 ára og karlmenn ekki yngri en 21 árs, án opinbers leyfis. Sje kona yngri en 21 árs verður hún þó að hafa leyfi foreldra eða lög- ráðamanns til giftingarinnar. Þegar kona giftist má hún taka sjer eftirnafn manns síns, ef hann hefir ættarnafn. Verði síðar skilnaður gerður með þeim getur maðurinn bannað konunni að nota nafnið, ef skilnaðurinn er aðallega konunni að kenna. Konau er jafn rjetthá bónda sínum að því er snertir umráð yfir fjelagsbúi hjóna. Ríkisborgararjettur konunnar er að nokkru leyti annar en karlmannsins. Þannig fer ríkis- borgarrjettur giftrar konu eftir ríkisfangi bónda hennar. Þó er hjer sú undantekning gerð, að ef íslensk kona, sem öðlast hef- ir ríkisborgararjett við fæðingu sína, giftist erlendum manni, heldur hún íslenskum ríkisborg- ararjetti, meðan hún dvelst hjer. Er því ekki hægt að vísa konunni úr landi með bóndan- um, þótt honum sje brott vísað. Ef íslenskur ríkisborgari giftist erlendri konu, fær hún við gift- inguna íslenskan ríkisborgara- rjett. Áður fyr átti gift kona fram- færslurjett í sömu sveit og bóndi hennar. Nú á hver maður fram íærslurjett í heimilissveit sinni og geta því hjón nú átt fram- færslurjett hvort í sinni sveit, ef þau búa ekki í sama sveitar- íjelagi. Erfðahluti karls og konu hef- ir verið jafn að lögum síðan 1850. ★ Á þeim 23 árum, sem liðin eru síðan konur fengu kjör- gengi til Alþingis, hafa aðeins tvær konur átt sæti á þingi. Á þeim 27 árum, sem liðin eru síðan konur fengu jafnrjetti við karlmenn til embætta og opin- berra starfa, hafa fjórir kven- kandidatar lokið burtfararprófi í læknadeild, einn úr lögfræði- deild, en enginn úr guðfræði- eða norrænudeild. „María Stúart“ heitir amerísk kvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti í kvöld. Aðalhlnt- verkið leikur Katharine Hephurn Fredric March. Kvikmyndin seg- ir frá lífi Maríu Stúart Skotlands- drotningar. Kvikmynd þessi hefir ihlotið mikið lof erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.