Morgunblaðið - 08.11.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. nóv. 1946 M intungaroré um RJÖRN FRIÐRIKSSON í DAG er til moldar borinn einn af borgurum þessa bæj- ar Björn Friðriksson verka- maður. Hann ijest að heimiii sínu Bjarkargötu 12. 3. nóv- ember s.l. Björn var fæddur 6. maí 1878 að Þorgrímsstöðum í Vestur-Húnavatnssýsiu. For- eidrar hans voru Friðrik Gunnarsson hreppstjóri frá Mýrum í Miðfirði. En móðir Björns var Siguriaug Gunn- lauugsdóttir frá Óspaksstöð- um í Hrútafirði. Björn var einn af sex börn- um þeirra hjóna er upp kom- ust. Hann ólst upp hjjá for- eldrum sínum, og vann þeim þar til hann var 22 ára gamall. En þá um aldamótin gjörðist hann lausamaður, og stundaði þá atvinnu er til fjell og ekki var fjölþætt í þá daga, aðeins útróðrar á Vestfjörðum eða Suðurnesjum og þess á milli iandbúnaðarstörf. í maí 1903 giftist Björn eftir lifandi konu sinni Ingigerði Árdísi Björnsdóttir frá Vatns- enda* í Vesturhópi, hinni mestu ágætiskonu er alla tíð var manni sínum hinn trúfasti llífsförunautur, fuli ástðar og kærleika alt til síðustu stund- ar. f Húnavatnssýslu bjuggu þau hjón Björn og Ingigerður yfir 20 ár, og er þeim er þetta skrifar ekki kunnugt hvar, að öðru en því se mtáknrænt var og fátítt þá, að Björn byggði sjer nýbýli á jörð þeirri er hann var fædduur þ.e. Þor- grímsStöðum. Býli þetta nefndi Eingibrekku og bjó hann þar í 7 ár. Má af þessu sjá að Björn hefur alið sterka áSt og ræktarsemi til æsku- stöðvanna, svo sem hann sjálf ur sannar með vísu, er hann kvað eitt vorið á gangi heim úr veri við ísafjarðardjúp, þannig: Finn jeg taugar titra í mjer, traust er kærleiksbandið. Beint af augum blasir hjer, blessað Norðurlandið. Á uppvaxtarárum Björns Friðrikssonar var naumast um mentun að ræða, aðra en i þá, sem nauðsynleg þótti til undirbúnings fermingu barna. Meðal fátækrar alþýðu voru það því aðeins þeir unglingar er sköruðu fram úr fjöldanum að andlegu atgervi, sem oft á furðulegan hátt tókst af sjállfs dáðum a ðafla sjer nokkurrar mentunar. Og svo mun það hafa verið um Björn Friðriks- son, sem var skarpgáfaður og átti sterka mentaþrá, enda las hann,lærði, skrifaði og mundi svo að hann varð fjölfróður maður. Og fáir munu forgef- ins farið hafa, þeir er til hans leituðu með spurningar ýmis konar viðvíkjandi vandamál- um daglegs lífs, enda komst hann ekki hjá því norður þar, að taka drjúgan þátt í sveitar stjórn, sóknarnefnd og fleiri /jelagsmálum, tímafrekum en tekjusnauðum, en þessi auka- störf ásamt fleiru mun mjög’ hafa stutt að því, að 1924 tók Björn sig upp ásamt fjöl- skyldu sinni og flutti alfarinn úr Norðurlandi til Reykjavík- ur. En hjer vann hann æ síðan hjá aðeins tveimur atvinnu- fvrirtækjum. Mjólkurfjelagi Reykjjavíkur og síðar hjá Hafnargerð Reykjavíkur. Björn Friðriksson var einn af sterkustu frumkvöðlum þess, að „Kvæðamannafjelag- ið Iðunn“ var stofnað hjer 1929. Enda var hann öll árin síðan í stjórn þess fjelags til síðustu áramóta. Þar átti Björn sál. margar ánægju- stundir, sem engan skildi undra um hann, sem var alt i j senn, góður kvæðamaður, á-j gætur hagyrðingur, fullur á- huga fyrir söfnun og varð- veislu þjóðlegra verðmæta í öllum greinum, sem hann taldi þjóðinni lífsnauðsyn til viðhhalds frelsi hennar og sjálfstæði, sem hann unni og fylgdi fast alla tíð. •Þau hjónin, Björn og Ingi- gerður Árdís, eignuðust 4 börn er upp komust, 1 son og' 3 dætur, öll mannvænleg og góð svo sem þau eiga kyn til. 3 þeirra eru gift og búsett hjer. yngsta dóttirin er heima sem ásamt móður og systkin- um og þeirra börnum, kveðja ágætan heimilisföður, maka, föður og afa. Systurnar, bróð- urinum góða, aðrir vinir og fjelagar þakka trúverðugt starf og ágæta samveru. Hitt- umst heilir í Guðs friði. Kjart-an Ólafsson. - MeSal annara ... Framhald af bls. 9. lands ekki komið til greina á því þingi. En allir vita, og ÞjóS- viljamenn ekki’síst, að skoðun kcmmúnista, hvort heldur þeir eru hj.er heima ellegar erlendis, fer eftir því einu, hver hinn austræni vilji er, í það og það skiftið. Með því að ákveða neitunarvald kommúnistans þá var í raun rjettri verið að gefa hinu austræna valdi einkaumboð og • yfirráð yfir gerðum og atkvæði íslendinga á þinginu. Andstæðingar kommúnista á Alþingi vilja, að fulltrúar þjóð- arinnar komi fram sem frjálsir menn, er þeir mæta í fyrsta sinn á þingi Sameinuðu þjóð- anna. Kommúnistar vilja að sendinefndin hefði orðið 5- faldur ,,Attaníoss“ á hinni raf- knúnu lest Moskva-Sverd- lovsk—Omsk—Novo Siberisk. En bylting ofurmennisins Lenins og landráðamannsins Trotzkys hefir ekki enn náð Fróni. Og þessvegna fengu kommúnistar ekki að þessu sinni að verða „Attaníossar", á þingi sameinuðu þjóðanna, er þeir óskuðu þess. Borgey-slysið Frh. af bls. 1 ur á sig, en rjetti sig altaf við aftur. Skipverjar og hin unga j stúlka, sem var farþegi voru öll uppi í brúnni er siglt var áleiðis til lands. Gunnar hrepp- stjóri telur, að Borgey hafi ver- ið um það bil einn kílómetra frá Hornafjarðarós er hún sökk skyndilega. í skjótri svipan. Geta þeir skipverjar, sem eru til frásagnar. ekki gert sjer grein fyrir þvi, hversvegna skip ið sökk. Það byrjaði skyndilega að síga niður að aftan, og velt- ist síðan yfir á bakborðshlið. Er skipverjar urðu þess var- ir alt í einU, hvað verða myndi, skáru þeir í dauðans ofboði á kaðla þá, er hjeldu björgunar- bátunum. En á sama augna- bliki, sem báturinn var laus orð inn reið alda yfir, og hvoldi björguna.rbátnum. En Borgey sökk. Björgunarbelti voru þarna rjett við hendina. Þó var það aðeins einn mannanna, sem hafði ráðrúm til að ná til þeirra, Gunnar Sæmundsson 2. vjel- stjóri. Honum tókst líka að smeygja bjarghring um farþeg ann Kristínu Þorgrímsdóttur. En líklega hefir hringurinn losnað og hún ekki haft hans not. Tveir á kjöl, einn í bjarghring, Tveir skipverjanna komust á kjöl björgunarbátsins, Sig- urður Lárusson stýrimaður, og Bjarni Gíslason háseti. En þeir geta ekki gert sjer neina grein fyrir því, hvernig þeir komust þangað. Því alt gerðist þetta í svo skjótri svipan. Sennilegt, að þeir hafi aldrei slept taki af bátnum, frá því þeir voru að skera af honum böndin. Guðmundur Sæmundsson hafði bjarghringsins not. Hann er sá sem best fylgdist með því, er fram fór fyrsta sprettinn eft- ir að skipið sökk. Hann sá þá báða á sundi skamt frá sjer, Ólaf heitinn Sigurðsson 1. vjel- stjóra og Pál heitinn Bjarna- son háseta. Páll heitinn hjelt sjer í eitthvert rekald úr bátn- um. Sá Guðmuiidur til hans, á meðan hann sjálfur hafði rænu. En þegar honum var bjargað, var hann orðinn rænulaus. Kristín Þorgrímsdóttir var vel synd. Hún komst á kjöl björgunarbátsms og hjelt sjer þar um stund. En eitt sinn er alda reið undir bátinn, svo hann hallaðist mjög, misti Kristín heitin af bátnum, og sást ekki til her.nar eftir það. Björgun úr landi. Eins og fyrr var frá skýrt, hjer í blaðinu, sást það úr landi, að eitthvað mvndi vera að Borg ey. Var mótorbátuvinn Þristur sendur á vettvang. Það var kl. 9 um morguninn, að Sigurðúr Lárusson sá, til Þrists koma út í Hornafjarða’'ósinn. Mennirnir á Þristi sáu brátt til þeirra, er á kjöl voru, og hjeldu rakleitt þangað. En þeg- ar björgunarmenn ætluðu að ná þeim Sigurði og Bjarna af kyl- inum, bentu þeir á, að fyrst skyldi bjarga Guðmundi er enn flaut í bjarg’nringnum. Þegar búið var að taka Guðmund uppí bátinn Þrist. var Sigurði og Bjarna bjargað. Siglutoppurinn á Borgey stóð hálfan annan metra upp úr sjó, er Þristur kom á vettvang. Og var svo fram eftir degi. Gengið hefir verið á fjörur með stuttu millibili, til þess að svipast um eftir reknum líkum hinna druknuðu. En ekkert þeirra hefir íundist ennþá, er blaðið vissi síðast til. Fundur hjá Kvenfjefagi Neskirkju KVENFJELAG Neskirkju hjelt hinn fyrsta fund sinn á þessu hausti í Tjarnarcafé, miðvikudagskvöldið 23. okt. s.l. Fundurinn var vel sóttur og fór hið besta fram. Á fundi þessum var frú Rakel P. Þorleifsdóttir í Blá- túni kosin í þriðja sinn sem formaður bazarnefndar með einróma atkvæðum. Formaður fjelagsins er nú frú Ólafía Marteinsson. Kven- f jelagið hefur starfað frá sama árinu og prestakallið var stofnað og auk þess að hafa safnað töluverðu fje hefur fjelagið stuðlað að kynningu og samheldni meðal kvenna í sókninni. BinsnmiiiiiiiiiuaimiiifimmpuifiiiiiiiiiifiiiiiiiiiminfimfnirmfiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiMTvmn 1-9 SHERRV 16 KRATER'S 5TEP' PAUðHTER — WONDERPUL GIRL... AOTHER D!ED AND tM AFRAiD , KRATER DIDN'T PROVIDE MtiC-H CF A M0A1E-LIFE F0.RH5R...HE LiVED IN Hlð LAS. m %, b' & & Effir RoberS Siorm im. 4imnimuu)wrM« iiimrnmaRimiiimimiiiiiiiimiimiimmimmimiBiimmmiiimiimiim 6HERRY BENEFlTS VERY ZA'I, WHAT ARE \ f HAND60/AELY BY KRATER'6 / YOU DRlVINö AT1 \ 1 DEATH....Y0U HAVE FULL YOU DAlD IT WA6 |t V POWER'OF'ATTORNEY ? X SUICIDE, DIDN'T Y I THINK ISWlÉlllj' ,'fL her.. j,:;- £. Wh’gpvx. U -A that's Riemr...iívi 5URPRI6ED THAT YCU HAVEN'T A6KED Sligg: Sherry er fósturdóttir Kraters.' Indæl stúlka. Móðir hennar er dáin og jeg held að heimilis lífið hafi ekki verið neitt skemtilegt hann var altaf í rannsóknastofunni sinni. — X-9: Hugsar (Hann er skotinn í Sherry). — X-9: Þessi Sherry sjer, eða hvað? — X-9: Rjett er það, en jeg er græðir meira en lítið á dauða Kraters. Og þjer hissa á að þú skulir ekki hafa spurt mig hvernig hafið full umráð yfir fjenu? — Sligg: Hvað ertu Krater fyrirfór sjer. — Sligg: Hvaða helvítis .... nú að fara? Þú sagðir að hann hefði fyrirfarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.