Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1960, Blaðsíða 1
24 síðui 47. árgangur 91. tbl. — Laugardagur 23. apríl 1960 Prentsmiðja Moigunblaðsins Uggværilegar horfur í Genf: Vaxandi líkur til að tillaga Kanada og Bandaríkjanna verði samþykkt Hörmulegt dauðaslys í Hafnarfirði Íslenzka sendinefndin reynir að* hindra að hinn „sogulegi réttur64 v. ái til þjóða, sem lífa að mestu af fiskveiðum Mikil óvissa og glundroði ríkjandl á ráðstefnunni ÍSLENZKA sendinefndin í Genf lagði í gær fram viðbótartillögu við sameiginlega tillögu Kanada og Banda- ríkjanna, þannig að aftan við 3. grein, sem fjallar um 10 ára svokölluð söguleg réttindi komi þessi málsgrein: „Á- kvæði þessarar greinar gilda ekki þegar þjóð er yfirgnæf- andi háð fiskveiðum við ströndina um afkomu sína eða efnahagsþróun.“ Tillöguna varð að leggja fram í gær og íslenzka nefndin taldi það óforsvaranlegt að reyna ekki að fá ákvæðið um sögulega réttinn úr bandarísk-kanadisku til- lögunni. TiIIaga sendinefndarinnar um að undanþiggja ís- land hinum 10 ára sögulega rétti er því flutt til styrktar aðstöðu íslands í lokaátökum ráðstefnunnar. Líkurnar fyrir samþykki bandarísk-kanadisku tillögunnar hafa nú stór- aukizt. — Tveir meðlimir íslenzku nefndarinnar, þeir Hermann Jónasson og Lúðvík Jósefsson, lýstu sig andvíga því að viðbótartillaga nefndarinnar væri lögð fram. Fréttaritari Morgunblaðsins í Genf símaði í gær að úrslit væru í algerri óvissu. íslenzka nefndin er engum samningum bundin og miðar allt sitt starf við það að tryggja íslandi sem sterkasta aðstöðu. Genf, 22. apríl. — Einkaskeyti til Mbl. frá Þorst. Thorarensen. EFTIR örstuttan fund árdegis í dag var ákveðið að fresta ails- /) Vill að Bretar a v veiði við Kanada JLONDON, 22. apríl — Reuter. (—- Arthur Johnson, vararáð- (herra hagfræðideildar Ný-') r fundnalands, fór héðan flug-N /leiðis í nótt til Kanada eftirC Jþriggja vikna ferðalag um( )Evrópu. Við brottförina lét/ (hann þau orð falla, að brezkir/ (togarar ættu að veiða viðl / strendur Kanada. Orðréttv /sagði hann: „Það myndi gleðjaC )okkur ef brezkir togarar/ ' kæmu og veiddu á fiskimið-/ (um okkar, sem eru þeim opin.) [Eins og sakir standa vitum viðS /ekki til að brezkir togararC )veiði á kanadískum miðum, en/ )það getur orðið, áður en langt/ \ um líður. Tillaga mín er sú að) (brezkir togarar setji upp bækiS 'stöð við strendur Kanada, þar( ) sem aðstæður eru góðar“. Johnson lét einig orð falla/ \iun að viðskipti færu vaxandi/ (milli íbúa Atlantshafsstrandar) 'Kanada og Bretlands. „í ár mun fjöldi brezkraC )fiskframleiðenda leggja leið/ )sína til Kanada og leiðir það/ (í ljós, hvaða aðstoð Kanada- (menn geta veitt Bretum“. herjarfundum til mánudags. — í dag talaði aðeins Petren frá Svíþjóð og sagði, að Svíþjóð væri í flokki með Belgíu og Frakklandi og vildi helzt ekki leyfa neina víkkun frá sinni eigin fjögurra mílna landhelgi. Svíar hefðu samt með tregðu ákveðið að fylgja bandarísk- kanadisku tillögunni, þar sem hún væri eina leiðin til sam- komulags. Þá lýsti Petren yfir, að Svíar væru mótfallnir öllum einhliða ákvörðunum á stærð landhelgi eða fiskveiðilögsögu. Erfið fæðing Mjög erfiðlega gekk hjá 18 ríkjunum að semja tillögu sína um 12 mílna fiskveiðilög sögu, en fresta landhelgis- ákvörðunum. Hafa verið stöð- ugir fundir hjá þeim, en rétt áður en frestur rann út til að skila nýjum tillögum, fluttu 10 þeirra tillögu svipaðs efnis og ég sendi í fyrradag. En hún er á þessa leið: Önnur sjóréttarráðstefna Sþ telur, að enn sé mikill ágrein- ingur um landhelgi og beinir þvi þess vegna til framkv.stj. Sameinuðu þjóðanna að taka á bráðabirgðadagskrá 20. regiu lega allherjarþings Sþ grein, um það hvort ráðlegt sé að kalla saman á hentugum tima aðra ráðstefnu Sþ til þess að athuga nánar víðáttu landhelg innar. Ráðstefnan beinir því til allra ríkja á þessari ráð- Framhald á bls. 23. de Caulle til Bandaríkjanna WASHINGTON, 22. apríl. (NTB). — í dag kom de Gaulle til Was- hington í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. — Eisenhower Bandaríkjaforseti tók á móti hon- um á flugvellnum. — 1 stuttri ræðu, sem de Gaulle hélt á flug- vellinum, sagði hann, að hann mundi ræða við Eisenhower um væntanlegan fund ríkisleiðtog- anna í næsta mánuði. 250 þús. manns fögnuðu de Gaulle þegar hann ók inn í borg- ina og er það meiri mannfjöldi en áður hefur hyllt erlendan þjóð höfðingja. Hér er verið að ná bilnum upp, sem ók út af bryggju í Hafn- arfirði sl. fimmtudagsnótt. — Sjá frásögn á öftustu síðu. — (Ljósm. G. E.) Syngman Rhee reynir að mynda nýtt ráðuneyti Allsæmilegur friður i Suður-Kóreú Seoul, Suður-Kóreu, 22. apríl. — (Reuter). — í D A G kom til handalög- máls á þingfundi Suður- Kóreu, þegar rætt var um stjórnarkreppu þá, sem nú Olafur Thors forsætisróðherro væntanlegur heim í dag ÓLAFUR THORS forsætisráð- herra var væntanlegur heim frá London með flugvél sl. nótt. Sök- um óhagstæðs flugveðurs tafðist flugvélin í Bretlandi og gat ekki Iagt af stað í gærkvöldi. Þetta er flugvél frá Loftleiðum, og fékk blaðið þær upplýsingar hjá skrif- stoitu félagsins rétt áður en það fór í prentun í nótt, að för vélar- innar hefði verið frestað. Væri nú ráðgert að hún legði af stað frá Glasgow kl. 11 f.h. í dag — og kæmi þá hingað kl. 3—1 síðd. ríkir í landinu og óeirðirnar undanfarna daga. Uppþotið í þingsalnum hófst þegar þingmenn stjórnarandstöðu- flokksins (Demokratiska flokksins) reyndu að varna Jim Jung Yol, landvarnar- ráðherra máls, en hann lýsti því yfir í ræðu.sinni, að ekki hefði verið komizt hjá að setja herlög í landinu vegna aðgerða öfgamanna, eins og ráðherrann komst að orði. Þegar kyrrð var aftur komin á í þingsalnum, samþykkti þing- ið að setja á stofn 20 manna nefnd, sem vinna á að því að blóðugu óeirðir, sem verið hafa og beinast gegn ríkisstjórninni og forseta landsins. Segja stjórn- arandstæðingar að forsetakosn- ingarnar hafi verið ólöglegar og krefjast að efnt verði til nýrra kosninga. Nú er vitað að 125 menn létu lífið í óeirðunum á þriðjudag, eu margir aðrir særðust. Engar óeirðir Ekki kom til neinna óeirða { Framh. á bls. 2. Fanfani s;afst upp RÓM, 22. apríl. — Fanfani, leið- togi vinstra arms Kristilega demó krataflokksins á ftaliu, tilkynnti í kvöld, að hann hefði gefizt upp við að reyna að mynda nýja jafna ágreiningsmálin eftir þærstjóm í Ítalíu. (NTB).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.