Morgunblaðið - 23.01.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.1966, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. janúar 1966 * Þdrunn Gíslason - Minning í GÆR var útför Þórunnar Gíslason í Þingholtsstræti 17 gerð að viðstöddum nánustu vanda- mönnum. Hún lézt að heimili sínu föstudaginn 14. þ.m. eftir skammvinna sjúkdómslegu. Hafði hún þó hin síðari ár verið farin að kröftum, en naut til - hinztu stundar frábærrar um- hyggju barna sinna, er með henni bjuggu. Með frú Þórunni er gengin ein hinna gömlu, kyrrlátu kvenna, sem geyma mikla sögu. Hún var fædd að Görðum á Álftanesi hinn 26. október árið 1877 og var því á 89. aldursári. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Þorvaldsdóttir frá Framnesi í Skagafirði og Páll Halldórsson smiður og málari, sem einna fyrstur íslendinga nam iðn sína erlendis. Ólst Þórunn ásamt Þor- valdi bróður sínum, síðar lækni, upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Görðum og síðar í Teitshúsi við Suðurgötu í Reykjavík. Þótt hún nyti ekki skólagöngu að hætti fcvenna síðari Jsynslóða, segja 'þeir, sem hana þekktu á yngri áru-m, að alla tíð hafi henni leikið í höndum húsmóðurstörf og alls kyns hannyrðir. Snemma hafði hún yndi af kveðskap og var vel lesin í þeirri grein. Þórunn giftist ung Þorsteini Gíslasyni ritstjóra og skáldi, en missti hann árið 1938. Heimili þeirra var fyrst í húsi foreldra hennar við Suðurgötu, en árið 1906 keyptu þau Þingholtsstræti 17 og bjuggu þar æ síðan. Var þá húsið aðeins hluti af því, sem nú er orðið, — stóð uppi á hárri klöpp og tröppur ofan af klöpp- inni. Oft var fjölmennt á heim- ili þeirra. Þar bjuggu foreldrar Þórunnar árum saman og Þor- valdur bróðir hennar auk barn- anna sex og oft tveggja aðstoð- arstúlkna, eins og títt var í þá daga. Engu að síður stóð heimilið ávallt opið utanbæjar- fólki, svo sem frændum Þórunn- ar úr Skagafirði, sem gistu um rstundarsakir. Rörn þeirra Þórunnar og Þor- steins voru: Vilhjálmur útvarps- stjóri, kvæntur Ingu Árnadótt- ur, Ingi íslenzkukennari, sem lézt 1956, Nanna, sem rekur hannyrðaverzlun í Þingholts- stræti, Baldur og Freyr verzlun- armenn og Gylfi ráðherra, sem kvæntur er Guðrúnu Vilmund- ardóttur. Barnabörn Þórunnar eru sex og barna-barnabömin jafnmörg. Af persónu og margháttuðum störfum húsbóndans í Þingholts- stræti 17 leiddi mikla manna- ferð á heimilið. Ýmsir áttu er- indi við Þorstein vegna stjóm- málastarfa hans, og ung skáld komu til hans í smiðju og leit- uðu ráða. Um áratugi var þar á heimilinu umræðumiðstöð ým- issa stjómmálamanna og bók- menntamanna. Húsfreyjan fylgd- ist vel með og hafði ákveðnar skoðanir, enda föst í lund. Hún tók af rausn á móti öllum og rækti húsmóðurskyldur sínar af ýtrustu samvizkusemi, styrkti og studdi bónda sinn. Hún naut þess að gera gestum sínum til hæfis, því að ríkur eðliskostur hennar var að vera sífellt veitandi. Þótt Þórunn kynntist mörgum um dagana, hygg ég að fáir hafi þekkt hana vel. Að eðlis- fari var hún dul og ómann- blendin, í framkomu alvöru-gef- in og fátöluð. Hún vildi sem minnst af bæ fara, en aðrir voru velkomnir til hennar. í Þingholtsstræti 17 var hennar riki til dauðadags. Þórunn var komin á efri ár og löngu orðin ekkja, er ég kynnt ist henni. Hún var svipmikil, andlitið frítt og furðu slétt og hárið enn’þá svart. Hún bjó þá með fjórum börnum sínum, sem önnuðust hana af samheldni og natni. Ekki mun hafa liðið sá dagur, að synir hennar, sem ekki voru hjá henni, töluðu ekki við hana. Þótt börn hennar væru öll fullorðin, 1-ét hún aldrei af umhyggju sinni fyrir þeim. Þannig var Þórunn, — það, sem hún hafði einu sinni að sér tek- ið, átti hjá henni athvarf æ síð- an. Heimilið í Þingholtsstræti 17 ber vott nákvæmu fegurð- arskyni Þórunnar o,g barna hennar, ekki sizt Inga heitins. Þar er safn fagurra listmuna frá ýmsum tímum. Ekki hafði ég lengi þekkt þetta heimili og húsfreyju þess, er mér varð ljóst, hve mjög hún dáði bónda sinn í smáu og stóru. Minning hans var sífellt í huga hennar. Eitt sinn sem oftar vorum við hjón í Þingholtsstræti með son okkar, þá á fyrsta ári, ásamt mörgum ættmennum og vinum Þórunnar. Margt bar á góma, ekki sízt stjórnmál, enda voru þarna saman komnir fulltrúar allra stjórnmálaflokka á íslandi. Ekki var stjórnmálatal neitt ný- næmi fyrir húsfreyjuna. Á henn- ar ungu döguna bar það hátt á heimilinu, og á fyrstu áratug- um aldarinnar var stjórnmála- baráttan um margt óvægilegri en nú, þótt um annað væri deilt. Núna lót Þórunn sér fátt um finnast. í huga hennar var ann- að. Hún sat þögul í stól sínum í borðstofunni og skoðaði vand- lega neglurnar á barninu. Mér Happdrætti Styrktarfélags vanoefinna Á Þorláksmessu var dregið í happdrætti Styrktarfélags van- gefinna. Innsigli vinningsnúm- era voru rofin í gær í skrifstofu borgarfógeta. Bifreið af gerð- inni Chevrolet Impala kom á miða númer 29443, og Willy’s- jeppi kom á miða númer G— 3459. • Skeljamatur Bóndadagur er liðinn og Þorrinn genginn í garð. í Naust inu eru þeir farnir að framrei'ða þorramatinn í trogum að vanda. Þeir, sem eru i ströngum megr- unarkúr hafa lítið að gera þang að. Það er a.m.k. eins gott að hugsa ekki of mikfð um „lín- una“ á meðan maður hefur trog ið fyrir framan sig. Þótt Velvakandi hafi verið staðráðinn í þvi að njóta að- eins reyksins af réttunum stóðst hann ekki mátið, þegar á hólm inn var komið. Forstöðumenn- irnir buðu okkur blaðamönnum í þorramatinn að vanda. Þegar myrkrið málar tjöld mannheims litnum svarta, er gott að eiga hin góðu kvöld og gleðjast í sínu hjarta. Og inni í Nausti aldrei þver ánægjunnar sjóður. Þorramaturinn þykir mér þjöðlegur og góður. Þetta hafa þeir látið prenta á skrautspald og er höfundur- inn einhver H. S. Mér datt I hug Helgi Sæmundsson, en gleymdi að spyrja. Varla var hann að hugsa um „línuna“. • Þorri Áður en við byrjuðum á þeim eina og sanna þorramat var okkur borinn glóðarsteiktur humar, sem er hreint hunag. Hann er steiktur í skelinni og snæddur me'ð ristúðu brauði og smjöri. Gott er líka að kreista sítrónu fyrir hnossgætið — og er þá allt fullkomnað. Sfðan komu gratineraðir snigl ar, danskir að uppruna. Þótt ég hafi aldrei verið neinn snigla- maöur, er ekki hægt að neita þvi, að þetta er líka kóngamat- ur. Síðan kom kræklingur, marineraður í víni. Mér hefur aldrei geðjast að kræklingi, sem borinn er fram í olíum. En þessi var hins vegar mjög góð- ur. Við Agnar Bogason sátum saman og okkur kom saman um að meirihluti Íslendinga kynni ekki vel að meta þennan skelja- mat, enda er það lítt þekkt fyr- irbrigði, að fólk gangi um fjör- ur í leit að mat — hérlendis. Ég hef heyrt, að hægt sé að fá góðan krækling í Hvalfirði og spurði Ib Wessman, yfirmat- svein, hvort þessi væri þaðan. Nei, danskur. Ib sagðist hafa farið upp í Hvalfjörð oftar en einu sinni og tínt krækling, en sér þætti hann ekki nógu bragð mikill. Og á meðan maður þarf ekki að tala dönsku er danskur matur ljúffengur. • Trogið En svo komu trogin: Svið, hangikjöt, súr hvalur, súrir selshreifar, hrú.tspungar, lundabaggar, sviðasulta, há- karl, lifrarpylsa, bringukollar, blóðmör, rófustappa, rúgbrauð, flatkökur og smjör — og ekki má gleyma snapsimwn. Annars er þa'ð hvorki góður siður né mönnum holt að borða mjög mikið í senn. Hins vegar verður ekki hjá því komizt, að snæða fremur ríflega, ef bragða á allar þessa rtegundir. Og er um annað að ræða en að skjóta, þegar komið er út í stríð á ann- að borð? • Hákarl Það var bæ’ði skemmti- legt og gagnlegt, að Naust skyldi „endurvekja" þorramat- inn, ef svo mætti að orði kom- ast. Ég efast um, að þessi ís- lenzki matur væri jafnvinsæll — og jafnoft á borð fólks í Reykjavík, ef Halldór Gröndal hefði ekki fundi'ð upp á þessu fyrir einum níu árum. Ein- sinni sagði hann mér, að hákarl hefði verið nær óáfáanlegur í Reykjavík, þegar hann byrjaði fyrst að framrei'ða þennan gamla rétt. Verðið á honum var líka mjög lágt, enda lögðu þá fáir sér hann til munns. Þegar Halldór var búinn að hafa hann á boðstólum í eitt eða tvö ár hafði lifnað mikið yfir fram- leiðslunni og verðið var jafn- framt komi upp úr öllu valdi. Reykvíkingar voru nefnilega farnir að borða hákarl á ný. Fyrst og fremst vegna þess, að hann var talinn sælgæti í NaustL Við eigum ekki allt of miki'ð af „tradisjónum" í matargerð og það er mjög virðingarvert að hafa frumkvæði um að vfðhalda þeim. • Iceland Food Centre Nú er Halldór farinn frá Nausti og við hafa tekið Geir Zoega jr. og Ib Wessman. Og ekki er annað að sjá en þeir standi sig mjög vel. Halldór veitir íslenzka veitingahúsinu í London nú forstöðu, eins og kunnugt er og það bar einmitt á góma þarna, að aðsóknin hjá þeim í London lofaði góðu. f há deginu er þar setinn bekkur, enda mikið af skrifstofum þarna allt í kring. Ekki er jafn gestkvæmt á kvöldin, enda var víst aldrei búizt við að kvöldið yrði jafndrjúgt og fyrrihluti dagsins. Það tekur varla að skipta um umræðuefni úr þessu, svo að hafði verið örlítið órótt, tiltölu- lega nýgift sonarsyni hennar og með frumburðinn í heimsókn. Hafði ég helzt óttazt, að hann gleypti taflmann úr fílabeini eða sópaði kínverskum postulíns- vasa á gólfið. Nú fór ég að hug- leiða, hvort ég hefði ekki áreið- anlega þvegið sómasamlega hend urnar á drengnum. Þórunn benti mér að koma og sagði, eins og í trúnaði: „Ég var að skoða, hvort hann hefði eins neglur og langafi hans. Það hafði nefnilega enginn, góð;. mín, eins fallegar hendur og hann“. f augum hennar brá fyrir svip ástfanginnar konu. Inntak iienn- ar lífs var líf hans. Blessuð sé minnig hennar. Ragnhildur Helgadóttir. Afli Akranes- báta Akranesi, 22. jan. — Línubát- . ar fimm, er í róðrum voru í gær, fiskuðu þrjú til fjögur tonn á bát, nema sá aflahæsti, er fisk- aði sex tonn. í fyrradag var fisk urinn mjög smár, en í gær var afli bátanna úrvalsþorskur. — Oddur ég ætla a’ð halda þessum þönk- um um matinn áfram og minn- ast á matseðilinn hans Halldórs Gröndal — hjá ICELAND FOOD CENTRE. Mér barst hann í hendur í vikunni og sé, að þar hefur hann á boðstólum flesta þá rétti, sem eru í þorra- troginu. Ég hef séð útlending fórna höndum og við lá, að hann hlypi á dyr, þegar sviðahaus ■ var borinn fyrir hann. Von- andi bregðast þeir í London ekki við á sama hátt, en það fer sjálfsagt eftir afstöðu hvers og eins til þeldökkra. Annars er ég viss um, að við mundura finna góðan marka'ð fyrir svið- in okkar í Suður-Afríku. Þetta var nú útúrdúr. Mat- seðillinn er ekki mjög fjöl- breyttur, en á honum eru úr- valsréttir — af foréttum m. a. reyktur lax, humar, rækjur, reyktur áll — og svo hákall, sem ég er nú ekki viss um að gangi út eins og heitar lummur. • Kónga matur Blandaðir íslenzkir sjávar- réttir, síld og skelfiskur, telst víða kóngamatur. En e.t.v. er fremur talað um drottningar- mat í Englandi. Svo eru þarna lúðan okkar og kolinn — og þær fisktegundir þykja góður mautr í Englandi. Af kjötréttum munu lamba- kótelettur og London-lamb i mestri eftisrpurn í ICELAND FOOD CENTRE, en kjúklingur- inn „a la Naust" er sennilega ekki kominn frá Jóni á Reykj- um, heldur brezku fuglabúi. Og þarna er hægt að fá íslenzkar pönnukökur með sultu og rjóma upp á gamla móðinn — og þeir, sem ekki geta borðað þær, eiga ekkert gott skilið. Ég ætla að vona að enginn slaki á megrunarkúrnum eftir þennan lestur. Að vísu er hægt að fallast á smáfrávik á sunnu- dögum, en heldur ekki meira. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Qrmsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.