Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, IvíIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1973 19 Konráð Þorsteinsson kennari — Konráð Þorsteinsson var fæddur 26/3—1914 að Litlu- Hámundarstöðum Arskógsströnd Eyjafjarðarsýslu. En þar bjuggu foreldrar hans Þorsteinn Þor- steinsson bóndi og'kona hans Val- gerður Sigfúsdóttir. Þar ólst hann upp. 10 urðu systkini, 8 bræður og 2 systur; var Konráð sjötti í röð systkina sinna. Með Konráði eru horfnir af sjónarsviði þessa heims f jórir bræðranna frá Litlu- Hámundarstöðum. Þorsteinn faðir þeirra og Val- gerður móðir þeirra systkinanna voru talin vel bjargálna iugnaðarfólk, er samhent unnu 'yrir stóra bamahópnum og var öll aðstaða jarðarinnar, notuð til hins ftrasta. Enda urðu þessi systkini þekktir borgarar hvert á sínum stað og hvergi aukvisar. Árið 1936 giftist Konráð Maríu Sigurðardóttur, og reistu þau bú sitt fyrst norðanlands. Eignuðust þau saman 5 börn. Sumarið 1937 er Konráð á síldveiðum Norðan- lands. Löndun stendur yfir, og er verið að losa fullt skip. Konráð var þar matsveinn, mokaði hann minning síld úr dekkstíum við spilið, sem var I gangi. Allt I einu rennur fótur hans í óvarin tannhjól á dekki skipsins. Vertíðinni var lokið, og Konráð er lagður inn á sjúkrahús Sigluf jarðar stórslasað- ur. Þær minjar bar hann svo allt sitt líf á fæti sínum. Eftir að þjáningar hans fóru að réna og afturbati var í vændum, þá stytti Konráð stundir sínar með lestri. Las hann allt bókasafn sjúkrahússins á skömmum tima. Nú vantaði hann meira. Inn I stofu hans vatt sér að honum ókunnug kona, Sigurlaug Björnsdóttir frá A, og gaf honum bókina „Sæluríkt líf“. Þessi kona kom oftar til hans og bað fyrir honum og gaf honum meira lesefni. Orðið hitti hjarta Konráðs. Hann sá s’ig í ljósi Guðs orðs syndugan, glataðan mann. Jafnframt sá hann sig endur- leystan fyrir blóð Jesú Krists Guðssonar. Konráð kom með bæklaðan fót af sjúkrahúsinu, en endurfæddur til lifandi vonar og trúar fyrir upprisu Jesú Krists. Hann fór þegar sama haust til Noregs og Svíþjóðar og tók þátt I biblíunámskeiðum undir forustu Lewi Pethrus í Stokkhólmi og Tom B. Barratt I Osló. Tendraður af krafti Heilags Anda kemur hann til íslands og sest að á Sauðárkróki. Þar gengur hann í starf Hvítasunnumanna, er þá hafði byrjað. A þessum árum blómgaðist starfið á Sauðárkróki, og urðu vinirnir alls um 40, þegarflest var. Um haustið 1939 flytur Konráð til Vestmannaeyja og bjó ásamt fjölskyldu sinni hjá Högna í Vatnsdal.' Alla tíð síðan var einkar kært með Konráði og þvf fólki öllu. Ekki er mér til efs, að fyrir utan æsku árin á Litlu- Hámundarstöðum, þá átti Konráð sín beztu ár f Vestmannaeyjum. Bæði andlega og líkamlega. 1942 flytur Konráð úr Eyjum og til Hafnarfjarðar. Þá var bleik brugðið. Hann lendir i húsbruna og missir konu sína nokkru seinna og stendur nú einn uppi með barnahópinn sinn. Hafnar- fjarðarárin voru honum erfið, en mitt í. öllum þrengingunum braust sólargeisli Guðs náðar fram. Hann hitti Sigríði Skúladóttur, giftist henni og átti nærri 30 ára farsælt hjónaband með henni. Þau eignuðust 6 börn og tóku að auki fósturson Unnar Reynisson, og ólst hann upp hjá þeim sem þeirra eigið barn. Heimili þeirra Konráðs og Sigríðar stóðu á Isafirði, Sauðár- króki og nú sfðustu 10 árin hér í Reykjavík. Konráð Þorsteinsson var um margt óvenjulegur maður og sér- stæður. I vöggugjöf hlaut hann miklar alhliða gáfur og trútt minni. Prédikari var hann f fremstu röð. Hámenntaður f Heilagri Ritningu og kom enginn að tómum kofanum hjá Konráði í þeim efnum. Hann var einlægur aðdáandi Jesú Krists og vildi feta Hans veg og fótspor, svo langt sem frelsaður syndari getur gert. Konráð gekk ótrauður og heill að hverju sem áhugi hans opnaðist fyrir. Hann lauk vélstjóraprófi Fiskifélagsins með ágætis- einkunn. Tók langt nám í iðnskóla, með þunga og stóra f jöl- skyldu á framfæri og varð meistari í pípulögnum. Nú sfðast tók hann kennarapróf frá Kennaraháskóla Islands, nærri sextugur að aldri, s.l. vor Lauk hann námi á einum vetri. Stóð hann mitt í önnum kennslunnar er kallið mikla kom. Mánudagskvöld 8/10 s.l. En þá var hann skólastjóri í Seljalands- skólahverfi V-Eyjaf jöllum. Útför Konráðs heitins var gerð i gær þriðjudaginn 16/10. Við brottför hans inn í Himin Guðs, þá vil ég þakka margra ára órof a vináttu og samstöðu í trúnni á Jesúm Krist. Sigríði eiginkonu hans, börnin öll og systkin og ætt- fólk, bið ég Guð að blessa og styrkja. Þeim er vottuð innileg samúð. Einar J. Gfslason — Myndlistarvettvangur Framhald af bls. 18 er ekki nema hluti málsins, enda þótt verslunarsambönd hafi gjarnan bætandi áhrif á sam- vinnu þjóða. Með góðum viljá væri hægt að láta listkynningar fara hringferðir allt árið milli borga á Norðurlönd- um. Sameiginlegt sýningarhús höfuðborga Norðurlanda, sem er Hasselbyhöll, í úthverfi Stokk- hólms, er komið í strand vegna snobbisma og annarrar sýndar- mennsku. Þar koma ekki aðrir en einhver opinberunarviðundur, ef þá nokkur sála kemur yfirhöfuð. Nefndur vanmetnaður stafar lík- lega m.a. af því að ólíkir menn- ingarstraumar rekast oft á, sé málefninu ekki fylgt eftir með fræðslu. Hvað veit Vesturbæ- ingur um list Lappa? Eskimóar i Grænlandi hafa enga möguleika á að skilja hvað Thorvaldsen átti við með öllum þessum guðamynd- um. Þar í landi hefur aldrei verið byggt snjóhús né annað í nýklass- ískum stíl. Kannski þyrfti til sam- norræna menningarstofnun, með öðru sniði, þ.e.a.s. ef einlægur vilji er fyrir þessu skaki. Getur t.d. menningarstefna viðkomandi landa komið fram með hug- myndafræðilega pólitík? Eða til hvers er verið að sýna myndir, skrifa bækur, sýna leikrit o.s.frv. ef allir vilja komast hjá að bera ábyrgð á afkvæminu? Sýningar norræna Iistabandalagsins dóu út I því formi, sem þær voru vegna afturhaldssemi hvers lands fyrir sig. Nýtt blóð kemur ekki nema einhver æð sé fyrir. Afsökunar- kennd hrakspá þín í fyrrnefndri grein er jafnvel ein af orsökum þess, hvernig norrænar sýningar hafa litið út. Hugsanlega er þessi afstaða einnig ein af orsökum þess að Norðurlandabúar eru bergmál annarra Vesturlanda. Hver veit? Hefur Hagstofa Is- lands gert skýrslu um hve aflögu- færir íslendingar eru I menn- ingarmálum? Er smáþjóðabelg- ingur kannski nóg? Hvað segir „hreina listin“ útlendingum, þó með isl. vörumerki sé? Þetta dugar varla til? B: Gerðu mig þó ekki ábyrgan fyrir því hvernig komið er, ég hefi sjálfur einmitt deilt hart á ástandið opinberlega og mun eini íslenski myndlistamaðurinn, sem það hefur gert að marki opinber- lega. En hvað segir þú um rikisaf- skipti f listum og listþróunina al- mennt í Austurblokkinni? Sjálfur hefur þú haldið því fram, að þú teljir mann við lestur bókar jafn- mikinn realisma og t.d. konu með skóflu eða verkamann með haka eða fána. Telur þú æskilegt að ríkisvaldið skipti sér af vinnu listamanna eða skoðunum, og ef svo er, f hvaða mynd? — Hvernig teiur þú að listin nái best til almennings? T: Hvað þýðir „listþróun" í þessu sambandi? Listir í Austur- blokkinni eru prógrammeraðar og slíkt hefur sína þverbresti. Þjóðfélagslegur realismi er ekki eilífðarlausn frekar en aðrar stefnur í listum. Dæmið, sem þú nefnir, er frá þvi er stúlka nokkur austurþýsk vildi útskýra fyrir mér mun á mynd af Tómasi Guð- mundssyni eftir Gunnlaug Blöndal og svo á mynd af málm- bræðsluverkamanni með sleggju. Þetta var á Eystrasaltsbiennal- inum. Myndin af Tómasi var ekki þjóðfél. realismi, en það var verkamaðurinn. Ég spurði margra spurninga en ekkert skýrði vandamálið, nema hvað þetta var tilfellið, fyrirfram- ákveðið skildist mér. Grund- vallarhugsunin í þessu er mein- lokukennd og óverjandi, nemafrá einni hlið, sem er útúrsnúningur frá annars rökréttri hugsun. Hugsaðu þér hvað það hlýtur að vera gelt að starfa eftir forskrift! En svona getur þetta ekki verið í allri Austurblokkinni, slík regla virkar ekki, t.d. Pólverjar koma fram sem góðir listamenn á mjög breiðu sviði. Hrein afskipti vald- hafa ofan frá hlýtur alltaf að vera næstbesta lausnin, þar sem list kemur frá fólkinu og ekki hina leiðina. Frelsi okkar á Vestur- löndum er kannski fullkomið? Markaðurinn ákveður frelsið og þá er um leið frelsishugtakið farið að þrengjast. Þröngsýni fjárspámennsku ræður, og alltaf eru nógir listgarpar i þetta hlut- verk. Mér dettur oft til hugar gangsterarnir, (nasistar), hjá Brecht i Arturo Ui, en þeir eru einmitt alltaf að ráðskast með prísana á káli . . ., en i listinni fer frelsið eftir sömu markaðshugs- un. Ein plágan í þessu sambandi er hin svonefndi „góði smekkur", sem er ágætis verkfæri i þessu sambandi. Ösjaldan hefur þeirri dulu verið brugðið upp til að fela veruleikann. Hvers vegna var t.d. byggð sýningar*höll úr marmara í Alaborg, sem ég reyndar vissi að þú hreifst af? Þetta hús er i minum augum eins konar gulla- stokkur fyrir hinn skipulagða góða smekk. Skyldi þessi rándýra stofnun áhrifamikil við að „dreifa listinni til almennings"? B: Mér finnst þú gera of mikið úr því að tíunda umbúðirnar utan um list til peninga, en það er algeng meinloka: Ekki talar fólk um það hvað kvikmyndahallirnar hafi kostað, en fylgst er með af athygli ef peningum er eytt í listir. T: Koma ekki allir stífir og for- dómafullir í slíka byggingu? I gamla daga var arkitektúrinn í stærð sinni og dýrð notaður sem valdatök á almúgann. Þetta mar- maraskrin er varla grundvallar- atriði fyrir meiri sköpunargleði hjá borgurum Álaborgar, enda þótt í safninu hangi margar góðar myndir. Að hafa tilfinningu fyrir og þekkingu á raunveruleikanum, byggist gjarnan á reynslu, óskyldri tilbúnum góðum smekk, sem í eðli sínu er yfirborðslegur. Þess vegna gildir reglan, að góður smekkur sé sama og góð list, — alls ekki, enda eru ekki orsaka- tengsl hér á milli. Markaðseftir- spurn eða framboð á sama smekk er sem sé engin trygging fyrir frelsi og blómgun i listum. Stefnuleysið í menningarmálum á Islandi er ekki nein héilbrigð andstæða Austurblokkarinnar. Það eru ári mörg göt í stefnuhugs- uninni. Oft er handhægt að fylla upp í þau verstu með því að biðja eitthvert gamalt menningarþoku- horn að halda fyrirlestur um duttlunga mannlífsins á kreppu- árunum eða annað álíka friðþægj- andi. Ef ég væri í þínum sporum, þá mundi ég ekki vilja verja skoðun torgsalanna, því slíkt væri það sama og taka afstöðu með þeim, ásamt þeirri aðþrengingu sem fylgir. Sfðast en ekki sízt gerir þetta kerfi upp á milli manna. Hver eru verkamanna- laun í dag? Ekki fæst mikil kúnst fyrir þá aura? Ef fólki er gert jafnt undir höfði við að nálgast listir almennt, þá er viðbúið að vaxandi skilningur auki hlutlæga sýn þess á veruleikanum. Listút- gerðarmenn þeir, er stjórna markaðnum eru hluti af þjóðar- stofnuninni. Þessi stofnun skapar iistina, beint eða óbeint. Þetta er eins og útvarpið: þú getur keypt þér útvarpstæki, notað það gegn gjaldi, en það sem útvarps- stöðin er notuð til er ekki þitt mál, því fyrirtækið er Ríkisútvarp. Stofnunin gaf okkur massamarkaðinn, hvar flestir fá vatn fyrir vín, en hugmyndafræði (leysan) kerfis- ins treystist jafnframt í sessi. Allir skilja þjöðlegan marmelaðistfl og þá er bara um að gera að halda áfram að fyrir vín, en hugmyndafræði (leysan) kerfisins treystist jafn- framt í sessi. Allir skilja þjóð- legan marmelaðistíl og þá er bara um að gera að halda áfram að bera mykjuna á völlinn. Þetta nefnist lika jólabókamarkaður, skemmtiefni, glansmyndalist o.s.frv. Ég skil lítið f þessu, en mér er ljóst til hvers þetta er notað. Ég trúi ekki að unga kyn- slóðin, með sivaxandi menntun, sjái ekki hvers konar fransk- mannakex þetta er. En eins og stendur í auglýsingunni: Eitthvað er, sem veldur, að menn velja Winston. B: Alítur þú þörf fyrir lista- háskóla á íslandi og ef svo er þá I hvaða formi telur þú að hann skuli starfræktur? T: Hef ekki hugsað mikið um þetta mál. Til greina kæmi hand- verksmenntun ásamt leiðbein- ingu í fjölbreytilegri efnismeð- ferð, teikningu, þ.e. uppbyggingu, notkun stærða og vidda, en það er grundvallaratriði, en fyrst ætti sennilega að tryggja sér að nem- endurnir hafi öðlast einhverja æf- ingu f að SJÁ, ég rneina að þeir séu ekki svo ringlaðir, að tilfinn- ing þeirra fyrir að stúdera um- hverfið sé ekki vakandi. Annars hef ég ekki nóga hagsýni til að sjá svona stofnun fyrir mér í heild. Mér leist vel á Handíðaskólann í fyrra, enda var þar orðin mikil breyting á, frá þvi árið 1961, sér- lega hvað varðaði tæki, húsnæði o.fl. B: Hvað vilt þú segja um gagn- rýnendur í myndlist almennt og hvaða samanburð gerir þú á ísl. gagnrýnendum og t.d. dönskum? T: Gagnrýni er sennilega mest tekin sem milliliður frá lista- manni til njótanda. En gagnrýni getur verið margt fleira en það. Jákvætt umtal á prenti gerir þessu fyrsta sjónarmiði skil. Sé um að ræða gagnrýni er sundur- liðar einstakar hliðar listaverka, þá er gagnrýnin líka komin f æðra veldi. Á þessu plani getur hún gagnað listamönnum, en þessi tegund gagnrýni er þvi miður sjaldgæf. Að framkvæma hana á íslandi er erfitt, vegna tengsla ýmiss konar, sem kannski koma málinu ekkert við. Þá hafnar gagnrýnin stundum í „góða smekknum", sem engum segir neitt. Kjarni málsins er ef til vill sá að sundurgreina nútímaverk í eins marga þætti og hægt er. Þetta er erfitt mál í framkvæmd en samt má segja að þetta hafi verið reynt alvarlega í ýmsum ,,uppákomum“, sem m.a. hafa haft þennan tilgang þ.e., að losa um einstaka liði listaverksins, með leik að frumatriðum þess. Gagnrýni ætti allra helst að fást við þessa greiningu, en þá miðlar hún bestum upplýsingum um leið. Sé þetta virðingarverða og van- þakkláta starf unnið alveg vísvit- andi, þá kostar það líka að við- komandi sé hlutdrægur í gagn- rýni sinni, þ.e.a.s. gagnvart hverju einstöku verkefni. Þetta atriði er oft tekið sem ofstæki gagnrýnandans, en ég býst við að visst ofstæki sé alveg nothæft hér. Þetta mátt þú helst ekki túlka sem óþolinmæði hjá mér. Sannleikurinn er sá að ofstækis- kennd þörf eða leit að haldbærum hlutum hefur oft komið af stað heilum straumum. Sé ekki hægt að greina ýmis verk á málefna- legan hátt, þá kemur forsenda eða viðhorf listafólksins ekki fram. Framkoma þess ama er hins vegar nauðsynleg fyrir fyrrnefnd heildarsamhengi, eigi þetta að vera nothæft til nokkurs hlutar f lífi okkar og umhverfi. Danskir gagnrýnendur eru heldur bragð- daufir, síðan Poul Henningsen dó. Hann gat skrifað upplýsandi um alla skapaða hluti. Hann skrifaði gagnrýni um sýningar, baðstrend- ur, húsgögn, dægurmúsik, tísku, jafnt sem stjórnmál. Nú lætur t.d. dagblaðið Politiken sér nægja að hafa fastráðna tvo gagnrýnendur sem skrifa um 10—12 sm dálka vikulega, mest vanabundna vellu. Af ar margir listamenn lfta á þetta sem litla aðstoð listinni til handa, enda væri hægt að hafa svona smásparðatíning f hjáverkum, þótt maður málaði mestan hluta dags. — Annars hafa gagnrýnend- ur i Danmörku yfirleitt ekki haft nein áhrif á strauma í myndlist þarílandi, (undantekningar þó), en ég veit að þeir hafa gegnt nokkuð stóru hlutverki t.d. í Sví- þjóð og V-Þýskalandi. Mér finnst mega undirstrika að gagnrýni þarf helzt að vera jákvæð, jákvæð i þeim skilningi að hún sýni ein- lægan vilja til að upplýsa — mál- efnanna vegna og sé þvf sönn fræðsla. Annars getur gagnrýni hafnað i neikvæðri afstöðu. Ef ég vísa til þess, sem ég segi framar í svarinu við þessari spurníngu, um erfiðleika þess að vera gagnrýnandi á Islandi, þá kemur mér til hugar af- mælisgrein sem meistari Þór- bergur skrifaði. Hann segir: „Sá litli breytir gjaman við aðra einsog þeir breyta við hann,“ og ég vil bæta við: Hinn mikli breytir við aðra, þrátt fyrir að þeir breyta gagnstætt við hann. Þessa afstöðu finnst mér gagnrýn- endur verði að halda áfram að skulda lesendum. B: Vilt þú segja eitthvað frekar að lokum? Margt bendir til að nokkuðsé að rofa til i myndlist Dana. Eftir margra ára tímabil með hvers kyns tilraunum, hefur verið rutt burt síðustu leifum „Danska stíls- ins“ eða, „Mörkemaleriet", er ríkti sem ófrávfkjanlegur kamm- ertónn í áratugi. Nú „má“ mála myndir aftur, eftir að slíkt athæfi hafði verið fordæmt. Sagt var málverkið er dautt, — basta. Nú eru pennslarnir komnir fram aft- ur til að reyna að búa til magiuna gömlu: að bera efni á annað efni og sjá hvað skeður . . . Það tíðkaðist f gamla daga og menn segðu almennar fréttir úr sínu byggðarlagi er þeir komu yfir fjallið. Nú er ég búinn að segja þér ýmislegt af menningar- vertíðinni hér fyrir sunnan, svo hér koma almennar fréttir. Vil helst ekki láta lesendur halda, að ég sé nokkurs konar síðasti Móhí- kaninn í myndlist í Höfn, þvi hér eru fleiri landar við nám og starf. M.a. sýnir Gunnar örn Gunnars- son mörg málverk í gallerii við Strikið um þessar mundir. Tveir nemendur eru i Listaháskólanum, þau Magnús Kjartansson og Berg- ljót Ragnars. Hér hafa starfað f vetur málarinn Vilhjálmur Bergs- son og svartlistarmaðurinn Alfreð Flóki. Sumarið hefur verið bæði langt og gott, — „gefið dýra birtu af sér“, eins og skrifað stendur. — Hlakka til að koma til Fróns og sjá fjöllin og fslensku stúlkurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.