Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1974 19 Heppnin með Leeds og liðið er enn taplaust Heppni var drjúgur liðsmaður hjá enska I. deildar liðinu Leeds United um nýárshelgina. Tvíveg- is gerði liðið jafntefli í leikjum, sem það átti mun minna í. Enn er Leeds þvf taplaust — eftir 24 umferðir og enn hefur liðið 8 stiga forskot f 1. deildinni, for- skot, sem nær óhugsandi er að önnur lið geti unnið upp, jafnvel þótt margar umferðir séu enn eft- ir. Á laugardaginn lék Leeds við Birmingham, og náði Birming- ham að sýna ágætan leik og hafa yfirtökin nær allan leikinn. Þessi leikur var þó enn ein sönnun þess hve sterk vörn Leeds-liðsins er, Birmingham átti mjög góðan leik úti á vellinum og hafði þar í fulli tré við Leeds, en þegar inn að markinu kom fór hins vegar að ganga verr. Birmingham skoraði snemma í leiknum, og það var ekki fyrr en undir lokin sem Leeds tókst að jafna. A nýársdag mætti svo Leeds Tottenham í Leeds. Mike England var maður leiksins og dreif hann Tottenhamliðið áfram í leiknum, með þeim árangri, að það náði hvað eftir annað hættulegum fær- um. Hins vegar gekk illa að skora framhjá Harvey í Leeds-markinu, sem átti nú einn af sínum stór- leikjum. Mark Leeds skoraði Mick Jones á 21. minútu, en Tottenham jafnaði þegar 14 mínútur voru til leiksloka, en þá urðu mistök í vörn Leeds, nokkuð sem sjaldan kemur fyrir. Urslit leikja um helgina urðu þessi: l.deild 29.12.: Birmingham — Leeds 1-1 Burnley — Wolves 1-1 Chelsea — Liverpool 0-1 Everton — Derby 2-1 Leicester — Arsenal 2-0 Manchester Utd. — Ipswich 2-0 Newcastle — Sheffield Utd. 1-0 Norwich — Manchester City 1-1 Southampton — Coventry 1-1 Stoke — Q.P.R. 4-1 Tottenham — West Ham 2-0 1. deild 1. janúar: Arsenal — Newcastle 0-1 Coventry — Burnley 1-1 Derby—Birmingham 1-1 Ipswich — Everton 3-0 Leeds — Tottenham 1-1 Liverpool — Leicester 1-1 Manchester City — Stoke 0-0 Q.P.R. — Manchester Utd. 3-0 Sheffield Utd. — Cheisea 1-2 West Ham — Norwich 4-2 Wolves — Southampton 2-1 2. deild 29. 12.: Bolton — Portsmouth 4-0 Cardiff — Sunderland 4-1 Luton — Bristol 1-0 Middlesbrough — Crystal Palace 2-0 Millwall — Blackpool 2-2 Notts County—Carlisle 0-3 Orient — Fulham 1-0 Oxford — Aston Villa 2-1 Preston — Hull 2-0 Sheffield Wed. — Nottingham 1-1 W.B.A. — Swindon 2-0 2. deild 1. janúar: Aston Villa — Millwall 0-0 Blackpool — Sheffield Wed 0-0 Bristol — Orient 0-2 Charlisle — Luton 2-0 Crystal Palace — W.B.A. 1-0 Hull — Bolton 0-0 Nottingham — Oxford 1-1 Portsmouth — Cardiff 1-0 Sunderland — Notts County 1-1 Swindon — Preston 3-1 Svo vikið sé aftur að leikjunum á laugardaginn, þá bar það til tíðinda, er leikur Birmingham og Leeds var að hefjast að hringt var til vallarins og tilkynnt að sprengju hefði verið komið fyrir undir áhorfendapöllunum. Lög- reglan var kölluð til og mikill liðssafnaður kannaði áhorfenda- pallana nákvæmlega, en .engin sprengja fannst. Mikið fjör var í leiknum og þótti Birmingham lið- ið sýna á köflum sniildargóðan leik. Það var unglingurinn, Bob Latchord sem skoraði mark Birm- ingham á 21. mlnútu og það var ekki fyrr en f jórum mínútum fyr- ir leiksiok að Joe Jordan tókst að jafna fyrir Leeds. Þá vakti leikur Burnley og Wolves töluverða athygli, en Úlf- arnir eru nú greinilega að ná sér vel á strik og færast stöðugt ofar á töflunni. Það var Barry Powell sem skoraði fyrir Úlafana á 5. mínútu síðari hálfleiks, en í upp- hlaupi Burnleys, eftir að miðjan hafði verið tekin, skoraði Paul Fletcher. Manchester United vann svo sinn fyrsta leik í deildinni síðan 20. október s.l. og var Ipswich fórnarlambið. Leikur þessi þótti heidur lélegur, sérstaklega af háifu Ipswich. Á nýjársdag urðu töluverðar sviptingar í 1. deildinni og nokk- uð um óvænt úrslit. Athygli beindist að leik West Ham og Norwich, en þessi lið eru á botninum I 1. deildinni. Bobby Moore, fyrirliði West Ham, átti nú einn af sínum stóru leikjum og. stjórnaði Iiði sínu vel í barátt- unni. Vann West Ham öruggan sigur í viðureigninni 4-2, og má nú segja að staða Norwich sé að verða fremur vonlitil. Spurningin sé heldur hvaða lið fylgja þeim niður í 2. deild. West Ham er enn I næst neðsta sæti, einu stigi á eftir Manchester United, sem tap- aði fyrir Q.P.R. í London. Átti Q.P.R. mun meira i leiknum og þótti 3-0 sigur liðsins gefa allgóða mynd af leiknum. Það var Don Givens sem skoraði fyrsta mark leiksins, en Stan Bowies bætti síð- an tveimur mörkum við. Þegar leið á leikinn gerði George Best mikinn usia i vörn Q.P.R., og þótti nú sýna einn sinn bezta Ieik á keppnistímabilinu. Honum tókst þó ekki að skora fyrir lið sitt. Viðureign Liverpool og Leicest- ers á heimavelli fyrrnefnda liðs- ins þótti hin skemmtilegasta. Leicester beitti mikilli hörku í leiknum, og lék greinilega upp á jafntefli. Keit Weller skoraði fyrsta mark leiksins snemma í leiknum, og síðan tókst Leicester- vörninni að hrinda öllum sóknar- aðgerðum Liverpool, unz skammt var til leiksloka, en þá skoraði Peter Cormack. ltay Clemence, markvörður Liverpool, ver skot fráPeter Osgood I leik Liverpool og Chelsea s.l. laugardag. Coventry sótti mun meira í leik sinum við Burnley, en vörn Burn- ley iék mjög skipulega og gaf lítil tækifæri. Bæði mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik. David Cross skoraði fyrir Coventry og Geoff Nulty fyrir Burnley. Birmingham, sem aðeins hefur hlotið 2 stig úr 9 útileikjum sínum í vetur, þótti sýna góðan leik á móti Derby. Jeff Bourne, vara- maður hjá Derby, skoraði snemma í leiknum, en Bot Hatton tókst að jafna fyrir Birmingham þegar skammt var til leiksloka. 1 leik Wolves og Southampton bar það helzl til tíðinda, að Mike Channon, sem löngum hefur þótt ein öruggasta vítaskytta ensku knattspyrnunnar brást borgalist- in er víti var dæmt á Úlfana, snemma í fyrri hálfleik. Phil Parkes gerði sér lítið fyrir og varði skot hans. Dómarinn var ekki ánægður með framkvæmd vítaspyrnunnar og lét endurtaka hana, en aftur lét Channon verja frá sér. Ken Wagstraff og John Richard skoruðu fyrir Úlfana, en Bobby Stoke gerði mark South- amptons. Leeds 24 16 8 0 43-13 40 Liverpool 24 13 6 5 30-19 32 Burnley 23 11 8 4 31-22 30 Leicester 24 9 9 6 31-25 27 Everton 24 10 7 7 27-24 27 Ipswich 23 11 5 7 37-33 27 Newcastle 23 11 4 8 32-25 26 Q.P.R. 24 8 10 6 37-32 26 Derby 24 9 8 7 26-23 26 Southampton 24 8 9 7 31-33 25 Coventry 25 9 6 10 26-30 24 Arsenal 25 8 7 10 27-32 23 Sheff. Utd. 23 8 6 9 30-29 22 Manch. C. 23 8 6 9 24-25 22 Wolves 24 7 7 10 30-36 21 Tottenham 24 7 7 10 24-33 21 Stoke 23 6 8 9 31-27 20 Chelsea 23 8 4 11 36-34 20 Brimingh 23 5 7 11 24-39 17 Manch. Utd. 23 5 6 12 20-30 16 West Ham 24 4 7 13 26-41 15 Norwich 23 2 9 17 17-35 13 Staðan í 2. deild Middlesbr. Orient Luton Carlisle Nottingham Blackpool W.B.A. Notts C Hull Portsm. Fulham Sunderl. Aston Villa Bristol C. Preston Millwail Cardiff Bolton Oxford Sheffield W. Swindon Crvstal P. er nu 24 25 24 24 24 25 25 24 25 23 24 24 24 25 25 24 25 24 24 24 25 25 þessi: 15 8 12 12 12 9 10 10 10 7 10 8 8 7 9 7 7 6 8 6 7 5 3 9 6 5 10 8 8 7 11 5 8 7 9 5 9 7 9 4 1 4 6 7 5 7 7 7 7 8 8 9 8 11 9 10 10 12 8 10 3 12 6 14 8 14 34- 14 41-23 35- 30 35-26 32-19 34-25 28- 24 37-26 25-26 31-35 20-23 30-25 25-24 25-30 29- 37 29-30 28-35 23-26 25-31 22-31 22-39 20-41 38 33 30 29 28 28 28 27 25 25 24 23 23 23 22 21 21 20 20 17 16 14 Luther vann varnarliðið KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Lut- her Collega lék á sunnudag við úrval af Keflavíkurflugvelli, og fór leikurinn fram þar suðurfrá. Luther hafði algjöra yfirburði í leiknum, og lék sinn besta leik í ferðinni. Staðan í hálfleik var 48:33, og lokatölur urðu 108:65. KR stóð í Luther FYRSTI leikur körfuknattleiks- liðsins frá Luther College I Iowa hér á landi var gegn Reykjavikur meisturum KR. Luther sigraði eins og við mátti búast, en munur- inn var minni en reiknað hafði verið með fyrirfram. Það var raunar ekki fyrr en á sfðustu 5 mín. Iciksins, sem Luther tryggði sér sigurinn. Úrslitin í kvöld í gærkvöldi hófst í Laugardals- höllinni körfuknattleiksmót með þátttöku A og B úrvalsliða K.K.I., úrvalsliði af Keflavfkurflugvelli, og Luther College. I gærkvöidi lék A lið K.K.Í. við vallarliðið, og B lið K.K.Í. við Luther. 1 kvöld kl. 20.15 lýkur mótinu, og leika þá fyrst tapliðin frá þvi í gær, og síðan sigurvegarnir úr sömu leikjum. Nær öruggt ætti að vera að Luther hafi sigrað i gærkvöldi, og líklegt að A lið K.K.Í. hafi unnið vallarliðið. Ef svo hefur farið leika fyrst saman í kvöld B lið K.K.Í. við vallarliðið, og síðan A lið K.K.Í. við Luther. Það verða margir snjallir leikmenn á fjölum hallarinnar í kvöld, allir okkar sterkustu leikmenn, og með vall- arliðinu leikur í kvöld David Devany sem er nú hér á landi í jólaleyfi, en hann leikur með há- skólaliði f Florida. Hann var stór- kostlegur í leik vallarliðsins gegn Luther á dögunum, og hefur aldrei verið betri. Og svo er rétt að vekja athygli þeirra, sem enn hafa ekki séð Luther leika, á leik- mönnum eins og Tim O'Neill (nr. 33) Claussen (nr. 52) og Ander- son (nr. 10) svo einhverjir séu nefndir. Það ætti því að vera öruggt, að fólk á kost á að sjá góðan körfu- knattleik í kvöld. Og enginn íþróttaáhugamaður ætti að sleppa því að sjá Luther-liðið, geysilega vel æft lið, sem leikur afar sterk- an varnarleik, og sýnir margar mjög vel útfærðar sóknarlotur sem renna í gegn. Og svo hefur liðið hinn frábæra leikmann Tim O’NeilI, leikmann sem er i sama gæðaflokki og t.d. bestu leikmenn Real Madrid. KR-ingar, semlékuán Guttorms Ólafssonar, léku sérstaklega góð- an varnarleik í fyrri hálfleiknum, og þá skoraði Luther ekki nema 28 stig, en KR 26. Hins vegar gerðu KR-ingar mörg mistök i sóknarleik sínum. Fyrri hálfleik- urinn var allan timann jafn, t.d. 12:12 — 16:16 og 24:24, og það verður að segjast eins og er, að Luther liðið sýndi ekki eins góðan körfubolta eins og maður hafði reiknað með. — Strax í byrjun siðari hálfleiksins skoraði Luther 12 stig gegn 2, og staðan var orðin 40:28. En þegar fimm min. voru til leiksloka var ekki nema 7 stiga munur, 54:47. En Luther lék 'bet- ur lokakaflann, og sigraði með 68 stigum gegn 55. Einn maður bar mjög af í liði Luther i þessum leik. Fyrirliði liðsins O’Neill átti stórkostlegan leik og hreinlega bjargaði liði sinu í þetta skipti. Hann er vinstri handar maður, og komst hann í skotfæri úti á kantinum, þá má bóka 2 stig fyrir Luther. Að öðru leyti var liðið nokkuð jafnt í þess- um leik, en ekki mjög sterkt. — Birgir Guðbjörnsson kom mjög vel frá þessum leik og sömu sögu er reyndar að segja urn þá Kristin Stefánsson og Hilmar Viktorsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.