Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULÍ 1974
Hringvegurinn opnaður á sunnudag, 21 mánuði eftir að
framkvæmdir hófust
Hinn 36 kflómetra langi
vegarkafli yfir Skeiðarársand,
þ.e. frá Lómagnúp að Skafta-
felli, verður formlega opnaður
til umferðar n.k. sunnudag kl.
14.00. Það með er þessi lang-
þráði vegur orðinn að veru-
leika. Ekki eru nema þrjú ár
sfðan farið var að undírbúa
sjálfa framkvæmdina og þvf
má segja, að verkið hafi sótzt
ótrúlega vel, og hér hefur það
sýnt sig, að tslendingar eiga
afbragðs verkfræðinga, aðeins
ef þeir fá að spjara sig og fjár-
magn er fyrir hendi til að leysa
hlutina fljtftt af hólmi. AIls eru
brýrnar sem eru á ánum yfir
Skeiðarársand um 1700 metrar
á lengd, og lengst er brúin yfir
Skeiðará, að sjálfsögðu, rúmir
900 metrar. Frumáætlun Vega-
gerðar rfkisins gerðu ráð fyrir,
að framkvæmdirnar kostuðu
500 milljðnir kr., en nú er ljóst,
að þær muni kosta 800 millj.
kr. og er það vegna hinnar
miklu verðbólgu, sem hér er.
Húgmyndin um gerð vegar
yfir Skeiðarársand er ekki ný
af nálinni, en ekki var farið að
ræða hana f fullri alvöru, fyrr
en búið var að brúa fljótin
milli Skaftafells og Hafnar f
Hornafirði. Mál þetta var sfðan
tekið fyrir á alþingi og þann 11.
marz 1971 samþykkti alþingi,
að vegurinn skyldi lagður, að
mestu eftir þingsályktunartil-
lögu Jónasar Péturssonar, en
hún gerði ráð fyrir, að fjár-
magns til vegagerðarinnar
skyldi afla með happdrættis-
skuldabréfum. Hinsvegar er
hætt við að gerð mann-
virkjanna á Skeiðará hefði ekki
gengið eins vel og raun ber
vitni, ef almenningur hefði
ekki sýnt málinu einstakan
áhuga. Flestir landsmenn
virðast hafa keypt skuldabréf
og þar með farið eftir óskum
þjóðhátfðarnefndar um, að
vegurinn yrði fullgerður á
þjóðhátfðarárinu.
580 millj. kr.
boðnar út
Alls hafa nú verið gefnir út
fjórir flokkar happdrættis-
skuldabréfa að upphæð 580
millj. kr. og eru þessi skulda-
bréf nú uppseld.
Stefán Þórarinsson aðalfé-
hirðir Seðlabankans sagði í
samtali  við Morgunblaðið,  að
fjármálaráðherra hefði falið
Seðlabankanum að gefa út
happdraettisskuldabréfin.
Fyrsti flokkurinn, A-flokkur
að upphæð 100 millj. kr, hefði
verið gefin út í marz 1972 og
seldust bréfin upp á nokkrum
dögum, B-flokkur hefði síðan
verið gefin út í apríl 1973. Voru
það skuldabréf að upphæð 130
millj. kr. og seldust þau upp á
mánaðartfma. 1 september 1973
voru enn á ný gefin út skulda-
bréf að upphæð 100 millj. kr. og
var þá búið að gefa lit
happdrættisskuldabréf fyrir
330 milij. kr. Stóð sala á þeim
til fyrsta útdráttardags, sem
var 20. desember sl. A fjárlög-
um fyrir árið 1974 fékkst
heimild til að bjóða út 250 millj.
kr. upphæð í skuldabréfum f
fyrra formi. Skuldabréfin hafa
verið til sölu sfðan í vetur, en
munu nú vera uppseld. Dregið
verður f flokkunum, sem nefn-
ist D-flokkur 14. júlí, eða dag-
inn sem vegurinn verður vígð-
ur.
Sagði Stefán, að hvert skulda-
bréf f D-fl^okki kostaði 2000 kr.
Eru þau seld á nafnverði og eru
endurgreidd eftir 10 ár. Bréfin
eru verðtryggð og eru auk þess
happdrættisvinningur. Hefur
því mörgum þótt þetta góð fjár-
festing.
Við sölu á happdrættis-
skuldabréfunum hefur það
komið f ljós, að sala þeirra hef-
ur gengið bezt á Austurlandi og
I Reykjavík eða á þeim stöðum,
sem hafa mesta hagsmuni af
tilkomu hringvegarins. Seðla-
bankinn lét gera könnun á því,
hvernig bréfin höfðu selst bezt,
þegar sölu B-flokks var lokið og
að sögn Stefáns Iftur dæmið
þannig út.
Kjördæmi".
Reykjavlk
Vesturlandskjördæmi
Vestfjarðakjördæmi
Norðurlandskjördæmi V.
Norðurlandskjördæmi E.
Austurlandskjördæmi
Suðurlandskjördæmi
Reykjaneskjördæmi
Framkvæmdum
lokið
á 21 mánuði
Sá maður, sem hvað mest
hefur komið við sögu vegalagn-
ingarinnar á Skeiðarársandi, er
Helgi Hallgrímsson deildar-
verkfræðingur    Vegagerðar
ríkisins. Hann hefur haft yfir-
umsjón með verkinu, frá því að
það hófst á árinu 1971. Frá
þeim tfma hefur Helgi ýmist
verið við urndirbúningsvinnu f
Reykjavfk eða fylgzt með verk-
inu austur á söndum og
glimt þar við þau vandamál,
sem upp hafa sprottið, en þau
Fjöldi seldra bréfa		Sala I hlut. við
stk.	%	ibúafjölda.
76.290	58.7	91.0%
5.350	4.1	40.0%
3.660	2.8	36.9%
4.770	3.7	48.4%
9.980	6.9	31.5%
8.850	6.8	77.4%
8.500	6.5	46.4%
13.600	10.5	33.3%
Fjallasýn af Skeiðarársandi er ægifögur f björtu veðri. Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum við
brúna yfir Skeiðará, f baksýn er Hvannadalshnjúkur.
hafa verið mörg og margvísleg.
Ávallt hefur þó tekizt að ráða
við þau, og nú er verkinu lokið
á 21 mánuði. Helga hittum við
að máli i byrjun vikunnar, en
þá var hann nýkomin austan af
Skeiðarársandi frá því að lita
eftir síðustu verkefnunum þar í
bili, en enn á eftir að ljúka við
nokkra frágangsvinnu. „Undir-
búningsframkvæmdir vega-
lagningar á Skeiðarársandi hóf-
ust f október 1971," sagði Helgi
er við röbbuðum við hann. „Þá
fól þáverandi samgöngumála-
ráðherra Vegagerðinni að gera
frumáætlanir um vegagerð á
Skeiðarársandi og athugun á
þvi, hvort hægt væri að ljúka
þessari       mannvirkjagerð
annarsvegar á 3 árum og hins-
vegar á 4 árum. Nú, við
hóf umst þegar handa við verkið
og var því lokið i janúar 1972;
þó var einn fyrirvari á þessari
áætlun. Grimsvatnahlaup höfð-
um við ekki fengið, en slfkt
hlaup varð að koma til þess að
kynnast Skeiðará I hlaupi. Og
sem betur fer lét hlaupið ekki á
sér standa, það kom f marz á
sama ári. Hlaupið reyndist svip-
að því og við höfðum reiknað,
og I kjölfar þess og frum-
áætlunarinnar var ákveðið að
ráðast I þetta verkefni og ljúka
því á árinu 1974.
Framkvæmdir hófust siðan i
april 1972 og voru það raunar
framkvæmdir, sem ekki áttu
skylt við framkvæmdirnar á
Skeiðarársandi. Voru þetta
framkvæmdir á veginum frá
Kirkjubæjarklaustri að Lóma-
gnúp, en sjálfur vegurinn og
brýr á þessu svæði, þoldu ekki
álagið, sem af framkvæmdun-
um á sandinum hlaut að koma.
Sumarið fór því i það að byggja
veg að Núpsstað og að austan-
verðu var unnið við Virkisá og
Skeiðará.
A sjálfum Skeiðarársandi
byrjuðum við í september 1972.
Þá um haustið byggðum við
bráðabirgðabrýr yfir Núpsvötn
og Súlu, stólpa undir endanlega
brú yfir Súlu, auk þess sem
lítillega var byrjað á varnar-
görðunum við Núpsvötn. Þá
gerðum við hlé I einn og hálfan
mánuð, en i lok janúar hóf umst
við handa á ný og rákum þá
niður stólpa í brúna yfir Gígu
og dekkið var sett á brúna yfir
Súlu. Jafnhliða þessu var hafin
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36