Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 4. ÁGUST 1974 ÍSLENZK MYNDUST í 1100 ÁR Litið inn á sýninguna á Kjarvalsstöðum SÝNING „íslenzk myndlist 11100 ár“, sem opnuð var f júnímánuði á Kjarvalsstöðum og mun standa fram í ágúst, hefur vakið verð- skuldaða hrifningu sýningar- gesta. Leikmaður, sem skoðar sýninguna, hlýtur að undrast, hversu miklu undirbúningsnefnd hefur fengið áorkað og safnað ótrúlega miklu og fjölbreyttu úr- vali muna af öllu tagi, sem gefa fróðlegt og skemmtilegt yfirlit yfir listiðju þjóðarinnar 11100 ár. I formála að mjög myndarlegri sýningarskrá skrifar forseti Is- lands, dr. Kristján Eldjárn, og segir þar m.a.: „I úrvali og ágripi speglar hún (þ.e. sýningin) þátt myndlistar- innar 1 fslenzku Iffi, menningar- þátt, sem aldrei hefur slitnað. Hún sýnir hinar djúpu rætur og ekki sfður hinn fjölskrúðuga blóma, sem listin hefur borið f nútfmanum. Sá þroski, sem fslenzk myndlist hefur náð á vorri öld, er áreiðanlega eitt hið skýr- asta dæmi þess, hvernig þjóðin hefur brotizt úr viðjum. Þetta er eitt af ævintýrunum, sem vér höf- um orðið áhorfendur að. Um það ævintýri á þessi sýning að vekja hugboð, ekki sfður en jarðveginn, sem það er vaxið úr. Sýningin Islenzk myndlist í 1100 ár minnir á sjálfa sögu þjóðarinnar frá til- teknu sjónarhroni. Þar með er ekki sagt, að sagan þurfi að þrengja sér á milli listaverkanna og áhorfendanna. Það er hverjum manna ámælislaust, þótt hann skoði hvert verk án allra hugleið- inga um sögulega stöðu þeirra. Þau eiga jafnvel rétt á því, eins og hver maður á að vera dæmdur eftir eigin verðleikum, en ekki ætt og uppruna. Engu að sfður vill þessi sýning um leið rekja sögu- lega þróun, opna sýn yfir mikla víðáttu. Og þá er hollt að minnast þess, að þáttur myndlistarinnar skilst svo bezt, að honum sé ekki kippt úr samhengi við hið mikla þáttasafn, sem er íslenzk menn- ing í fortfð og nútíð, lífstjáning íslenzkra manna um aldirnar." „Dyggðaklæðið“, blómstursaum- að með allegóriskum myndum höfuðdyggðanna tfu f konulfki, ásamt Rafel, Tóbfasi og Söru. Dyggðirnar eru talið í röð frá vinstri: Trú, von, kærleikur, guð- hræðsla, hógværð, auðmýkt, þolinmæði, hófsemi, skfrlífi, stað- Innreið Krists f Jerúsalem: Utskorin og máluð skáphurð f barokkstíl. Gildur trjástofn með stórum blöðum og blómum upp eftir miðju skurðverkinu. Efst er skorið ofan á laufverkið nafnið Thorarinn Einarsson og ártalið 1699. Þar fyrir neðan er mynd, sem sýnir innreiðina f Jerúsalem, en beggja vegna við Krist eru menn, sem halda á klæðum og greinum. I sýningarskrá segir, að litirnir á skurðinum sýnist vera upphaflegir. Ur þjóðminjasafni tslands. festi. Umhverfis myndirnar er bekkur með blómum, blöðum og svonefndu „grotesque“-skrauti. Klæði þetta var f eigu Gríms skálds Thomsens og taldi hann það saumað af dætrum séra Sæmundar í Glaumbæ Kárssonar (1556—1638), en hann var for- Pétur postuli frá Staðarfelli. Skorin og máluð mynd postulans með einkunnir sínar, lykil og bók í höndum. Myndin er eignuð Gísla presti Guðbrandssyni, bíld- höggvara og málara, sem var prestur í Hvammi í Dölum frá 1584—1620. Myndin er úr Staðar- fellskirkju, en hún var í kaþólsk- um sið helguð Pétri. Fleiri verk eru til, eignuð sr. Gfsla og mjög keimlík, prédikunarstóll úr Staðarfellskirkju og önnur Pétursmynd f Nordiska museet í Stokkhólma. Ur Þjóðminjasafni íslands. Til hliðar og til vinstri er út- skurðarmynd: Dúfa tákn heilags anda og var hún fest neðan á tréhimin yfir prédikunarstólnum í Laufáskirkju við Eyjafjörð. Dúfan er sennilega jafngömul prédikunarstólnum, sem er með ártalinu 1698. Ur Þjóðminjasafni Islands. faðir Grfms í karllegg. Sú saga hefur einnig bundizt við klæðið, að það sé gert af dætrum Hjalta prófast Þorsteinssonar í Vatns- firði. Klæðið er f Þjóðminjasafni Is- lands. Hafgýgur af Ströndum: Utskorin fjöl 129 sm Iöng með mynd af hafgúu með mikið slegið hár, sem heldur á manni milli brjósta sér. Undir sporðinum er bátsstafn, en beggja vegna við hana og fyrir ofan eru fuglar, fiskur, rostungur og stórgert blaðskraut. Ekki er vitað hvaða hlutverki fjölin hefur gegnt, en um miðbik 19. aldar var hún ásamt annarri fjöl við altarið í Árneskirkju á Ströndum. Fjölin er talin frá 17. öld. Ur Þjóðminja- safni Islands. Kistill með útskurði í rókókóstíl. Kistillinn er allur útskorinn með djúpum hríslurósum og myndum manna, dýra og fugla. Skurðurinn sýnir skrautlegan 18. aldar stfl, nokkuð barokkkenndan. Innan á lokinu er skorið með sambundnu letri nafnið Guðrún Illugadóttir og ártalið 1758. Óvíst er um upprunastað kistilsins, en hann var í eigu Gests skálds Pálssonar. Ur Þjóðminjasafni Islands. Skýringar með myndum eru allar teknar úr sýningarskrá. (Ljósm. Mbl. Ól.K.Magn.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.