Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 Grétar Nikulásson framkvæmdastjóri Félags fslenzka prentiðnaðarins, Davfð ólafsson, forseti Germanfu, og Pétur Ólafsson hagfræðingur skýra frá opnun Gutenbergsýningarinnar. Gutenbergsýning að Kjarvalsstöðum Sýnir fimm alda þróun í bókagerð um prentminjum, sem Þjóð- minjasafnið hefur lánað til sýningarinnar. Á sýningunni verður meðal annars nákvæm eftirlíking af pressu Gutenbergs, og á hana verður prentað blað úr Guten- bergsbiblíu og myndskreytt blað úr norrænni þjóðlffssögu eftir Olaus Magnus erkibiskup í Uppsölum, sem sýningargestir geta fengið. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra opnar sýninguna kl. 3 síðdegis á sunnudag, og verður hún opin daglega til 27. nóvember. Har- aldur Sigurðsson bókavörður flytur erindi á sýningunni 13. nóvember um bókaútgáfu Guð- brands biskups, Hafsteinn Guð- mundsson ræðir 16. nóvember um gömlu íslenzku prentverk- in, Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður flytur bóka- spjall 20. nóvember, og Gils Guðmundsson alþingismaður flytur erindi þar 22. nóvember. Búizt er við að fleiri erindi verði flutt á sýningunni áður en henni lýkur, og verða þau þá auglýst á sinum tíma. Mjög vönduð sýningarskrá, unnin af fagmönnum í Stutt- gart og prentuð á íslenzku, fylg- ir sýningunni, og verður seld þar á kostnaðarverði. Á sunnudag verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýningin „Prentlistin breytir heimin- um“, eða Gutenbergsýningin, sem vakið hefur athygli og farið víða um heim undanfarin sjö ár. Uppistaða sýningarinnar hér er sýning sú, sem sett var upp í Mainz f Vestur-Þýzkalandi árið 1968, á 500. ártfð Jóhanns Gutenbergs, mannsins sem fann upp lausa prentstílinn. Auk þess verður á sýningunni sérstakur fslenzkur þáttur aðal- lega helgaður Guðbrandi biskupi Þorlákssyni, en svo vill til að f ár eru liðin 400 ár frá þvf hann hóf bókaútgáfu sfna að Hólum. Gutenbergsýningin er haldin á vegum Félags íslenzka prent- iðnaðarins og Þýzk-íslenzka menningarfélagsins Germaníu fyrir milligöngu vestur-þýzka sendiráðsins. Þýzka sýningin er upphaflega hönnuð og undir- búin aflnstitut ftir Auslands- beziehungen f Stuttgart, og eru fulltrúar þeirrar stofnunar hér til að setja sýninguna upp. Hingað kemur sýningin frá Moskvu. íslenzku deildinni hef- ur verið komið upp f samvinnu við Landsbókasafniðogeru þar sýndar nokkrar bækur, sem Guðbrandur biskup lét prenta að Hólum á 16. og öndverðri 17. öld, og ennfremur tvö sýningar- púlt með nokkrum mjög göml- Fi'á undirbúningi sýningarinnar að Kjarvalsstöðum. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)4 Blað úr norrænni þjóðlffssögu eftir Olaus Magnus erkibiskup. Borgarstjórn: Sveini Benediktssyniþökkuö giftudrjúg störfað útgerðar- málum Reykjavíkurborgar Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavfkur f gær flutti Birgir tsl. Gunnarsson borgarstjóri sérstök þakkarorð til Sveins Benediktssonar, sem nú hefur látið af störfum formanns út- gerðarráðs eftir 35 ára starf að útgerðarmálum Reykjavfkur- borgar. Ummæli borgarstjóra fara hér á eftir: Hr. forseti. Við kosningu þá í útgerðar- ráð, sem nú hefur farið fram, hefur sú breyting orðið á út- gerðarráði, að Sveinn Benediktsson lætur af störfum í ráðinu. Við sjálfstæðismenn í borgarstjórn höfum þá reglu, að enginn er kosinn i fasta- nefnd á vegum borgarinnar sem okkar fulltrúi, eftir að hann hefur náð 70 ára aldri. Sveinn Benediktsson átti 70 ára afmæli þ. 12. mai s.l., og við þessa kosningu hverfur hann úr útgerðarráði. Störf Sveins að útgerðarmálum í Reykjavfk og þá ekki sízt f þágu Bæjar- útgerðar Reykjavikur eru það mikil og giftudrjúg, að ég vil minnast þeirra nokkrum orðum um leið og ég þakka Sveini hans miklu störf. Slfkt er óvanalegt hér i borgarstjórn, en það er einnig óvanalegt, að sami maður starfi óslitið i 35 ár á vegum borgarinnar að jafn- mikilvægum málaflokki og út- gerðarmálin eru. Undanfari útgerðarráðs var Sjávarútvegsnefnd Reykjavík- ur, sem sett var á laggirnar 1940. Var Sveinn Benediktsson kjörinn í þá nefnd og beitti nefndin sér fyrir því, að tekið var á leigu skipið Þór, sem gert var út af Reykjavíkurbæ I stuttan tíma árið 1941. Var Sveinn Benediktsson annar af tveimur útgerðarstjórum þeirr- ar útgerðar. Árið 1943 var sjávarútvegsnefnd endurskipu- lögð, og skyldi hún gera ftar- lega rannsókn á, hvernig greitt yrði fyrir vexti útgerðar frá bænum með tilliti til atvinnu- möguleika bæjarbúa, þegar stríðsástandi lyki. Sveinn Benediktsson var einnig í þeirri nefnd, en á fundi i nefndinni 6. júlí 1945 var gerð ályktun, þar sem nefndin skoraði á Bæjarstjórn Reykja- víkur að gera þá kröfu til ríkis- stjórnarinnar að úthlutað yrði til útgerðarfyrirtækja hér i bænum 2/3 hlutum af smiða- leyfum þeim fyrir 13—16 togurum, sem talið var að fást myndu byggðir í Eng- landi og Svíþjóð. Jafn- framt fór nefndin fram á að bæjarstjórn lýsti því yfir, að Reykjavfkurbær myndi ábyrgj- ast gagnvart ríkisstjórninni, að kaupendur fengjust hér í bæn- um að umræddum 2/3 hlutum nýbyggingartogaranna og að bærinn keypti sjálfur þann togarafjölda, sem þyrfti til að umrætt hlutfall næðist, ef ekki kæmu fram nægar umsóknir frá útgerðarfyrirtækjum i bæn- um. Þetta var samþykkt f bæjarstjórn. Árin 1945 og 1946 var samið um smíði 32 togara, 15 komu til Reykjavikur, þar af 10 fyrir milligöngu bæjarins, sem sjálfur varð eigandi fjögurra. Var þar með stofnuð Bæjarútgerð Reykjavikur. Saga þess fyrirtækis verður ekki rak- in hér, en fyrsti togarinn, Ingólfur Arnarson, kom hingað 1947. Utgerðarráð leysti sjávar- útvegsnefnd af hólmi, og var Sveinn Benediktsson kjörinn i fyrsta útgerðarráðið, jafnframt þvi sem hann var annar af tveimur framkvæmdastjórum B.Ú. R. 1947, er Ingólfur Arnar- son kom til bæjarins. Fram- kvæmdastjórastarfi gegndi Framhald á bls. 24 Gestir Þjóðræknisfélagsins á hátfðinni á laugardag. Talið frá vinstri: Robert J. Ásgeirsson, Stefán J. Stefánsson, Olia Stefánsson, Marjorie Árnason, Sigrfður Hjartarson, Jóhann Jóhannsson og Ted Árnason. Þjóðræknishátíð Þjóðræknisfélag íslend- inga efnir til hátíðarsam- komu í Þjóðleikhúsinu á morgun, laugardag kl. 2 í tilefni af aldarafmæli ís- lenzka landnámsins í Nýja- íslandi. Sjö gestum hefur verið boðið vestan um haf af þessu tilefni. Þeir eru: Stefán J. Stefánsson, forseti Þjóðræknisfélags Islend- inga f Vesturheimi og frú, Ted Árnason, formaður tslendinga- dagsnefndar, og frú, Sigríður Hjartarson, forstöðukona Elli- heimilisins Betel, Jóhann Jóhannsson frá Markerville og Robert J. Asgeirsson frá Van- couver. A dagskrá hátíðarsamkomunn- ar í Þjóðleikhúsinu munu leikar- ar og kór Þjóðleikhússins flytja hluta þeirrar dagskrár, sem far- ið var með til Kanada í sumar. Þjóðdansafélag Reykjavikur sýn- ir þjóðdansa, glímumenn frá Glímusambandi tslands sýna glímu, Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og Karlakór Reykjavíkur syngur. Ávörp flytja menntamála- ráðherra, Vilhjálmur Hjálmars- son, og Stefán J. Stefánsson, og sýnd verður kvikmynd frá Vest- ur-tslendingum. Kynnir á samkomunni verður Gunnar Eyjólfsson, en dagskrár- stjóri er Klemens Jónsson. Byggja yfir milljónir lítra mjólkur LAUGARDAGINN 1. nóvember 1975 var hafin bygging nýs mjólkursamlags í Borgarnesi. Sig- urður Guðbrandsson mjólkurbú- stjóri tók fyrstu skóflustunguna, að viðstaddri stjórn Kaupfélags Borgfirðinga, kaupfélagsstjóra og fleirum. Þar næst hóf stór jarðýta frá Borgarverk h.f. í Borgarnesi Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.