Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 31 Indriði Þórðarson Keisbakka - Minning F. 3. janúar 1904 D. 1. aprfl 1977 Það syrtir að, er sumir kveðja. Þessi orð komu í huga minn þegar mér barst andlátsfregn Ind- riða Þórðarsonar vinar míns. Ég fann að einn traustur hlekkur i vinakeðju minni var brostinn. Nú fann ég hversu mikils virði mér voru allar heimsóknir hans á und- anförnum árum, gleðin sem hann bar í bæinn, brosið og svo hversu gaman var við hann að ræða. Þá gleymast ekki rökræður hans. Hann var svo snjall í því að greina milli aukaatriða og aðalatriða, skoðanir hans voru byggðar á vandlegri athugun^og mati þar sem allar mögulegar hliðar voru athugaðar. Viðræður okkar urðu þvi margar og ég held að komur hans í Hólminn hafi aldrei farið fram hjá minu húsi. Oft var þannig að við gátum litlum tima eytt saman, en þó var það margoft að stundirnar urðu lengri og nota- drjúgar. Indriði hafði gaman af öllum kveðskap og kunni ógrynni af vísum og kviðlingum. Hann var bókelskur maður, mundi margt sem hann hafði lesið i æsku og var -yndi á að hlýða er hann opn- aði sjóð minninganna. Indriði var lengst af heilsugóður, en á seínni árum varð hann að leita sér lækninga og nú um sl. áramót fékk hann áfall og steig ekki i fætur upp frá þvi þar til yfir lauk. í erfiðum veikindum sýndi hann best hvern mann hann hafði að geyma. Þvi eru allar minningar minar sem tengdar eru Indriða á Keisbakka hugljúfar og skýrar og munu iengi vaka í þakklátum huga fyrir góða samfylgd. Indriði var fæddur að Munaðar- nesi á Ströndum 3. janúar 1904, sonur hjónanna Sólveigar Jóns- dóttur og Þórðar Þórðarsonar er þar bjuggu. í foreldragarði ólst hann upp við algeng störf til sjávar og sveita, svo sem þá var títt, varð snemma að vinna, enda Fréttabréf úr Reykhólasveit Veðurfar: Veturinn sem er að líða hefur verið afburða góður hvað veðráttu snertir og vart hef- ur fest snjó á láglendi. Félagslíf: Félagslif hefur verið hér með meira móti og er nú leikfélagið Skrugga að æfa leik- ritið „Venjuleg fjölskylda“, eftir Þorstein Marelsson og leikstjóri er Jónína Kristjánsdóttir. Þetta leikrit verður sýnt í Króksfjarðar- nesi um páskana. Skóli: Hér á Reykhólum er nú i fyrsta sinn starfræktur gagn- fræðaskóli og fóru skólastjóra- hjónin, Kolbrún Ingólfsdóttir og Hermann Jóhannesson, með 3. og 4. bekk í námskynningu og byrj- aði hópurinn á því að skoða og kynna sér starfsemi búnaðarskól- ans á Hvanneyri, en það átti vel við þar sem valgrein nemenda er búfræði. Síðan var haldið til Reykjavíkur og voru skoðaðir þar margir staðir og stofnanir heim- sóttar. Ferðin virðist hafa heppn- ast vel og má segja að starfsemi kynningarinnar hafi lokið með því að heimsækja fjárbú Til- raunastöðvarinnar á Reykhólum. Nemendur eru nú að vinna að ritgerð um ferðalagið. Þörungavinnslan: Okkur vestur hér þykja heldur daufar fréttir frá nefnd þeirri, sem kanna átti rekstrarmöguleika Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum, en eins og gengur hafa menn miklar tilhneigingar til þess að sakfella einhverja og verða þeir að jafnaði fyrir því sem mest ber á. Um þá hlið málsins hef ég aðeins þetta að segja: Það hefði verið auðveld- ara fyrir Steingrím Hermannsson að slá úr og i eins og stjórnmála- manna er siður, þvi að hann vissi að hætta fylgir atvinnurekstri, sem grunda þarf frá byrjun og það hefði verið auðveldara fyrir Vilhjálm Lúðviksson að halda sig við Reykjavik og hætta engu. Þess vegna finnast mé árásir i forustu- grein eins siðleysisblaðsins á þá Steingrím og Vilhjálm vera fyrir neðan virðingu dagblaðs sem stundar frjálsa blaðamennsku. Ég hef ekki alltaf verið sam- mála stjórn Þörungavinnslunnar, en það er líka auðvelt að vera fyrir utan verkefnið og gagnrýna. Ég mun halda þvi áfram þegar mér finnst þess þörf. Hvar liggja þá mistökin. Þvi verður erfitt að svara i fáeinum málsgreinum, en skal þó reynt. 1. Mjög litlar rannsóknir lágu að baki þegar þangvinnslan hófst. Okkar ágæti visindamaður Sig- urður Hallsson hafði fyrst og fremst rannsakað þara. Ég hef talið og tel, að æskilegt hefði ver- ið að Sigurður hefði verið tækni- legur ráðgjafi verksmiðjunnar. 2. Miklar bilanir hafa verið i tæknibúnaði verksmiðjunnar og ætti að vera auðvelt að rekja þau mistök til baka. 3. Skortur er á heitu vatni, en auðvelt er að bæta úr þvi. 4. Þá eru það prammarnir. Óhugs- andi var og er að reka svona stóra verksmiðju, nema að hafa eins mikla véltækni og kostur er. Prammarnir hafa ekki skilað því hlutverki, sem þeim var ætlað og má segja að nýta hefði átt tímann í fyrravetur og ég tala nú ekki um i vetur til þess að betrumbæta þá svo þeir væru hæfir til síns brúks, en hér gildir hið gamla íslenska lögmál að sprara eyrinn en kasta krónunni. Handskurður kemur og til greina, en hann getur aldrei orðið undirstaða undir þeirri öflun, sem þarf að vera til þess að starf- rækja stóra verksmiðju. 5. Verksmiðjan selur til Bretlands afurðir sinar og hefur það verð, sem fengist hefur verið alltof lágt, jafnvel þó miðað sé við það, að allt gangi bærilega. Gjaldmiðl- ar beggja þjóðanna mara í hálfu kafi og framleiðslukostnaður verður meiri en hagnaður, en Bretar eru meiri kaupmenn en Islendingar og því má búast við þvi, að vogaskál þeirra sigi og við verðum að setja stærri lóð á okkar skál en eðlilegt getur talist. 6. Vitað er, að verksmiðjan hefur upp á margvislega möguleika að bjóða ef þeir verða nýttir. Sýnt er að það gengur mjög vel að þurrka loðnu í verksmiðjunni og senni- lega allar þær fisktegundir, sem þarf að þurrka til þess að hægt sé að koma þeim á markað. 7. Höfn getur orðið hér allgóð og hamlar hún ekki vexti verk- smiðjunnar. Einnig hef ég þá skoðun að Reykhólar geti orðið arðvænleg útgerðarstöð, ef við eignumst einhvern tima menn sem einhverju þora að fórna og hafa starfsreynslu. 8. Ekki verður því trúað að Is- lendingar geti ekki stjórnað eigin iðnaðarfyrirtækjum, fyrir- tækjum, sem byggja afkomu sína á erlendum markaði.Þarf virki- lega að hafa erlendan auðhring með i spilinu og vera með nefið niður i daglegum rekstri. Spyrja má endalaust og svörin verða breytileg eftir þvi hver svarar, en að setja Þörungavinnsluna aftur á hið svokallaða tilraunastig merkir í minum skilningi hægt og rólegt andlát. Vetrarrúningur sauðfjár: Nú er lokið við aftekningu á því fé sem er vetrarrúið. Þessu fé fjölgar ár frá ári, enda betur farið með ull síðan verð á henni hækkaði. Að þessu sinni munu flestir hafa selt Álafossi ull sína. Miðhúsum, 6. apríl 1977 Sveinn Guðmundsson var það sem gilti á þeim tima. Þegar hann var kominn af unglingsárum byggði hann nýbýli og bóndi var hann þarna fyrir norðan frá 1930 til þess er hann fluttist að Keisbakka á Skógar- strönd vorið 1951. En um þetta leyti voru þeir margir af Ströndunum sem yfirgáfu átthag- ana til að fá meira fyrir starffúsar hendur. Á þeim árum sem Indriði nam land hér á Skógarströnd var ég á sýsluskrifstofunni og bar þvi fundum okkar fljótt saman og er ekki að sökum að spyrja að með okkur tókust tryggðir sem entust vel og lengi. Heimili Indriða var eitt snyrtilegasta i þeirri sveit. Þangað kom ég og naut hans ágætu gestrisni og konu hans, Hansínu Jónsdóttur, sem lifir mann sinn ásamt tveim upp- komnum og giftum börnum. Fyrir nokkrum árum átti ég við- tal við Indriða fyrir Ríkisútvarp- ið. Sagði hann þá nokkuð frá æsku sinni, tiðaranda í sveit sinni og bar saman við seinustu daga. Var þetta mjög fróðlegt spjall og kom þá fram náttúrugreind Ind- riða og hversu glögg skil hann kunni á fyrri dögum miðað við nútimann. Tækifæri sveitabarnaí mikilli fjarlægð frá höfuðborg- inni voru ekki mörg. Erfið- leikarnir og svo fátæktin settu sín mörk á samtimann. Æskustöðvar Indriða voru við sjó. Því var þar leitað fanga. Það var langt að fara i kaupstað og þvi ekki sótt dag- lega i búðir. Allt var fábrotið og hversdagslegt. Kröfurnar um að hafa í sig og á og gleðin þeim mun meiri ef sigrar unnust og einhver höpp féllu i skaut. Þessu lýsti Indriði af innri huga og sál og það var gaman að heyra. Indriði var snemma laginn til handanna. Hefðu tækifæri gefist er ég ekki í vafa um að hann hefði orðið smiður og það góður smiður. Hann hafði svo mikla ánægju af því að byggja, það var svo lifrænt fyrir honum, enda eru þær margar byggingarnar sem Indriði fékkst við um dagana og fram á seinustu ár lagði hann hönd að smíðum og það hef ég heyrt þá segja sem nutu handa hans, að af þeim hefði enginn verið svikinn, enda var það sannast sagna að trúrri og vandvirkari þjón gat ekki. Indriði skrifaði fallega hönd og stilisti var hann góður. Ég á í fórum minum bréf frá honum sem þessu bera góð vitni. Þá vissi ég til þess að hann fékkst við að semja stökur, en því flíkaði hann ekki, enda var hann ekki þannig gerður að hann væri að auglýsa sína verðleika. Margt fleira mætti segja um þennan ágæta vin minn, þvi af mörgu er að taka en það biður síns tíma. Indriði var maður gleðinnar. Hann var einnig maður alvörunn- ar. Þetta vissu og fundu sveitung- ar hans ríkulega, enda átti hann miklum vinsældum að fagna i sveit sinni sem annars staðar. Hann var líka sérkennilegur og þvi tóku margir eftir honum þar sem hann fór um og á margan hátt verður hann samtið sinni minnisstæður. Eg vil með þessum línurn minnast hans aö nokkru og urn leið vil ég þakka ógleyman- lega samfylgd og einstök kynni. Blessuð sé ntinning góðs vinar. Stykkishólmi 5. apríl 1977 Árni Ilelgason G/obus, Einstakur f • • 1 ■ sinra roo Það má með sanni segja, að CITROEN GS er sú bifreið, sem hlotið hefur hvað flestar viðurkenningar fyrir útlit, öryggisbúnað og akstursmöguleika, svo ekki sé minnst á sparneytni. Sérstök athygli skal vakin ó því aö Citroén bifreiðarnar eru nú fáanlegar á sérstaklega hagstæðu verði og hagstæðum greiðsluskilmálum Globus? LÁGMÚLI 5, SÍMI81555 CITROÉN*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.