Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 31 BLðM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. LAUKBLÖM VETRARINS EINS og flestir vita eru vetrarmánuðirnir aðaltími margra afskorinna lauk- blóma. Kemur þetta glöggt í ljós ef litið er í blómaverzlan- ir en þar skarta þessir vor- boðar í regnbogans litum og skipa virðulegan sess allt frá desember og fram yfir sumarmál ár hvert. Ýmsar laukjurtir hafa þann eigin- leika í langtum ríkari mæli en aðrar plöntur að geta blómgast eðlilega við stuttan dag og bágborin birtuskilyrði séu þær örvaðar til þess á viðeigandi hátt. Algengustu vorboðarnir sem sjá má í blómaverslunum hér á meðan vetur ríkir eru túlipanar, hátíðaliljur (þ.e. páskaliljur, hvítasunnuliljur, skáldalilj- ur) og íris. Einnig eru hyasintur vinsælar en þeirra næst 7—9° en að lokinni rótarmyndun er það lækkað um 2—4°. í geymslunni tekur síðar að örla á spírum og þegar þær hafa náð hæfileg- um þroska eru laukarnir fluttir inn í gróðurhús til blómgunar við hitastig sem næst 20° C. Tognar þá fljótt úr spírunum, þær opna sig og blöð og blóm vaxa fram. Hver blómtegund hefur sinn ákveðna sprettuferil sem vandlega þarf að hyggja að. En að því leyti er ræktunin vandasöm og á allan hátt frábrugðin ræktun blóm- lauka í görðum þar sem náttúrunni er látið eftir að sjá þeim farborða. Mjög er erfitt að rækta fram blóm á venjulegum blómlauk snemma vetrar, og stafar það af því að blómvísirinn hefur tími er fyrst og fremst um jól. Síðar er daglengd eykst svo um munar bætast við freesíur og liljur. Að lokum sjást gladíólur sem oft eru fyrir hendi langt fram á sumar. Líklega munu fáir sem eignast afskorin laukblóm að vetri hafa hugleitt hvaða framkvæmdir liggja að baki þess að hægt sé að galdra fram þessi vorblóm þegar flestar aðrar blómplöntur eru í svefni eða þá rétt um það bil að hrista af sér svefndrung- ann. Framvinda starfsins hjá blómabóndanum er í stuttu máli þannig að hann kaupir sér blómlauka að hausti, aðallega frá Hollandi. Laukarnir, sem geyma vísi að blómum, eru síðan settir þétt í kassa sem rúma 5—6 sm. moldarlag. Þar næst er þeim komið fyrir í geymslu við ákveðið hita- og rakastig. Á meðan rætur eru að myndast þarf hitastig að vera sem enn ekki öðlast fullnægjandi þroska þegar laukurinn er lagður. Með ýmsum aðferðum hafa framleiðendur séð við þessum agnúa. Er því hægt að fá sérstaka lauka sem blómgast geta utan eðlilegs blómgunartíma en í þeim tilgangi hefur vexti og blóm- þroskun laukanna verið flýtt. Á hinn bóginn má halda aftur af laukum með því að kæla þá niður. Er þetta t.d. algengt með íris, en víða spannar sú ræktun allt árið. Flýtt er fyrir þroskun túlí- pana sem blómgast fyrir jól. Sama gildir um jólahyasint- ur. Á þennan hátt gera rækt- endur sitt til þess að uppfylla óskir blómaunnenda um að geta notið hrífandi blóma á öllum tímum árs. Að vetri til er ekki hvað minnst þörf fyrir að flytja voryl og birtu inn á heimilin og þótt sitt sýnist hverjum, finnst mörg- um að afskorin laukblóm nái að fullnægja þessu best. Ó.V.H. POPP - POPP - POPP - POPP - POPP - POPP Hljómsveitin Tívoií hyggur á plötugerð Hljómsveitin Tívólí hefur nú breytt verulega um svip. Eigi færri en fjórir meðlima hljóm- sveitarinnar hafa hætt í henni og í stað þeirra komið fimm nýir menn. Það er kannski rangt að segja nýir, því þeir eru allir velkunnir tónlistar- menn, þótt eigi hafi þeir allir borizt jafn mikið á. Að sögn Ólafs Helgasonar, trommuleik- ara Tívolí, með mciru, er ástæða þessara breytinga sú að hljómsveitin hyggst gefa út plötu og verður reynt að hefja upptökur á henni jafnskjótt og búið er að æfa upp „prógram“. Sem kunnugt er var hljóm- sveitin Tívólí skipuð eftirfar- andi einstaklingum um áramót; Sigurði Sigurðssyni, söngvara, Ellenu Kristjánsdóttur, söng- breytingar leiði til nokkurra nýjunga hjá hljómsveitinni, það kemur nýr andi inn í hljóm- sveitina, þótt svo lagavalið verði mjög í svipuðum dúr og áður. Þó munum við ekki rígbinda okkur við vinsælustu lögin á hverjum tíma. Með þessu er þó ekki átt við að Tívolí muni ekki spila danstónlist, það hefur alltaf verið stefna hljómsveitarinnar að skemmta fólki. En helztu breytingarnar eru þær að mun meiri áherzla verður lögð á söng en áður. Nú radda allir hljóm- sveitarmeðlimir, nema ég, en fyrr var söngurinn einskorðaður við Sigurð og Ellenu. Við hyggjumst einnig leika nokkuð af frumsömdum lögum eftir Jón Þór í framtíðinni, en einnig er ætlunin að æfa upp sýnir. Tívolí er ekki atvinnu- hljómsveit, enda er ekki hægt að vera atyinnumaður í popphljóm- sveit á Islandi. Þó eru atvinnu- möguleikarnir nú betri en áður. enda má segja að fjöldi þeirra hljómsveita. sem leika á opin- berum markaði sé alveg hæfi- legur, eða fimrn hljómsveitir. Það er hreinlega ekki matkaður fyrir fleiri. Út af fyrir sig er það spurning hvort það borgi sig nokkuð að þessu stússi. Það er svo lítið upp úr „brasanum" að hafa, að það tekur því varla að vera í honum. Við ætlum að reyna að leika á sem flestum stöðum og í sumar komum við til með að spila um landið vítt og breitt. Hvað Rock-Reykjavík varðar, þá er það svo til dauður félagsskapur. Að vísu var hald- TÍVOLÍ, eins og hljómsveitin er skipuð í dag, talið frá vinstri: Ragnar Sigurðsson, Jón Þór Gíslason. Gunnár| Hrafnsson, Ólafur Helgason, Rúnar Þórisson og Sigurður Sigurðsson. Guðmundur Ingólfsson var ekki til ] staðar, þá er Kristján tók myndina. konu, Friðriki Karlssyni, gítar- leikara, Eyþóri Gunnarssyni, píanóleikara, Andrési Helga- syni, bassaleikara og Ólafi Helgasyni. En Ellen gekk í Póker og þeir Friðrik og Eyþór í Mezzaforte. Andrés hins vegar hætti að leika á bassa. Sess þessara tóku; Ragnar Sigurðs- son, gítarleikari, Rúnar Þórisson, gítarleikari, Jón Þór Gíslason, kassagítarleikari, Gunnar Hrafnsson, bassaleikarj og Guðmundur Ingólfsson, píanóleikari. Svo talið sé upp hvað þessir menn hafa unnið sér til ágætis, má nefna að Ragnar var í Paradís, þeir Jón Þór og Rúnar voru á sínum tíma báðir í Dögg, en auk þess er Jón Þór annar helmingur Fjörefnis. Gunnar lék með Gunnari Þórðarsyni á hljómleikum hans, en hann leikur einnig á plötunni „Ljósin í bænum“. Og Guðmundur Ingólfsson er kunn- astur nú upp á síðkastið fyrir leik sinn í Sjálfsmorðssveitinni, sem kom fram í sjónvarpi fyrir viku, en það er nú önnur saga. Þetta eru því engir grænjaxlar. Nú standa fyrir dyrum stífar æfingar hjá hljómsveitinni, en til stendur að hún komi í fyrsta skiptið fram opinberlega á ný út á Keflavíkurflugvelli hinn 2. þessa mánaðar, en síðan mun hún leika hér og þar um landið. Að sögn Ólafs tókst með herjum að fá að leika úti á „Velli“, en klúbbarnir þar munu nú alveg hættir að bjóða upp á „lifandi tónlist" og hafa allir tekið upp diskótek. Það er af sem áður var, er Keflavíkurflugvöllurinn var einn stærsti markaðurinn fyrir íslenzkar hljómsveitir. En við skulum gefa Ólafi orðið og láta hann fræða okkur á því hvað breytingarnar á liðsskip- aninni hafa í för með sér. „Það má segja að þessar lög, sem við hyggjumst hafa á væntanlegri plötu okkar. Við erum þessa dagana að leita fyrir okkur með útgefanda, en lögin verða öll eftir Jón Þór og Jóhann G. Jóhannsson. Það liggur ekki ljóst fyrir hvenær við getum farið að eiga við upptökurnar, en það verður gert um leið og við erum komnir af stað. Um framtíðina er það að segja, að við erum mjög bjart- inn dansleikur á vegum félags- ins annan í jólum í Ártúni og hann heppnaðist mjög vel. Við lékum á þeim dansleik og ekki verður annað sagt en að stemmningin hafi verið frábær þar og auðvitað var fullt hús. Við verðuni aðeins að vona að þannig verði hjá okkur á böllum í framtíðinni. fullt hús og góð stemmning, því okkar markmið er jú að skemmta fólki, sem bezt við getum." Vinsœldalistar L0ND0N 1. (1) Heart of glass — Blondie 2. (4) Chiquitita — ABBA 2. (3) Woman il love — Three Degrees 4. (15) I was made for dancing — Leif Garrett 5. (11) Contact — Edwin Starr 6. (5) Milk and alcohol — Dr. Feelgood 7. (9) Don’t cry for me Argentina — Shadows 8. (2) Hit me with your rhythm stick — lan Dury and the Blockheads 9. (13) King Rocker — Generation X 10 (14) Sound of the suburbs — Members NEW YORK 1. (1) Da ya think l’m sexy — Rod Stewart 2. (2) Fire — Pointer Sisters 3. (3) Le freak — Chic 4. (5) A little more love — Olivia Newton-John 5. (16) I will survive — Gloria Gaynor 6. (4) Y.M.C.A. — Village People 7. (6) Too much heaven — Bee Gees 8. (8) Lotta love — Nicolette Larson 9. (9) Soul man — Blues Brothers 10. (11) Shake it — lan Matthews

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.