Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Myndir: No 34 Eiríkur Smith myndir, sem ég hafði ánægju af, Egill Eðvaldsson er með mjög myndræn verk, gerð á nútímavísu í blandaðri tækni, Einar Þ. Ás- geirsson á þarna eitt verk, er hann kallar sjálfsævisögu; það er skemmtilegt, en engu er ég nær um lífshlaup Einars. Verk Eiríks Smiths eru unnin í olíu, en bera mikinn svip af vatnslitamyndum, er hann hefur sýnt undanfarið, og honum vex tæknileg geta með hverju ári. Guðbergur Auðunsson er flinkur í höndunum og sýnir tvö góð verk. Gunnar Örn virðist vera á krossgötum, bæði hvað form og lit snertir, ég held að of snemmt sé að fjölyrða um það að sinni. Hringur Jóhannesson sýnir olíu- krít og er næmur að vanda. Jó- hannes Jóhannesson sýnir þrjú verk, og að mínum dómi er hann einn af máttarstólpum þessarar Haustsýning FÍM 1979 í upphafi þessa skrifs langar mig til að leiðrétta misskilning, sem borið hefur á í fjölmiðlum í sambandi við Haustsýningu FIM. Það hefur komið fram, að sýning þessi sé um tuttugu ára gömul, en sannleikurinn er sá, að allar götur frá því er gamli Listamannaskál- inn við Kirkjustræti var vígður árið 1943 hefur þessi sýning verið haldin. Að vísu hefur sýningin ekki ætíð gengið undir nafninu Haustsýning. Stundum var hún kölluð Samsýning Félags ís- lenskra myndlistarmanna, og breytir þar engu nafngiftin, því að tilgangur sýningarinnar hefur ætíð verið sá sami. Það er því farið að draga að fertugasta af- mæli þessarar sýningar, og mætti vel minnast þess, er þar að kemur. Sú sýning, sem nú er á Kjar- valsstöðum, er um margt lær- dómsrík. Þar eiga 40—50 manns verk eftir sig, og ef tala mætti um þessa sýningu eins og byggingu, þá er hún ekki rismikil, en víð til veggja. Þar á ég við, að margt ber á góma, og sumt er að mínum dómi ekki þess verðugt að fá inni á sýningu, þar sem tíu myndlistar- menn eru í dómnefnd, en annað ber svo af, að ekki verður skilið, hvernig þessi samsetningur er hugsaður. Ég man margar slíkar sýningar á vegum FIM, en varla af sömu gerð og sú, sem kennd er við 1979. Ég sagði hér áðan, að þessi sýning væri um mrgt lærdómsrík. Hvað átti ég við: Auðvitað orsak- irnar til þess, að Haustsýning FÍM hefur ekki meira fram að færa en raun ber vitni. Er búið að gera málverkið að nokkurs konar iðn í landinu? Er búið að hampa svo meðalmennskunni, að hún er farin að gleypa hinn raunverulega kjarna íslenskrar myndlistar? Eru menn hræddir við að verða af strætó? Eru menn ráðvilltir í einangrun og sjálfsblekkingu tíð- arandans? Eða eru svo afleitir listamenn á íslandi, að sýning sem þessi sé boðin almenningi í góðri trú? Þessum spurningum skal ég láta ósvarað hér, en óneitanlega sækja þær á hugann, og væri sannarlega þörf á, að þessar spurningar væru krufnar að ráði. íslensk myndlist virðist þurfa þess með. En nú eru fleiri en ein hlið á hverju máli, og sjálfsagt eru ekki allir sammáia mér um þessa sýn- ingu. Hvað um það. Hún er heldur ekki svó slæm, að allt sé þar óferjandi og óalandi. Það eru sannarlega punktar hér og þar, sem bjarga miklu, en í heild hefur sýningin ekki mikið fram að færa að mínum dómi. Það er áberandi, hve mikið vantar af hinum þekkt- ari listamönnum okkar, og geta legið til þess margar ástæður. Að undanförnu hefur verið mikið um sýningar, og til dæmis eru grafík- erar með sýningu í Norræna hús- inu sem stendur. Sumir hverjir No 61 Hallsteinn Sigurðsson eru einnig að undirbúa sýningar og enn aðrir hafa nýverið haft verk sín til sýnis. Það er því mjög líklegt, að sýningarnefndin hafi átt í stríði með að fá frambærileg verk á þessa sýningu og því varhugavert að kenna einum aðila um, hvernig til hefur tekist. Áð venju eiga bæði félagsmenn FÍM og utanfélagsmenn verk á þessari sýningu, enda er það eitt af markmiðum þessara sýninga að gefa ungu fólki tækifæri til að sýna verk sín við hlið eldri og reyndari manna. Einmitt á Haust- sýningum hafa margir, ef ekki flestir, okkar bestu myndlistar- manna komið fram í fyrsta sinn. Af þessu má sjá, hverju hlutverki þessi sýning gegnir fyrir nýliðana, en jafnframt er henni ætlað að sýna, hvað er að gerast hjá þeim, er eldri eru í hettunni. Nú ber svo við, að flesta þá eldri vantar á þessa sýningu. Það finnst mér mikili galli. Einnig mætti segja, að aðeins fáir af miðaldra kynslóð listamanna séu með. Það mætti nefna mörg nöfn í þessu tilfelli, en förum ekki meir í þá sálma. Þeir listamenn, sem ég hafði mesta ánægju af á Haustsýningu 1979, voru: Agúst Petersen, sem er nokkuð þungur á myndfletinum í þetta sinn, Bjarni Ragnar sýnist mér með efnilegri nýliðum. Björgvin Haraldsson á þarna nokkrar iíflegar pastel-myndir, Bragi Hannesson sýnir vatnslita- sýningar. Leifur Breiðfjörð á þarna tvær skemmtilegar rúður, og einnig á hann sinn þátt í teppum ásamt Sigríði Jóhanns- dóttur. Sigríður Björnsdóttir sýn- ir litlar akrýl-myndir, sem er eitt það besta, er ég hef séð frá hennar hendi. Sævar Daníeisson er mjúk- ur og þægilegur í litameðferð sinni, en formið er ekki eins spennandi. Örlygur Sigurðsson á þarna ágætt portrett af Kristbirni Tryggvasyni prófessor. Um myndhögg á þessari sýn- ingu er ekki mikið að segja, enda hafa flestir í þeirri grein nýlokið sýningu á verkum sínum á Kjar- valsstöðum. Samt finnst mér, að vel megi minnast á verk Sverris Ólafssonar og hinar litlu myndir Hallsteins Sigurðssonar. Ég hef talið nokkuð mikið upp hér að framan, en það fer heldur ekki milli mála, að margt varð mér að vonbrigðum á þessari sýningu. Sumir hjakka í sama fari ár eftir ár, og aðrir fara út á svo hálan ís, að ekki verður þeim stætt. Þannig gengur það í listinni eins og á öðrum sviðum, stundum góðæri og svo önnur lakari ár við og við. Ég held ég endi þetta skrif með því ao vitna í ’ninn aikunna fræöi- mann og orðaleikjameistara dr. Johnson, er hann var spurður um, hvernig sýning ein væri á sínum tíma í Lundúnaborg. Þá varð honum að orði: It is worth seeing, but not worth going to see. No 26 Einar Þ. Ásgeirsson Bökmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON TÍMARIT MÁLS OG MENNING- AR 2.1979. Ritstjóri: borleifur Hauksson. Umsjón þessa heftis: Silja Aðal- steinsdóttir. Útgefandi: Bókmenntafélagið Mál og menning. MEÐAL efnis í Tímariti Máls og menningar er að mörgu leyti athyglisverð grein eftir Njörð P. Njarðvík: íslenskar barnabækur og fjölþjóðlegt samprent. Njörður varar við þeirri hættu sem hið fjölþjóðlega samprent getur haft. í för með sér fyrir íslenska barnabókaútgáfu. „Fjöl- þjóðlegt samprent", skrifar Njörð- ur, „er það nefnt þegar mynd- skreyttar bækur eru prentaðar fyrir margar þjóðir í senn. Dæmi um slíkar barnabækur sem hér eru á markaði eru bækurnar um Barbapapa, Tinna, Albín, Tuma, Lukku-Láka og svona mætti lengi telja." Ekki vill Njörður fordæma allar bækur af þessu tagi „sem lélegar barnabækur", en hann telur þær eiga sinn þátt í að viðhalda „ríkj- andi ástandi" með falskri hug- myndafræði. Þetta held ég að séu ýkjur, enda þáttur þeirra pólitísk einsýni sem víða í Tímaritinu gengur undir nafninu „gagnrýnið raunsæi". En hitt er verra ef fjölþjóðlega samprentið „er á góð- um vegi með að útrýma þjóðlegum barnabókum víða í heiminum". Og útgefendur ættu að huga að því sem Njörður segir um hlut þeirra enda má búast við að framundan sé ný söluherferð í því skyni að selja sem mest af teiknimynda- seríum og öðru æsiefni. Aftur á móti ætla ég að standa með Barbapapa þótt komi á dag- inn að hann sé á móti sósíalisman- um. Ég veit ekki betur en hann vilji hlúa að ýmsum mannlegum verðmætum. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar Yfiriit yfir þróun íslenskra barna- bóka síðan 1970 og nefnir það Frá hlýðni um efa til uppreisnar. Greinin sem er upphaflega fyrir- lestur á að spegla með heitinu það sem gerst hefur t íslenskri barna- bókaritun. Silja telur að vegur barnabóka hafi vaxið og nefnir ýmis dæmi því til sönnunar. Meðal þeirra höfunda sem Silju verður tiðrætt nm eru Guðrún Ilelgadótt- ir, Olga Guðrún Árnadóttir og Skáld snýr heim ! nyjustu bók ssnni Spögelses- iege (útg. Gyldendal 1979) birtir danska skáldið Henrik Nord- brandt ljóð sem hann kallar Digt mod Bert Brecht. Þetta ljóð er eins konar svar við Til hinna óbornu eftir Bertolt Brecht sem Sigfús Daðason hefur þýtt. Brecht segir í ljóði sínu: IIvHikir eru þessir tímar. þeear Ken«ur næst Klæpi að tala um tré. bví þaö boöar þogn um svo margar ódáðir. Digt mod Bert Brecht hefst á þessum línum: Þegar samræður um tré eru glaepur lifum við sannarlexa á myrkum tímum! Fasisminn hefur náð sliku valdi á okkur að jafnvel andstæðingur hans sér heiminn með hans auttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.