Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 KR-ingar i villuvandræðum töpuðu með 20 stiga mun FRANSKA liðið Caen vann KR með 20 stiga mun, 104—84, i Evrópukeppni bikarhafa i körfu- knattleik i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Sigur Frakkanna var i rauninni alltaf öruggur, en eigi að siður voruKR-ingar með i leiknum frá fyrstu minútu til hinnar siðustu og hefðu trúlegast náð enn betri árangri ef þeir hefðu ekki lent í villuvandræðum snemma i leiknum. Þannig þurfti Marvin Jackson, nýi Bandarikja- maðurinn i liði þeirra, að fara út af með 5 villur þegar 10 minútur voru eftir og Jón Sigurðsson fylgdi honum á varamannabekk- inn þegar 7 minútur voru eftir... Báðir höfðu þessir kappar átt stórgóðan leik og er greinilegt að Jackson er KR-ingum gifurlegur fengur. Við vorum að saxa á forskot Frakkanna og munurinn aðeins 10 stig þegar Jackson fór út af og enn var 10 stiga munur þegar ég varð að fara út af, sagði Jón Sigurðsson að leiknum loknum. Ef við hefðum báðir sloppið betur frá oft furð- ulegum dómum dómaranna þá hefðu úrslitin orðið enn hagstæð- ari. Frakkarnir höfðu talað um að spara sína beztu menn í þessum leik, en á því höfðu þeir engin efni og tjölduðu því sem til var þegar við vorum farnir að nálgast þá. Ég þakka stuðningsmönnum okkar góða hjálp í þessum leik og held að við höfum sýnt í þessum leik, að körfuknattleiknumfleygir fram hér á landi, sagði Jón og bætti því • m Getum nú boöiö vandaða innrömmun Mikið rammaúrval Verslið hja fagmanninum LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F LAUGAVEGI178 REYKJAVIK SIMI 85811 I kvöld kl. 20:30 Norski bókmenntafræöingurinn KJELL HEGGELUND heldur fyrirlestur, sem hann nefnir „Petter Dass og dansk-norsk felleslitt- eratur". Veriö velkomin Norræna húsiö. NORFÆNA HUSID POHJOLAN TAIO NORDENS HUS við, að hann óttaðist ekki skell í síðari leiknum gegn Caen í Frakk- landi. Framan af fyrri hálfleiknum í gærkvöldi virtust KR-ingarnir hræddir vð andstæðingana, sem höfðu náð 15 stiga mun um miðjan hálfleikinn. í leikhléi var staðan 54:40, en KR-ingar mættu ljón- grimmir til leiks í seinni hálf- leiknum og drifnir áfram af stór- leik Jóns Sigurðssonar og Marvins Jacksons tókst þeim að minnka muninn í 10 stig 72:62. Skömmu síðar misstu KR-ingar Jackson, sem nú lék sinn fyrsta leik með KR, út af með 5 villur. Munurinn á milli liðanna jókst þó ekki aftur c"-784:104 fyrr en Jón Sigurðsson þurfti að fara sömu leið. Þá voru skrautfjaðrirnar úr KR-iiðinu, en Frakkarnir, sem misst höfðu einn mann út af og voru 4 komnir með 4 villur, juku forskotið á ný og sigruðu örugg- lega 104:84. Sigur þeirra var verðskuldaður og þeir eru öruggir í 2. umferð. KR-ingum tókst ekki að standa við öll stóru orðin, sem sögð voru fyrir leikinn, en þeir sýndu góða baráttu og eiga hrós skilið fyrir leikinn. Marvin Jackson skoraði ekki ýkja mikið með langskotum, en gegnumbrot hans eru þeim mun fallegri. Hann á örugglega eftir að skora grimmt fyrir KR í vetur. Jón Sigurðsson barðist gífurlega allan leikinn, bæði í vörn og sókn. í seinni hálfleiknumskoraði hann hvað eftir annað með skotum langt utan af velli við mikinn fögnuð um 1400 áhorfenda. Aðrir KR-ingar voru ekki í sama gæða- flokki í þessum leik og það var oft hreinlega sorglegt að sjá hversu Webster „Spóa“ voru mislagðar hendur í upplögðum skotfærum í leiknum. Frakkarnir komu aðeins með átta menn til þessa leiks hvort sem það var af sparnaðarástæðum eða einhverju öðru. Langbezti maðurinn í liði þeirra var Didier Dobbels, sem hitti úr næstum því hvaða færi sem var. Aðrir leik- menn liðsins eru einnig góðir, þar af eru tveir Bandaríkjamenn og einn frá Senegal. Þetta franska lið hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og er núí 9. sæti af 16 liðum í 1. deildinni þar í landi. Dómarar voru frá Skotlandi og Wales og komu þeir hvað eftir annað á óvart með dómum sínum og var lítið samræmi í því, sem þeir gerðu. Stig KR. Marvin Jackson 30, Jón Sigurðsson 20, Decarsta Webster 15, Árni Guðmundsson 4, Garðar Jóhannesson 6, Gunnar Jóakimsson 4, Geir Þorsteinsson 3, Birgir Guðbjörnsson 2. Stig Caen. Didier Dobbels 35, Bob Miller 25, Robert Riley 15, Pierre Galle 8, JM Loudreau 6, A.N. Diaye 6, C. Brun 5. -áij Jón Sigurðsson á fullri ferð og Frakkarnir aðeins áhorfendur, eftir að hann fann fjölina sina i leiknum rataði hvert langskotið af öðru ofan i kttrfuna. (Ljósm. Emilía). STALHE SINDRA Fyririiggjandi í birgðastöð STANGAJÁRN Fjölbreyttar stæröir og þykktir SÍVALT JÁRN FLATJARN VINKILJARN L FERKANTAÐ JÁRN □ Borgartúni31 sími27222 m m 12—0 sigur hjá StanBard ÞAÐ VAKTI mikla athygli um síðustu helgi að lið Ásgeirs Sigur- vinssonar Standard sigraði Wint- erslag í 1. deildinni 12—0. Er þetta metjöfnun i 1. deildinni. Aðeins einu sinni áður hefur unnist svo stór sigur, var það árið 1964 er Anderlecht vann CS Brugge 12—0. Mbl. sló á þráðinn til Asgeirs og innti hann eftir leiknum. Ásgeir sagði að um algera einstefnu hefði verið að ræða ailan leikinn og hefðu mttrkin hæglega getað orðið enn fleiri. — Við áttum meðal annars þrjú stangarskot í leiknum, og mörg skot rétt framhjá, sagði Ásgeir. — Leikmenn Winterslag voru mjög slakir eins og marka- talan ber með sér. Og þjálfari liðsins hlýtur að vera niðurbrot- inn maður þar sem hann var með Standard í fyrra. Mörk okkar í leiknum skoruðu Edström 3, Riedl 3, Ásgeir 2, Voordekkers 1, Gerets 1, Teo 1, sjálfsmark 1. Mörk Ásgeirs voru númer 9 og 10, hvorttveggja mörk með góð- um skotum utarlega í teignum, 45 mörk skoruð í deildinni um helgina, einnig met. James Bett lék allan leikinn hjá Lokeren og stóð sig mjög vel, skoraði eitt mark. Arnór kom inná sem varamaður í s.h. Úrslit í Belgíu urðu þessi: Anderlecht — Beringen 3—0 Hasselt — Beveren 1—3 Waregem — FC Liege 4—1 Waterschei — Antwerpen 2—3 Lokeren — Beerschot 4—0 CS Brugge — Charleroi 6—0 Standard — Winterslag 12—0 Lierse — Molenbeek 0—0 Berchem — FC Brugge 1—5 Lokeren heldur forustu sinni í deildinni, hefur 18 stig eftir 11 umferðir. FC Brugge er í öðru sæti með 17 stig. Síðan koma CS Brugge og Molenbeek með 16 stig. Standard hefur 15 stig. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.