Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 Stykkishólmur. Skipzt hafa á frost og þíður Stykkisholmi. 6. febrúar ÞAÐ, SEM af er febrúar- mánuði, hefur tíðin verið mjög umhleypingasöm hér við Breiðafjörðinn. Skipzt hafa á frost í þíður. Frost- ið hefur komizt upp í 11 stig og hitinn í 7 stig. Klaki hefur verið mikill á götum og hefur umferð verið með erfiðara móti. í dag var snjókoma og stinningskaldi og stundum bylur og er því hvít jörð um allt. Færð hefur þó verið sæmilega góð og stund- um ágæt, t.d. hefur rútunni gengið vel þær ferðir, sem hún hefur farið og hefur hún aldrei farið út af áætlun. I fyrradag var hér Jííða, rigning og síðan hálka. Aætl- unarrútan var þá lengur en venjulega, enda var keðjufæri alla leið eftir því sem bílstjór- arnir sögðu og talsverður vindur. Aðalveiðar Stykkishólms- báta eru enn sem fyrr skel- fisksveiðar, en senn fer að koma að því, að bátar almennt fari að búa sig til netaveiða, en það verður væntanlega í kringum næstu mánaðarmót. Þórsnes II er á veiðum með línu og hefur aflað vel þegar miðað er við gæftir og ókyrr veður. Hefur það séð almenn- ingi fyrir fiski til matar. í haust var opnuð hér snyrtistofa og mun það vera fyrsta stofa sinnar tegundar svo ég viti til, og hefur verið ágætis aðsókn að henni. Hanna Lóa Kristinsdóttir, eigandi stofunnar, lærði í Reykjavík á sl. ári. Margir hafa notfært sér þessa þjón- ustu og hafa látið mjög vel af. Þá hefur Hanna Lóa hjálpað fólkinu á dvalarheimilinu, þ.e. farið þangað i heimsókn með tækin og þykir það góð hjálp. — Fréttaritari. Grafík frá landi Mondrians Einhverntíman las undirritað- ur, að Piet Mondrian og list hans væri skilgetið afkvæmi Hol- lands. Vildi greinarhöfundur vafalítið meina, að list hans hefði hvergi annars staðar getað þróazt í þá veru sem hún gerði, líkt og t.d. að sumir hérlendir fullyrða að Kjarval hefði hvergi getað fæðzt nema á íslandi. Vafalítið er sannleikskorn í þessu en þó er jafn víst að flatarmálsfræði er ekki frekar hollenzk uppfinning en artistísk- ur málunarmáti íslenzk. Það þarf ekki lengi að leita til þess að finna málara, sem beitt hafa penslinum af óhömdum skaphita í Hollandi sbr. Cobrahópinn, og meinlæti flatarins hefur einnig átt sína áhangendur á íslandi. Nafnið á sýningunni, sem stendur yfir að Kjarvalsstöðum fram eftir mánuðinum gæti því orkað tvímælis og valdið mis- skilningi, og virðist enda eiga að höfða til fagfólks er þekkir listasöguna eins og fingur sína frekar en til almennings. Burtséð frá þessum vangavelt- um er hér um mjög áhugaverða sýningu að ræða sem sýnir og sannar að listamenn glíma stöð- ugt við allar tegundir af formum og Iáta sér í léttu rúmi liggja þótt annað kunni að vera á oddinum, njóti meiri hylli en það sem þeir eru að fást við. Svona á þetta einmitt að vera og hér er að finna forsendur allrar mikill- ar listar — sem er stöðug leit og rannsókn. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Hér er um mikla kunnáttu- menn og úrvals listamenn að ræða og er mjög miður hve sýningin nýtur sín illa í upp- hengingu. Kaffistofan og um- hverfi hennar er vonlaus staður fyrir myndlistarverk undir gleri nema um hásumarið vegna hörmulegrar lýsingar — svo afleitrar að það er jafnvel óþægilegt að lesa tímarit og dagblöð á svæðinu. Sýning þessi er til lifandi marks um breidd og fjölbreytni hollenzkrar myndlistar í dag — undirstrikar rækilega háþróað og fágað niðurlenzkt handbragð. Erlendar bækur Eva’s ekko eftir Cecil Bödker „Þáttaskilin urðu þann dag, þegar hún mætti honum á miðju gólfinu og lét undan löngun sem kom snögglega yfir hana, að leggja hendurnar utan um hann eins og hún hafði gert svo oft áður. En hann nam ekki einu sinni staðar, hægði ögn á sér, meðan hann losaði sig með því að taka báðum höndum um axlir henni og stilla henni frá sér, eins og hún hefði verið stóll sem stóð í vegi fyrir honum. Og hélt svo áfram. Og hann hafði verið eins í framan eins og hún væri stóll. Það var því líkast sem að fá framan í sig sterkt ljós.“ Svo segir í Eva’s Ekko, nýjustu bók dönsku skáldkonunnar Cecil Bödker, og þessi bók var raunar lögð fram af hálfu Dana til Norðurlandaráðsverðlaunanna á dögunum. Cecil Bödker hefur sent frá sér fjölda bóka, fyrst fékkst hún einkum við ljóðagerð og fyrsta bók hennar var Luseblomster og kom út 1955. Síðan hefur hún sent frá sér smásögur, útvarpsleikrit, skáldsögur og hún hefur einnig skrifað fjölda barnabóka, sem hafa aflað henni vinsælda. Fg verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið nema fáeinar smásögur eftir Cecil Bödker og er því með öllu ókunnug bæði ljóðagerð hennar og barnabókarskrifum. En það er ekki nokkrum vafa undirorpið að Eva’s Ekko hefur átt þá viður- kenningu skilið sem hún hefur hlotið í Danmörku og sjálfsagt viðar, hún er sérstaklega hrein og tær og listilega vel skrifuð bók. Hún segir frá konunni Louise sem hefur verið gift Oleander í fjölda ára og einhvern veginn hefur hjónaband þeirra þróast í þessa átt: hún er bara eins konar húsgagn á heimilinu og það er ekki að vita nema hún hafi sjálf átt sinn þátt í þeirri niðurlægingu með hlutleysi sínu og afskipta- leysi. En nú skynjar Louise að hún verður að finna sjálfa sig losa sig undan Louise og það getur hún éiginlega ekki gert nema með því að drepa hana og þar með tekur „hin konan" sér bólfestu í henni, konan sem leggur af stað á flakk um Noreg og rekst þar á tvo furðufugla, síðan býr hún um sig hjá Timiane, dularfullri veru, sem kannski er til, kannski ekki. En snýr aftur til eiginmanns síns, ekki alveg ljóst til hvers því að hann hefur ekki öðlast neinn meiri skilning á henni eftir allan þenn- an tíma og hún hlýtur að hverfa frá og halda áfram ein. Eva’s Ekko er vissulega saga um baráttu konunnar, togstreitu kynjanna, skilningsleysi karlmannsins. En Cecil Bödker gerir þessu þvælda efni svo ljóðræn og falleg skil, að það er hreinasta unun að lesa bók hennar og endirinn hlýtur að vera í samræmi við það sem á undan er gengið. Jóhanna Kristjónsdóttir Cecil Bödker Hlegið að blóðbaði Þráinn Karls- •on, Elísabet B. Þórisdóttir og Arnar Jónssoní hlutverkum sín- um. ALÞÝÐULEIKIIÚSIÐ: STJÓRNLEYSINGI FERST „AF SLYSFÖRUM“! eftir Dario Fo. Þýðandi: Siija Aðalsteinsdóttir. Leikstjóri: Lárus Ýmir óskarsson. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrimsdóttir. Hljóðmynd: Leifur Þórarinsson. Söngtexti: Þórarinn Eldjárn. Framkvæmdastjóri sýningar: Sigurbjörg Árnadóttir. LelKllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Stjórnleysingi ferst „af slysför- um“! er ellefu ára gamalt leikrit eftir Dario Fo samið til að and- mæla því að stjórnleysinginn Pin- elli hafi farist af slysförum eins og opinberlega var gefið upp, en hann fannst látinn með sár á hnakka á gangstétt undir glugga lögreglu- stöðvarinnar í Mílanó þar sem hann hafði verið yfirheyrður vegna grunsemda um þátttöku í hryðju- verkastarfsemi. Dauði Pinellis var mikið hitamál á Ítalíu og var skýrður af vinstri- sinnum sem „blóðbað ríkisins", þ.e.a.s. tilraunir ríkisvalds og borg- aralegra afla til að lama vinstri- hreyfingu á Italíu. Hryðjuverk eru ekki auðskýrð og eru jafn slæm hvort sem þau koma frá hægri eða vinstri, löngum er tilgangurinn látinn helga meðalið í ofurkappi manna til að þröhgva öðrum til að hafa sömu skoðanir og þeir sjálfir. Vinstrisinnar á Ítalíu hafa að undanförnu reynt að kenna hægri- sinnum um sem flest hryðjuverk og í þeim anda er leikrit Dario Fos. Stjórnleysingi ferst „af slysför- um“! er tilgangs- eða kennsluleikrit og hluti af baráttunni, því er hvergi haldið leyndu hvað verkið boðar. Áróðursbrögð höfundarins eru augljós. Verðir laganna eru í senn gerðir að glæpamönnum og heimskingjum, en einkum er lögð áhersla á barnaskap og fákunnáttu þeirra. í sumum leikrita sinna reynir Dario Fo að lýsa lögreglu- þjónum þannig að samúð megi hafa með þeim og jafnvel líta á þá sem féiaga í baráttunni fyrir betra heimi. Áðeins kúgunin að ofan hefur gert þá vonda, þeir eru líka þrælar en undir niðri bestu grey eins og höfundurinn sýnir þá á köflum. í Stjórnleysingi ferst „af slysförum"! er blaðinu snúið við. Að leggja siðferðilegt mat á verk Dario Fos eins og hlýtur að eiga að gera er þó varasamt. Einföldun persónanna er slík að fyrst og fremst verður að sjá verkið í listrænu ljósi. Dario Fo er svo snjall leikrita- höfundur að áhorfandinn getur drepist úr hlátri meðan á sýningu Stjórnleysingjans stendur. Þetta slævir gagnrýnina, gerir leikritið meinlausara en ella. Áhorfandinn nýtur verksins eins og hann sé að horfa á gamanleik í anda Comm- edia dell’arte þar sem skringilegar fígúrur eiga sér helst það takmark að vekja kátínu og birta hefð- bundnar niðurstöður gamanleiks. Sýning Alþýðuleikhússins er að vísu í nytjastíl þar sem ætlast er til að áhorfendur fyllist byltingar- sinnuðum eldmóði og taki að kyrja Alþjóðasöng verkalýðsins með leik- urunum. En að vonum verður hin ærslafulla heimssýn Dario Fos ofan á og öllum er fyrst og fremst skemmt. Alþýðuleikhúsið hefur á að skipa góðum þýðanda þar sem er Silja Aðalsteinsdóttir, hugvitssömum leikstjóra, Lárusi Ými Óskarssyni, leikmyndateiknaranum Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur, sem gerir mjög ítalska leikmynd og búninga, og fleira fólki, sem vinnur fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.