Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 15 kr. eintakiö.
Ef þið gerið þetta,
hættum við ...
Dómur sögunnar um þá
ríkisstjórn sem enn lafir
verður á þann veg, að hún sé
mesta óráðsíu- og skulda-
söfnunarstjórn á fyrstu fjór-
um áratugum íslenska lýð-
veldsins svo að ekki sé lengra
skyggnst að sinni. Nú dregur
að kosningum og þá láta
ráðherrar eins og þetta ein-
kennilega stjórnarsamstarf
hafi aldrei verið þeim að
skapi, í raun hafi ríkisstjórn-
in verið neyðarbrauð.
Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins, hefur
lýst því yfir að stjórnin hafi
líklega setið að minnsta kosti
einu ári of lengi, og nú segir
Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokks-
ins, að framsóknarmenn hafi
„lengi langað til að losna úr
þessari stjórn". Með þessum
yfirlýsingum eru flokksfor-
mennirnir að gefa til kynna,
að til sé eitthvert afl sem þeir
hafa ekki vald yfir sem skipi
þeim nauðugum viljugum að
sitja í ríkisstjórn sem ekkert
getur og er að leiða þjóðina
fram af nöfinni. Er einsdæmi
að stjórnmálamenn sem vilja
láta taka mark á orðum sín-
um og gerðum hafi seilst svo
langt í tilraunum sínum til að
blekkja háttvirta kjósendur.
Auðvitað hafa þeir Svavar og
Steingrímur aldrei viljað yf-
irgefa stjórnarskútuna. í því
efni er þó vilji allt sem þarf.
Nú þegar nokkrar vikur eru
til kosninga reyna kommún-
istar og framsóknarmenn að
finna hverja átylluna af ann-
arri til að lýsa vonbrigðum
sínum yfir stjórnleysi síðustu
þriggja ára. Kommúnistar
hafa í tveimur tilvikum síð-
ustu daga valið þann kost að
segja: Ef þið gerið þetta, þá
hættum við í stjórninni. Þetta
hafa kommúnistar gert í vísi-
tölumálinu sem forsætis-
ráðherra lagði fram, og í ál-
málinu vegna tillögu frá
framsóknarmönnum, krötum
og sjáifstæðismönnum, gegn
Hjörleifi Guttormssyni. Þrátt
fyrir tillögurnar sitja komm-
únistar þó sem fastast í
stjórninni og Svavari Gests-
syni finnst „stórhneyksli" að
framsóknarmenn skuli vilja
rjúfa stjórnarsamstarfið.
Steingrímur Hermannsson
hefur nú hermt eftir Svavari
og sagt: Ef þið gerið þetta, þá
hættum við í stjórninni. Til-
efnið er að fluttar hafa verið í
báðum deildum alþingis til-
lögur til þingsályktunar um
að þing skuli kallað saman í
síðasta lagi 18 dögum eftir
væntanlegar kosningar. Eng-
ir framsóknarmenn standa að
þessum tillögum og þeim
finnst að með þeim hafi skap-
ast grundvöllur undir nýja
ríkisstjórn! Á síðasta flokks-
þingi framsóknar var helsta
ályktunin um það, að nú
þyrfti bara að lögfesta niður-
talningu verðbólgunnar þá
hyrfi hún eins og dögg fyrir
sólu. Menn skyldu ætla að
framsóknarmenn teldu brýna
nauðsyn bera til að þing komi
saman sem fyrst að loknum
næstu kosningum til slíkarar
lagasetningar. Svo er þó ekki,
þeir ætla meira að segja úr
ríkisstjórninni fyrir kosn-
ingar ef ákveðið verður að
flýta þinghaldi eftir þær! Eða
á ekki að taka mark á
Steingrími nú frekar en
endranær?
Stjórnarskráin
og formaðurinn
Stjórnarskrárnefnd undir
formennsku Gunnars
Thoroddsens hóf störf 1. des-
ember 1978 og samkvæmt
ályktun alþingis átti hún að
ljúka störfum innan tveggja
ára. Hinn 8. febrúar 1980
settist formaður stjórnar-
skrárnefndar í stól forsætis-
ráðherra og þá var því jafn-
framt lýst yfir í stjórnarsátt-
mála, að stjórnarskrárnefnd
lyki störfum fyrir árslok 1980,
„þannig að alþingi hafi næg-
an tíma til þess að ljúka af-
greiðslu stjórnarskrár- og
kjördæmamálsins fyrir lok
kjörtímabilsins" eins og það
var orðað. Hinn 11. janúar
1983 sendi formaður stjórnar-
skrárnefndar og forsætisráð-
herra þingmönnum skýrslu
nefndarinnar með bréfi, þar
sem sagði að skýrslan ætti að
verða grundvöllur umræðna í
þingflokkum. Engar . slíkar
umræður hafa farið fram
vegna brýnni úrlausnarefna.
Hinn 9. mars 1983 leggur
forsætisráðherra fram á al-
þingi frumvarp að nýrri
stjórnarskrá, þar er komið ál-
it stjórnarskrárnefndar án
þess að nefndin hafi sam-
þykkt þessa meðferð á niður-
stöðum sínum. Aðeins nokkr-
ir dagar eru til þingslita og
gjörsamlega vonlaust um
framgang stjórnarskrár-
málsins, þegar formaður
stjórnarskrárnefndar, Gunn-
ar Thoroddsen, veitir
forsætisráðherra, Gunnari
Thoroddsen, einhliða heimild
til að hafa einkaafnot af fjög-
urra ára opinberu starfi þing-
kjörinnar nefndar.
Ljósm.: Krútjin Einarsson.
Séra Gunnar Kristjánsson með tvö ný listaverk eftir Gunnar örn Gunnarsson listmálara.
Kirkjulistarsýningin á Kjarvalsstöðum:
Fyrsta listaverkið sem Kjarval
gerði samkvæmt beiðni hérlendis
LISTAVERK og fagrir munir af marg-
víslegu tagi héldu í gær áfram að
streyma til Kjarvalsstaða vegna hinn-
ar miklu kirkjulistarsýningar, sem þar
verður opnuð á laugardaginn eftir
röska viku, hinn 19. mars, og standa
mun fram yfir páska.
Altaristafla Kjarvals frá 1914
Einn forvitnilegasti gripurinn,
sem í gær barst til sýningarinnar,
er án vafa hin kunna altaristafla
Jóhannesar S. Kjarval úr Bakka-
gerðiskirkju í Borgarfirði eystra,
sem máluð var sumarið 1914. Morg-
unblaðið bað Björn Th. Björnsson,
listfræðing, að segja lítillega frá
myndinni:
„Altaristaflan í Bakkagerðis-
kirkju er þannig til orðin," sagði
Björn, „að konurnar í Desjamýrar-
sókn fengu Kjarval, þá ungan og
upprennandi listamann, til að mála
hana fyrir sig. Þetta var sumarið
1914, en þá kom Jóhannes heim í frí
frá Akademíinu í Kaupmannahöfn.
Konurnar hýstu listamanninn í
barnaskólanum á meðan hann vann
verkið, og skiptust á um að gefa
honum að borða. Þetta sumar lýkur
hann við verkið, en síðar, er þáver-
andi biskup Islands kom austur, þá
þótti honum myndin svona full al-
þýðleg, ekki nógu „klassisk", og er
haft eftir honum að hann hafi sagt:
„Alls staðar eru nú þessi Dyrfjöll",
en Kjarval málaði þau einmitt tals-
vert mikið á þeim tíma! Var sagt að
biskup hafi hálfgert veigrað sér við
að vígja hana. Ekki er það þó alveg
Víst. En hvað um það, síðan hefur
taflan verið í kirkjunni þarna.
Myndin sýnir Krist hvar hann
stendur uppi á álfaborginni sem er
rétt hjá kirkjunni, og er að tala yfir
lýðnum. Þetta er Fjallræðan, og
Dyrfjöll eru svo í sólarljóma á bak
við.“
— Má telja myndina í röð betri
verka Kjarvals frá listfræðilegu
sjónarmiði?
„Fólk hefur orðið ákaflega elskt
að þessari mynd, en þetta er æsku-
verk, og ber þess ef til vill nokkur
merki. Þó er þetta furðulega djarft
verk, og mun vera fyrsta verk er
listamaðurinn gerir samkvæmt
beiðni hér á landi. Þarna er hann
enn ungur að árum, á eftir fjögur ár
í námi. Þetta var mjög merkt fram-
tak hjá þessum konum eystra á sín-
um tíma.“
Prófastafundur haldinn í Reykjavík:
Lútersár í ár
PRÓFASTAR landsins hafa setið á árlegum fundi sínum dagana
8.—10. mars á Biskupsstofu í Reykjavík. Hófst prófastafundurinn
með athöfn í Dómkirkjunni er þeir Hjálmar Jónsson, nýkjörinn próf-
astur Skagfirðinga, og sr. Kristinn Hóseasson, nýkjörinn prófastur
Austfirðinga, voru settir inn í embætti. Aöalmál fundarins voru tvö.
Embættisstörf prófasta, en um það flutti séra Sigurður Guðmundsson,
vígslubiskup, framsögu og þátttaka prófastsdæma í hátíðarhöldum í
tilefni 500 ára afmælis Marteins Lúters. Séra Jón Einarsson, prófast-
ur í Saurbæ, hafði framsögu um það mál.
Embættisstörf prófasta
Séra Sigurður vígslubiskup
svaraði í erindi sínu þeirri
spurningu hvað prófastar gera
umfram aðra presta. Próföst-
um er skylt að hafa reglulegar
vísitasíur, þ.e. heimsækja söfn-
uði og kirkju prófastsdæmisins.
Skal hann athuga vel ástand
hverrar kirkju, huga að hirð-
ingu hennar og gæta þess að
eignir og ítök kirkjunnar fari
ekki úr höndum hennar. Hon-
um ber og að gera úttekt á
prestsetrum þegar nýr prestur
kemur og eins þegar prestur
fer. Prófastur stýrir árlegum
héraðsfundi, endurskoðar alla
kirkjureikninga og samhæfir
kirkjustarfið í prófastsdæminu.
Þá er prófastur tengiliður milli
kirkjustjórnarinnar og prest-
anna, og skipuleggur sumar-
leyfi og vikulegan frídag
presta. En það er nýtilkomið að
ríkisvaldið viðurkenni að prest-
ar eigi rétt á frídegi. Prestum
ber þess vegna að ráðgast við
prófast áður en þeir fara í leyfi.
Þá er það mikilvæg skylda
prófasta að fylgjast með færsl-
um og umhirðu kirkjubóka og
árita þær. Prófastur heimtir og
inn starfsskýrslur frá prestum.
Prófastar eru nú fimmtán tals-
ins.
Lúters-ár í ár
Nú eru fimm hundruð ár lið-
in frá fæðingu Marteins Lúters.
Þess vegna eru mikil hátíðar-
höld innan Lútersku kirkjunn-
ar víðsvegar um heim. Hérlend-
is hefur verið skipuð sérstök
nefnd til að skipuleggja hátíð-
arhöldin, og verður meðal ann-
ars gert ráð fyrir sérstökum
Lúters-degi í nóvember næst-
komandi. Verður afmælisins
væntanlega minnst með marg-
víslegum hætti bæði í söfnuð-
um, prófastsdæmum og í fjöl-
miðlum, að sögn sr. Jóns E.
Einarssonar.