Morgunblaðið - 11.03.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. MARZ 1983
17
„Þér hafið gjört það að ræningjabeli.“ — Mynd eftir Gísla Sigurðsson á Kirkju-
listarsýningunni á Kjarvalsstöðum. Morgunbt*«i«/ R»gn»r Aieisson.
Ljósm. Haraldur Már SigurAsson.
Vikar Oddsson, Ólafia Stefánsdóttir, Helga Emilsdóttir, Gylfi Gunnarsson, Helga Dögg Teitsdóttir, Helga Kol-
beinsdóttir, Sara Gylfadóttir og Sigurjón Guðmundsson í sýningu Leikfélags Seyðisfjarðar á Gullna hliðinu.
Seyðisfjörður:
„Yfirskyggðar stundir". — Þrjár myndir eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur.
Páll Jónsson í hlutverki sýslumanns
og Vikar Oddsson í hlutverki ríkis-
bubbans.
Við innsetningu hinna nýju prófasta í Dómkirkjunni. Frá vinstri í fremri röð: Sr. Hjalti Guðmundsson, sr. Robert
Jack, sr. Hjálmar Jónsson, herra Pétur Sigurgeirsson biskup, ásamt dótturdóttur sinni Sólveigu Fríðu Kærnested, sr.
Kristán Iióscasson og sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. f aftari röð: Sr. Andrés Ólafsson, kirkjuvörður Dómkirkjunnar,
sr. Ólfur Skúlason, dómprófastur, sr. Ingiberg J. Hannesson, sr. Jón E. Einarsson, sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, sr.
Fjalar Sigurjónsson og sr. Bragi Friðriksson. Vegna ófærðar voru nokkrir prófastanna ekki komnir við setningu
fundarins.
Hermann Guðmundsson í hlutverki
óvinarins.
Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir í hiut-
verki frillunnar og Kristján Krist-
insson í hlutverki drykkjumannsins.
— Hefur myndin áður verið flutt
hingað til Reykjavíkur vegna sýn-
inga?
„Nei, myndin hefur alla tíð verið í
Bakkagerðiskirkju, hefur aldrei far-
ið af kórveggnum fyrr,“ sagði Björn
að lokum.
Yflrskyggðar stundir
Meðal listamanna, sem í gær
höfðu skilað inn nýjum verkum á
sýninguna, voru Sigrún Guðjóns-
dóttir og Gísli Sigurðsson. Sigrún er
með sex myndir, þrjár úr brenndum
leir og þrjár með blandaðri tækni,
þar sem lagt er út af boðun Maríu
meyjar. Myndirnar eru samstæðar,
mynda eina heild, þrjár og þrjár
saman, en eru um leið fullkomlega
sjálfstæð listaverk. „Yfirskyggðar
stundir" nefnast myndirnar.
Verk sem Gísli Sigurðsson, list-
málari, hefur sent inn er stór mynd
í þremur hlutum, þar sem lagt er út
af orðum Krists er hann rak kaupa-
héðnana út úr musterinu: „Þér hafið
gjört það að ræningjabæli." Kristur
er sýndur á nokkuð hefðbundinn
hátt, þó skegglaus og með reiðisvip,
en að öðru leyti vitnar myndin til
Morgunbladið/ Ragn&r Axelsson.
nútímans, er ádeila listamannsins á
ýmislegt það sem betur mætti fara
á ofanverðri 20. öld.
Tugir og hundruð annarra muna
verða á sýningunni, og er þess ekki
kostur að geta þeirra allra hér, en
nánar verður sagt frá Kirkjulistar-
sýningunni á Kjarvalsstöðum næstu
daga, er sýningin opnar sem fyrr
segir hinn 19. þessa mánaðar.
Vegleg sýningarskrá
Unnið er að útgáfu á veglegri sýn-
ingarskrá, sem verður tilbúin er
sýningin opnar annan laugardag.
Þar verður gerð grein fyrir hverjum
einstökum grip, hverju listaverki á
sýningunni, og birtar fjölmargar
myndir.
Þá verða í sýningarskránni þrjár
ritgerðir, um byggingarlist, kirkju-
list og trúarleg viðhorf í kirkjulegri
list, eftir þá séra Gunnar Krist-
jánsson á Reynivöllum, Hörð Ág-
ústsson, listmálara, og Björn Th.
Björnssonar, listfræðings.
Biskupinn yfir íslandi, herra Pét-
ur Sigurgeirsson, mun opna sýning-
una.
— AH
Leikfélagið sýnir Gullna
hliðið í til-
efni 100 ára afmælis síns
Ólafia Stefánsdóttir í hlutverki kerl-
inear.
Seyðisfirði í mars.
NÝLEGA frumsýndi Leikfélag Seyðisfjarðar Gulina hliðið eftir Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi.
Hér er ekki í svo lítið ráðist að taka fyrir þetta mikla stykki af ekki stærra
leikfélagi.
En vandað skyldi til verka, því að á þessu ári eru liðin eitt hundrað ár frá
upphafi leiklistar á Seyðisfirði, en það mun hafa verið 14. janúar 1883 að
fyrsta leikverkið var sett upp hér.
Leikfélag Seyðisfjarðar hyggst
halda í leikför nú á næstunni til
nágrannabyggðarlaganna hér á
Austurlandi.
Formaður Leikfélags Seyðis-
fjarðar er Emil Emilsson.
FrétUriUri.
Frumsýningin var mjög góð og
leikendum og leikstjóra til mikils
sóma. Frumsýningargestir
skemmtu sér hið besta og ætlaði
lófaklappi þeirra í lokin seint að
linna.
Leikstjóri er Auður Jónsdóttir
en með aðalhlutverk fara Emil
Emilsson sem leikur Jón, Ólafía
Stefánsdóttir leikur kerlinguna,
óvinurinn er leikinn af Hermanni
Guðmundssyni og Vilborgu leikur
Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir.
Alls koma fram í sýningunni 25
leikarar auk tæknimanna og að-
stoðarfólks. Búningar og sviðs-
mynd voru gerð af heimamönnum
og var hvorttveggja sérlega vel
gert.
í tilefni þessara tímamóta barst
félagi Seyðisfjarðar fjöldi skeyta
og blóma víða að.
Að sögn Auðar Jónsdóttur leik-
stjóra hófust æfingar á Gullna
hliðinu fyrir sex vikum og hafa
staðið yfir síðan. Auður, sem er úr
Kópavogi og hefur fengist við upp-
færslu leikverka á ýmsum stöðum
á landinu, kvað sér hafa komið á
óvart hversu marga góða leik-
krafta við hér á Seyðisfirði ættum
og lýsti yfir ánægju sinni að hafa
fengið tækifæri til að starfa með
þessu fólki.