Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
45
Jón Óskar Hafsteinsson
Myndlist
Valtýr Pétursson
Þegar mér barst boðskort á
sýningu Jóns óskars, hugsaði ég
sem svo, er nú skáldið farið að
stunda myndlist. Bn svo sá ég í
blaði, að þarna var annar Jón
Óskar á ferð, og er sá Haf-
steinsson. Ungur maður, sem
stundað hefur nám síðastliðin
þrjú ár vestur í þeim stóra stað,
New York. Hann er nú heim-
kominn og hefur efnt til fyrstu
einkasýningar sinnar í austursal
Kjarvalsstaða. Þar hefur þessi
ungi listamaður komið fyrir, á
nokkuð sérstakan hátt, 38 mál-
verkum, sem eru unnin þannig,
að ljósmyndatæknin er notuð til
að ná fram vissum áhrifum í
málverkinu, en lengra þori ég
vart að halda út á tæknihlið
þessara málverka. Þekki þar lít-
ið til.
Það er nokkuð framandi blær
á þessari sýningu Jóns Óskars,
bæði hvað uppsetningu og annað
varðar. Þarna eru hérumbil öll
verk unnin út frá manninum.
Það er eins og að skoða fjöl-
skyldualbúm að vera í námunda
við þessi verk, nema hvað hér er
allt í miklum stærðum og
myndröðum. Það fer ekki milli
mála, að hér er á ferð maður,
sem hefur mikla hæfileika og
tekst að notfæra sér skap sitt og
viljaþrek. Það eru mikil átök í
sumum þessara verka, og mál-
verkið kemst sérlega vel til skila,
þegar best lætur. En verk eins og
Paris og Strasbourg eru bestu
dæmin um getu þessa unga
manns. Ég hafði einnig ánægju
af myndröð, er listamaðurinn
kallar BOYS, margar myndir,
sem settar eru upp í einni heild á
Aðlaðandi
pönktónlist
Hljóm-
plotur
Siguröur Sverrisson
Flux of Pink Indians
Flux of Pink Indians
Spiderleg Records/Gramm
Þótt æði langt sé nú um liðið
frá því ég heyrði síðast i Sex
Pistols sálugu held ég að Flux of
Pink Indians sé sá pönkflokkur
nútímans sem næst kemst þess-
um horfnu hetjum árdaga
pönksins. Hvað eftir annað
fannst mér ég heyra kunnugleg
tilþrif frá því á dögum kynhleyp-
anna og það er ekki leiðum að
líkjast.
Undanfarna mánuði hefur
ungur íslendingur spreytt sig
með þessari sveit, sem er býsna
þekkt á sínu sviði í Bretaveldi.
Þessi íslendingur er að sjálf-
sögðu Einar Örn Benediktsson,
fyrrum Purrkur, iss!-ari og nú-
verandi Kukl-ari. Hefur hann
spreytt sig á trompettinu sínu
með þeim Flux-urum.
Tónlistin frá Flux er að mínu
viti mjög áheyrilegt pönk og
slíkt er sko ekki hægt að hafa
um margar þeirra sveita, sem
flytja tónlist af þessu tagi.
Keyrslan í lögunum er góð, gít-
arleikurinn á tíðum skerandi og
jafnvel óþægilegur.
Sennilega eru þó textarnir
sterkasti hluti laganna hjá þeim
indíánastrákum. Þeir eru margir
hverjir beinskeyttir og hlutirnir
eru ekki teknir neinum vettl-
ingatökum. Sér í lagi er hatur
þeirra á breska „músíkbransan-
um" einkennandi.
Þegar öllu er á botninn hvolft
er tónlist Flux of Pink Indians
bráðskemmtilegt pönk. Lðgin
eru hvert öðru betra (þ.e. geti
menn meðtekið þessa tónlist á
annað borð) og þótt mörg væru
góð fannst mér Progress vera
best.
langvegg salarins. Eg sagði hér
áðan, að þessi sýning hefði nokk-
uð sérstakan blæ, rétt er nú það,
en ég er hvergi viss um, að um
frumleika sé að ræða í þessum
verkum. Maður hefur áður séð
eitthvað þessu líkt, en ég held að
megi fullyrða, að Jóni óskari
takist samt að koma sínu á
framfæri í þessum verkum. Það
er einnig greinilegt á þessari
sýningu, að Jón Óskar hefur not-
ið annars uppeldis í New York en
félagar hans, sem fóru út á það
flata Holland. Það er viss amer-
ískur andi yfir hlutunum á þess-
ari sýningu, og er ekkert nema
gott um fjölbreytni af þessu tagi
að segja. Ekki er ég viss um, að
boðskapur í þessum verkum
komist til skila, en vera má, að
vinnubrögð við sjálft málverkið
nægi til að hafa áhrif, og það sé
allur sannleikurinn um þessi
verk.
Hér er þannig tekið á við-
fangsefnum, að mér finnst það
sanna áræði og dugnað hjá þess-
um nýliða. Hann er auðvitað
nokkuð óráðinn, en samt fastari
fyrir en margur, sem er að ýta úr
vör. Það kemur á daginn, hvern-
ig þróunin verður hjá Jóni
Oskari. Það, sem nú, liggur á
borði, er nægilegt til að benda á
þessa sýningu. Svo koma dagar
og koma ráð, enginn veit, hver
étur óborinn hval, sagði skáldið.
Stærsti bókamarkaður
ársins 1984
////
Fjöldi bóka
í síðasta skipti
á hagstæðu
verði
29.febr.—11. marz
MAGN
AFSLATTUR
Auka 5%
efverslaðerfyrir
meira en kr. 1.000.—
Auka10%
efverslaðerfyrir
meira en 3.000.—
Nú er hægt að gera góð kaup og finna
marga fáséða bókina á lágu verði!
Öll helstu
bókaforlög
landsins
á hagstæðu verði
Notið tækifærið
VISA og ©%
EUROCARD
Opiðfrákl.9-20
í kvöld.
Markaðshús Bókhlöðunnar
Laugavegi 39
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64