Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 155. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 Ræningjar sendifulltrúa Líbýu: Vilja Líbýumenn burt frá Líbanon Bfirút. 9. júlí. AP. Mohammed Feitouri, æösta sendifulltrúa Líbýu í Beirút, var sleppt eftir sjö stundir í klóm ræningja úr röðum öfgasinnaðra shíta, sem kröfðust þess að allír Líbýumenn hefðu sig á brott frá Líbanon. Tugur vopnaðra manna tók þátt í ráninu. Fyrir tveimur vikum rændu sömu samtök Mohammed Moghr- abi, næstæðsta sendimanni Libýu i Líbanon, og höfðu hann í haldi í tvo sólarhringa. Kröfðust samtök- in þá einnig brottfarar allra Libýumanna frá Libanon. Alþjóðaflugvöllurinn i Beirút opnaði i dag eftir fimm mánaða lokun, en allar leiðir til flugvallar- ins voru lokaðar fram eftir degi vegna mótmælaaðgerða aðstand- enda stríðsfanga. Vegir milli aust- ur- og vesturhluta borgarinnar voru lokaðir af sömu ástæðu. Nahib Berri, leiðtogi shíta, hafði í hótunum við mótmælafólk- ið í dag og sagði að aðgerðir þeirra kynnu að leiða illt af sér. Kvað hann samtök sin myndu enga fanga láta lausa fyrr en á mið- vikudag. Francois Mitterrand, Frakk- landsforseti, kom til Amman i fyrstu opinberu heimsókn sinni til Jórdaniu, þar sem hann mun ræða ástandið í Miðausturlöndum við Hussein konung. Fjölmiðlar i Jórdaníu gerðu mikið úr heim- sókninni og gátu m. a. um nýtt hlutverk Evrópurikja undir for- ystu Frakka i viðleitninni til að leysa deilumál araba og Israela i kjölfar þess að friðartilraunir Bandarikjamanna virtust hafa farið út um þúfur. Afsalar sér sovézkum ríkisborgararétti MfUnó. 9. júlí. AP. ANDREI Tarkovskj', viðurkenndur sovézkur kvikmyndaleikstjóri, hefur ákveðið að afsala sér sovézkum ríkisborgararétti og biðja um hæli á Vesturlöndum, að sögn formælanda ítalskra mannréttindasamtaka. Tarkosvky mun hafa tekið þessa ákvörðun í framhaldi af vonlaus- um tilraunum til að fá framlengt leyfi til að starfa á Vesturlöndum. Sótti hann um framlenginu af þessu tagi fyrir rösku ári, en þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur honum aldrei verið svarað. í tæp tvö ár hefur Tarkovsky, sem er 51 árs, búið ásamt konu sinni, Larissu, í bænum San Greg- orio nærri Rómaborg. Hefur hann unnið að kvikmyndagerð á Ítalíu, og síðasta kvikmynd hans, „Nost- algia“, var tekin þar í landi. Tarkovsky útskýrir ákvörðun sína á blaðamannafundi á morg- un, þriðjudag. Viðstaddir fundinn verða sovézku útlagarnir Yuri Ly- ubimov leikhússtjóri og Mstislav Rostropovich sellóleikari. Hermt er að Tarkovsky muni vilja setjast að f Bandaríkjunum er hann hefur lokið gerð kvikmyndar, sem hann vinnur nú að. Kvikmyndir Tarkovskys hafa ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá sovézkum ráðamönnum. Einhver vinsælasta mynd hans er „Andrei Kosið í Kanada OtUwa, 9. jéll. AP. John Turner, forsætisráðherra, ákvað í dag að efna til kosninga í Kanada 4. september nk. Turner sagði kosningar nauðsyn vegna mikils atvinnuleysis og fall- andi gengis Kanadadollars. Þyrfti stjórn sín að hafa stuðning þjóðar- innar f aðgerðum, sem fyrirhugaðar væru. Rublev", gerð 1966, um 15. aldar munk, sem boðaði frið og bróðerni og kærleik á ólgutímum. Var ein- Vlnarborg, 9. júlf. AP. Ráðgjafarnefnd OPEC-rfkjanna leggur til við olíuráðherra ríkjanna, sem koma saman f Vínarborg á morg- un, þriðjudag, að lækka olfufram- leiðsluþak til að afstýra fyrirsjáanlegri verðlækkun á olíu og að ekki verði framleitt umfram það mark. Ólíklegt er talið að ráðherrarnir vilji hrófla við framleiðsluþakinu eða olfuverðinu. ósætti rfkir innan OPEC, en markaður er nú veikur þar sem dag- legar umframbirgðir af olíu eru um 800 þúsund olfuföt. Hefur það leitt til verðlækkunar, allt niður í tvo dollara undir viðmiðunarverði OPEC á fatið, sem er 29 dollarar. taki smyglað til Vesturlanda og hlaut það viðurkenningu á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Búist er við að umframbirgðir verð: fyrir hendi þrátt fyrir átök írana og Iraka, sem teygt hefur anga sína út á Persaflóa og raskað ferðum olíu- skipa. Spáð er verðlækkun niður f 26 dollara 1986 og jafnvel allt niður f 22 dollara undir lok þessa áratugar. Talið er að fulltrúi Irana á fundin- um láti mjög til sín taka og að þeir krefjist verðhækkunar á olíu. Þá krefjast Nfgerfumenn að tekið verði sérstakt tillit til þeirra vegna efna- hagsörðugleika, en búist er við að þeir hafi vart erindi sem erfiði á fundinum. Vopnaðir verðir úr vfkingasveit austurrísku lögreglunnar, Cobra, gæta örygg- is fulltrúa olíuframleiðsluríkjanna (OPEC), sem funda í Vínarborg. Ráðgjaf- ar hafa setið á fundum f höfuðstöðvum OPEC f Vínarborg og þar hefst fundur olíuráðherra OPEC-ríkja í dag, þriðjudag. AP/Símamynd. Olíuverð og fram- leiðsluþak óbreytt? Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/Slmamynd Eldur í Jórvíkurdómkirkju Frá eldsvoðanum í dómkirkjunni f Jórvfk. Þak á suðurálmu kirkjunnar stendur í Ijósum logum aðfaranótt mánudags. Á annað hundrað slökkvi- liðsmenn börðust við logana í þrjár stundir og tókst að afstýra því að eldurinn breiddist út um bygginguna. Klerkar í Jórvík og lögreglumenn björguðu ýmsum verðmætum hlutum úr kirkjunni með því að handlanga þá út þar til reykur og hiti neyddi þá út úr byggingunni. Talið er að elding hafi valdið íkveikjunni. Sjá nánar frétt um brunann og kirkjuna á bls. 20. Vilja yfirheyra fulltrúa Nígeríu London, 9. júlf. AP. BREZKA stjórnin óskaði eftir því við yfirvöld í Lagos að fá að yfirheyra sendifulltrúa Nfgerfu í London vegna tilraunar til að ræna og smygla Umaru Dikko, fyrrum samgönguráðherra Nígeríu, úr landi í Bretlandi. Dikko fékk að yfirgefa sjúkrahús í London, þar sem hann jafnaði sig af lyfjagjöfum ræningja sinna. Geoffrey Howe utanrikisráð- herra sagði nauðsynlegt að lögregl- an yfirheyrði nígeríska sendi- ráðsmenn vegna aðildar a.m.k. eins þeirra að ráninu. Yfirvöld f Lagos neita enn aðild að ráninu. Sjá nánar á bls. 21. Metverð dollars London, 9. júlf. AP. Bandaríkjadollar hækkaði mjög í verði á gjaldeyris- mörkuðum í dag vegna spá- dóma um hækkun vaxta í Bandaríkjunum og fregna frá Washington á föstudag um minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Verð á gulli snarlækkaði í fyrstu en hækkaði örlítið er á dag- inn leið og kostaði únsan 339,50 dollara í London og 338,50 í Zúr- ich. Við opnun gullmarkaðar í London kostaði únsan 332,50 doll- ara, eða 14,50 dollurum lægra en á föstudag. Dollarinn setti nýtt met gagn- vart brezka pundinu, franska frankanum og finnska markinu i dag. Kostaði pundið f lok dagsins aðeins 1,3045 dollara miðað við 1,3210 dollara á föstudag. Og i París fengust 8,713 frankar fyrir hvern dollar miðað við 8,6725 fyrir helgi. Um tíma var dollar hærri gagn- vart þýzka markinu en nokkru sinni í áratug, fyrir hann fengust 2,8445 mörk, en þá greip vestur- þýzki seðlabankinn i taumana og seldi 72,3 milljónir dollara til bjargar markinu. Fengust 2,8400 mörk fyrir dollara í lok viðskipta. Bankinn seldi 50 milljónir dollara til styrktar markinu á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.