Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1985 21 Afturhvarf Kvikmyndlr Árni Þórarinsson Bjargi sér hver sem betur getur — Sauve qui peut (la víe) ★★★ Frönsk-svissnesk. Árgerd 1980. Handrit: Anne-Marie Mieville, Jean-CIaude Carriére. Leikstjóri: Jean-Luc Godard. AAalhlutverk: Isabelle Huppert, Jacques Dutr- onc, Nathalie Baye. Godard sneri með þessari mynd aftur til kvikmynda- gerðar eftir langa fjarveru í myndbandabransanum og ger- ir sér lítið fyrir og fjallar beint um þetta afturhvarf. Bjargi sér hver sem betur getur ef tilraun með kvikm- yndina og þau efnisstef sem Godard hefur áður haft á sinni könnu: ástir, togstreita kynja, valdsins og auðsins eins og þetta birtist í samtvinnuðu lífi leikstjórans Pauls Godard (Jacques Dutronc) og þriggja kvenna, eiginkonunnar, sem hann hefur yfirgefið, ástkon- unnar (Nathalie Baye), sem fæst við ritstörf og, sveita- stúlkunnar, sem gerist vændis- kona (Isabelle Huppert) til að halda sjálfstæði sínu. Þetta er þversagnakennd flækja en full af skemmtilegu formrænu sprelli, safaríkum, djarflegum atriðum og drjúg- um ísköldum húmor í bland við örvæntinguna. Yngri syntir vændiskonunnar í fótspor hennar. .Bjargi aér hver hyggst feta í Ólafur Lárusson Kraftur eðlis- ávísunarinnar Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er engin lognmolla í kringum listamanninn Ólaf Lár- usson enda gæti ég best trúað að hann hati kyrrstöðu. Hann er umbúðalaus í list sinni og hik- laus í skoðunum, lætur hvergi þrengja sér út í horn. Vill hafa svigrúm til frjálsra athafna í orði sem á borði. í list sinni er hann í hæsta lagi ágengur, vill helst rífa í fólk og tuska það til, — myndverkin eiga að æpa á skoðendur a.m.k. alla þá er vænta þess að mynd- verk sé einungis fagurt yfir- borðið og sparibúið fólk. Fyrir margt er Ólafur Láruss- on vandaræðabarnið í íslenzkri myndlist, hinn ólmi foli, sem brösulega gengur að temja, sé það þá hægt. En það er nú ein- mitt styrkur hans svo sem sýn- ing sú, er nú er í gangi í Kjarv- alssal á Kjarvalsstöðum, er til vitnis um. Ætli hún sé ekki um margt sterkasta framlag ólafs til íslenzkrar myndlistar til þessa þótt gloppótt sé, og máski einmitt þess vegna. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæ- ddur og það er meira en sagt verður um alla starfsbræður hans. Það skiptir vísast megin- máli að sleppa heilskinnaður frá sýningunni, — þessu mikla og stjórnlausa fyrirtæki, sem svo fáir af hans kynslóð leggja út í í þessu umfangi. Þetta er hressileg sýning, sem er verð allrar athygli og sem vinnur á við hverja nýja heim- sókn. Hún speglar í senn kraft og lífsfuna, sem þó er haldið í skefjum með brögðum listar. Þá er upphengingin í hæsta máta óvenjuleg, fjölþætt og frumleg og mjög í ætt við sjálft mynd- málið. Það má sjá ýmis áhrif frá nýbylgjumálverkinu i myndum Ólafs, enda væri annað óeðlilegt og það er einmitt er honum tekst að beisla þessi áhrif og marka þeim persónulegan far- veg að hann nær mestum árangri. Þessi sýning kom mér skemmtilega á óvart og einkum fyrir það hve sterk artistísk kennd prýðir mörg verkanna, sem er aðal þeirra í ólmum myndræmum pataldri. Dregið saman í hnotskurn þá er safi og vaxtarmagn í þessari sýningu — átök, líf, þor og þróttur. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AO VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.