Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985
Eyjólfur K. Jóns-
son formaður utan-
ríkismálanefndar
EYJÓLFUR Konráö Jónsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, var í
gær endurkjörinn formaður utan-
rikismálanefndar þingsins. Ilarald
ur Ólafsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins, var kosinn varaformað-
ur og Kjartan Jóhannsson, þing-
maður Alþýðuflokksins, var kosinn
ritari nefndarinnar.
Nokkur ágreiningur hefur verið
milli stjórnarflokkanna síðustu
vikur um kjör formanns utan-
ríkismálanefndar. í upphafi kjör-
tímabilsins var ráð fyrir því gert,
að framsóknarmaður skipaði
þetta sæti og var Ólafur heitinn
Kyjólfur Konráð Jónsson
Jóhannesson kjörinn formaður
utanríkismálanefndar en Eyj-
ólfur Konráð Jónsson varafor-
maður. Þegar ólafur féll frá tók
Eyjólfur Konráð við formanns-
störfum um skeið en síðan var
Tómas Árnason kjörinn formaður
nefndarinnar. Þegar Tómas var
skipaður Seðlabankastjóri og vék
af þingi tók Eyjólfur Konráð á
ný við formennsku nefndarinnar
og hefur gegnt því síðan. Hann
hefur stjórnað meirihluta funda
nefndarinnar á þessu kjörtíma-
bili.
Vegna þessa aðdraganda töldu
sjálfstæðismenn eðlilegt, að Eyj-
ólfur Konráð yrði kjörinn formað-
ur nefndarinnar nú, en framsókn-
armenn héldu framan af fast við
að þeirra maður ætti að skipa
þessa stöðu. Að lokum varð sam-
komulag milli stjórnarflokkanna
um að frjáls kosning færi fram
innan nefndarinnar um for-
mennskuna. Féllu atkvæði svo,
að Eyjólfur fékk fjögur atkvæði
en Haraldur eitt. Tveir seðlar
voru auðir.
Samkvæmt heimildum blaðsins
greiddu þrír fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins í nefndinni og Kjartan
Jóhannsson atkvæði með Fyjólfi,
fulltrúi Framsóknarflokksins
greiddi Haraldi atkvæði en full-
trúar Alþýðubandalags og
Kvennalista skiluðu auðu.
Hátt hreykir
Morgunblaðið/Friðþjófur
Amfetamínsmygl:
Fjórði maður-
inn handtekinn
MAÐUR um þrítugt var handtekinn
á miðvikudag grunaður um aðild að
smyglinu á amfetamíni, sem upp
komst fyrir helgi og um helgina.
Fíkniefnadeild lögreglunnar gerði í
gær kröfu um að maðurinn verði
úrskurðaður í viku gæsluvarðhald
og tók dómari við sakadóm í ávana-
og fíkniefnamálum sér frest til að
úrskurða í málinu.
Þrír menn voru handteknir á
fimmtudagskvöldið í síðustu viku
með 220 grömm af amfetamíni.
Þeir voru handteknir eftir að lög-
regla hafði orðið að aka á bifreið
þeirra til að stöðva þá og yfirbuga
þegar þeir veittu mótspyrnu við
handtöku. Á sunnudagskvöldið
fann lögregla svo 300 grömm af
amfetamíni um borð í togaranum
Breka í Vestmannaeyjahöfn. Arn-
ar Jensson, fulltrúi við fíkniefna-
deild lögreglunnar, vildi ekkert
segja um hver meint aðild manns-
ins að smyglinu er.
Landspjöll verða með ýmsum hætti, ýmist af völdum móður náttúru
eða barna hennar, mannfólksins. Hér hefur móðir náttúra ekki átt
annan hlut að máli en að leggja til auðugt malarnám í grennd við
Húsavfk. Hafi rafmagnslínan á þessum staur einhvern tíma verið
í seilingarhæð, er hún það svo sannarlega ekki lengur.
Sameining BUR og Isbjarnarins samþykkt í borgarstjórn:
Hlutabréf í eigu borgarinnar
verða seld eftir sameininguna
HLUTABRÉF Reykjavíkurborgar í
hinu nýja fyrirtæki, sem stofnaö
verður með sameiningu ísbjarnarins
hf. og Bæjarútgerðar Reykjavíkur,
verða seld einstaklingum og fyrír-
tækjum í Reykjavík eftir sameining-
una og þegar endanlegt uppgjör ligg-
ur fyrir. Tillaga Alberts Guðmunds-
sonar þessa efnis var samþykkt með
atkvæðum borgarstjórnarmeirihlut-
ans gegn atkvæðum minnihlutans á
fundi borgarstjórnar í gærkvöldi.
Á fundinum voru samþykkt með
sama atkvæðahlutfaili drög að
samningi milli borgarstjórnar og
ísbjarnarins um stofnun hins nýja
hlutafélags, sem á að eignast og
taka við rekstri frystihúsa, togara
og fleiri eignum BUR og ísbjarnar-
ins. Snarpar umræður urðu um
samningsdrögin á fundinum. Sigur-
jón Pétursson gagnrýndi forsendur
samningsins og pau vinnubrögð,
sem hann sagði hafa verið viðhöfð
í þessu máli. Hann sagði ennfremur,
að 35 milljóna króna mat á eignum
ísbjarnarins á Seltjarnarnesi væri
langt fyrir ofan raunvirði. Meðal
annars mætti benda á, að sumar
matvælageymslur ísbjarnarins þar
væru lokaðar — enda ónýtanlegar.
Davíð Oddsson borgarstjóri sagði
um hreinar rangfærslur að ræða
hjá Sigurjóni, því þegar ísbjörninn
og menntamálaráðuneytið hefðu átt
í viðræðum um kaup ráðuneytisins
á hluta þess húsnæðis, sem um
ræddi, hefðu fasteignasalar metið
þann hluta á 35 milljónir. Taldi
borgarstjóri þetta ljóslega sýna
rökþrot minnihlutans.
væru enn á ný að sýna andúð sína
á ríkisrekstri, sem þeir teldu án
undantekninga óeðlilegan. Guðrún
Jónsdóttir taldi hér á ferð enn eitt
„leiftursóknarafbrigði" borgar-
stjórans, sem bæri keim af „stalín-
ískum" stjórnarstil hans.
f bókun, sem minnihlutafulltrú-
arnir logðu fram, segir m.a. að hér
sé í raun aðeins um að ræða form-
breytingu, þar sem Reykjavíkur-
borg eigi yfirgnæfandi meirihluta í
nýja fyrirtækinu. í bókuninni er
einnig lýst yfir andstoðu við þau
markmið í samningnum, að borgin
hætti að ábyrgjast rekstur fyrir-
tækis í sjávarútvegi og tryggja þar
með örugga atvinnu. „Einkafram-
takið, sem gefist hefur upp á rekstri
útgerðar, er að segja sig til sveitar
og samfélaginu er ætlað að yfirtaka
skuldir þess," segir orðrétt í bókun
minnihlutans.
Borgarstjóri sagði í lok fundarins:
„Þetta er merkur og góður atburður,
sem hér er að gerast. Hann hefði
átt að gerast fyrr en betra er seint
en aldrei."
Gríðarlegt
tjón á Klakki
Veslm»nn»('TJum, 7. nóvemlx'r.
IJÓST er að umtalsvert tjón varð
um borð í skuttogaranum Klakki
fri Vestmannaeyjum þegar skipið
fékk á sig mikinn brotsjó í óveðri í
Norðursjó snemma £ miðvikudags-
morguninn, skv. upplýsingum út-
gerðarinnar hér. Klakkur var þá á
leið til íslands úr söluferð til Bremer-
haven í V-Þýskalandi og sneri aftur
þangað eftir áfallið.
Flestir skipverjanna fljúga heim
til íslands í fyrramálið en gert
verður við skipið í Bremerhaven.
Reiknað er með að viðgerðin taki
15-18 daga. Vitað er, að flestðll
tæki í brú skipsins eru ýmist ónýt
eða verulega skemmd enda fylltist
brúin af sjó þegar brotsjórinn
braut þrjá glugga bakborðsmegin
og sprengdi sér leið út um dyr
stjórnborðsmegin.               Miklar
skemmdir urðu á innréttingu í
brúnni og á stórum kafla skolaðist
hún hreinlega burtu, tréverk og
einangrun, svo skein í bert stálið.
Stjórnborð fyrir spil skipsins
skemmdist einnig. Hnédjúpt vatn
komst í allar ibúðir skipverja og
matsal.
Það þykir hin mesta guðsmildi,
að engin slys urðu á mönnum
þegar þessi ógnarhrammur Ægis
skall á skipinu.
- hkj.
Kristján   Benediktsson
ræðu sinni, að frjálshyggjumaður-
inn Davíð Oddsson og félagar hans
Smiðjuvegsmáiið:
Dæmdur í 17 ára
fangelsi fyrir morð
SIGURÐUR Adolf Frederiksen, tvítug-
ur Kópavogsbúi, var i gær dæmdur í
17 ára fangelsi í Sakadómi Kópavogs
fyrír að hafa orðio Jósef Liljendal ao
bana aðfararnótt 14. mars síðastliðinn.
Dómurinn yfir Sigurði er hinn þyngsti,
sem upp hefur veríð kveðinn hér á
landi síðan 1981 þegar Hæstiréttur
da-mdi mann í 17 ára fangelsi fyrir
að hafa orðið tveimur monnum að
bana í svonefndum Geirfinns- og
Guðmundarmálum. Raunar eru þetta
einu tilvikin bér i landi, sem menn
hafa verið dæmdir í 17 ira fangelsi.
Sigurður var dæmdur fyrir að
hafa orðið Jósef heitnum að bana
með því að slá hann i höfuðið með
járnröri, stinga og leggja eld að
honum þannig að leiddi til dauða.
Almannahætta var talin atafa af
fkveikjunni. Þá var hanii dæmdur
fyrir að hafa kveikt í irib. Boða í
Keflavíkurhöfn sunnudaginn 10.
mars. Með því stefndi hann tveimur
manneskjum í bráða hættu auk þess
sem talsvert tjón varð í eldsvoðan-
um. Auk þess var Sigurður talinn
hafa rofið skilorð dóms frá því í júlí
1984 begar hann var dæmdur í
þriggja mánaða fangelsi.
Brot Sigurðar er talið varða við
211. grein hegningarlaganna, 2. mgr.
164. greinarinnar, sem kveður á um
almannahættu auk minni brota. Með
vísan til 77. greinar hegningarlag-
anna var Sigurður dæmdur í 17 ára
fangelsi, en sú grein kveður á um
þyngingu refsingar. Til frádráttar
refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist
frá 15. mars. ólöf Pétursdóttir, full-
trúi fógeta í Kópavogi, kvað upp
dóminn. Bragi Steinarsson, vararík-
issaksóknari, flutti málið af hálfu
ákæruvaldsins, en verjandi ákæröa
var örn Clausen, hrl.
Kvennalið Alþýðubandalagsins tvístrað:
Bullandi ágreiningur
um varaformannsefni
BULLANDI ágreiningur er kominn upp í kvennaliði Al-
þýðubandalagsins um þad hver verði varaformannsefni
þéirra. Þær Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir
og Adda Bára Sigfúsdóttir, sem allar tilheyra stuðningsliði
Svavars Gestssonar, lýstu því yfir á fundi kvennaliðsins í
fyrrakvöld, að þær myndu ekki styðja Kristínu Á. ólafs-
dóttur, heldur vildu þær að Álfheiður Ingadóttir byði sig
fram til varaformanns.
Heimildir Morgunblaðsins
herma, að þrátt fyrir þetta séu
allar líkur á því, að Kristín Á.
ólafsdóttir bjóði sig fram í
varaformannsembættið, enda
er hún talin njóta mun víð-
tækari stuðnings en Álfheiður
Ingadóttir.
Engin niðurstaða fékkst á
fundi kvennanna í fyrrakvöld
og var ákveðið að þær myndu
hittast á nýjan leik klukkan
08.30 í dag. Leggja konurnar
mikla áherzlu á að reyna að
ná samstöðu um eina konu sem
frambjóðanda þeirra, þar sem
þær telja að ella sé næsta ólík-
legt að kona nái kjöri í þetta
embætti.
Sigríður Stefánsdóttir bæj-
arfulltrúi Alþýðubandalagsins
á Akureyri var um tíma talin
koma til greina, þar sem þeir
Svavar Gestsson, Hjörleifur
Guttormsson og Steingrímur
Sigfússon voru sagðir vilja fá
hana í þetta embætti. Hún er
hins vegar ekki lengur talin
koma til greina, þar sem hún
sækir lítinn sem engan atuðn-
ing til kvennanna á landsfundi
og unga fólksins.
Á landsfundinum í gær-
kvöldi mátti sjá landsfundar-
fulltrúa stinga saman nefjum
á göngum og í skúmaskotum
og var varaformannsmálið
mjög til umræðu. Annað, sem
til tíðinda þótti bera í gær-
kvöldi, var að össur Skarp-
héðinsson ritstjóri Þjóðviljans
vandaði flokksforystunni ekki
kveðjurnar í niðurlagsorðum
ræðu sinnar, er hann flutti
framsöguerindi undir liðnum
JSfý sðkn í atvinnulífinu".
Sagði hann það anzi hart,
þegar flokksforystan réðist á
og reyndi að brjóta niður þá,
sem dirfðust að vera á ððru
máli en flokksforystan og
dirfðust að ræða þau mál opin-
berlega 1 fjölmiftlum eins og
hlyti að gerast á fjölmiðlaöld.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48