Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 B 23 Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Matthías Jochumsson Sigurður Guðmundsson Árni Gíslason. Matthías efaðist ekki um að „prentlist hans og Heilög Ritning/hóf vort nýja frelsisstríð,“ eins og segir í söngljóði hans um Hólastifti árið 1900, en þar kemst hann einnig svo að orði: „Vér stöndum á stöðvum Hóla; hér streymdu frá Guðbrands-skóla/ Guðs ljós, þegar landið svaf...“ Minnugur þessa glæsta menning- arstarfs hins langlffa Hólabiskups, þótti séra Matthíasi tími til kom- inn að lýsa íslenskar bækur á ný, en sú list hafði legið niðri allt frá dögum herra Guðbrands. Og þá þótti honum íslensk útgáfa Frið- þjófssögu verðug þeirrar upphefð- ar að vera fyrsta íslenska bókin í nær tvær og hálfa öld, sem skreytt yrði myndverkum. Engum treysti hann betur til þess en Sigurði Guðmundssyni, sem hann forðum • lýsti svo í bréfi til Steingríms Thorsteinssonar: „Hann er nýr, genial, en hans íþróttir eru hér að dragast upp úr hor. Hann er nú alltaf að róta í antiqvitetum og íþróttasögu okkar, og gengur það fremur seint, því að hann er einu að safna en margar þúsundir að tína.“ Þennan listamann fékk Matthías enn til liðs við sig og fleiri þó, eins og segir í bréfi til Steingríms skálds þann 6. maí 1866: „Þýðingin talar sjálf fyrir sig, en ekki skaltu hlífast við, ef þér sýnist, að finna að því, sem þú vilt, því ef svo kynni að fara að hún seldist (800 exc.) og yrði prentuð aftur, þá gæti ég grætt á því; suma gallana veit ég sjálfur. Ýmsar prentvillur og röng merki hafa skotist inn hjá þeim, sem las prófarkir fyrir mig, þegar ég komst ekki til þess sjálfur. Mynd- irnar þykir þér vona ég vænt um, því þótt þær mættu verða betri er- lendis, þá er það furða hvað þessum Árna hefur tekist f fyrsta sinni (let- urbreyting mín, B.G.); hann er lögregluþjónn bróður þíns, signet- grafari bestur á íslandi (autdidac- tos), skáld mikið af sjálfum sér og vinur minn mikill, að öðru leyti ofan úr sveit, austan undan Heklu, líklega fæddur undir skjáglugga, að minnsta kosti orðið að fara út til þess að fá hugmynd um fegurð. Sigurð okkar þekkir þú og hans handbragð og þekkingu á þvl nor- ræna um fram flesta aðra í því tilliti, líka þekkirðu hans vandræði og pessimisme og máttu trúa að mér gekk seigt að drífa þetta í stand. Síðan í tíð Guðbrands biskups hafa ekki myndir verið prentaðar á íslandi." Myndirnar í Friðþjófssögu eru ekki margar; aðeins tvær. Er önnur lýsingin á titilsíðu og sýnir norræna gunnfána og vopn, en hin er á bls. 25 og er af norrænu víkingaskipi á siglingu. Óneitanlega minnir það ekki síður á rómverska galeiðu, en ekki vantar á það gínandi tjónu eða mikilúðlegt drekahöfuð, sem jafnan prýddi norræn víkingaskip. V Árni Gíslason Ieturgrafari var á líkum aldri og séra Matthías, að- eins tveim árum eldri. Hann fædd- ist árið 1833 og lifði til ársins 1911. Árni var frá Kaldárskoti í Rangár- vallasýslu, sonur Gísla Árnasonar bónda þar og Ingibjargar Jóns- dóttur. Árin 1859 til ’75 var hann lögegluþjónn í Reykjavík og því eftir 1861 undir stjórn Árna Thor- steinssonar bróður Steingríms skálds, sem var land- og bæjarfóg- eti til ársins 1874, er embættinu var skift. Eftir að Árni lögreglu- þjónn hætti að gæta laga og reglu í höfuðborginni stundaði hann að mestu leturgröft. Þótti hann mikill hagleiksmaður og vel hagmæltur eins og séra Matthías gat um í bréfi. Hann var og mjög áhuga- samur um bindindismál. I tuttugu og fimm ára afmælisriti Góð- templara á íslandi, sem út kom 1909, segir að Árni Gíslason sé „með elstu templurum landsins, og hefur unnið mjög mikið fyrir Regluna. ... Árin 1894—96 fór hann regluboðunarferð kringum landið, og vann þá, eins og endra- nær, með þeirri alkunnu lægni og ljúfmennsku, sem honum einum er lagin. Vinsælli starfsmann á Reglan ekki.“ Það fer ekki á milli mála að þessi fyrsti íslenski prent- myndagerðarmaður eftir daga herra Guðbrands, lagði sig allan fram við að gera lýsingarnar við Friðþjófssögu sem best úr garði. Hann hefur án efa hrifist af séra Matthíasi og kveðskap hans og skáldið kunni vel að meta þennan ljóðræna ljúfling og treysti honum til góðra verka. Hin nýja stjórn félagsins ásamt bygginganefnd íþróttahússin. íþróttafélag fatlaðra: Fjáröflun til styrktar byggingu íþróttahúss ÍÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra í Reykja- vík er nú að fara af stað með fjáröfl- un til styrktar byggingu íþróttahúss í Hátúni 12, sem nú er skammt á veg komin. Þetta er mikið og kostnaðarsamt framtak, en nauðsynlegt að slíkri æfingaaðstöðu verði komið á fót. Félagið treystir á samhug og vel- vilja fólks til hjálpar. Tekið verður á móti frjálsum framlögum hjá starfsmanni félagsins, Olafi B. Steinsen, herbergi 310 í dvalar- heimili Sjálfsbjargar Hátúni 12. Einnig hjá formanni félagsins Eddu Bergmann og gjaldkera Vigfúsi Gunnarssyni og að auki er opinn giróreikningur nr. 4480. „Evrópuslagur“ í Höllinni í kvöld 10. nóv. kl. 20.30. Valur Leikur sem allir handboltaunnendur hafa gaman af því Valsmenn ætla í 8 liða úrslit með dyggum stuöningi áhorfenda. -nn attir sem emn •Wws Heiðursgestur: SigurðurHelgason forstjóri Flugleiða. Forsala aögöngumiða í Sportval og Bikarnum laugardag ogíHöllinni fráki. 18.00 sunnudag. GISLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF 81066 Leitió ekki langt ytir skamml Húsafel! A Sportval f v»ó Htammtorg. Simar 14390 4 20090 cÉ> Dikoiinn /f. SPOR TVÖRUVERZLUN SkólavötfSustfg 14 - Sfmi 24520 — mmmm mtmmmmsm mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.