Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 64
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 VERÐ f LAUSASÖLU 40 KR. Birgðir af nauta- kjöti til 7 mánaða — 27% aukning í fram- leiðslu það sem af er verðlagsárinu TÖLUVERÐ birgðasöfn- un hefur orðið í naut- gripakjöti á undanförn- um mánuðum. í byrjun þessa mánaðar voru 1.335 tonn til í birgðum í landinu, 482 tonnum eða 56,6% meira en sama dag í fyrra. Samsvara þessar birgðir nærri 7 mánaða sölu í nautakjöti. Salan undanfarna mánuði hefur verið svipuð og áður, en birgðaaukningin stafar af mikilli aukningu í fram- leiðslu. Það sem af er verðlagsárinu, 1. september til aprílloka, hafa komið út úr slátrun nautgripa 2.397 tonn af nautgripakjöti. Sömu mánuði á síðasta verðlags- ári var framleiðslan 1.888 tonn og er aukningin því 509 tonn eða tæplega 27%. Á þessu sama tíma- bili hefur sala nautakjöts aukist um 125 tonn, úr 1.521 tonni í 1.647 tonn, eða um 8,2%. Undanfarin sex verðlagsár hefur sala á nautgripakjöti verið á bilinu 2.200 til 2.500 tonn. Salan hefur samsvarað 9,29 til 10,85 kg. á mann. Salan var mest verð- lagsárið 1979-80, 10,85 kg á mann, en 1982-83 var hún hlut- fallslega minnst, 9,49 kg á mann. Á síðasta verðlagsári samsvaraði salan 10,2 kg. á hvert mannsbam á landinu. Jesúítaregla býður ríkinu frumrit Nonna Milljarðaverðmæta velgætt Morgunblaðið/RAX Eftirleiðis verður löggæsla allan sólarhringinn á Kjarvalsstöðum á fimmtíu og fimm listaverkum eftir Picasso, sem sýnd verða á Listahátíð. Tveir lögreglumenn voru þegar mættir á vakt þegar verkin voru tekin úr kössunum í gær. Ekki er vanþörf á öflugri gæslu þvi verðmæti málverkanna skipta milljörðum króna að mati kunnugra. Meðal myndanna eru margar heimskunnar myndir sem eru geysilega verðmætar, t.a.m. stúlkumyndin innfellda. Akureyri. ÍSLENSKA ríkinu hafa verið Sveinssonar, Nonna, handskrifuð I Sverrir Hermannsson, mennta- boðin öll frumrit verka Jóns af rithöfundinum og hefur | málaráðherra, fengið samþykkt fyrir því í ríkisstjóminni að hrinda þvi í framkvæmd að leita eftir kaupum á þeim. Um 65% Reykvíkinga vilja Davíð fyrir borgarstíóra TÆPLEGA 65% kjósenda i höfuðborginni, sem afstöðu hafa tekið, telja æskilegt, að Davíð Oddsson verði áfram borgar- stjóri Reykjavíkur að loknum kosningunum á laugardaginn. Er það talsvert fjölmennari hópur en hyggst kjósa Sjálfstæðis- flokkinn í borgarstjóraarkosningunum. 29% kjósenda vilja að einhver annar verði borgarstjóri og 6,4% telja það ekki skipta máU. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar, sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið um síðustu helgi. Könnunin náði til 800 Reykvík- inga á aldrinum 18 til 80 ára. Svarendur voru 615 eða 77%. Könnunin leiðir í ijós, að 54% þeirra, sem hyggjast kjósa Al- þýðuflokkinn í borgarstjómar- kosningunum, vilja að Davíð Oddsson verði áfram borgar- stjóri. Sama sinnis eru 32% kjós- enda Framsóknarflokks, 16% lgósenda Alþýðubandalags og 10% kjósenda Kvennalista. 94% kjósenda Sjálfstæðisflokks telja æskilegt að Davíð verði áfram borgarstjóri. Samkvæmt könnuninni nýtur Davíð Oddsson meiri stuðnings Davíð Oddsson karla en kvenna. 71% karla, sem afstöðu tóku, vilja að hann verði áfram borgarstjóri, en 59% kvenna. Spurt var: „Telurðu það æski- legt, að Davíð Oddsson verði áfram borgarstjóri, eða vildirðu heldur að það yrði einhver ann- ar?“ Af heildinni sögðust 364 (59,2%) vilja Davíð áfram, 163 (26,5%) viidu einhvem annan, 36 (5,9%) sögðu það ekki skipta máli, 15 (2,4%) neituðu að svara og 37 (6,0%) svömðu „veit ekki.“ Athygli vekur, að hlutfall óákveðinna og þeirra, sem neita að svara, er óvenju lágt eða 8,4%. Sverrir upplýsti þetta á fundi hér á Akureyri í gær. Jesúítareglan í Köln í Vestur Þýskalandi hefur frumritin í fórum sínum en það er Haraldur Hannesson hagfræðingur sem bauð ríkinu þau í umboði regl- unnar. „Þetta eru að mínu mati geysileg verðmæti sem við eigum kost á að eignast og ekki kemur annað til greina en að við gerum allt til að eignast þau. Ef Jesúítar verðleggja þessi verðmæti veit ég hins vegar ekki hvemig þetta fer,“ sagði Sverrir í gær en benti á að sér fyndist allt eins líklegt að reglan afsalaði íslenska ríkinu handritun- um. Hann sagðist helst eiga von á því að fulltrúar Jesúítareglunnar kæmu hingað til lands í sumar til að ræða þetta mál. Þess má geta að það eru ekki aðeins frumrit hinna heimsfrægu „Nonnabóka" sem þama er um að ræða heldur öll hans handrit - og þar af leiðandi margt sem aldrei hefur verið gefið út á prenti. Jesúítareglan hefur einnig boðið íslenska ríkinu myndir Colling- woods, bresks málara sem ferðaðist um landið á sínum tíma og málaði. „Þetta eru frummyndir Colling- woods og íslenska ríkið verður líka að eignastþær," sagði Sverrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.