Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 0 Eyjólfur J. Eyfells ÍYfirlitssýning á verkum Eyjólfs J. Eyfells listmál- ara var opnuð á Kjarvals- stöðum í gær, laugardag- inn 4. október. EYJOLFUR J. EYFELLS „Ótvírætt náttúru- barn í list sinni“ Nokkrar mynda Eyjólfs Eyfells sem eru á yfirlitssýningunni á Kjarvalsstöðum Morgunblaðií/Þorkell Eyjólfur J. Ey- fells fæddist í Seljalandsseli undir EyjaQöll- um 6. júní 1886. Foreldr- ar hans voru Jón Sigurðsson bóndi og Guðríð- ur Eyjólfsdóttir og var Eyjólfur einn af átta systkinum. Aðeins 6 vikna gamall fluttist Eyjólfur í Árnessýsluna, að Súluholti í Flóa, þar sem hann átti heima svo til samfellt til tvítugs. Hann stundaði alla almenna sveita- vinnu og sjóróðra á þessum árum. Tvítugur að aldri réð Eyjólfur sig í vinnumennsku til séra Einars Pálssonar í Gaul- verjabæ og var þar í tvö ár. Þar kynntist Eyjólfur Ingibjörgu dóttur Einars sem síðar varð kona hans. Þriggja vikna fermingarund- irbúningur var eina almenna skólaganga Eyjólfs. í viðtali sem Morgunblaðið átti við Eyj- ólf vegna yfírlitssýningar í Casa Nova sem opnuð var í tilefni af 85 ára afmæli hans kemur meðal annars fram að honum fínnist að í raun og veru hafí hann ekkert haft að gera með lengri skólagöngu. Fróðleiks hafí hann aflað sér smám saman með lestri og aukinni lífsreynslu. Eyjólfur segir þó að hann hefði mátt - sér að skað- lausu - fá meiri menntun í málaralist. Eyjólfur hafði gaman af því að teikna strax þegar hann var bam og var farinn að teikna áður en ég kunni að draga til starfs. f byrjun notaði hann ein- göngu blýant, en síðar eignaðist hann liti. Fyrsti liturinn sem Eyjólfur eignaðist var blákrít, sem annars var notuð til þess að Iita fé. Eftir að hafa verið tvö ár sem vinnumaður hjá séra Einari fór Eyjólfur til Reykjavíkur í þeim tilgangi að læra eitthvað í teikn- un. Hann var í þijú ár hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera og fór síðan til Þýskalands og lærði hjá E. 0. Simonsen Cast- elli í Dresden. Eyjólfur sagðist hafa lært mikið hjá þessum tveimur mönnum og þeir hafi báðir verið góðir kennarar. Árið 1921 giftust Eyjólfur og Ingibjörg dóttir séra Einars. Þau eignuðust flögur böm, Ein- ar, Jóhann, Kristínu og Elínu. Eyjólfur og Ingibjörg bjuggu allan sinn búskap að Skóla- vörðustíg 4, þar sem Ingibjörg rak hannyrðaverslun. Eyjólfur sagði eitt sinn að einhver héldi vemdarhendi yfir honum og hafí hjálpað honum ótal sinnum í lífínu á óskiljan- legan hátt og jafnvel bjargað honum úr lífsháska oftar en einu sinni. Hann sagði í áður- nefndu viðtali að hann hafí mikinn áhuga á þesum dulrænu efnum og hafí sótt fíöldan allan af miðilsfundum um ævina. „Stundum hef ég ferðast utan líkama míns á feikilegum hraða um víða veröld". Árið 1914 ákvað Eyjólfur að gera myndlistina að sínu ævi- starfí og á sínum langa starfs- aldri hélt hann margar sýningar á verkum sínum hér á landi. Eyjólfur tók einnig þátt í ijölda samsýninga. Fyrstu sýninguna hélt hann 1919 í KFUM-húsinu í Reykjavík. Eina málverkasýningu hélt Eyjólfur í Brook Street Art Gaílery í London. I blaðagrein frá fímmtudeginum 16. júlí 1936 er þess getið að grein hafi birst í breska listatímarit- inu „Studio" um sýninguna. Þar kom þetta m.a. fram:„Listvinum í London gafst kostur á að sjá dálítið nýtt og sérkennilegt, þar sem var sýning Eyjólfs J. Ey- fells á 40 málverkum frá Is- landi, sem nýlega var haldin í Brook Street Art Gallery. Þessi svölu vötn og láxár, bláu fjöll og undarlegu gnýpur og hamra- tindar, þessir einangruðu bæir, þessi litlu fískiþorp og þessar hamrastrendur búa yfír alvar- legri og jafnvel ógnandi fegurð, sem Eyfells hefír tekist að sýna af dugnaði og skilningi. Hann hefír verið alveg sérstakelga heppinn, þegar hann málar hin undursamlegu ljósáhrif, sem ljá hinu skammvinna norræna sumri alla sýna dýrð“. Listgagnrýnandinn Ian Gord- on ritaði einnig um sýningu Eyfells í „The Observer" í maí 1936. Hann segir að fáir mundu gera sér í hugarlund, að það táknræna landslag sem Leon- ardo da Vinci hafí valið sér sem bakgrunn fyrir Monu Lisu mundi koma fram á nútímalista- verkum. Síðar segir hann: „En áreiðanlega voru margar af landslagsmyndum þeim, er Eyj- ólfur Eyfells sýndi í Brook Street Gallery, sem komu manni til að hugsa að þessi sextándu aldar málari hefði séð ísland í draumi. Samt sem áður málar Eyfells þessar myndir af föður- landi sínu að því er virðist ótruflaður af endurminningum um Leonardo. Með fullum og föstum norrænum pensiltökum málar hann þessar dularfullu auðnir föðurlands síns og með því að forðast ótímabærar áherslur tekst honum að láta þær verka skýrt og lifandi á áhorfanda". Þegar Eyjólfur var 89 ára gamall var haldin yfírlitssýning á verkum hans á Kjarvalsstöð- um. Bragi Ásgeirsson Iistgagn- rýnandi fjallaði um sýninguna í Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. júlí 1975. „Eyjólfur Eyfells er ótvírætt náttúrubam í list sinni, hann málar líkt og honum dettur í hug hveiju sinni, öllum óðháður.“ segir Bragi í grein sinni. „Óháður skólum og stefn- um og lætur sig litlu skipta álit og skoðanir starfsbræðra sinna og sem slíkur hefur hann skap- að sér nokkra sérstöðu. Við getum líklega fyrir sumt skil- grein hann sem natúralista, a.m.k. að því leyti að hann umskapar og stíliserar ekki náttúruna, heldur málar hlutina eins og hann sér þá“ Eyjólfur J. Eyfells er spfítisti og telur sig muna glefsur úr fyrri jarð- vist. Hann telur sig m.a. hafa stigið það skref til þroska að hafa að fullu og öllu skilið við hinn leiða löst mannkynsins ágimdina. Ég veit ekki hvað til er í þessu, en a.m.k. bera mynd- imar á sýningunni þess vott, að höfundiir þeirra er algjörlega laus við hroka og ágimd. Og sem slíkar em þær opnar og ljúfar í viðkynningu". Eyjólfur J. Eyfells listmálari lést í ágúst árið 1979, nítíu og þriggja ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.