Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 43 Birgir Halldórs- son - Minning Birgir Halldórsson söngvari, bú- settur á Þórshöfn, varð bráðkvaddur á heimili sínu þar, þann 7. október sl. í þessum fáu orðum verður ekki rakin ýtarlega lífsferð Birgis né heldur upptalin ætt hans eða fjöl- skylda, til þess vantar nánari kunnáttu. Hinsvegar á þetta að vera fremur kveðja frá nágrönnum og gömlum söngfélögum í Karlakómum Stefni, en hann var söngstjóri þar um ára- bil eftir 1950. Birgir fæddist þann 15. febrúar 1920, en foreldrar hans voru þau hjón Ingibjörg Halldórsson ættuð úr Húnaþingi og Júlíus Hall- dórsson sýslumaður. Þegar Birgir var 8 ára að aldri tók Ingibjörg sig upp og flutti búferlum til Kanada og bjó þar úti í sveit, en að lokinni bamamenntun Birgis tók hún sig enn upp og flutti til New York og settist þar að í þeim tilgangi að geta veitt syninum góða menntun á sviði söng- og leiklistar. í nokkur ár stundaði Birgir söng- og leiklist- arstörf við vaxandi orðstír á Broad- way og víðar, bæði á leiksviði og einnig í kvikmyndum, t.d. Oklahoma. Árið 1946 kemur svo Birgir til Reykjavíkur í boði Tónlistarfélagsins í Reykjavík og heldur hér nokkrar söngskemmtanir en stansar stutt. Hann snýr svo aftur hingað árið eftir til þess að setjast hér að. Þá tók hann þátt í tónlistarlífí Reykjavíkur með því að syngja við ýmis tækifæri, leika í ýmsum upp- færslum og söngleikjum, en tók auk þess að sér að kenna söng og þjálfa kóra bæjarins. Hann ferðaðist einnig um landið, æfði kóra og kenndi radd- beitingu, en þessi lausavinna hentaði honum ekki, enda var hann þá orð- inn ijölskyldumaður. Þá gerðist það að hann og Ólöf Magnúsdóttir, fyrri kona hans, taka sig upp og ílytja í Víðines á Kjalar- nesi með þrjú börn Ólafar frá fyrra hjónabandi hennar. Þar eignuðust þau þrjú böm og em tvö lifandi. Hér hófst nýr þáttur í itfí Birgis, hann var þó enginn viðvaningur í búskap, en við allt aðrar aðstæður vestur í Kanada heldur en hér á landi. Ýmsir spáðu illa fyrir nýja bóndanum í Víðinesi, en hann reynd- ist ekki í vanda með að mjólka sínar 40 kýr og hirða bústofninn vel og rækilega. Víðineshjónin urðu brátt vinsæl í héraðinu og meðal annars tók Birg- ir við stjórn Karlakórsins Stefnis r' janúar 1952 og færðist þá heldur betur líf og kraftur í liðið. Hann heillaði okkur kórmennina með at- orku sinni og dugnaði og tók mannskapinn í endurhæftngu eins og nú er talað um, en mér er til efs að þetta orð haft verið notað á þess- um ámm. Hann tók við kómum, er samæf- ingar vom að hefjast, og okkur til furðu þá æfði hann til hlítar eitt eða tvö lög og okkur leist ekki á blik- una. Hann gaf þá skýringu að nú væri hann að læra á hljóðfærið og hljóðfærið, þ.e. kórinn, að venjast sér, og var það orð að sönnu. Samfara þessu vom menn teknir í raddþjálfun og kennslu og að þess- utn reynslutíma loknum var farið í gegnum allt prógrammið á einu bretti og gekk vel öllum til hinnar mestu furðu. í hönd fór tími sem var erfiður, en um leið lærdómsríkur og skemmtilegur og svo eftirminni- legur að oft er á þetta minnst er gömlu félagamir hittast. Á vori hvetju vom haldnar söng- skemmtanir með ýmsu öðm heima- fengnu efni og dansi á eftir. Stóðu þessar samkomur fram á bjartan dag er menn þurftu að fara að sinna gegningum. Aðsókn að þessum söngskemmtunum var á þann veg að flestir vom fastir áskrifendur og þá kom ekki til mála að aðrir fæm í húsið en þeir sem gátu mætt í samkvæmisklæðnaði og var það í samræmi við þann „elegans" sem söngstjórinn mótaði. Á þessum ámm var því beitt mjög mikið, að einstak- ir kórmenn spreyttu sig á einsöng, dúettum og allskyns tilþrifum sem var nýmæli hjá kómm hér á landi, og ekki var það bráðónýtt er söng- stjórinn tók nokkrar aríur úr heimsfrægum söngleikjum í hléinu. Við Stefnisfélagar minnumst þessa tíma með þökk í huga til Birg- is Halldórssonar sem innleiddi með okkur nýjan stíl og ferskan blæ. Eftir nokkurra ára búskap í Víðinesi gerðist það að íbúðarhúsið brann og allir björguðust út, en aleigan var farin, hljóðfærin, nótumar og allt. Eftir þetta undu þau ekki lengur á þessum stað og fluttu í burtu og ekki kann ég skil á ferli þessara ágætu nágranna úr því, nema að litlu leyti. Nokkm seinna slitu þau Ólöf sam- vistum. Árið 1969 kvæntist Birgir aftur Guðbjörgu Guðmannsdóttur og lifir hún mann sinn. Birgir mun hafa starfað hjá fiska- furðadeild Sambands- ísl. samvinnu- félaga og þá helst í sölumennsku erlendis, t.d. í Afríku, með mjög góðum árangri að því að mér er sagt. Að þessu loknu var hann við störf í Skotlandi hjá skyldfólki og ferðaðist í viðskiptaerindum en síðustu sex árin var hann búsettur á Þórshöfn á Langanesi og ráku þau hjónin greiðasölu þar á staðnum. Guðbjörg var seinni kona Birgis. Vor þau bamlaus. Birgir var þeim sem kynntust honum ógleymanlegur fyrir margra hluta sakir. Hann var hinn mesti þrekmaður og allt lék í höndum hans. Hæftleika fékk hann ríkulega í vöggugjöf hvort heldur var til hug- ar eða handa. Hann var hinn mesti tungumálagarpur enda hafði hann um árabil sungið á tungum stór- þjóðanna. Hann kunni ógrynni af lögum úr öllum áttum, einkum þó á íslensku. Líf hans varð snemma til- breytingaríkt og vinnutíminn óreglu- legur sem vildi loða við hann og þess vegna dreifðust hæfileikar hans og starfsgeta og nýttust honum að sumu leyti illa. Birgir var allra manna glaðastur í viðmóti og það hvemig sem á stóð. Hann var ávallt hlýr og góður við böm og marga þá sem minna máttu sín í lífinu. Hann kunni sig ágæta vel á mannamótum hvetjir sem þar vom mættir, nágrannar hans í sveitinni ellegar höfðingjar og aðalsmenn, hann féll vel að þeim sem hann umgekkst og var allsstaðar hrókur alls fagnaðar. Hann hlaut vinsældir fósturbama sinna og bama, sem nú kveðja hann með þökk og hlýjum huga. Eftirlifandi eiginkonu og öllum aðstandendum er vottuð samúð við fráfall Birgis Halldórssonar. J.M.G. Hinn 7. október síðastliðinn lést vinur minn, Birgir Halldórsson, að heimili sínu aðeins 66 ára gamall. Eg kynntist Birgi fyrir rúmum 17 ámm er hann kvæntist tengdamóð- ur minni. Margt kemur upp í huga eftir svona löng kynni, og minning- amar ryðjast fram. Birgir var mikill gleðimaður og leið honum best þar sem var gleði og glaumur. Fagra söngrödd hafði Birgir og oft tók hann lagið í góðra vina hópi. Þessi glaði og hressi maður hafði einhvem veginn þann straum til bama að þau hændust að honum og var hann alltaf reiðubúinn að leika við þau og leiðbeina þeim. Eitt var það sem maður tók eftir hjá Birgi, að ekki mátti hann heyra neinum hallmælt og alltaf var hann tilbúinn að taka upp málstað lítil- magnans. Mér er líka sérstaklega minnisstætt hversu mikla virðingu hann bar fyrir öllu lifandi. Meðan aðrir veiddu lax eða skutu tjúpu var hann að reyna að bjarga fugli eða flugu. Þetta fannst mér lýsa lífsskoðun hans. Það er að segja að bera virðingu fyrir öllu sem er lifandi. Það kæmi mér ekki á óvart, þegar Birgir er farinn til annars heims, að honum yrði vel fagnað af þeim sem þar ræður ríkjum. Þannig maður var hann. Birgir bjó síðustu árin á Þórshöfn með eigin- konu sinni, þar sem þau ráku Hótel Jórvík. Birgir var mikill tungumála- maður og var unun á að hiusta þegar hann talaði ensku, frönsku og ítölsku. Birgi þótti gaman að ferðast og hafði hann einmitt hugsað sér að takast ferð á hendur nú í haust. En það kom önnur ferð upp á, sem engan grunaði að yrði farin svo skjótt. Guðbjörg mín, ég votta ykkur samúð mína og fjölskyldu minnar. Þið hafíð misst góðan dreng. Það er gott að enda þetta með broti úr vísu eftir Pál Ólafsson. „Haustið er komið og hætt er að gróa hlíðin er bliknuð og grundin er föl frostið er komið, já farið.að snjóa fuglamir vilja ekki eiga hér dvöl.“ Hvíli hann í friði. Stefán Benediktsson og fjölskylda. Tölvusýningin í dag kynnum við _ _ Radíóbúðinni iðl Skipholti 19 \.Opin kl. 9 - 18 i forritið sem getur lækkað t / • . /e t . | PageMaker er ætlað öllum sem auglysinga- og utgatukostnað ^ koma nálægt útgáfustarfsemi, fyrirtækisins um allt að 50% *”*" 1 hvort sem um er að ræða V rithöfúnda, útgefendur, .v I fyrirtæki, blaðafulltrúa og stytt utgafutimann alíka mikið. \ fc=a«l PageMaker er einfalt, en öflugt útgáfu- og umbrotsforrit og fjöldi fyrirtækja hefur tekið það í þjónustu sína. Hagkvæmni forritsins liggur í styttri útgáfutíma og lægri útgáfukostnaði. Ýmsar erlendar auglýsingastofur hafa tekið Macintosh, LaserWriter prentarann og PageMaker fonitið í þjónustu sína, þar má fremst telja auglýsingastofu Ted Bates í Helsingfors sem byggir starfsemi á þessum þrem þáttum. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.