Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 30
r« n> 30 C <TTTr\ A Spor <jfprqr>/^rnM rrTTTAT/TTO aT-a A TCTMTT'' MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 Bíóhöllin: Aliens eftir James Cameron frummyndinni," sagði Cameron í blaðaviðtali. „Ég kýs að líta á hana sem drungalega hasarmynd með hlýjum mannlegum tilfinningum. Núna fáum við í fyrsta sinn að kynnast Ripley almennilega, sagan er sögð frá sjónarhóli hennar og hún lendir aftur í sinni verstu mar- tröð. Aðdáendur fyrri myndarinnar hrifust svo af hinni sjónrænu tækni Ridleys Scott að það hefði ekkert þýtt að ætla að hreyfa mikið við henni. Það sem ég hef reynt að gera aftur á móti er að taka ákveðna þætti úr lífskerfi hinna ókunnu og hræðilegu geimvera sem vöktu áhuga minn og búa til nýjan vísindaskáldskap með Ripley í aðalhlutverki. Annað sem ég hef mikinn áhuga á er spurningin um heri framtí- ðarinnar. Ekki eins og þeir birtast í myndum á borð við Star Wars þar sem eru keisaralegar storm- sveitir hlaupandi um í stórkostleg- um búningum, heldur grunnþátt- unum, hinum óbrotna hermanni, sem ekkert hefur breyst frá tímum Rómverja til Napóleons, til seinni heimsstyrjaldarinnar, til Víetnam. Þetta er meiriháttar bardagamynd. Ég hef gaman af að búa til hraða og spennu og í Aliens er nóg af hryllum og tryllum." Ridley Scott kom hvergi nálægt gerð Aliens („það spurði mig eng- inn") þótt andi hans svífi yfir myndinni en bandaríska leikkonan Sigourney Weaver endurtekur hlutverk sitt sem Ripley. „Ein meg- inástæðan fyrir því að ég ákvað að taka þátt í gerð framhalds- myndarinnar var sú að mig langaði til að komast að því hvernig faeri fyrir Ripley," sagði hún í viötali. „Ég vildi ekki sjá að gera framhald nema okkur öllum fyndist við hafa eitthvað nýtt fram að færa. Þetta er mun meiri hasarmynd en sú fyrri en ég vona líka að hún sé persónulegri. Ég held að það eigi margir eftir að fara og sjá hana. Ég held þeir komi mest af forvitni, til að sjá hvað gerist." Laugardagsmorguninn 9. ágúst 1969 var framið fjöldamorð í hús- inu. Sharon var stungin sextán sinnum, vinur hennar Jay Sebrin var einnig stunginn til bana, vinir Polanskis, þeir Voyteck Frykowski og Abigail Folger fundust myrt í sundlauginni, sundurtætt af byssukúlum og hnífsstungum, og 18 ára dyravörður hússins fannst skotinn til bana í bifreið sinni. Morðin vöktu óhugnað um heim allan, Polanski sneri vestur niður- brotinn maður. Morðingjarnir fundust ekki strax, svo almenning- ur í Bandaríkjunum taldi að þetta væri bara gott á Polanski, hann væri hvort eð er allur í göldrum og kukli í kvikmyndum sínum. Sharon Tate var glæsileg kona og gáfuð, og þótti efnileg leikkona. Hún fæddist 1942 og stefndi alla tíð á tindinn. Hún vann fegurðar- keppnir á unglingsárum en aðeins sautján ára varð hún fyrir reynslu sem hafði mikil sálræn áhrif á hana, henni var nauðgað. En Shar- on hélt ótrauð áfram inn í kvik- myndaheiminn þrátt fyrir andstöðu föður síns og feröaðist til vestur- strandarinnar. Það var árið 1966 sem hún fékk sitt fyrsta alvarlega kvikmyndahlutverk, en ári síðar vildu forráðamenn Filmways, en Sharon var á samningi hjá þeim, að hún léki aðalhlutverkið í The Dance of the Wampires, myndinni sem Roman Polanski ætlaði að gera fyrir Filmways. Polanski var þá nýbúinn að skapa sér nafn sem kvikmynda- skáld í Evrópu. Hann hafði ákveðna leikkonu í huga en neydd- ist til að láta Sharon fá rulluna. Myndin var tekin á Ítalíu 1967. Fer SHARON TATE Sigourney Weaver og litia stúlkan Carrie Henn á flótta í Aliens. Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski dvaldi í Englandi sumar- iö 1969 og beið þess að kona hans, leikkonan Sharon Tate, yrði léttari. Sharon vann að biómynd um þær mundir en tók sór hvild þar sem hún var kominn rúma átta mánuði á leið. Hún dvaldi ásamt nokkrum kunningjum í nýja húsinu, sem þau hjónin keyptu af hljómplötuframleiðandanum Terry Melcher, sem skömmu áð- ur hafði neitað að gefa út plötu með Charles Manson. engum sögum af kynnum þeirra fyrr en tilkynnt er í janúar 1968 að þau ætli að ganga í það heil- aga. Sem og þau gerðu með miklum glæsibrag. Þeir sem vel þekktu Sharon vissu að þrátt fyrir allar þær vonir sem hún gerði sér um frægð og frama var aðalmark- mið hennar að eignast fjölskyldu. Skömmu eftir giftinguna fluttu þau í fyrrnefnt hús sem þau keyptu af Terry Melcher, syni Doris Day. Margir héldu því fram, eftir morð- in, að Manson hafi reiðstTerry svo ógurlega fyrir að vilja ekki gefa út plötu með honum að hann hafi ákveðið að slátra fjölskyldu Melch- ers, en Manson hafi ekki frétt af eigendaskiptunum. Sú tilgáta get- ur verið jafnrétt og hinar allar sem fram komu, en Manson og klíka hans voru handtekin og dæmd í ævilangt fangelsi. Roman Polanski varð aldrei samur maður eftir. Tíu árum eftir dauða Sharon Tate lauk Polanski við kvikmyndina Tess, og tileinkaði hana minningu hennar. Tess of the d Urbervilles eftir breska rithöf- undinn Thomas Hardy var uppá- haldsskáldsaga Sharon Tate og það var einmitt hún sem benti Polanski á bókina. James Cameron (með myndavél i miðið) undirbýr töku. „Nýja myndin er útvíkkun á Árið 1979 var geimhrylli Ridleys Scott, Alien, dreift um heimsbyggðina, kvikmyndahúsagestum til gleði- blandinnar hrellingar. Myndin varð „smellur" áður en menn vissu af og náði á lista yfir fimmtíu mestsóttu kvikmyndir sögunnar (þ.e. aldarinnar). Það tók sex ár að koma framhaldsmyndinni á filmu en nú er hún hér og verður frumsýnd í Bíóhöllinni í næstu viku. Svo þið skulið bara halda vel um poppið og búa ykkur undir að loka augunum þegar skrímslið birtist. Kvikmyndaferill Camerons er stuttur; hann var leikmyndahönn- uður Battle Beyond the Stars, sá um tæknibrellur Planet of Horrors og Escape from New York eftir John Carpenter, var leikmynda- hönnuður og aðstoðarleikstjóri Piranha II og svo voru Rambo og The Terminator með vöðvabuntinu Arnold Schwarzenegger í titilhlut- verkinu. Aliens heitir myndin og leikstjóri hennar er James Cameron, annar af höfundum Rambo, First Blood Part II og leikstjóri og handrits- höfundur The Terminator. í Aliens er tekinn upp þráðurinn 57 árum eftir að fyrri myndinni lauk þegar geimfarinn Ripley (Sigourney Weaver) vaknar eftir dásvefn og er þá kominn undir manna hendur eftir að hafa svifið um geiminn í öll þessi ár í Narcissus, björgunar- skipi Nostromos. Það hefur ýmis- legt breyst þessa rúmu hálfu öld sem geimþyrnirósin hefur sofið af sér og hún reynir að sannfæra menn um að til sé hræöileg plán- eta langt, langt í burtu sem hafi að geyma undarlegt geimskip, sem fullt sé af eggjum hryllilegra skrímsla. Best sé að varast þann stað til eilífðar. En það er um sein- an. Ripley kemst að því að á meðan hún svaf hafi þessi pláneta fund- ist, hún fengið heitið Acheron og þangað verið sendir verkfræðingar og fjölskyldur þeirra til könnunar- starfa. Svo nú veröur Ripley að gjöra svo vel að snúa aftur og fást enn einu sinni við hinar óhuggu- legu geimverur. Kvikmyndarétturinn að fram- haldsmynd Alien var í höndum hinna upprunalegu framleiðenda, Gordons Carroll, Davids Giler og Walters Hill ásamt 20th Century Fox. Árið 1984 höfðu Giler og Hill áhuga á að gera geimmyndaútgáfu af Spartacus, komust yfir handrit Camerons aðTheTerminator, leist vel á og buðu honum að leikstýra Spartacus. Cameron afþakkaði pent. Þegar svo The Terminator varð ægivinsæl urðu þeir enn ákaf- ari í að vinna með Cameron og minnstust á að hann mætti jafnvel leikstýra fyrir þá framhaldinu af Alien (einni af uppáhaldsmyndum Camerons). Þá sló hann loksins til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.