Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 36. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987
iN*f$t!iiÞ(afeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Framkvæmd vaxta-
frelsis lögf est
AAlþingi er nú til meðferðar
frumvarp       Matthíasar
Bjarnasonar, viðskiptaráðherra,
til vaxtalaga. Frumvarpið á rætur
að rekja til dóms Hæstaréttar
hinn 19. desember síðastliðinn í
svonefndu okurmáli. í greinar-
gerð frumvarpsins segir meðal
annars: „í kjölfar þeirrar hröðu
þróunar, sem átt hefur sér stað
í vaxtamálum og bankalöggjöf
síðan um mitt ár 1984, er mikil-
vægt að renna nýjum stoðum
undir réttarreglur um vexti, end-
urnýja sumt miðað við breyttar
aðstæður, lögfesta aijnað, sem
hefð er komin á, og loks að bæta
við nýjum ákvæðum í því skyni
að bæta þjónustu við almenning,
auka aðhald í lánsviðskiptum og
treysta réttaröryggi manna gegn
misnotkun hins nyfengna samn-
ingafrelsis um vaxtakjör."
Náist þau markmið, sem lýst
er í hinum tilvitnuðu orðum, með
því að lögfesta frumvarp við-
skiptaráðherra er merkum
áfanga náð. Ekki var við því að
búast að frelsi í vaxtamálum
kæmist á hérlendis frekar en
annars staðar án vaxtarverkja. í
þessu efni eins og öðrum er mesta
hættan sú, að menn kunni ekki
með frelsið að fara, komið verði
óorði á það með ósæmilegum
hætti og það verði síðan vatn á
myllu þeirra, sem telja allt og
alla best komna undir forsjá ríkis-
ins og misviturra stjórnarherra.
í frumvarpinu er byggt á því,
að ákvarðanir um vexti séu
hvorki teknar af ríkisstjórninni
né öðrum stjórnvöldum. Almennir
vextir (samningsvextir) eru
frjálsir samkvæmt frumvarpinu
að því Ieyti, eins segir í greinar-
gerð þess, að almennt má semja
um vaxtahæð og önnur vaxta-
kjör, en farin er sú millileið til
verndar lántakendum að tak-
marka frelsið við ákveðið vaxta-
mark, ef frelsið er misnotað.
Misneyting er í því fólgin, að
hagnýta sér á óréttmætan hátt
fjárþröng viðsemjanda síns eða
aðstöðumun þeirra að öðru leyti.
Þetta atferli þarf að beinast að
því að áskilja sér vexti eða annað
endurgjald fyrir lánveitingu um-
fram gildandi vaxtamörk
sambærilegra útlánsvaxta hjá
bönkum og sparisjóðum. Til að
almenningur, viðskiptalíf og
dómstólar hafi öruggar og að-
gengilegar upplýsingar um
vaxtakjör innlánsstofhana á föst-
um og reglulegum tímum, er
viðskiptabönkum og sparisjóðum
gert skylt að tilkynna Seðlabanka
vaxtakjör og Seðlabankinn á
birta mánaðarlega tilkynningu í
Lögbirtingablaði öll almenn
vaxtakjör þessara aðila.
Þessi stutta lýsing á efni frum-
varpsins sýnir, að það er lagt á
herðar einstaklinga og fyrirtækja
í viðskiptalífi að semja um vexti.
Hámark þeirra er ekki ákveðið
með lögum. Það er ekki hæð
vaxta í sjálfu sér, sem ræður
því, hvort þeir eru ólögmætir,
heldur aðstæður í samskiptum
aðila.
Hér á landi hefur sú skipan
gilt um árabil, að ríkið hefur
haft forsjá í vaxtamálum. Það
kemur alls ekki á óvart, að marg-
ir vilji óbreytt ástand í þessum
efnum eins og öðrum. Þegar
ákvarðanir voru teknar um af-
nám verðlagshafta töldu ríkis-
forsjársinnar, að verðbólga færi
úr böndum. Þegar ákvarðanir
voru teknar um afnám gjaldeyris-
hafta, töldu ríkisforsjársinnar, að
öllum gjaldeyri yrði eytt á svip-
stundu. Nú þorir enginn að tala
fyrir upptöku verðlagshafta og
gjaldeyrishafta. Morgunblaðið er
þeirrar skoðunar, að hið sama
verði uppi á teningnum í afstöð-
unni til vaxtahafta.
Endurreisn
í Reykholti
Aform eru uppi um endurreisn
í Reykholti. Það er ekki
vansalaust, að þessi sögufrægi
staður sé ekki byggður í sam-
ræmi við þann merkilega sess,
sem hann skipar í þjóðarsögunni.
Nú er ætlunin að reisa þar nýja
kirkju og Snorrastofu. Ber að
fagna þessu frumkvæði heima-
manna og ætti öll þjóðin að leggja
þeim lið við framkvæmdina.
Menntamálráðherra hefur falið
sérstakri nefnd að fjalla um mál-
efni Reykholtsstaðar en þar hefur
verið starfræktur skóli og er nú
þannig komið, að skólahúsið, sem
veitir staðnum sterkan svip, er í
niðurníðslu og raunar stór-
skemmt. Er nú unnið að því af
embætti húsameistara ríkisins að
semja áætlun um viðgerðir er
miða að því að koma skólahúsinu
í upprunalegt horf. Hér þarf að
standa stórmannlega að verki.
Sverrir        Hermannsson,
menntamálaráðherra, segir, að
hann vilji, að í framtíðinni verði
Snorrasetur í Reykholti og að
skólanum verði breytt í endur-
menntunarskóla fyrir kennara.
Falla þessar skoðanir ráðherrans
saman við hugmyndir nefndar-
innar, sem starfar undir for-
mennsku Haralds Blöndal,
hæstaréttarlögmnanns. Færi veí
á því að nýta skólahúsið í Reyk-
holti með þessum hætti og er
æskilegt, að sem fyrst verði tekið
af skarið um þetta mál með góðri
samstöðu þeirra, sem hlut eiga
að því.
Óstaðsettir í Reykjavík 0,3%
Mannfjöldi
í Reykjavík
1. des. 1986
Hlutfall 1986
eftir hverfum
Mannfjöldi með lögheimili
Reykjavík
Vesturbær
Austurbær
Norðurbœr
Suðurbær
Árbœr
Breiðholt
1680
83.449
12.540
16.218
13.979
14.530
3.959
22.010
1986
91.394
14.293
16.502
13.270
14.575
8.068
24.409
Karlar
44.270
6.760
7.877
6.288
7.058
4.057
12.355
Konur
47.124
7.348
8.625
6.982
7.517
4.011
15.940
Aldursskipting,%	
0-4   7-18   19-66   67ára íra    dra     ára   ogotdri	
11     18 11     14	60   11 60   15
9    11	61   20
9    14	60   18
8   16	65   11
16   23	58    3
13   25
58
íbúum í Reykjavík fjölgaði
um tæp 8 þúsund frá 1980
Hagstofa íslands hefur sent
frá sér skýrslu um íbúafjölda
í Reykjavík og er götum rað-
að eftir hverfum. Þar kemur
fram að íbúum hefur fjölgað
úr 83.449 árið 1980 í 91.394
árið 1886. Sýnd er hlutfalls-
leg skipting íbúana í fjóra
aldursflokka. Miðað er við
aldur í árslok 1986 og eru því
71% íbúanna á kosningaraldri
árið 1987.
Norræn nýhst-
ars jrning á
Christianshavn
JónshÚHÍ, Kaupmannahöfn.
NOKKUR hundruð manns voru saman komin í nýinnréttuðu sýninga-
húsi danska menningarmálaráðuneytisins á Christianshavn 23. janúar
sl. Þar var verið að opna með viðhöfn fyrstu sýninguna í sölum
þessum, sem eru í gömlu húsi við síkið, Overgaden neden Vandet,
ská á móti Bröstegarðinum, þar sem bjartsýnisverðlaunin þekktu
eru afhent árlega. Var Overgaden, Kulturministeriets Udstillings-
bygning for Nutidig Kunst, eins og húsnæðið heitir, vigð í nóvember
sl., þótt ekki væri sett upp sýning þá.
Overgaden er rúmlega aldargam-   verkum mínum koma af innri þörf,
alt hús og var þar prentsmiðja hin
síðari ár, en áður veitingastaður
eins og flísalagt gólfið ber vott um.
Rúmgóðir salirnir eru á tveim hæð-
um. Var norrænu listamönnunum
fjórum, sem verða þess heiðurs að-
njótandi að sýna þarna fyrst manna,
boðið að sýna, en sýninguna styrk-
ir Norræni menningarsjóðurinn og
afmælissjóður danska þjóðbankans.
Ætlunin er, að listamenn sæki síðan
um að fá að sýna í Overgaden og
hefur verið stofnuð nefnd þriggja
myndlistarmanna til að stjórna sýn-
ingarhaldi þar í samráði við
menningarmálaráðuneytið.
Listakonurnar fjórar eru raunar
ekki sín frá hvoru Norðurlandanna,
þrjár þeirra eru danskar, en þar af
ein búsett í Noregi, Elsebeth Rahlff,
en hinar heita Annette Haldensen
og Anne Vilsböll. En ísland á þarna
sinn verðuga fulltrúa, Rögnu Ró-
bertsdóttur, sem sýnir 8 verk sín
ónafngreind, unnin úr manilla reipi
og steinplötum. Veglega sýningar-
skrána prýða rhargar myndir af
listaverkunum og þar lýsir Grethe
Grathwol verkunum og listamönn-
unum. Þær segja líka sjálfar frá í
skránni og ritar Ragna meðal ann-
ars á þessa leið: „Ég skapa ekki til
að útskýra neitt.  Ástæður fyrir
sem ég get ekki skilgreint. Verk
mín eru fremur trúarlegs eðlis en
pólitísk."
Ragna er rúmlega fertugur
Reykvíkingur, sem stundaði nám
við Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands í 6 ár og lauk námi 1970.
Árið á eftir lærði hún við Konstfack
í Stokkhólmi. Hún hefur kennt við
textíldeild Myndlistaskólans, verið
teiknikennari og í dómnefndum og
tekið þátt í fjölda samsýninga víða
um lönd frá 1975. Má þar nefna
sýninguna á Scandinavia To-day
víða í Bandaríkjunum, Form Island
á Norðurlöndum 1984-85, 12. al-
þjóðlega „biennalinn" í textíl í
Lausanne og víðar 1985 og '86,
alþjóðlega „biennalinn" í smærri
textíl í Ungverjalandi 1986. Einka-
sýningu hélt Ragna Róbertsdóttir í
mars í fyrra í Nýlistasafninu í
Reykjavík.
Elsebeth Rahlff á heima í Berg-
en, en stundaði listnám í textfl og
grafík í Kaupmannahöfh og París.
Hún vinnur listaverk sín í bómull
og hafa flögginn hennar vakið at-
hygli víða um Evrópu. Fyrstu
sýningarnar, sem hún tók þátt í
voru 1963 í París og Lubljana í
Júgóslavíu. Frá 1970 hafa flögg
Verk eftir Elsebeth Rahlff: Fánar.
Verk eftir Rögnu Róbertsdóttur, ói
verið aðalviðfangsefni hennar og
mæta þau auganu á sýningunni
strax fyrir utan Overgaden, tvö
svört og eitt hvítt. Mótiv er kross-
fáninn, en götin gerir hún með
sýruaðferð og skolun. Sérstæð lista-
verk með hrífandi blæ.
Annette Holdensen er fædd 1934
og býr í Odense. Hún lærði við
skóla í Danmörku og Bandaríkjun-
um og sýnir hér eingöngu verk
unnin úr basti. Heilan skóg af
mannhæðarháum körfum af
margvíslegri lögun. Annette á lista-
verk í 5 söfnum og hefur haldið
margar sýningar, einkum á Norð-
urlöndum, þ.á.m. í Norræna húsinu
í Reykjavík.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56