Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 Graphica Atlantica Júní eftir UUa Rantanen. Já og tvöfalt nei (63 elskhugar) eftir Jacek Sroka. Líklegast eiga Bretar þekktasta Myndiist Valtýr Pétursson Mikil grafísk veisla er haldin á Kjarvalsstöðum þessa dagana. Þar er grafík beggja vegna Atlantsála á boðstólum í orðsins fyllstu merk- ingu. Það fer ekki milli mála, að veisluborðið er nokkuð ofhlaðið. Sumt af því er þama er til sýnis hefði mátt missa sig að meinalausu, og heildin batnað að mun, fengið sterkari svip og minni meðal- mennsku orðið vart. Sem sagt, umfang þessarar sýningar er frem- ur ókostur en vinningur fýrir það stórmerka framtak, sem hér er á ferð. Val verka hefði getað verið betra, en eins og allir vita er auð- velt að vera vitur eftir á. Félagið íslensk grafík og Menn- ingarmálanefnd Reykjavíkur hafa haft forgöngu um að koma þessari sýningu á laggimar og hafa staðið myndarlega að verki. Veitt þrenn vegleg verðlaun fyrir bestu verkin á sýningunni, og ef ég veit rétt, hefur slíkt ekki gerst áður jafn ríku- lega, en einhver verðlaun hafa verið veitt áður á sýningum ungra lista- manna. Við, sem búin erum að fást við myndlist seinustu flömtíu árin eða svo hér í borg, hefðum ekki haft hugmyndaflug til að láta okkur datta það í hug á okkar sokka- bandsámm, að til þessa kæmi. Svona hefur nú hlutunum farið fram í okkar litla þjóðfélagi, þrátt fyrir allt. En eitt megum við vel muna: sýning sem þessi hefði ekki verið möguleg, ef Kjarvalsstaða hefði ekki notið við, en nú em ein fjórtán ár síðan það hús var tekið í notkun. Báðir þeir aðlar, sem að þessari sýningu standa, eiga miklar þakkir skilið fyrir að stuðlp. hér að alþjóðlegum listviðburði, sem gerir samanburð mögulegan fyrir heima- fólk og sýnir okkur, hvað er að gerast á þessu sviði beggja vegna Atlantshafs, þar sem land okkar liggur milli tveggja álfa, og spannar þessi sýning þær báðar að ein- hveiju leyti. Allir veggir em nýttir á Kjarvals- stöðum, salir og gangar og umfang sýningarinnar eftir því. Það er því mikil vinna að skoða að einhveiju ráði það, sem á boðstólum er, og því verður ekki neitað, að margur maðurinn mun fá meira en hann getur melt í bili sem þar trónar á veggjum. Þama er að fínna margan góðan hlutinn, en eins og jafnan á sýningum af þessu tagi, em verkin úr ýmsum áttum, æði ólík og mis- jöfn. Sú fullyrðing sumra, að öll grafík sé mótuð í sama farveg, af- sannast hér, og víða má finna séreinkenni hvers lands, ef vel er að gáð. Tækni er einnig nokkuð misjöfn, stíltegundir margar og sumar hverjar mjög íjörlegar, aðrar mildari og settlegri og enn aðrar í anda nútíma akademíu, þar sem farið er eftir einni og sömu upp- skrift og unnið í líkum stíl beggja vegna Atlantshafsins. Sýning sem þessi gefur tilveru okkar við Sundin meiri og merkilegri svip, sem von- andi á framtíð fyrir sér í þessari litlu, en vaxandi borg. Um eitt hundrað listamenn frá tuttugu og fjómm þjóðum eiga verk á þessari grafísku messu. Samtímis sýningarhaldinu var hér efnt til ráðstefnu grafíkera, þar sem menn réðu ráðum sínu, og án efa hefur það verið fróðlegt fyrir fólk að hitt- ast og ánægjulegt að stofna til kunningsskapar, en það er önnur saga og á ekki heima í þessum Nafnlaus eftir Palle Nielsen. línum. Flest em verkin á þessari sýningu frá íslandi og Bandaríkjun- um, og sýna sautján listamenn frá Bandaríkjunum og átján frá ís- landi, en frá sumum hinna ríkjanna aðeins einn frá hveiju landi. Það er ógemingur að tíunda hvert verk á þessari stóm sýningu, en ég vil þó benda á einstaka listamenn, sem vakið hafa sérstaka athygli mína. Verði skrifið of ítarlegt, les það enginn, það er mín reynsla eftir margra ára skrif um slíka hluti. Vegleg sýningarskrá fylgir sýn- ingu þessari og þegar henni er flett, staldra ég við Darin Broker frá Bandaríkjunum með afar sterka teikningu í verkum sínum og Karen Kunc, sem hlaut fyrstu verðlaun. grafíklistamanninn á þessan sýn- ingu, S.W. Hayter, sem á þama úrvalsverk. Daninn Palle Nielsen vekur aðdáun með ágætum verkum. Finninn Ulla Rantanen er að mínu mati í sérflokki. Franski málarinn Messatier brillérar, eins og sagt er á slæmu máli. Riccardo Licata er góður fulltrúi Ítalíu. Júgóslavinn Boris Jesih er afar viðkvæmur í verkum sínum. Kanadamenn mæta með sterkt lið til leiks. Af Norð- mönnum er það Yngvi Næsheim, sem vekur mestu eftirtekt. Jacek Sroka er fremstur landa sinna, Pól- veija, enda með þriðju verðlaun á þessari sýningu. Rosa Tarmella er afar spönsk í einföldum verkum 265 STORVENNINGAR Við látum vinningshafa vita. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA HEFÓR AF STÓRHUG SYRKT ÞETTA HAFTORÆTTI KREDITKORTAÞJÓNUSTA * L.H.S LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA Opið til Id. 19£K) í happdrættisbíl í Austurstræti og til kl. 22:00 á Snorrabraut 60.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.