Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 ptotgiisitMii&ife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Augiýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Beðið eftir sögu- legri niðurstöðu ess er eindregið vænst, að niðurstöður ráðherrafund- ar Atlantshafsbandalagsins, sem lýkur hér í Reylqavík í dag verði á þann veg, að pólitískum hindrunum á leiðinni til sam- komulags milli Bandaríkja- manna og Sovétmanna um að fjarlægja meðaldrægar og skammdrægar eldflaugar frá Evrópu verði rutt úr vegi. Frá því hefur verið skýrt, að Ron- ald Reagan, Bandaríkjaforseti, ætli að ávarpa bandarísku þjóð- ina á mánudagskvöld og skýra henni frá ályktunum fundarins hér í Reylqavík og Feneyja- fundarins fyrr í vikunni. Fer ekki á milli mála, að Banda- ríkjamenn búa sig undir loka- lotuna í samningunum við Sovétmenn um Evrópueld- flaugamar. Aður en frá þeim samningn- um verður formlega gengið er mikið starf eftir ekki síst að því er varðar ákvæði um eftir- lit. Einnig er ljóst, að ekki em öll aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins jafn sátt við þá niðurstöðu, sem er í augsýn. Þess vegna verður áfram unnið að því á stjómmálasviðinu að samræma sjónarmiðin. Frá því að þeir hittust hér í Reykjavík Reagan og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, hafa ríkisstjómir NATO-landanna verið að átta sig á hinum sögulegu hug- myndum um fækkun kjam- orkuvopna, sem hreyft var á fundinum í Höfða. Ríkisstjóm- imar hafa hvergi hvikað. Á hinn bóginn féll Gorbachev frá því skilyrði, að ekki yrði um neina fækkun á Iqamorkuvopn- um samið nema þrengt yrði að geimvamaáætlun Bandaríkja- manna. Eftir það komust viðræður um „núll-lausnina“ að tillögu Reagans á nýjan skrið. Áður en ákvörðunin um bandarísku Evrópueldflaugam- ar var tekin af utanríkisráð- herrum Atlantshafsbandalags- ins í desember 1979, var rætt um það, hvort ætti heldur að koma eldflaugunum fyrir á landi eða sjó. Niðurstaðan varð sú, að þær skyldu settar upp í fímm Vestur-Evrópulöndum. Töldu menn það hafa meira pólitískt gildi en hafa þær fald- ar í kafbátum. Nú þegar rætt er um brottflutning eldflaug- anna verður þess vart, einkum í málflutningi þeirra, sem alltaf leggja sig fram um að ala á tortryggni í garð Atlantshafs- bandalagsins og telja vamar- viðbúnað þess jafnvel hættulegri en sóknarvopn Sov- étmanna, að ætlunin sé að fjölga kjamorkuvopnum í höf- unum og ekki síst í nágrenni íslands. Um hinn væntanlega samn- ing um Evrópueldflaugamar er rætt sem söguleg þáttaskil vegna þess, að þá yrði í fyrsta sinn samið um fækkun kjam- orkuvopna. Hafa talsmenn Atlantshafsbandalagsins og ut- anríkisráðherrar bandalags- þjóðanna lagt ríka áherslu á þessa staðreynd, meðal annars í greinum hér í Morgunblaðinu á miðvikudaginn. Þau stóru orð yrðu að engu, ef Evrópueld- flaugamar yrðu einungis flutt- ar af landi út á höfín, enda stendur það alls ekki til. Er tímabært, að fulltrúar hræðsluáróðursins um þetta efiii hér á landi átti sig á þess- ari einföldu staðreynd. Hitt er ljóst, að Atlantshafsbandalagið ætlar ekki að hverfa frá þeirri vamarstefnu, sem byggist á fælingarmætti kjamorku- vopna. Eftir því sem þessum vopnum fækkar á landi þeim mun mikilvægari verða hin, sem eftir eru í höfunum. Þingmenn Alþýðubanda- lagsins og Þjóðviljinn segja, að nú verði að mótmæla kröftug- lega innan Atlantshafsbanda- lagsins „hugmyndum um frekari vígbúnað í höfunum". Þingmennimir og málgagn þeirra ættu að líta sér nær en til Atlantshafsbandalagsins. Ekkert lát hefur verið á flota- útþenslu Sovétmanna undan- farin ár og misseri. Þrátt fyrir fögur orð um frið og afvopnun fjölgar sovéskum kafbátum jafnt og þétt. Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, hefur sagt hér í blaðinu, að í hugum manna sé nafn Reykjavíkur óijúfanlega tengt einhveijum merkustu stjómmálaviðburðum í sögu eftirstríðsáranna. í því efni vísaði hann til leiðtogafundar- ins síðastliðið haust. Á fundi sínum hér í Reykjavík að þessu sinni geta utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins á fundum sínum undir stjóm Carringtons lávarðar gert um- mæli hans hér í blaðinu að áhrínisorðum og jafnframt bætt merkum kafla við sögu Atlantshafsbandalagsins. UTANRÍKISRÁÐHERRAFUNDUR ATLANTSHAFSBANDAL. Frá setningu fundar utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins í Háskólabíói í gærmorgun. Það er M á hægri og vinstri hönd sitja aðrir utanríkisráðherrar NATO-rflqanna að Giulio Andreotti, utanrikisráðhe ingtons lvararðar, framkvæmdastj óra NATO, og Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra. CARRINGTON LÁVARÐUR, framkvæmdastjóri NATO, við setningu ráðherrafundaríns í gæi Atburðarásin má ekk undan öryggishagsm Reykjavík er sannariega kjörinn vett- vangur fyrir vorfundi okkar. í því sambandi þarf ekki að rifja upp mikil- vægi legu íslands og framlag þess til vama NATO. Meðal grundvallarat- riða í vömum Atlantshafsbandalags- ins er að tryggja öryggi svæðisins milli Grænlands, íslands og Bretlands og halda norðurflota Sovétríkjanna í skefjum á svæðinu milli Grænlands, íslands og Noregs. Við getum líka leitt hugann að því að Reykjavík var vettvangur fundar leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna fyrir átta mánuðum. Og sagan gefur til kynna að NATO-fundir á Islandi hneigjist til að vera mikilvæg- ari en venja er. Á síðasta utanríkis- ráðherrafuni, sem haldinn var hér fyrir nítján árum, í júní 1968, var samþykkt ályktun um gagnkvæma og jafna fækkun heraflans (MBFR). Sú ályktun kom í beinu framhaldi af öðrum mjög mikilvægum fundi, í desember 1967, þar sem ráðherramir samþykktu formlega Harmel-skýrsl- una um framtíðarverkefni Atlants- hafsbandalagsins. Frá mfnu sjónarmiði eru skýr tengsl á milli allra þessara atburða. Harmel-skýrslan er enn sá grundvöll- ur sem við byggjum á í samskiptum okkar við Sovétríkin og bandalagsríki þeirra. Ef við virðum ekki báða þætti þessarar stefriu er voðinn vís. Við þær aðstæður sem við búum nú felur þetta í sér að við verðum að vera raunsæ, og raunsæi þýðir að við gerum okkur grein fyrir hve langt við gengið í því að fækka kjamorkuvopnum okkar án þess að stefna öryggi okkar í hættu. Við verðum líka að sýna &r- vekni, sem þýðir að við verðum að forðast óskhyggju um framvinduna f Sovétríkjunum og vera á varðbergi gagnvart áframhaldandi útþenslu þeirra og eflingu hins hefðbundna herafla. Loks verðum við að vera hleypidómalaus, sem merkir að við bregðumst á jákvæðan hátt við þeim tillögum Sovétmanna er horfa til bóta um leið og við gætum vandlega að hemaðarlegum afleiðingum þeirra fyrir okkur sjálfa. Til þess að þetta geti gengið eftir þurftim við ekki aðeins þá festu og einingu um mark- mið sem við höfum náð áður þegar mikið hefur legið við, heldur þurfum við nú einnig í samskiptunum við Sovétríkin nýja tegund af sveigjan- leika sem við höfum ekki orðið að sýna áður. Ég sagði áðan að árvekni fæli í sér að við horfðumst í augu við að ekki hefur dregið úr hemaðarógn Sovétríkjanna þótt tónninn í tals- mönnum þeirra væri nú mýkri og friðsamlegri en áður. Það er ekki lengra síðan en í mánuðinum sem leið að vamarmálaráðherrar NATO- ríkjanna létu í ljós alvarlegar áhyggjur yfir því að bilið milli getu herafla NATO og Varsjárbandalags- ins væri að aukast vegna stöðugrar hemaðaruppbyggingar Sovétríkj- anna. í ljósi þess að möguleiki er á samkomulagi um kjamorkuvopn töldu ráðherramir og æðstu yfirmenn NATO biýna nauðsyn á því að leið- rétta ákveðinn annmarka á hinum hefðbunda herafla bandalagsins, bæði hvað varðar fjölda vopna og tegundir, tii þess að minnka megi þörf okkar fyrir skjóta notkun kjam- orkuvopnum f átökum. í mínum huga er það lfka uggvekj- andi hve mikill munur er á þessu mati sérfræðinganna annars vegar og því almenna viðhorfi f sumum aðildarrfkjum NATO að dregið hafi úr þeirri ógn sem að öryggj þeirra stafar, sérstaklega eftir að Gorbachev komst til valda, og að við getum með einhveijum hætti minnkað öiyggi- sviðbúnað okkar, bæði hvað kjam- orkuvopn og hefðbundin vopn áhrærir, af þeirri ástæðu einni að Sovétríkin sýna Vesturlöndum nú ljú- fari svip og hafa lýst sig hlynnta kjamorkuvopnalausum heimi. Við verðum að halda útgjöldum okkar til vamarmála á því stigi að þau nægi til að fæla Sovétríkin frá árás. Það væri óforsjálni og óskyn- semi að gera það ekki. Höfuðástæðan fyrir því að tekist hefur að minnka hættu á hemaðarárás er sú staðreynd að við höfum treyst vamir okkar. Það er lífsnauðsyn að við semjum ekki á grundvelli veikleika. Ef við eigum að ná þessu marki verðum við að halda áfram að veija fíármunum í þessu skyni - ekki síst ef við þurfum að treysta meira en áður á hefðbundin vopn en kjamorkuvopn. Ef Atlants- hafsbandalagið á eftir að ná hemað- arlegu jafnvægi gagnvart Varsjár- bandalaginu, og það f Iq'ölfar fækkunar vopna, verður það að hafa nóg til eigin vama. Aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins verða að gera sér grein fyrir því að þetta er grund- vallarskilyrði. Ég vísaði einnig til raunsæis eink- um varðandi fækkun kjamorku- vopna. Á Reykjavíkurfundinum í október síðastliðnum var hreyít hug- myndum um takmörkun vígbúnaðar, sem menn höfðu varla leitt hugann að áður. Af skiljanlegum ástæðum var þessum hugmyndum tekið með varúð og það var einnig nauðsynlegt. Umræðumar, sem sigldu í kjölfarið, voru gagnlegar og ég er þess fullviss að á fundi okkar hér í Reykjavík nú verður stigið enn eitt skrefið í átt til takmörkunar á vígbúnaði og til auk- ins stöðugleika í samskiptum austurs og vesturs. í hveiju einstöku tilviki verðum við að huga vandlega að því, hvort enn sé trúverðugur fælingarmáttur í Vestur-Evrópu og hvort þau kerfi, sem við veljum í staðinn fyrir hin eldri, komi að tilætluðum hemaðar- legum notum, og einnig að vandamál- unum sem ójafnvægið í efnavopnum og hefðbundnum vígbúnaði skapar. Allt það sem ég hef sagt til þessa sýnir hve breytingamar eru örar í afvopnunarmálunum, einmitt þess vegna er enn brýnna fyrir okkur en áður að samræma afstöðu okkar. Við höfum ekki efni á því, að atburðarás- in grafi undan öryggishagsmunum okkar. Við getum ekki heldur látið viðræður um fækkun kjamorkuvopna spilla stöðu okkar að því er varðar hefðbundin vopn og efnavopn. Þegar rætt er um hefðbundin vopn er rétt að minnast þess, að MBFR- viðræðumar má rekja beint til Harmel-tímans. Að þeim skuli haldið enn áfram mörgum ámm sfðar er til marks um þann ásetning Vesturlanda að knýja fram fækkun á hefðbundn- um vopnum. Hvemig svo sem þessum viðræðum lyktar á að halda þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.