Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 53 Björn Guðmundsson kennari afhendir uppstoppaða súlu sem til skólans, og skal hún verða upphaf náttúrugripasafns við skólar Stykkisliólmur: Fornir bílar á ferð FÉLAGAR í Fornbílaklúbbi íslands fóru í hópakstur til Keflavík- urflugvallar á sunnudaginn og er það i annað sinn sem klúbbmenn heimsækja varnarliðsmenn. Félagar f bílaklúbbi vamarliðs- manna tóku á móti íslendingunum á nokkrum torfærubflum. Frá hliðinu á Keflavíkurflugvelli var ekið í einni lest um íbúðarhverfi og vallarsvæðið og loks stað- næmst á bifreiðastæði, þar sem bflamir voru til sýnis. Þar buðu vamarliðsmenn íslendingunum veitingar. Næsti hópakstur Fombfla- klúbbsins verður í Reykjavík 17. júní, en 8. júlí hefst hringferð um landið. Sú ferð tekur 10 daga og er farin í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins. Núverandi formaður Fombflaklúbbsins er Rudolf Krist- insson. (Úr fréttatilkynningu) Fyrsta handbókin afhent Elinu Pálsdóttur á sumartilboðinu. Handbók fyrir teppa- kaupendur Á VEGUM Teppalands—Dúka- lands er komið út „Handbók fyrir teppakaupendur, holl ráð og hagnýtar upplýsingar“. Hand- bókin sem er 28 síður er gefin út í tilefni 20 ára afmælis Teppa- lands—Dúkalands og hófst dreifing hennar samhliða sum- artilboði fyrirtækisins sem stendur út júnimánuð. Handbókin er ætluð að auðvelda kaupendum val á teppum auk al- mennra upplýsinga um teppi. Myndir eru í handbókinni til frekari útskýringa. Auglýsingastofan ÓSA, Ólafur Stephensen, Auglýsingar—Almenn- ingstengsl, hafði umsjón með útgáfu handbókarinnar. Korpus hf. sá um umbrot og setningu texta, en prentun fór fram í Danmörku. Handbókin er ókeypis og er af- hent öllum viðskiptavinum Teppa- lands-Dúkalands. Morgunblaðið/Einar Falur Keflavíkurflugvöllur: Besta gi’ásleppuver- tíðin í langan tíma CHrlrlriokAlmi Stykkishólmi. ÞÓTT grásleppuvertíðinni hér í Stykkishólmi sé ekki lokið enn fer ekki milli mála að þetta er langbesta vertíðin sem menn muna eftir. Það kom sér vel að Björg hf. og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Finnur Jónsson, skyldi vera tilbúinn til að taka á móti hrognunum i nýju verk- smiðjuhúsi sem rís út á Hamra- endum hér í bæ. Þangað fer nú allur aflinn. Morgunblaðið/KGA Frá útskrift Tækniskóla íslands í hátíðarsal Sjómannaskólans. Fréttaritari brá sér nýlega í verk- smiðjuhúsið. Þar var margt um manninn og allir í önnum. Þama var mikið af tunnum sem bæði voru fullar af grásleppuhrognum og svo aðrar sem biðu þeess að fá fylli sína. „Við unnum fram til kl. 3 í nótt,“ sagði Finnur „og byijuðum snemma í morgun. Það er gaman þegar vel veiðist og allt gengur vel. Bráðum koma svo vélar í húsið og þá hefst niðursuða matvæla. Mér finnst bara hörmulegt að henda öllu af grá- sleppunni nema hrognunum. Þetta eru verðmæti. Og svo aflaðist um tíma svo vel af rauðmaganum að honum varð ekki komið í lóg. Von- andi koma þeir tímar fljótt að allt verði notað og engu þurfí að henda." — Árni Tækniskóli Islands fær 1400 fm viðbótarhúsnæði Morgunblaðið/Ámi Mikið af tunnum sem bæði voru fullar af grásleppuhrognum og svo aðrar sem biðu þess að fá fylli sína. FÓSTURSKÓLA íslands var slit- ið 22. maí sl. í Bústaðakirkju að viðstöddum mörgum gestum og afmælisárgöngum. Skólastjóri, Gyða Jóhannsdóttir, las yfirlit yfir starfsemi skólans á sl. skóla- ári og ræddi ýmis framtíðarverk- efni. í upphafí skólaárs voru 168 nem- endur við nám í skólanum. Skiptust nemendur í 8 bekkjardeildir. Þijár Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra var viðstadd- ur útskriftina, en þess var minnst, að hann hleypti T.í. af stokkum í þessum sama hátíðarsal haustið 1964. Viðstaddir voru einnig Knút- ur Hallsson ráðuneytisstjóri og Gunnar Bjamason fyrrverandi skólastjóri, sem með ráðum og dáð höfðu undirbúið stofnun skólans. bekkjardeildir voru á fyrsta náms- ári, tvær á öðru námsári og þijár á þriðja námsári. Víðtæk endur- menntun fór fram sl. vetur fyrir starfandi fóstrur. Þessi endur- menntun var fólgin í 15 stuttum námskeiðum 20—30 stunda löng- um. Boðið var upp á tvö námskeið á Akureyri. Skólastjóri ræddi um nauðsyn þess að slík endurmennt- unamámskeið yrðu eðlilegur þáttur í starfsemi skólans og lagði áherslu á aukna þjónustu við landsbyggð- ina. Skólastjóri greindi jafnframt frá því að á næsta skólaári verður starf- rækt eins árs framhaldsdeild. Námið er einkum ætlað fóstmm með starfsreynslu er hyggja á stjómunar-, ráðgjafar- og umsjón- arstörf á dagvistarheimilum. Nemendur geta jafnframt valið um nokkra sérhæfingu svo sem starf- semi skóladagheimila, skapandi starf dagvistarheimila, böm á sjúkrahúsi, böm með sérþarfir. Mjög brýnt er að skólinn eignist íþróttasal. Skortur á slíkri aðstöðu er tilfínnanlegur, þar sem ekki er unnt að veita nemendum nægilega þjálfun í sambandi við hreyfiuppeldi bama, sem er mikilvægur þáttur í uppeldisstarfí. I lok ræðu sinnar minnti skóla- stjóri á nauðsyn þess að starfrækja æfinga- og tilraunastofnun við Fósturskóla íslands, en um það er kveðið á í lögum skólans. Fulltrúar afmælisárganga fluttu ávörp og færðu skólanum gjafír i tilefni 40 ára afmælis skólans, sem haldið var hátíðlegt 1. okt. sl. Burtfararprófi luku 67 nemend- ur. Skólastjóri afhenti þeim skírteini og ávarpaði þær sérstaklega. (Fréttatilkynning) Fósturskóla Islands slitið TÆKNISKÓLA íslands var slitið í hátíðasal Sjómannaskólans laugar- daginn 30. maí. 165 nemendur voru útskrifaðir frá skólanum, en samanlagður nemendafjöldi á árinu var um 400. Raungreinadeildarprófí luku 57, iðnfræðinámi í byggingardeild 5, byggingartæknifræðinámi 22, iðn- fræðinámi í rafdeild 2, fyrsta námsári í rafmagnstæknifræði 9 (fara til Danmerkur), iðnfræðinámi í véladeild 2, fyrsta námsári í véla- tæknifræði 13 (faratil Danmerkur), 11 útvegstæknar útskrifuðust, 9 iðnfræðingar og 19 starfsreynsl- ustúdentar í iðnrekstrarfræði. Bjami Kistjánsson rektor gaf yfirlit um starfsemi og hlutverk Ferming FERMING í Barðskirkju í Fljót- um sunnudaginn 14. júní kl. 14. Prestur sr. Gísli Gunnarsson. Fermd verða: Bjamveig Berglind Sigurðardóttir, Saurbæ. Jón Elvar Númason, Þrasastöðum. Snæbjöm Freyr Valbergsson, Sólgörðum. Þórarinn Öm Amarson, Ökmm. Þorlákur Magnús Sigfurbjömsson, Langhúsum. skólans og gat hann þess m.a., að áætlað er að Tækniskólinn fái ná- lægt 1.400 fermetra viðbót við leiguhúsnæðið að Höfðabakka 9 vegna nýrra verkefna og vaxandi aðsóknar. Ýmsir fluttu skólanum kveðjur og bárust honum einnig margar gjafír. M.a. gáfu þeir, sem luku raungreinadeildarprófí fyrir 20 áram fyrirheit um 20 ára gamalt tré, sem þeir ætla sjálfír að gróður- setja við nýtt tækniskólahús að Keldnaholti. Ávörp fluttu Daði Ágústsson formaður Tæknifræðingafélagss- ins, Haraldur Jónsson f.h. 10 ára útvegstækna, Halldór Halldórsson formaður Félags útvegstækna, Kristján Kristjánsson f.h. 20 ára raungreinaprófsmanna og Kristján Ragnarsson formaður Nemendafé- lags T.í. Einnig flutti ræðu Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofn- unar. Deildarstjórar gáfu stutt yfírlit yfir starfíð, hver í sinni deild og afhent síðan prófskírteini. Signý Sæmundsdóttir söng einsöng við undirleik Þóra Fríðu Sæmunds- dóttur. honum þökkuð vel unnin störf og flutti skólanefndarformaður, Ingi- berg J. Hannesson, honum þakkir fyrir hönd skólans og færði honum gjöf að skilnaði og Guðjón þakkaði og kvaddi skólann og Dalahérað. Kristján Gíslason, settur skóla- stjóri, mun starfa áfram við skól- ann. Nokkrar breytingar verða nú einnig á kennaraliðinu, þó ekki stór- vægilegar frekar venju. Við skólaslitin færði einn kennari skólans, Bjöm St. Guðmundsson, skólanum að gjöf uppstoppaða súlu og óskaði eftir því að þetta yrði upphafíð að stofnun náttúragripa- safns við skólann. Við skólaslitin var opin handavinnusýning nem- enda og öllum vora boðnar veitingar er viðstaddir vora. Mikill hugur er í forráðamönnum skólans að halda svo á málum, að íþróttahús, sem í nokkur ár hefur verið í byggingu, geti komist á það stig í sumar, að hægt verði að taka það í notkun næsta haust, þó ekki verði það þá fullgert. Yrði það stór áfangi í starfi skólans. - IJH. Fjölmenni var við skólasUt að venju. Morgunblaðið/IngibergJ. Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.