Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 V estur-Þýzkaland: Nýr kardináli kaþólsku kirkjunnar Fulda, Vestur-Þýzkalandi, Reuter. BISKUPAR kaþólsku kirkjunnar í Vestur-Þýzkalandi völdu kirkj- unni nýjan kardinála í fyrradag. Fyrir valinu varð prófessor Karl Lehmann, biskup af Mainz. Lehmann er sagður frjálslyndur. Hann tekur við af Joseph Höffner, kardinála, sem sagður er íhalds- samur bókstafstrúarmaður. Kjörtímabil hans er sex ár. Höffner er áttræður og kunnur baráttumaður gegn fijálslyndi inn- an kaþólsku kirkjunnar. Hann ákvað að draga sig í hlé fyrir mán- uði vegna veikinda. Hann hefur verið kardináli kaþólsku kirkjunnar í Vestur-Þýzkalandi í 11 ár. Undan- farin tvö ár hefur Lehmann verið aðstoðarmaður Höffners. Talið var að erkibiskupinn í Munchen, Fri- edrich Wetter, yrði kjörinn eftir- maður Höffners, en síðan var Lehmann tekinn fram yfir hann. Dalai Lama í Washington: Allan her frá Tíbet Reuter Andreas Papandreou veifar viðstöddum eftir athöfn þar sem ráð- herrar í nýrri stjóm hans sóru embættiseið í Aþenu í gær. Næst honum standa rótttæklingarnir þrir, sem misstu stóla sína þegar Papandreou gerði breytingar á stjórn sinni í febrúar sl. en hlutu þá aftur nú. Washington, Peking, Reuter. DALAI Lama, hinn útlægi leið- togi Tíbets, er nú staddur i Washington. Þar hefur hann lagt fram áætlun í fimm liðum, sem miðar að friðun lands hans, þar á meðal brottflutningi allra ind- verskra og kínverskra hersveita. Kínveijar lýstu i gær yfir van- þóknun sinni yfir friðaráætiun Dalai Lama og að bandarískir þingmenn skyldu taka við henni. Dalai Lama er andlegur og ver- aldlegur leiðtogi Tíbets og þekktur meðal fylgismanna sinna sem „hinn goðumlíki konungur". Hann hefur búið í útlegð á Indlandi í nærri 30 ár eða frá því hann flýði land eftir misheppnaða uppreisn gegn yfir- ráðum Kínverja, sem réðust inn í land hans og innlimuðu það árið 1950. I Washington hitti Dalai Lama þingmenn á Bandaríkjaþingi og kynnti fyrir þeim áætlun sína. Hann krafðist „breytingar Tíbets í friðar- svæði" og sagði að í henni fælist meðal annars að herstöðvar Kínveija í landinu og hersveitir Ind- veija í Himalayafjöllum yrðu á bak og burt. Indland og Kína hafa átt í landa- mæraeijum í áratugi. Upp úr sauð árið 1962 er til stríðs kom milli ríkjanna. Mikil spenna hefur ríkt þeirra á milli síðan. Dalai Lama sagðist gera kröfur sínar opinberar í Washington vegna þess „að rödd heimsálitsins hefur gífurleg áhrif". í kínverska dagblaðinu China Daily hafði eftir blaðafulltrúa kínverska sendiráðsins í Washing- ton að Kínveijar hörmuðu þessi afskipti af innanríkismálum þeirra. Papandreou g’erír breyting- ar á stjórn sinni í 13. sinn Vill kona Papandreou bola honum úr formannsstöðu í Pasok? Verður boðað til þingkosninga á næsta ári vegna bandarísku herstöðvanna? Aþenu, Reuter. NÝ ríkisstjórn sór embættiseiða í Grikklandi í gær og lýsti Andre- as Papandreou, forsætisráð- herra, yfir því að hún ætti að getað þjónað landi og þjóð betur en fyrri stjórn. Þrír rótttækling- ar, sem misstu stóla sina í stjórn- arbreytingum í febrúar sl., hafa fengið þá aftur. Er þetta í 13v sinn sem Papandreou gerir breytingar á ríkisstjórn frá því hann komst til valda árið 1981. Er talið að breytingarnar kunni að leiða til kosninga á næsta ári. Hermt er að breytingamar séu tilkomnar vegna vaxandi gagnrýni á stefnu hennar innan stjómar- flokksins, Pasok. Stjómmálaský- rendur segja að með breytingunum hafi stjóm Papandreou í raun færst til vinstri. Blöð stjómarandstöðunn- ar hafa skýrt frá miklum ágreiningi innan stjómarflokksins. Þau hafa sagt Papandreou vera í forsvari annarrar hinna stríðandi fylkinga og að Margaret kona hans, sem er bandarísk, fari fyrir hinni. Hermt er að hún vilji bola manni sínum úr formannstöðunni og taka sjálf við. Einnig hafa blöð stjómarand- stöðunnar sagt að hún hefði stofnun eigins flokks á pijónunum, en hún vísar fregnum þar að lútandi á bug. Rótttæklingamir þrír eru Akis Tsohatzopoulos, sem tekur við starfí innanríkisráðherra, Agam- emnon Koutsoyiorgas, sem verður dómsmálaráðherra og George Yennimatas, sem tekur við atvinnu- málaráðuneytinu. Gerðar voru breytingar í tveimur ráðuneytum til viðbótar. Yannis Floros var gerð- ur að heilbrigðisráðherra og Evangelos Yannopoulus tók við ráðuneyti, sem Qallar um málefni kaupskipaflotans og samgangna á sjó. Floros tók við af George-Alex- ander Mangakis, sem látinn var sæta ábyrgð á dauða á annað þús- unda manna í hitabylgju í júlí sl. Karolos Papoulias hélt utanríkis- ráðherrastólnum en hann hefur það verk með höndum að semja um framtíð bandarískra herstöðva í Grikklandi. Gildandi samningur rennur út í árslok 1988. Stjómarerindrekar og fréttaský- rendur segja breytingamar á stjóm- inni vera svar Papandreou við vaxandi gagnrýni vinstrimanna inn- an Pasok á stjómarstefnuna, einkum aðhaldsaðgerðir hennar í efnahagsmálum. Einn stjómarer- indrekinn orðaði það reyndar sem svo að líklega væri Papandreou bara að safna vinum sínum í kring- um sig og þessvegna hefðu rótt- tæklingamir verið teknir um borð að nýju. Þingkosningar eiga ekki að fara fram fyrr en 1989 en í ljósi síðustu atburða er jafnvel talið líklegt að Papandreou ijúfí þing og boði til kosninga á næsta ári. Þó er talið að ekki verði boðað til kosninga fyrr en útkljáð hefur verið hvort samningur um bandarískar her- stöðvar í Grikklandi verði endumýj- aður. Sovétríkin: Verkamenn telja bið á áhrif- um „glasnost“ Moskvu, Reuter. VERKAMENN f Sovétríkjunum ef- ast um að breytingar Gorbachevs muni hafa áhrif á líf þeirra i ná- inni framtið, eru helstu niðurstöður könnunar sem birtar voru opin- berlega i Moskvu á miðvikudag. Aðeins 5% þeirra sem spurðir voru, sem voru verkamenn og verkstjórar í verksmiðjum í fjallahéruðum í Úral, sögðust vænta þess að sjá breytingar vegna stefnu stjómar Gorbachevs á þessu ári. 24% sögðu að raunverulegar breytingar kæmu í ljós á næstu 5 árum, 15% töldu að breytingamar kæmu ekki í ljós fyrr en eftir 5-10 ár, en 23% sáu ekki fram á breytingar fyrr en eftir áratugi. 33% þeirra sem voru spurðir vom ekki vissir um hvort einhveijar breytingar væm fyrirsjáan- legar. f samtölum við þá sem þátt tóku í könnuninni kom fram að þeir ýrðu varir við breytingar m.a. í því að bóka- kostur verslana væri meiri en áður og að dagblöð væm áhugaverðari. Ekki fannst þeim sovésku borgumm sem þátt tóku í könnuninni að vöraúrval í verslunum hefði aukist í „þíðunni". Stjórnmál eru mér ekkí að skapi Helsti rithöfundur Perú berst gegn þjóðnýtingu banka Lima, Reuter. MARIO Vargas Llosa, helsti rithöfundur Perú, er kominn í fremstu víglínu í baráttu gegn áætlunum um að þjóðnýta banka í landinu. En Llosa er tregur til að steypa sér út í stjórnmál: „Hefði einhver sagt við mig þegar ég sneri aftur til Perú [frá Englandi] að eftir tvo mánuði myndi ég halda ræður á San Martin-torgi hefði ég hlegið," sagði Vargas Llosa við Reuters- fréttastofuna. Engu að síður andmælir höfundur metsölubókanna „Styrjöldin á heimsenda“ og „Timi hetjunnar" þjóðnýtingu banka af sannfæringu, hvort sem hann stendur í ræðustóli í höfuð- borginni Lima eða sveitum Perú. Vargas Llosa hefur sýnt mælsku í ræðum og viðtölum og hlotið lof hægri manna, sem em í sárum eftir ósigra í kosningum. Heldur skáldsagnahöfundurinn því fram að Alan Garcia, forseti Perú, muni grafa undan lýðræði í landinu með áætlunum sínum um að sölsa banka undir ríkið. Hægri blöð í Perú segja að Varg- as Llosa eigi að bjóða sig fram til forseta árið 1990 og Femando Belaunde Terry, fyrrum forseti, sagði nýverið að hann væri nú orðinn málsmetandi stjómmála- maður, hvort sem honum líkaði betur eða verr. En Vargas Llosa, sem er 51 árs og um þessar mundir sagður líklegastur suður-amerískra til að hreppa bókmenntaverðlaun Nób- els, segir statt og stöðugt að hann hafi engan metnað í stjómmálum. „Stjómmál em mér ekki að skapi. Stjómmál einkennast af svikum og óheilindum," sagði Vargas Llosa í viðtali, sem tekið var í setustofu heimilis hans við Kyrra- hafið. „Ég hef ekki hug á að vera leiðtogi. Eg vil vera skáldsagna- höfundur og halda áfram að skrifa." Hann kveðst hafa verið knúinn til að ganga fram fyrir skjöldu í bankamálinu og beijast gegn áætlunum Garcia af siðferðisá- stæðum. Vargas Llosa hefur mært Garcia og sagt að hann hefði köllun og væri framtaksam- ur, en nú kveður við annan tón: „Ég mun beijast af öllum mætti til að koma í veg fyrir að Perú verði alræðisríki. Ég hélt að ég hefði skilið Garcia að mestu Ieyti. En nú sé ég að í hlutverki leið- toga lýðræðisríkis, sem er að koma undir sig-fótunum, er hann miklu hættulegri en ég hélt.“ Garcialagði í júlí fram áætlun um að þjóðnýta tíu einkabanka og 23 fjárfestinga- og tryggingafélög og er hún nú til umfjöllunar í öld- ungadeild þingsins í Perú. Vargas Llosa hefur áður verið í eldlínunni í stjómmálum. Hann var formaður nefndar, sem skipuð var til að rannsaka morð á átta blaðamönnum. Þeir vom myrtir á þeim slóðum, sem barist er við skæmliða, árið 1983. Vinstri menn gagnrýndu Vargas Llosa harðlega fyrir að bendla ekki stjómarherinn við morðin. Hann kveðst hafa hafnað til- boði um að gerast sendiherra og hvorki viljað embætti mennta- málaráðherra, né forsætisráð- herra í stjómartíð Belaundes. Forsetinn fýrrverandi segir aftur á móti að Vargas Llosa hafi í fyrstu viljað forsætisráðherrastól- Reuter Rithöfundurmn Marío Vargas Llosa frá Perú er nú kominn í eldlínuna í stjórnmálum, að eig- in sögn þvert gegn vilja sínum. inn. „Það er erfitt að segja nei við Belaunde, hann getur auðveld- lega hrifið mann," sagði Vargas Llosa þegar gengið var á hann um þetta atriði. ,,En ég streittist á móti og stóðst. Eg féll ekki þrátt fyrir þijá langa fundi með Be- launde." Vargas Llosa var spurður hvort þessi afskipti hans af bankamál- um og um leið stjómmálum yrðu ef til vill efni í skáldsögu: „Ég held að persónuleg reynsla verði ekki efni í bók fyrr en hún hefur fjarlægst í tíma og rúmi. Það er ekki fyrr en hún er orðin að minja- grip, minningu ... ég veit ekki: ef til vill eftir tuttugu ár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.