Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 64
Grindavík: Vöknuðu upp við vélbyssu- gelt frá þyrlu Grindavík. FJÖLDI Grindvíkingu, sem búa vestast í bænum, vaknaði upp mnótt eina fyrir síðustu helgi við vélbyssugelt og drunur frá varn- arliðsþyrlu. Páll Gíslason sá þyrlu frá vamarliðinu fljúga lágt yfir girðingunni umhverfis flar- skiptastöðina, skammt frá vest- ustu húsunum og stóðu eldglær- ingamar út úr hríðskotabyssu þyrlunnar í allar áttir. „Fyrst trúði ég þessu ekki og hélt ég sæi ofsjónir," sagði Páll. „Það var ekki fyrr en ég fór út að ég sá að þetta var ekki draumur. Mér varð rórra þegar þyrlan hvarf hálftíma seinna í vesturátt yfír fjar- skiptastöðinfli. Klukkan var að verða tvö um nóttina og var vél- byssugeltið stöðugt í u.þ.b. hálftíma," sagði Páll. Að sögn Sigurðar Ágústssonar aðalvarðstjóra hefur lögreglu- skýrsla um málið verið send ut- anríkisráðuneytinu. „Lögregla á Keflavíkurflugvelli fékk þær upp- lýsingar hjá hemum að verið væri að æfa vamaraðgerðir ef ráðist yrði á stöðvar hersins en engin til- kynning var gefín út eins og skylt er,“ sagði Sigurður. Tveir íslenskir fjallgöngu- menn týndir í Himalaya TVEGGJA íslenskra §all- göngumanna, Þorsteins Guð- jónssonar og Kristins Rún- arssonar, hefur verið saknað í Himalayaflöllum frá 18. þessa mánaðar. Leit hefur ekki borið árangur. Þeir félagar, sem era báðir 27 ára gamlir og í hópi reyndustu Qallamanna lands- ins, héldu til Nepal i september- mánuði, ásamt tveimur félög- um sínum, Jóni Geirssyni og Stephen Aisthorpe, skoskum manni. Þeir hugðust ganga á Qallið Pumo Ri, sem er 7.145 metra hátt, fara upp vesturhlið og upp á suðausturhrygg. Pumo Ri er í nágrenni hæsta fjalls jarðar, Mt. Everest. Að lokinni dvöl í höfuðborginni Katmandu, þar sem tilskilinna leyfa var aflað frá stjómvöldum, héldu þeir til flallahéraða Iandsins þann 24. september. Að rótum fjallsins komu þeir 2. október og settu þar upp aðalbúðir í um 5.000 metra hæð. Þann 5. október héldu þeir á fjallið, settu upp fyrstu búðir en héldu aftur niður. Sama dag skrifuðu þeir félögum sínum bréf, sem barst heim í síðustu viku. Þá vom þeir við góða heilsu og ferðin hafði gengið að óskum. 15. október hélt Jón Geirsson til byggða af heilsufarsástæðum, rif- bein hafði losnað og hann átti í öndunarerfíðleikum. Jón var 8 daga á ieið til byggða og við komu til Katmandu hélt hann rakleiðis til Parísar, þar sem hann er bú- settur. Kristinn Rúnarsson Hinn 17. október héldu Þor- steinn og Kristinn aftur úr aðal- búðum og upp hlíðar fjallsins. Stephen Aisthorpe var þá með iðrakveisu og treysti sér ekki með þeim í ferðina en fylgdist með úr búðunum. Félagamir lögðu upp í björtu veðri en köldu og vinda- sömu og komu í fyrstu búðir. Aðrir hópar göngumanna vora þá ekki við fjallið. Um klukkan 14 þriðjudaginn 18. sá Aisthorpe til þeirra á leið yfír ísilagða brekku. Lína var á milli félaganna og virt- ist ganga að óskum. Aisthorpe missti sjónar á þeim er þeir fóra fyrir hvarf og sá ekki til þeirra eftir það. Þegar ekkert sást til Þorsteins og Kristins daginn eftir sendi Aisthorpe innfæddan Þorsteinn Guðjónsson „hlaupara" til byggða en hélt sjálfur til leitar. Hann leitaði einn um svæðið í þrjá daga en á ij'órða degi, þann 22., kom þyrla til að- stoðar. Þá og á sunnudag var henni flogið um svæðið en einskis varð vart. Að sögn Björns Vil- hjálmssonar formanns íslenska alpaklúbbsins er venja í Himalaya við aðstæður sem þessar að eftia ekki til frekari leitar nema að ósk ættingja og þá á kostnað þeirra. Bjöm sagði að í dag yrði haft samband við utanríkisráðuneytið og óskað eftir að það hefði milli- göngu um frekari leit. Pumo Ri er 48. hæsta flall Himalaya og liggur við landa- mæri Nepals og Tíbets. í fjall- garðinum era 15 flöll hærri en 8.000 metra yfír sjávarmáli og um eitthundrað hærri en 7.000 metrar. Að sögn Bjöms Vilhjálms- sonar hafa Þorsteinn og Kristinn um árabil verið í fremstu röð hér- lendra fjallgöngumanna. Þetta var þriðrja ferð Þorsteins til Hima- laya, Kristinn hafði farið einu sinni áður, einnig Jón Geirsson. Þeir höfðu áður klifíð um 6.800 metra hátt fjall í Perú. Kristinn Rúnarsson er tölvun- arfræðingur. Þorsteinn Guðjóns- son er verkamaður. Þeir eiga báð- ir unnustur. Unnusta Kristins gengur með bam þeirra. Síðustu daga hafa sex tékkn- eskir Qallgöngumenn farist í Himalaya, lík tveggja era fundin en flögurra er saknað. Morgunblaðið/Sverrir SIGURBROSIÐ Garrí Kasparov heimsmeistari í skák tryggði sér sigur á Heims- bikarmótinu í gærkvöld með því að gera jafntefli við Nikolic. Þeg- ar um jafnteflið var samið var farið að halla undan fæti hjá Beljavskíj í viðureigninni við Spasskíj. Hér sjást Kasparov, Tal og Andersson fylgjast með síðustu leikjunum í skákinni áður en Beljavskíj gafst upp. Er ekki laust við að sigurbros leiki um varir heimsmeistarans. Sjá frétt á bls. 2, skákskýringar á bls. 62-63 og viðtal við Kasparov á miðopnu. Greenpeace verðlaun- ar Long John Silver’s „ÞAÐ HEFUR ekkert verið um neitt samstarf milli Jerrico og Greenpeace að ræða varðandi hvalveiðimál og ekkert samstarf af því tagi er fyrirhugað. Allt og sumt sem gerðist i dag var að fulltrúar Greenpeace komu i heimsókn og afhentu okkur við- urkenningu fyrir það sem þeir túlkuðu sem liðveizlu okkar i baráttu þeirra gegn hvalveið- um.“ Þetta sagði Brace Cotton, talsmaður bandaríska fyrirtæk- isins Jerrico, sem á Long John Silver’s veitingahúsakeðjuna, i samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrr um daginn hafði fulltrúi Greenpeace tjáð Morgunblaðinu að i uppsiglingu væri samstarf samtakanna og Jerrico og að fyrirhugaður væri sameiginleg- ur blaðamannafimdur þeirra. „Það var ekki um neinn blaða- mannafund að ræða hvorki í dag né síðar. Þeir báðu um að fá að koma í heimsókn hingað til okkar í tengslum við stjómarfund. Þar afhenti Campbell Plodden, fulltrúi Greenpeace, John E. Tobe, forstjóra Jerrico, styttu af langreyði með kálf. Við það tækifæri þakkaði hann Jerrico fyrir að hafa hætt að kaupa físk af Sambandinu [Iceland Sea- food, dótturfyrirtæki Sambandsins] og sagði það mikilvægt framlag í baráttu umhverfissinna gegn hval- veiðum. Mér er kunnugt um að Green- peace sendi frá sér fréttatilkynn- ingu um veitingu viðurkenningar- innar. En það var ekki haldinn neinn blaðamannafundur. Skipasmfðastöðin Mánavör á Skagaströnd leggur að öllum líkindum fram kröfu um löghald f Þóri Jóhannssyní GK f dag, að sögn Adolfs J. Berndsens, stjóra- arformanns Mánavarar og odd- vita Höfðahrepps. „Eigendur bátsins geta ekki ráð- stafað honum að eigin vild eftir að löghald hefur verið framkvæmt í honum," sagði Adolf í samtali við Morgunblaðið. „Til að því verði af- létt þurfa eigendumir að ganga frá Brace Cotton sagði að í dag yrði haldinn hluthafafundur hjá Jerrico. Vísindaveiðar íslendinga væra þar ekki á dagskrá né viðskipti við ísienzka fiskframleiðendur. Hins vegar yrði ekki hægt að komast hjá umræðum um það mál ef spum- ingar þar að lútandi kæmu fram á fundinum. tryggingum fyrir greiðslu á þeim 12 milljónum króna sem þeir skulda Mánavör og undirverktökum við smíði bátsins. Það hefur dregist að afhenda bátinn vegna þess að greiðslur vegna vinnu við hann hafa verið vanefndar og búið er að umbreyta bátnum frá upphaflegum áætlun- um. Eigendur bátsins höfðu ekki leyfí til að sigla honum sjálfir þar sem siglingaleyfi Siglingamála- stoftiunar var stílað á Mánavör," sagði Adolf J. Bemdsen. Þórir Jóhannsson GK: Mánavör óskar eftir löghaldi á bátinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.