Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGONBLAÐIÐ MIÐVIKUDA'GUR lö! MARZ 1989 Áskriftartónleikar Sinfóníuhliómsveitariiinar: Gísli Magnússon leikur 4. píanókonsert Beethovens Snorri Sveinn Friðriksson Gallerí Borg: Snorri Sveinn Friðriks- son opnar sýningn SNORRI Sveinn Friðriksson opn- ar sýningu á verkum sinum í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, fimmtudaginn 16. mars nk. klukkan 17.00. Snorri Sveinn fæddist á Sauðár- króki 1934. Hann stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám við Konstfack- skolan í Stokkhólmi. Snorri Sveinn hefur haldið einka- sýningar í Reykjavík 1964, 1969, 1974 og 1984. Ennfremur hefur hann tekið þátt í samsýningum á vegum Félags íslenskra myndlistar- manna hér á landi og erlendis. Einn- ig hefur hann gert veggskreytingar á opinberar byggingar. Snorri Sveinn hefur starfað sem leikmyndateiknari við RÚV frá 1969, hann veitir nú forstöðu Leik- myndadeild Sjónvarpsins. Hann hefur gert leikmyndir fyrir Þjóðleik- húsið og unnið með Sinfóníuhljóm- sveit íslands myndskreytingar við „Hnetubijótinn" eftir Hoffman og tónlist eftir Tsjajkovskíj, undir stjóm Petri Sakari í desember 1988. Sýningu sína í Gallerí Borg nefn- ir Snorri Sveinn „Útsýni" og eru það allt vatnslitamyndir sem allar eru til sölu. Sýningin er opin frá kl. 10.00— 18.00 virka dag og sunnudaga frá kl. 14.00-18.00. (Úr fréttatUkynningu.) FIMMTUDAGINN 16. mars verða haldnir í Háskólabíói 11. áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Á hljóm- sveitarstjórapalli mun standa Moshe Atzmon og einleikari kvöldsins verður Gísli Magnús- son. Verkin þijú sem verða flutt eru: „Lilja" eftir Jón Ásgeirsson, Píanó- konsert nr. 4 eftir Beethoven og Sinfónía nr. 4 eftir Schumann. Fyrsta verkið á _ efnisskránni, „Lilja", eftir Jón Ásgeirsson var frumflutt árið 1971, og var flutt aftur 1977. Næst á dagskránni er Píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven, saminn á því æviskeiði tónskáldsins sem hann var hvað fijóastur. Tón- leikunum lýkur á Sinfóníu nr. 4 eftir Schumann sem hann samdi eftir að hann hafði tekið við starfi tónlistarstjóra í Dusseldorf. Moshe Atzmon er hljómsveitar- stjóri að þessu sinni. Hann er fædd- ur í Ungveijalandi, en tónlistamám sótti hann til ísrael. Hann vann til verðlauna sem stjómandi á Eng- landi og í upphafi ferils síns stjóm- aði hann helstu hljómsveitum þar í landi. Á hátíðartónleikum í Salz- burg 1967 sló hann í gegn með Fílharmóníuhljómsveit Vínarborg- ar. Það var upphafið að tónleikum með frægum evrópskum hljómsveit- um. Frá 1969 til 1972 var Moshe Atzmon aðalstjómandi Sinfóníu- Árshátíð Alli- ance Francaise ARSHÁTÍÐ Alliance Fran^aise verður haldin laugardaginn 18. mars í Risinu, Hverfisgötu 105, 3. hæð, klukkan 19.00. Að þessu sinni hefur félagið fengið tríóið TRIO MARC PEPP- Stórútsölumarkaðurinn: Nítján fynrtæki takaþátt NÍTJÁN fyrirtæki taka nú þátt i Stórútsölumarkaðnum, sem stend- ur yfir að Faxafeni 14. Á Stórút- sölumarkaðnum, sem haldinn tvivegis á hveiju ári, er meðal annars á boðstólum fatnaður, hljómplötur, búsáhöld, gjafavörur og margt fleira. „Það eina sem okkur vantar að geta boðið upp á er matvörur, en það er einfaldlega ekki hægt að koma þvi við á svona markaði," sagði Alla Hauksdóttir, sem hefúr umsjón með Stórútsölu- markaðnum. „Stórútsölumarkaðurinn er opinn 4-6 vikur í senn, og yfirleitt eru það sömu fyrirtækin sem hér bjóða vöru sína, en færri hafa komist að en vilja. Stærstu fyrirtækin sem um ræðir eru Kamabær, Steinar hf., Sambandið, Hummel, Nafnlausa búðin og Radíóbær, auk margra fleiri fyrirtækja. Hér er ekki um að ræða útibú frá öðrum mörkuðum, heldur er þetta hinn eini og sanni Stórút- sölumarkaður. Hér eru allar vörur seldar að minnsta kosti með 50% afslætti, en sumar vörur er þegar hægt að fá með allt að 80% afslætti. Þessi markaður er fyrsti útsölu- markaðurinn af þessu tagi hér á landi, en hann hefur verið haldinn í fjöldamörg ár. Við sjáum héma sömu viðskiptavinina ár eftir ár,“ sagði Alla Hauksdóttir. ERONE (harmonika, söngur, stepp) til að koma og skemmta. En tríóið hefur skemmt um allan heim; Austur-Afríku, Sovétríkjun- um, Bandaríkjunum, Québec, Evr- ópu og víðar. Marc Perrone gerði tónlist við mynd Bertrand Tavemi- er, „Un dimanche a Ia campagne" og mynd Bemard Favre, „La Trace". Hefjast tónleikar þessir klukkan 22. Blaðaummæli um Marc Perrone: „Marc Perrone er einstaklega mikil- fenglegur harmonikuleikari og skiptir þá engu hvort um er að ræða þjóðlög, danslög eða jass og ekki er hann síðri þegar hann spilar af fíngmm fram. (Le Nouvel Ob- servateur). „Snilldarlegur leikur og skemmtileg dagskrá, þjóðlög og glettinn spuni, innblásinn af lífleg- um jass. Marc Perrone hefur leikið Húsbréfakerfi: armenn standa að baki frumvarpinu sem stjómarfrumvarpi, þó að ein- staka þingmenn hafí áskilið sér rétt til að standa ekki að því eða til að koma með breytingartillögur," segir Jóhanna. Hún segist telja sig hafa fengið fullnægjandi skýringar á þeim fyrirvörum sem þingflokkur framsóknarmanna hafði sett við líkindum leggja það fram í dag. Alþýðubandalagsmenn munu fara líkt að og framsóknarmenn, einstakir þingmenn áskilja sér rétt til að koma með breytingartillögur við fmmvarpið í meðförum þings- ins, samkvæmt orðum Steingríms J. Sigfússonar í Morgunblaðinu í gær. Gísli Magnússon, píanóleikari. hljómsveitar Sidneyborgar í Ástr- alíu. Um haustið 1972 tók hann við sem aðalstjómandi Sinfóníuhljóm- sveitar norður-þýska útvarpsins, NDR, og var þar til 1976. Einnig stjómaði hann Sinfóníuhljómsveit- inni í Basel, en síðustu árin hefur Moshe Atzmon stjómað hljómsveit- um í Tókýó og Nagoya í Japan. Gísli Magnússon píanóleikari á langan og gifturíkan tónlistarferil að baki. Hann hóf píanónám ungur og sótti fyrst tíma hjá Rögnvaldi Moshe Atzmon, hljómsveitar- stjóri. Ólafssyni og Áma Kristjánssyni. Að loknu framhaldsnámi bæði í Sviss og í Róm hélt hann sína fyrstu tónleika á íslandi á vegum Tónlist- arfélagsins. Hann kom fyrst fram með Sinfóníuhljómsveitinni árið 1954, en síðast léku þeir saman á sinfóníutónleikum hann og Halldór Haraldsson í desember 1986. Gísli hefur nýlokið við að spila inn á plötu verk eftir Beethoven og Brahms, og kemur hún út næsta haust. (Fréttatilkynning) Ismelskurhlj ómsveit- arsljóri á Islandi Marc Perrone með Lubat, Portal, Mosalini, Azz- ola. . . “ (Liberation). Árshátíðin er öllum opin. Mögu- legt er að koma á hátíðina að borð- haldi og tónleikum loknum klukkan 23.30. Miðasala á Franska bóka- safninu, Vesturgötu 2 (innangengt frá Tryggvagötu). Opið frá klukkan 15 til 19. Síðasti söludagur er fimmtudaginn 16. mars klukkan 19. Frumvarplagt fram í dag FRUMVARP til Iaga um húsbréfakerfi til Qármögnunar íbúðakaupa verður að öllum likindum lagt fram á Alþingi í dag. Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra segist hafa fengið ftilla vissu fyrir því að Framsóknarflokkurinn muni standa að frumvarpinu sem stjórnar- frumvarpi og að hún hafi fengið fúllnægjandi skýringar á þeim fyrirvörum sem þingflokkur framsóknarmanna hafði sett á mánudag. „Það er alveg ljóst að framsókn- frumvarpið og muni því að öllum KÓR Langholtskirkju ferðast til ísrael um páskana og flytur þar verkið Messías eftir Handel. Tón- leikaför þessi er farin í boði kammerhljómsveitar sem starfar í Rehovot, skammt frá Tel Aviv. Stjórnandi og stoftiandi hljóm- sveitarinnar heitir Avner Biron. Hann hefúr dvalist á íslandi und- anfarna daga og fylgst með æf- ingum Kórs Langholtskirkju. Hljómsveit Birons heitir Rehovot og er skipuð 23 atvinnumönnum. í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði Biron að flestir tón- leikar hljómsveitarinnar væru áskriftartónleikar. Til hefði staðið að fá þýskan kór til ísraels um páskana til að flytja verk eftir Bach, en af því hefði ekki orðið. Því hefði Kór Langholtskirkju verið valinn til að koma og flytja í staðinn Messías eftir Hándel. „Messías er í raun dálítið við- kvæmt verk í ísrael því hluti text- ans er úr Nýja testamentinu sem er ekki trúarrit gyðinga. Ég hef þó litlar áhyggjur af þvi að við fáum ekki áheyrendur, verkið hefur tvisv- ar áður verið flutt í ísrael og geng- ið vel í bæði skiptin. Ég býst þó við að strangtrúuðustu áskrifendur okkar muni ekki koma á tónleikana og eins getur verið að örfáir hljóð- færaleikaranna vilji ekki taka þátt í flutningi verksins,“ ságði Biron. Aðspurður um það hvers vegna hann ferðaðist alla leið til íslands til að hlusta á æfingar Kórs Lang- holtskirkju, sagði Biron að tími til æfinga væri mjög knappur í ísrael, fyrstu tónleikamir væru aðeins tveimur dögum eftir að kórinn kæmi til landsins. Honum hefði þótt öruggara að kynnast kórnum og stjómanda hans á undan og hlusta á hvemig gengi að æfa verk- ið. Jón mun stjóma þrennum fyrstu tónleikunum en Avner tvennum þeim síðustu. „Ég vissi lítið sem ekkert um kór Langholtskirkju né um Jón Stefáns- son, stjómanda kórsins, áður en ég kom. Ferðin hefur þó tvímælalaust borið árangur. Kórinn er mjög góð- ur, skipaður fallegum röddum og Jón Stefánsson er frábær stjórn- Avner Biron Morgunbladlið/Bjami andi. Ég hlakka til að hitta hópinn aftur í ísrael eftir nokkra daga,“ sagði Avner Biron að lokum. Ríkissijórnin: Lagmetisiðnað- urinn styrktur Ríkisstjórnin heftir samþykkt aðgerðir til styrktar lagmetisiðn- aðinum. Um er að ræða fjár- mögnun birgða sem til eru i landinu á vægum vaxtakjörum, markaðsátak og sérstaka úttekt á þeim fyrirtækjum sem standa verst í greininni. Alls munu þess- ar aðgerðir kosta um 15-20 millj- ónir króna. Hvað markaðsátakið varðar á að veija til þess um 10 milljónum króna. Þar af fara 7 milljónir til að afla markaða í Vestur- og Aust- ur-Evrópu en 2-3 milljónir til að afla markaða í Asíu. Hvað úttektina á verst settu fyr- irtækjunum varðar mun iðnaðar- ráðherra ásamt sjávarútvegs- og fjármálaráðherra mynda hóp til að skoða það mál sérstaklega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.