Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 2
11/113 2 FRÉTTIR/INNLEIMT esei íiaeörao .1 euDAaunMus aiGAjevíuoHOM MÖKGUNBLAÐID SUNNUDAGUK 1. OKTÖBEK 1989 Birtingur selur í Cuxhaven Fyrsta skipið sem selur afla sinn þar á þessu ári TOGARINN Birtingur frá Nes- kaupstað selur afla sinn í Cux- haven næstkomandi miðviku- dag. Birtingur er fyrsta íslenzka fiskiskipið, sem selur afla sinn í Cuxhaven á þessu ári. A síðasta ári seldu 10 íslenzk skip afla sinn þar en 95 í Bremer- haven. Vilhjálmur Vilhjálmsson, starfsmaður LÍÚ, segist ánægður með þá ákvörðun að láta Birting selja i Cuxhaven. Land- sambandið hafi ætíð litið svo á að hagsmunum útvegsmanna væri best borgið með því að tveir virkir markaðir væru á hveiju sölu- svæði. Svo væri í Bretlandi, þar sem íslenzki fískurinn væri að langmestu leyti seldur í Hull og Grimsby. Til skamms tíma hefðu báðir þýzku markaðimir verið mjög virkir. Árið 1985 hefðu til dæmis 54 skip selt í Cuxhaven og 51 í Bremerhaven. Umsvif með ferskan fisk hefðu að undanförnu farið mjög vaxandi í Bremerhaven á kostnað Cuxhaven og væru ástæður þess margar. Hann væri því ánægður að skipin skyldu á ný vera farin að sigla á Cuxhaven og vonandi skapaðist aukið jafn- vægi á milli þessara markaða. Eftir sem áður léti LÍÚ útgerðar- menn sjálfa ráða því á hyorum markaðnum þeir seldu fiskinn. Rikisendurskoðun; Fundur með yfirskoðun- armönnum á mánudag „YFIRSKOÐUNARMENN og ríkisendurskoðandi hittast á mánudag til að ræða bréf ut- anríkisráðherra," sagði Geir H. Haarde alþingismaður og einn yfirskoðunarmanna rikisreikn- ings. Fyrr en að loknum þeim fundi vil ég ekkert um málið segja,“ sagði hann aðspurður um álit á stöðu í áfengiskaupamáh Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrík- isráðherra. Geir vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögregla fann 12 grömrn af amfetamíni FÍKNIEFNALÖGREGLAN lagði á fimmtudagskvöld hald á 12 grömm af amfetamíni við húsleit í Reykjavík og voru þrír menn handteknir vegna máls- ins. Mennimir voru stöðvaðir í bíl í Langholtshverfi og hand- teknir. Síðar var gerð húsleit á heimili eins þeirra. Þar fannst efn- ið. Menn þessir hafa allir oftsinnis áður komið við sögu fíkniefna- mála. Atvinnuleysi á næsta ári; Verða 4.100 manns að jafiiaði atvinnulausir? REYNIST spá Félags íslenskra iðnrekenda um 3% atvinnuleysi á næsta ári rétt, má gera ráð fyrir því að um 4.100 manns verði að jafnaði atvinnulausir út árið, samkvæmt því sem Hallgrímur Snorra- son, Hagstofustjóri upplýsti í samtali við Morgunblaðið. Hallgrímur sagði að atvinnu- leysistalning miðaðist við árs- verk, og samkvæmt þessu yrðu verklausir um 4.100 á næsta ári að jafnaði, en þegar atvinnuleysi- stopparnir yrðu, eins og í janúar- mánuði, sem ávallt væri slæmur mánuður, mætti gera sér í hugar- lund að tala atvinnulausra yrði á bilinu 6 til 7 þúsund manns á landinu öllu. Yngvi Harðarson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ef atvinnu- leysi á næsta ári yrði samkvæmt spá FÍI, þ.e. 3%, þá væri allt eins líklegt að atvinnulausir í mánuði eins og janúar yrðu yfir 7 þúsund. „Miðað við árstíðasveifluna eins og hún hefur verið allt frá árinu 1972, er allt eins líklegt að þessi tala fari yfir 7 þúsund,“ sagði Yngvi. Tæplega 132 þúsund ársverk voru á boðstólunum á árinu 1987. Hallgrímur segir að áætla megi að ársverkum í boði á þessu ári hafi fjölgað um 3% frá 1987. Því megi áætla að í ár verði ársverkin á bil- inu 135 til 136 þúsund og á næsta ári verði þau um 137 til 138 þús- und. Miðað við 3% spá um atvinnu- leysi á næsta ári, segir Hallgrímur að það jafngildi 4.100 til 4.200 árs- verkum. Á samdráttarárunum slæmu 1968 til 1969 var atvinnuleysi mik- ið og landflótti í kjölfar þess, eink- um iðnaðarmanna. í desember 1968 voru 1340 manns skráðir atvinnu- lausir, en ári síðar í sama mánuði voru þeir 2.500. Mest var atvinnu- leysið í janúar 1969, en þá voru 5.475 atvinnulausir, sem jafngilti 7,1% atvinnuleysi. Að meðaltali það ár voru 1.975 atvinnulausir á skrá, sem jafngilti þá um 2,5% atvinnu- leysi. Fjalla- og smalamynd- ir á Kjar- valsstöðum Á Kjarvalsstöðum verður í dag sýning á myndum og eftii blaðamanna Morgun- blaðsins, sem fóru i fjallferð með Land- og Holtamönnum í vikuleitir á Landmannaaf- rétti um miðjan september. I blaðinu í dag er grein um fjallferðina eftir blaðamenn blaðsins Árna Johnsen og Ragnar Axelsson. „Hundrað fjalla srnalar" heitir greinin. * Iefnisöflun blaðsins er oft tekið mikið af ljósmyndum, jafnvel þúsundir, en aðeins örfáar er hægt að birta og oft úr vöndu að ráða með val. Nokkuð á annað hundrað mynda úr smalaferðinni verða sýndar á Kjarvalsstöðum í dag. Sýnt er hvernig unnið er að uppsetningu slíkra greina í til- efni birtingar greinarinnar. Kjarvalsstaðir eiu opnir frá klukkan 11 árdegis til klukkan 22. Morgunblaðið/Rax Morgunblaðið/Arni Sæberg Garðbæingar vígja íþróttahús Garðbæingar vígðu í gær nýtt íþróttahús í bænum. Húsið stenzt alþjóðlegar kröfur um aðbúnað og rými vegna kappleikja í helztu íþróttum, sem stundaðar eru innan dyra. Húsið var vígt við hátíðlega athöfn og sýndu íþróttamenn þar listir af ýmsu tagi. Fyrir slíka vígslu þarf að æfa sig og ungmennin á myndinni voru í gærmorgun að slípa af alla hugsanlega vankanta á vígslusýning- unni. I kvöld leikur 6VO meistaraflokkur karla Stjömunnar í handknattleik við sænska liðið Drott. Leikurinn er liður í Evrópuképpni bikarhafa. Bflar hafa hækkað allt að 105% á sama tíma og kaup um 43% BÍLAR hafa hækkað í verði um allt að 105%, samkvæmt athugun Morgunblaðsins, á tímabilinu ágúst/september 1987 til sama tíma á þessu ári. Yísitala greidds tímakaups hefúr hækkað um 43% á sama tíma. Alls var athugað verð 43 bíltegunda, sem litlum eða engum breytingum hafa tekið á þessum tíma. 27 tegundir höfðu hækkað um mejra en 70%, 15 um meira en 80% og fimm um meira en 90%. Á þessum tíma hefur sérstakt bifreiðagjald, sem innheimt er við innflutning, hækkað úr 0-32% í 16-66% og gengi yens um 55%, v-þýsks marks um 46% og dollars um 55%. Launa- maður sem er á sama taxta nú og fyrir tveimur árum er um fjórð- ungi lengur að vinna fyrir bílverði nú en 1987. Nokkru munar á verðhækkun- um eftir tegundum og er skýringin einkum fólgin í, að mjög mismunandi er hvort nýjar ár- gerðir, 1990, eru komnar í sölu. Þar sem svo er, hefur hækkunin yfirleitt orðið um og yfir 80%. Bomir voru saman verðlistar bif- reiðaumboð- anna frá þess- um tíma bæði árin, 1987 og 1989. Vísitala greidds tímakaups var 1.122 stig á þriðja ársfjórðungi 1987 og 1.529 stig á fyrsta árs- fjórðungi 1989. Sú hækkun er 36%. Síðan hefur kaupið hækkað um 7%, þannig að heildarhækkun- in er 43%. Það tekur því venjulegan launa- mann á óbreyttum launataxta tæplega fjórðungi lengri tíma að vinna fyrir jafnvirði bíls nú, held- ur en á sama árstíma árið 1987, miðað við sambæri- iegan bíl. Hafi maðurinn haft 80 þúsund króna mánaðarlaun á þriðja árs- íjórðungi 1987 var hann, miðað við verðlag þá, fimm mánuði að vinna fyrir 400 þúsund krónum. Bíll sem þá kostaði 400 þúsund krónur og hefur hækkað um 75%, eins og algengt er, kostar í dag 700 þúsund krónur. Laun manns- ins hafa hins vegar hækkað í 114.400 krónur og hann er nú sex mánuði og fjóra daga að vinna fyrir sömu upphæð og bíllinn kost- ar. Hann er því heilum mánuði og fjórum dögum lengur að vinna inn jafnvirði bílsins nú en fyrir tveimur árum. Tvennt veldur öðru fremur hækkun bílverðsins. Annars vegar hækkun bifreiðagjalds, hins vegar gengisfall íslensku krónunnar. 1. mars 1986 snarféll bílverð þegar innflutningsgjöld voru lækkuð. Þá var sett á sérstakt bifreiðagjald á bilinu 0-32%, ekk- ert á minnstu bílana með minnstu vélamar, mest á stærstu bílana með stórar vélar og fór stig- hækkandi með vélarstærð. í októ- ber 1987 var gjaldið hækkað í 5-55% og í byijun þessa árs var það enn hækkað og er nú 16-66%. Gjaldið á stærstu bílana hefur því hækkað um nálægt 106%. Enn meiri hefur hækkunin orðið, hlut- fallslega, á millistærðunum, bílar með 1.300 til 1.600 rúmsenti- metra vélar voru í 9% gjaldflokki og em nú í 31% gjaldflokki. Gjald- ið hefur hækkað um 244%. Gengislækkun krónunnar hefur haft sín áhrif á innkaupsverð og um leið á þau gjöld sem leggjast á bílverðið og em hlutfall af inn- kaupsverði. Japanska yenið hefur hækkað frá 1. september 1987 til 1. september 1989 úr 0,27310 kr. í 0,42304 kr., eða um 54,9%. V- þýskt mark hækkaði á sama tíma úr 21,4077 kr. í 31,2050 kr., eða um 45,8% og dollarinn hækkaði úr 38,84 kr. í 60,14 kr., eða um 54,8%. Ein áhrif þessara hækkana em, að bílainnflutningur hefur dregist vemlega saman, úr 18 þúsundum 1987 í 12 þúsund í fyrra og stefnir í að nái ekki 6 þúsundum í ár. Svo virðist því sem almenningur láti sér nú nægja „gamla“ bílinn eitthvað lengur en áður. Víst er að ekki hefur fólk hætt að nota þá bíla sem fyrir em, því að bensínsala á landinu jókst nær því um 2% fyrstu átta mánuði þessa árs frá sama tíma í fyrra. BAKSVIÐ eflirÞórhall Jósepsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.