Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 25 Kristinn Jóhannsson, Djúpavogi — Minning Fæddur 3. ágúst 1904 Dáinn 11. október 1990 Kristinn Jóhannsson frá Borgar- garði á Djúpavogi andaðist á sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði, 11. október sl. Kristinn fæddist 3. ágúst 1904 á Dynjanda í Arnarfirði og var því 86 ára er hann lést. Með nokkrum orðum vil ég minnast þessa gamla vinar míns og ná- granna um fjölda ára. Mér er ekki margt kunnugt um ævi hans áður en hann flytur austur á land á árun- um milli 1930 og 40. Ég veit þó að ungur kynntist hann alvöru lífsins. Átta ára gamall missti hann föður sinn og móðir hans varð ekkja sem hafði fyrir 17 börnum að sjá. Ungur fór hann að vinna fyrir sér og mun fljótt hafa farið á sjóinn. Hann kynntist hinu erfiða sjó- mannslífí á skútum og togurum. Fyrri konu sína, Hallgerði Sigurðar- dóttur, missti hann eftir stutta sam- búð frá ungum syni en þau höfðu komið sér upp heimili í Hafnar- firði. Eftir það flytur hann austur á land. Þar kynntist hann seinni konu sinni, Sigurborgu Sigurðar- dóttur frá Strýtu við Ilamarsfjörð. Árið 1934 munu þau hafa geng- ið í hjónaband og stofnað heimili, fyrst á Djúpavogi og síðar í Merki, litlu býli skammt innan við Djúpa- vog, þar sem þau komu sér upp dálitlum búskap jafnframt því sem Kristinn stundaði vinnu á Djúpa- vogi. í Merki ólu þau upp 5 mann- vænleg börn. Vinnudagurinn mun oft hafa verið langur og ekki slegið slöku við að afla heimilinu lífsbjarg- ar. Frá Merki á vinnustað á Djúpa- vogi er um 3-4 km gangur. Þessa leið fór Kristinn oftast gangandi Kveðja: Kristín Jóna Pétursdóttir Á morgun á að bera til moldar litlu fallegu stúlkuna sem við þekkt- um svo vel í svo stuttan tíma. Guð geymi hana og styrki ykk- ur, elsku Sigga og Pétur, og bræð- urna þq'á í ykkar miklu sorg. Guðfinna Sigurðardóttir, Gylfi Sæmundsson. snemma á morgnana, oft með mjólkurbrúsa í báðum höndum, því hann seldi mjólk í þorpið áður en þar hófst föst mjólkurvinnsla. Heim gekk hann síðan er vinnu lauk. Um bílferðir var tæpast að ræða fyrr en nokkru eftir 1950. Stundvísi hans var við brugðið. Eftir að hafa skilað mjólkinni til kaupenda var hann kominn_ að vinnu sinni með þeim fyrstu. Árið 1961 keyptu þeir Kristinn og Sigurður sonur hans húsið Borgargarð á Djúpavogi og fluttu þangað ásamt fjölskyldum sínum. Sigurborg dó árið 1976. Kristinn dvaldist áfram í kjallara- íbúðinni í Borgargarði í skjóli barna sinna og tengdabarna. Þangað fluttust líka bræðurnir frá Strýtu, Gísli og Stefán, eftir að aldur og heilsubrestur gerði þeim ókleift að stujida búskap. Ég á margar góðar minningar um samskipti og samstarf okkar Kristins. Ég minnist þess er ég rúmlega kominn af fermingaraldri réðst í að mála litlu íbúðina hennar Helgu frænku minnar á Hjalla und- ir leiðsögn Kristins. Verkinu lukum við fljótt og vel. Svo var Kristni fyrir að þakka. Þegar rætt var um borgun kom slíkt ekki til greina. Að taka við greiðslu af gamalli, fátækri konu var fjarri hans hugs- unarhætti. Fljótur var hann að bjóða mér hjálparhönd er ég stóð í húsbyggingu. Kvöldið og nóttin, sem við steyptum ofan á skorstein- inn líður mér seint úr minni. Við byijuðum verkið um kvöldið ég og mágur minn, ungir menn og hraust- ir. Kristinn kom brátt til liðs við okkur og yfirgaf okkur ekki fyrr en verkinu var lokið seint um nótt- ina. Þreyttur mun hann hafa verið orðinn sem oft áður að loknum löng- um vinnudegi, maður kominn hátt á sextugsaldur. Sem betur fór höfð- um við bíl þá nótt að aka honum heim. Þegar minnst er Kristins Jo- hannssonar má ekki gleyma öllu því fórnfúsa starfi sem hann vann í þágu kirkjunnar á Djúpavogi. Um fjölda ára var hann meðhjálpari og hringjari. Söng einnig í kirkjukórn- um og tók yfirleitt þátt í allri söng- starfsemi sem fór fram í þorpinu á meðan heilsa leyfði. Hann var gæddur þeirri fágætu náðargáfu BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími689070. ERFISDRYKKJUR Tökum ad okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og smáar, í glænýjum og notalegum sal, Asbyrgi. Upplýsingar í síma 91-687111. að þurfa ekki að heyra laglínu nema einu sinni eða tvisvar þá kunni hann hana. Það kom því oft í hans hlut að koma þeim til hjálpar sem áttu í basli með að læra röddina sína. Auk þess að kunna lagið kunni hann allar raddirnar sem átti að syngja. Hann hafði þýða og áferðar- fallega bassarödd og bætti hvern þann sönghóp sem hann starfaði með. Nú er byggðin við austanverðan Hamársíjörð í eyði. Það var mikil upplifun að alast þar upp fyrri hluta aldarinnar þar sem samhjálpin var sett ofar hverri kröfu. Smala- mennska, heyskapur, gæsla búfjár var nánast samvinnuverkefni. Ef einhver þurfti hjálparhönd var hún fúslega rétt fram og aldrei talað um að borga eða skrifa reikning. Greiði kom iðulega í greiða stað. Sjávarafla og nýmeti var oftar en ekki deilt út meðal nágranna og þótti ómetanleg gjöf áður en fi-ysti- vörur urðu daglegt brauð. Ég og mitt fólk stöndum í ævarandi þakk- arskuld við þetta góða fólk sem þarna bjó. Kristinn Johannsson er reyndar sá síðasti sem hverfur yfir móðuna miklu af því fuilorðna fólki sem voru nágrannar okkar þau ár sem ég sleit barnsskónum við ijörð- inn fagra, þar sem sólin skín ailan ársins hring og ilmur úr jörð er ótrúlega sterkur á vorin af blóð- bergi og öðrum jarðargróðri. Eg og mitt fólk þökkum Kristni Jóhannssyni góð kynni, gott ná- grenni og vináttu sem entist þar til yfir lauk. Jafnframt vottum við börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum samúð okkar. Ingimar Sveinsson G0LF K0RKUR VINYLKORKUR 0G NÁTTÚRUKl Veggfóðrarinn býður vandaðan gólfkork í miklu úrvali frá stærsta framleiðanda heims. Glæsilegt náttúruefni fyrir heimili og fyrirtæki. Líttu við og skoðaðu úrvalið VEGGFÓÐRARINN VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK SÍMAR: (91) - 6871 71 / 687272 5. 'i'. V _ ?fC-••,.... .x 3 AÐALSIMI 69 11 00 BEINT INNVAL: ■ y2 (?) AUGLÝSINGADEILD 69 11 11 BLAÐAAFGREIÐSLA 69 1122 PRENTMYNDAGERÐ 69 1133 Mjyj/}

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.