Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR' 22. NÓVEMBER 1990 Skoðanakönnun Hagvangs: Islendingar ráða helst ekki fólk með geðræn vandamál í SKOÐ AN AKÖNNUN sem Hagvangur framkvæmdi fyrir timaritið Geðhjálp kemur fram að fjórir af hverjum tíu Islend- ingum treystu sér ekki til að ráða fólk með geðræn vandamál til vinnu. Þetta kemur fram í könnun sem unnin var af Má Viðari Mássyni sálfræðingi í Hæfileikakeppni grunnskóla- nemenda, Skrekkur “90, verður haldin í Háskólabíó þriðjudag- inn 27. nóvember nk. og hefst kl. 16:00. Keppnin kemur í stað spurningakeppni skólanna sem haldin hefur verið undanfarin ár. tímaritinu Geðhjálp sem er ný- lega komið út. Þessar upplýsingar eru í sam- ræmi við staðhæfingu Magnúsar Þorgrímssonar, formanns Geð- hjálpar, sem segir að geðsjúkir séu 25% allra öryrkja hér á landi og þeir eigi erfiðast allra hópa öryrkja að ráða sig í vinnu. Að sögn undirbúningshópsins, þótti tími til kominn að breyta til og brydda upp á einhveiju nýju þar sem margir voru orðnir þreytt- ir á spumingakeppnunum og var því ákveðið að halda keppni um hæfileika manna í leik, dansi, söng o.fl. Spurt var hvort það hefði ein- hver áhrif á val á starfsmönnum ef þeir væra drykkjusjúklingar, eyðnisjúklingar, haldnir geðrænum vandamálum eða hjartasjúkdóm- um. Spurningin var lögð fyrir 771 íslending á aldrinum 16-67 ára. Sjötti hver aðspurðra setti hjartasjúkdóm umsækjenda fyrir sig og u.þ.b. fjórði hver aðspurðra setti það fyrir sig að umsækjendur væra smitaðir eyðni. íjórir af hverjum tíu voru hins vegar mót- fallnir því að ráða fólk með geðræn vandamál í vinnu en fæstir, eða sjö af hveijum tíu vildu ráða of- drykkjumenn til starfa. Meðal þess sem höfundur könn- unarinnar telur að fólk setji fyrir sig varðandi ráðningar fólks með geðræn vandamál er að batalíkur eru taldar litlar, áhrif sjúkdóms á persónuleika sé til staðar, lítil þekking á sjúkdómnum, viðvera 'sjúkdóms, traflun á vinriu, röskun á samskiptum og minni áreiðan- leiki starfsmanns. Skrekkur ‘90: Grunnskólanemar keppa um hæfileika Kór Öldutúnsskóla og stjórnandi kórsins, Egill Friðleifsson, í Hafnar- borg í Hafnarfirði. Á fræðslufundi nemendaráða grunnskóla Reykjavíkur sem hald- inn var í september sl. kom fram tillaga frá unglingum um að efna til hæfileikasamkeppni milli skóla og vora fulltrúar nemenda skipaðir í undirbúningsnefnd. Allir grannskólar í Reykjavík hafa rétt tíl þátttöku í keppninni. Dómnefnd verður skipuð úr hópi listamanna og verðlaunafarand- gripurinn Skrekkur “90, verður afhentur skólanum sem sigrar, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir framlegasta atriðið. Morgunl>laðið/KA Benedikt Tómasson, Elfa Dögg Leifsdóttir, Klara HaUgrímsdóttir og Linda Alfreðsdóttir hafa séð um undirbúning keppliinnar. Umferðarþing haldið í Reykjavík UMFERÐARÞING, hið fyrsta hér á landi, verður haldið í Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga SAMBAND íslenskra sveitarfé- laga efnir til tveggja daga ráð- stefnu um fjármál sveitarfélaga í Súlnasal Hótels Sögú í dag, fimmtudag 22., og föstudag 23. nóvember. Á ráðstefnunni verður m.a. fjall- að um reynsluna af fyrsta ári breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, um uppgjör ríkisins við sveitarfélög vegna stofnfram- kvæmda í kjölfar breyttra verka- skipta og um áhrif virðisaukaskatts á sveitarfélög. Ráðstefnuna sækja á þriðja hundrað sveitarstjórnarmenn. Borgartúni 6 í Reykjavík í dag 22. og 23. nóvember nk. Að setningarathöfn lokinni verður umræðum skipt í íjóra hluta. Fyrst verður gefin mynd af umferðarmálunum í dag. Þvínæst verður fjallað um almenn mál. Þá um hverju þurfi að breyta í um- ferðarmálum og loks um framt- íðarsýn, en þar eru innifalin ýmis nýmæli. Landsfundur um slysavarnir sem haldinn hefur verið nokkur undanfarin ár fellur að þessu sinni inn í dagskrá umferðarþings, enda var gert ráð fyrir að hann fjallaði að miklu leyti um umferðarmál. Landlæknisembættið ásamt fleiri aðilum hefur staðið að landsfundi um slysavarnir. Umferðarþing hefst kl. 9.15 í dag, fimmtudaginn 22. nóvember, með setningarathöfn óg því lýkur síðdegis föstudaginn 23. nóvemb- er. Þingið er öllum opið. Þátttöku- gjald er 2.500 krónur og er innifa- lið í því kaffíkostnaður og léttur hádegisverður báða dagana. Hafnarborg í Hafnarfirði: 150 söngvarar koma fram í afmæli Kórs Oldutúnsskóla í TILEFNI af 25 ára afmæli Kórs Öldutúnsskóla verður haldið afmælishóf í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag, fimmtudaginn 22. nóvember. í hófinu, sem hefst klukkan 20, komafram 150 söngvar- ar, sem sungið hafa með kórnum. Yngstu söngvararnir eru átta ára en þeir elstu á fertugsaldri. Þá verða sýndar myndir og mynd- bönd úr sögu kórsins og boðið upp á veitingar, að sögn Egils Frið- leifssonar stjórnanda og stofnanda Kórs Öldutúnsskóla. Allir eru velkomnir í afmælishófið á meðan húsrúm leyfir, sérstaklega þeir, sem verið hafa félagar í kórnum. Egill Friðleifsson upplýsir að Kór Öldutúnsskóla komi fram ásamt Elly Ameling í Háskólabíói 16. desember næstkomandi. Hann segir að ákveðið hafi ver- ið að minnast 25 ára afmælis Kórs Öldutúnsskóla með hljómplötuút- gáfu, afmælistónleikum, tónleika- ferð til Bandaríkjanna, afmælisriti og afmælishátíð. Hljómplata með söng kórsins kom út í mars síðast- liðnum og afmælistónleikar kórsins fóru fram í Viðistaðakirkju í apríl. Þar komu fram um 120 kórfélag- ar, meðal annars Mömmukórinn undir stjórn Brynhildar Auðbjarg- ardöttur tónmenntakennara. Mömmukórinn er hópur fyrrver- andi kórfélaga en margar þeirra eru orðnar mæður og af því er nafnið dregið. Egill Friðleifsson hefur verið tónmenntakennari við Öldutúns- skóla frá árinu 1965 og stofnaði kór Öldutúnsskóla þá um haustið. „Það var fyrir tilviljun að stofnda- ginn bar upp á 22. nóvember, sem er dagur heilagrar Sesselju, vernd- ardýrlings tónlistarinnar, segir Egilí. Hann upplýsir að áhugi nem- enda fyrir kómum hafi ekki verið mikill í fyrstu og einungis tólf stúlkur hafi mætt á’fyrstu æfing- una. Hins vegar hafi strax mynd- ast mjög áhugasamur kjarni meðal kórfélaga, sem hafi borið starfið úppi næstu árin. „Tilgangúrinn með stofnun kórsins var fyrst og fremst sá að gefa nemendum skölans kost á að þjálfa raddir sínar og músíkalska hæfileika. Starfið efldist hins vegar ört með yaxandi áhuga nemenda og aukinni reynslu stjórnanda. Kórinn kom í fyrsta skipti fram í útvarpi í maí 1966 og ári síðar í sjónvarpi. Þá voru kórfélagar orðn- ir 48 talsins, eða fjórum sinnum fleiri en i upphafi. Því voru tekin upp inntökupróf, sem síðan hafa haldist, þar sem mun fleiri nem- endur hafa viljað starfa í kórnum en unnt hefur verið að sinna,“ seg- ir Egill. Hann upplýsir að Kór Öldutúns- skóla hafi farið 13 sinnum til út- landa og sungið í fjölda landa í fimm heimsálfum. Egill segir að kórinn hafi til dæmis sungið í Kína, Hong Kong, Bandaríkjunum, Túnis og Ástralíu og til gamans megi geta þess að kórinn hafi verið á launum hjá kínverska ríkinu á meðan kórinn ferðaðist um Kína. Hann segir að Kór Öldutúnsskóla berist árlega íjöldi boða um þátt- töku í kóramótum og tónlistarhát- íðum víða um heim, til dæmis hafi kórnum verið boðið að syngja í Seoul í Suður-Kóreu, svo og Ástr- alíu árið 1992. Skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson BÓKIN Rauðir dagar eftir Ein- ar Má Guðmundsson er komin út hjá Almenna bókafélaginu. í kynningu AB segir m.a.: „í bókinni segir frá ungri stúlku sem flyst að heiman til að hefja sjálf- stætt líf í Reykjavík. Sögusviðið er höfuðborgin um 1970, umflotin þeim ókyrru straumum sem þá orkuðu á ungt fólk: Atvinnuleysi, landflótti, húsnæðisskortur, rót- tækni, uppreisnargirni og ekki síst ástin ráða hér ríkjum á tímum sem lítt hefur verið sinnt til þessa í bókmenntum.“ Skáldsagan Rauðir dagar er 246 bls. að stærð. Kápu hannaði Grafít. Prentun og bókband ann- aðist Prentsmiðjan Oddi hf. Einar Már Guðmundsson. „Kór Öldutúnsskóla fór í sína fyrstu utanlandsferð árið 1968, þegar hann tók þátt í norrænu barnakóramóti í Helsinki í Finn- Iandi,“ segir Egill. „Þá heyrði ég í fyrsta skipti í hinum fræga Tapi- ola-kór frá Finnlandi og þar kvað við alveg nýjan tón, fágaðri og fegurri en éjg hafði nokkru sinni áður heyrt. Eg og stjórnandi Tapi- ola-kórsins, Erkki Pohjola, urðum miklir vinir og ég lærði mikið af honum. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa frá upphafi sýnt kórnum velvild og stuðning og skólastjóri Öldut- únsskóla, Haukur Helgason, hefur ætíð stutt við bakið á okkur. Þá er eftir að telja upp alla hina, ein- staklinga, foreldra, félög, fyrirtæki og stofnanir, sem lagt hafa kórnum lið. Án aðstoðar alls þessa fólks hefði Kór Öldutúnsskóla aldrei getað tekist á við þau mörgu verk- efni, sem að baki eru,“ segir Egill Friðleifsson. c 1 I I I I f I I I I I —I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.