Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNU.DAGIJR 37. ,OK,TÓBUR 1991 r r. UNNUM ENDATAFLIÐ í MIKLU TÍMAHRAKI eftir Agnesi Bragadóttur. Mynd: Ragnar Axelsson MAL málanna þessa síðustu viku hefur að sjálfsögðu verið samningur- inn um evrópskt efnahagssvæði, hvað okkur íslendinga varðar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir þetta mál varða þjóðar- hagsmuni. Með þessum samningi séu sköp- uð ný tækifæri og þess vegna kalli hann þetta vegabréf inn í tuttugustuogfyrstu öldina. „Það er ekkert launungarmál að þessi ríkisstjórn fór af stað nokkuð óstyrk- um skrefum og hefur vindinn í fangið. Hún stendur frammi fyrir erfiðum málum víða, og hún þarf á því að halda að snúa þessari bölsýni í þjóðfélaginu upp í bjartsýni. Þetta mál getur að því leyti styrkt stjórnarsam- starfið, ef menn skilja það réttum skilm ingi, nota tækifærin sem gefast og láta ekki einhverja óviðkomandi pólitíska öf- undsýki ráða ferðinni,” segir utanríkisráðherra meðal annars i viðtali við Morgunblaðið, sem hér fer á eftir. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráöherra rœðir við Morgun- blaðið um EES- samninginn og þýðingu hans MARGIR HELDU AÐ EG KYNNIEKKIAÐ BROSA HANN er nánast þjóðhetja í augum íslendinga í dag, þótt ekki vilji hann gangast við slíkri nafngift. Hann þykir skapstór með afbrigðum - sjálfur segist hann vera ráðríkur. Hann virðist dulur maður, fáskiptinn og alvarleg- ur, en á góðum augnablikum tekur þó glettnin völdin; pípan hans virðulega getur ekki falið það. Ugglaust er hann samningamaður „par excellence” — margir halda því fram að um það beri samningarnir um evrópskt efnahags- svæði órækt vitni. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir liann hafa verið réttan mann á réttum stað, „vegna „skapgerðargall- anna”. Hann býr yfir endalausri þijósku og getur sagt „nei, nei, nei, kemur ekki til greina,” hundrað sinnum á dag, án þess að finna fyrir votti af samviskubiti. Þetta var það sem þurfti.” Hér er auðvitað átt við aðalsamninga- mann íslands í samningaviðræðum EFTA við Evrópubandalagið um evrópskt efnahags- svæði, Hannes Hafstein sendiherra Islands í Belgíu, Lúxeinborg og hjá Evrópubandalaginu. Hannes hefur geysilega langa reynslu af samningavið- ræðum fyrir Islands hönd, en þeim ferli verða ekki gerð skil hér. Hannes Hafstein aðalsamninga- maður íslands í samningaviðrœð- umEFTA ogEB um evrópskt efna- hagssvœði t *■.*,!** *•* * <i -* *;a|.fGS- *,# ** K*:W Xlf AKiti» I X%.%***J* A-9J3 mmmm pg 11 mmrm'■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.