Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 10. JANUAR 1992
]n**gti«Mfifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald  1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Dapurleg fjölskyldu-
mynd
Meirihluti íslenskra barna á
aldrinum 7 til 12 ára
gengur sjálfala á daginn, tíðni
hjónaskilnaða hefur þrefaldast
hér á landi á undanförnum
þremur áratugum, foreldrar
vinna óhóflega langan vinnu-
dag, laun duga tæpast fyrir
nauðþurftum og matvöruverð
er trúlega með því hæsta sem
þekkist á Vesturlöndum. Þetta
er sá veruleiki sem við blasir á
íslandi nú um stundir sam-
kvæmt því, sem fram kom í
athyglisverðri grein, „Kjarna-
fjölskyldan í kreppu", í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag.
Nú er það vissulega svo, að
allur samanburður á þessu sviði
getur verið í besta falli hæpinn,
ef ekki beinlínis rangur. Þannig
getur verið vafasamt að bera
saman lengd vinnuvikunnar í
hinum ýmsu löndum. Erlendis
leggja menn almennt á sig
umtalsvert erfiði einfaldlega til
að komast á vinnustað, líkt og
alkunna er, og vinnuagi er
meiri erlendis en hérlendis. Hið
sama gildir þegar menn taka
að bera saman framfærslu-
kostnað, skattgreiðslur og
fleira.
Engu að síður hljóta þær
upplýsingar er fram koma í
fyrrnefndri grein Morgunblaðs-
ins að vera mikið umhugsunar-
efni. Ekki verður betur séð en
langur vinnutími og eftirsókn
eftir svonefndum lífsgæðum, í
efnislegum skilningi þess orðs,
sé tekin að vega að einni mikil-
vægustu einingu þjóðfélagsins,
fjölskyldunni. Það er almennt
mat viðmælenda Morgunblaðs-
ins, að íslendingar hafi of lítinn
tíma til að sinna því dýrmæt-
asta í lífi þeirra sjálfra og þjóð-
félagsins, börnunum.
Vitanlega er þessi umræða
ekki nýjung í íslensku þjóðlífi.
Því hefur" þráfaldlega verið
haldið fram, að þjóðfélagið -
og þá er yfirleitt átt við ríkis-
valdið - hafí ekki komið til
móts við þarfir nútimans. Líta
þurfí til þeirrar staðreyndar, að
meirihluti foreldra vinni langan
vinnudag og því þurfi að laga
skólakerfíð að því svo eitt dæmi
sé tekið. Umræður um dagvist-
armál og brýn úrlausnarefni á
því sviði kannast allir við. Þetta
sama viðhorf kemur fram í við-
tölum Morgunblaðsins við þá
er tjá sig um kreppu kjarnafjöl-
skyldunnar í fyrrnefndri grein.
Ekki verður betur séð en
þessi leið tíl að nálgast vandann
sé í senn úrelt og röng. Auknar
kröfur á hendur ríkinu fela ein-
faldlega í sér aukin útgjöld, sem
fjármögnuð eru með aukinni
skattheimtu. Þessi hugmynda-
fræði felur því í raun í sér víta-
hring, þ.e. aukin skattheimta
minnkar ráðstöfunartekjur,
sem aftur verður til þess að
almenningur leitar leiða til að
auka tekjur sínar, er getur af
sér lengri vinnutíma, sem þá
verður til þess að kröfur á hend-
ur ríkinu magnast og skatt-
heimta eykst á ný. Verra er,
að hún felur einnig í sér þá
afstöðu að viðurkenna beri, að
foreldrar hafi engan tíma til að
sinna uppeldi barna sinna og
því beri að fela stofnunum það
vandasama hlutverk. Þetta er
rangt. Foreldrar eru og eiga
að vera ábyrgir fyrir uppeldi
og almennri menntun barna
sinna, en það er m.a. hlutverk
samfélagsins að tryggja að-
stæður til þess.
Sú spurning hlýtur að vakna,
hvort umræður um uppeldismál
og hagsmuni fjölskyldunnar hér
á íslandi hafi ekki um of fest
í sama farinu og að stöðnunar
sé farið að gæta á þessum vett-
vangi. Er ekki sífellt verið að
skilgreina vandann með sama
hætti og eru þær lausnir sem
bent er á ekki allar sama marki
brenndar? Er ekki sífellt, með
mismunandi formerkjum þó,
verið að halda því fram, að
færa beri ábyrgð á velferð og
þroska barna frá foreldrum í
hendur ríkisvaldsins?
Áþekk stöðnun kann að ein-
kenna skilning nútíma íslend-
inga á hugtakinu „lífsgæði".
Raunar er það svo, að umræður
um óhóflega neysluhyggju
landsmanna vakna jafnan er jól
fara í hönd en liggja niðri þess
á milli. Sumir telja, að á sviði
neysluhyggju og „lífsgæða-
kapphlaups" gangi íslendingar
t.a.m. mun lengra en frændur
þeirra á Norðurlöndum. Það er
alkunna, að menn sem dvalist
hafa langdvölum erlendis hafa
orð á þeim hraða og því hams-
leysi er einkenni íslenskt samfé-
lag.
Ef það er mat hinna fróð-
ustu manna, að fjölskyldan sem
samfélagsform sé í raunveru-
legri hættu, og að íslensk börn
eigi þess ekki kost að dveljast
með foreldrum sínum sem
skyldi, kallar það vitanlega á
viðbrögð. Svo alvarlegan vanda
geta menn ekki leitt hjá sé'r:
Finnar ígrunda
inngöngu í EB
eftír Jaakko Iloniemi
Undanfarna mánuði hafa
miklar umræður verið um það
í Finnlandi hvort Finnar eigi
að sækja um aðild að Evrópu;
bahdalaginu (EB) eða ekki. I
fyrravor var talað um að bíða
átekta — ekki bæri að taka nein-
ar ákvarðanir fyrr en ljóst væri
um árangur samninga fulltrúa
EB og Fríverslunarbandalags
Evrópu (EFTA) um Evrópskt
efnahagssvæði, EES. Þegar það
lá Ijóst fyrir var næst spurt
hver árangur yrði af leiðtoga-
fundi EB í Maastricht í desemb-
er sl. Hverskonar Evrópuband-
alagi Finnar væru að íhuga að-
ild að. Nú vita Finnar einnig
meira um það. Nú er sagt að
þar sem ríkisstjórnin hafi skip-
að nefnd til að gera skýrslu um
kosti og galla aðildar að EB, sé
rétt að sjá þá skýrslu fyrst. Þá
fyrst sé grundvöllur fyrir
skoðanamyndun varðandi aðild.
Skýrslan verður senn tilbúin og
verður hún lögð fram í þinginu í
næstu viku. Núverandi ríkisstjórn
Mið- og Hægri-flokkanna hefur
þegar lýst því yfir að hún muni
marka stefnu sína varðandi aðild
eða ekki aðild í ljósi þeirra um-
ræðna sem fram fara um málið á
þingi. Þetta er ekki auðvelt val
fyrir Esko Aho forsætisráðherra
og stjórn hans. Aho er formaður
Miðflokksins þar sem skoðanir um
aðild að EB eru skiptar. Miðflokk-
urinn er arftaki Bændaflokksins,
og fulltrúar landbúnaðarins reka
áróður gegn aðild að EB. Vissu-
lega eiga fleiri hagsmunahópar
aðild að Miðflokknum, en hitt er
rétt að landbúnaðararmurinn er
meginstoð flokksins. Þótt Mið-
flokkurinn sé leiðandi flokkur rík-
isstjórnarinnar, stendur hann þar
ekki einn. íhaldsflokkurinn stend-
ur einnig að samsteypustjórninni
og er eindregið fylgjandi aðild að
EB. Sömu sögu er að segja um
stærsta stjórnarandstöðuflokkinn,
Jafnaðarmenn. Launþegasamtök-
in eru einnig hlynnt aðild. Tals-
menn iðnrekenda mæla með aðild,
og einnig fulltrúar bankanna, sem
eiga í miklum erfiðleikum.
Enn er engan veginn ljóst
hvernig umræðunum á þingi lykt-
ar. í skoðanakönnunum kemur
fram að meirihluti þingmanna er
fylgjandi aðild að EB. Hvað þjóð-
ina í heild varðar virðist tæpur
helmingur vera fylgjandi aðild, um
fjórðungur andvígur og fjórðungur
óákveðinn. Ákvörðun um hvort
sækja beri um aðild eða ekki verð-
ur ef til vill borin undir atkvæði á
þingi, og það segir sig sjálft að
sú ákvörðun verður ekki tekin án
samþykkis Mauno Koivisto for-
seta. Um það eru ákvæði stjórnar-
skrár Finnlands skýr.
Þótt skoðanir séu skiptar varð-
andi aðild að EB telja margir
Finnar sem til þekkja að áhættus-
amara sé að leíta ekki eftir samn-
ingum um aðild en að semja. Ef
viðunandi árangur næðist væri
engu að tapa. Ef ekki, væri alltaf
mögulegt að hafna samningnum,
þó ekki væri nema með því að
bera hann undir þjóðaratkvæða-
greiðslu. Finnar hafa litla reynslu
af   þjóðaratkvæðagreiðslu,   en
ákvæði þar að lútandi eru í stjórn-
arskránni.
Landbúnaður er langsamlega
mikilvægasta      efnahagslega
þrætuefnið. Meðal annarra mála
eru fullveldi og sjálfstæði brýnust.
í augum margra Finna er skilyrð-
islaust sjálfstæði algjört trúar-
atriði. Hugmyndin um skerðingu
fullveldisins vekur hjá þeim hryll-
ing þótt þeir viðurkenni fúslega
að skilyrði fyrir tilvist fjolþjóða
samfélags sé að þar verði farið
að alþjóðalögum. Konur virðast
óttast að staða þeirra verði verri
innán EB en utan þess. Þær vitna
oft til dæma um betri stöðu kvenna
á Norðurlöndum en í löndunum
við' Miðjarðarhaf.
Allt sem varðar aðild að EB
fellur að nokkru leyti í skuggann
af þeim miklu efnahagserfiðleik-
um sem ríkja í Finnlandi um þess-
ar mundir. Aldrei hefur atvinnu-
leysi verið jafn mikið og nú, og
samdráttur í efnahagslífinu er
meiri en nokkru sinni fyrr á friðar-
tímum. Sumir telja að aðild að EB
geti leitt til batnandi efnahags-
ástands í framtíðinni. Aðrir óttast
að hún leiði aðeins til aukinnar
samkeppni, og gæti jafnvel teflt
efnahag landsins í heild í tvísýnu.
Þótt talsverð óvissa ríki um líkleg
áhrif aðildar að EB, telja flestir
efnahagssérfræðingar kostina við
aðild fleiri en ókostina. Þeir telja
að utan bandalagsins hljóti hættan
á að einangrast og standa utan
raunverulegra varnarbandalaga
með aðgangi að nýjustu tækni að
aukast. Varðandi viðskipti þyrftu
Finnar einir að standa vörð um
hagsmuni sína í samkeppni við
Þrjár sýningar opna
á Kjarvalsstöðum
ÞRJÁR SÝNINGAR verða opnaðar að Kjarvalsstöðum laugardaginn
11. janúar næstkomandi. A sýningmiuni verða sýnd verk eftir eldri
meistara úr Listasafni Reykjavíkur.úrval verka eftir Kjarval og
einnig verður sýning á ljóðum eftir ísak Harðarson.
011 listaverkin á sýningu eldri
meistara eru í eigu Reykjavíkurborg-
ar og er þetta í fyrsta skipti sem
haldin er sérstök sýning á verkum
eldri meistara úr Listasafni Reykja-
víkur, en verður sýningin í vestursal
og forsal. Sýnd verða verk eftir Ás-
grím Jónsson, Eyjólf Eyfells, Finn
Jónsson, Gísla Jónsson, Gunnlaug
Blöndal, Gunnlaug Scheving, Jóhann
Briem, Jón Engilberts, Jón Stefáns-
son, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristin
Pétursson, Kristínu Jónsdóttur,
Mugg, Snorra Arinbjarnar, Svein
Þórarinsson og Þorvald Skúlason.
Verk þessi hanga yfirleitt á ýmsum
stofnunum Reykjavíkurborgar.
í austursal verða sýríd valin verk
eftir Jóhannes S. Kjarval, en á Kjarv-
alsstöðum er mikið safn verka hans
varðveitt, sem hann gaf Reykjavík-
urborg árið 1968. Verkin á sýning-
unni eru frá ólíkum tímum á listferli
Kjarvals auk þess sem kynntar verða
gjafír, sem borist hafa safninu að
undanförnu.
Á laugardag verður einnig opnuð
sýning á ljóðum ísaks Harðarsonar.
Fyrsta ljóðabók hans, Þriggja orða
nafn, kom út árið 1982 en hann hef-
ur nú gefíð út sex ljóðabækur auk
smásagnasafns.
Sýningarnar verða opnaðar laug-
ardaginn 11. janúarkl. 16. Myndlista-
sýningunum_ lýkur 16. febrúar, en
ljóðasýning Isaks Harðarsonar stend-
ur til 26. janúar en þá hefst sýning
á ljóðum Hannesar Sigfússonar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristín Guðnadóttir, safnvörður,
og Þorbjörg Gunnarsdóttir, safn-
leiðbeinandi, setja upp eitt verk-
anna á sýningunni.
Listasafn ASÍ:
Ljósmyndasýning World Press Photo
HIN árlega fréttaljósmyndasýning
World Press Photo verður opnuð
í Listasafni ASÍ laugardaginn 11.
janúar kl. 14.00. Myndirnar hafa
verið sendar í fréttaljósmynda-
keppni World Foundation stofnun-
arinnar sem árlega gengst fyrir
samkeppni um bestu fréttaljós-
myndirnar í þeim tilgangi að vekja
almennan áhuga á því'sem best
hefur verið gert á þessum vett-
vangi.
Auk vals á fréttaljósmynd ársins'
eru verðlaunaðar myndir í fjölmörg-
um efnisflokkum. Veitt eru m.a. verð-
laun kennd við Oskar Barnac, upp-
hafsmann Leica-myndavélarinnar,
fyrir þá ljósmynd sem túlkar best
hugsjón mannúðar og samband
manns og umhverfis. Þá eru einnig
veitt verðlaun Búdapestborgar fyrir
Ijósmynd sem sýnir jákvæðar aðgerð-
ir til varðveislu lífs á jörðinni.
í World Press Photo 91 bárust 11.
521 mynd frá 1. 390 ljósmyndurum
frá alls 61 landi. Sýningin verður
opin alla daga vikunnar frá kl. 14-20.
Henni lýkur mánudaginn 27. janúar
1992.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48