Morgunblaðið - 13.02.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1993
Ljóðasýning Stefáns
Harðar Grímssonar
í dag, laugardaginn 13. febr-
úar, opnar í miðrými Kjarvals-
staða sýning á ljóðum eftir Stef-
án Hörð Grímsson, en um þessar
mundir er liðin hálf öld síðan
fyrsta ljóð hans, Gamall fiski-
maður, birtist á prenti í tímarit-
inu Helgafelli. Sýningin stendur
til 7. mars. Með þessari sýningu
taka Kjarvalsstaðir og Ríkisút-
varpið-Rás 1 upp þráðinn að nýju
frá fyrra ári en þessir aðilar
hafa staðið saman að ljóðasýn-
ingum frá því haustið 1991.
Ljóðasýningarnar hafa vakið
verðskuldaða athygli, en á þeim eru
Ijóð höfunda tekin og stækkuð eða
fest þannig upp að gestir gætu
skoðað þau í nýju ljósi. Með sýning-
unum hafa opnast nýir möguleikar
fyrir íslensk skáld I rými sem áður
var nær einvörðungu helgað mynd-
listinni, en jafnframt vekja sýning-
araar margræðar spurningar um
ljóðlist nútímans og framsetningu
hennar.
Stefán Hörður Grímsson er
fæddur árið 1925, og var sjómaður
framan af ævinni og má sjá þess
glögg merki í fyrstu bók hans,
Glugginn snýr í norður, sem út kom
árið 1946. Með ljóðabókinni Svait-
álfadans (1951) skipaði Stefán sér
í flokk mikilhæfustu skálda eftir-
stríðsáranna, atómskáldanna svo-
kölluðu sem innleiddu nýjan stíl í
íslenska Ijóðagerð um miðja öldina
og mikill styr stóð um á sínum tíma.
Stefán hefur sent frá sér sex
ljóðabækur, nú seinast Yfir heiðan
morgunn (1989) en fyrir hana hlaut
Stefán Hörður Grímsson.
hann íslensku bókmenntaverðlaun-
in í fyrsta skiptið sem þau voru
veitt. í kynningu sem hanga mun
á sýningunni, segir Eysteinn Þor-
valdsson m.a.: „Á ferli sínum hefur
Stefán Hörður gjaman ort með
ádeilubrag um rangindi og rányrkju
mannsins á jörðinni en þó hefur
hann fyrst og fremst ort um dýr-
mæti lífsins og mannlegra sam-
skipta, varðveislu náttúruverðmæta
og um ástina." Ljóðstíll Stefáns ein-
kennist af knöppu formi, hnitmið-
uðu orðfæri og mikilli myndvísi,
einkum sérkennilegum myndhverf-
ingum.
Gengið í kringum einibeijatré
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Einiberjatréð („The Juniper
Tree“). Sýnd í Háskólabíói. Leik-
stjóri og handritshöfundur:
Nietzchka Keene. Aðalhlutverk:
Björk Guðmundsdóttir, Bryndís
Petra Bragadóttir, Valdimar Orn
Flygenring, Guðrún S. Gísladóttir
og Geirlaug Sunna Þormar. ís-
lenskt-bandarískt samvinnuverk-
efni. 1991.
Hún tók það fram Nietzchka
Keene, leikstjóri og handritshöfund-
ur Einibeijatrésins eða „The Juniper
Tree“, í stuttri tölu fyrir frumsýn-
ingu myndarinnar í Háskólabíói, að
hér væri enginn Tortímandi á ferð-
inni eða Ógnareðli hvað varðar bæði
innihald og aðsókn — og vakti
nokkra kátínu. Einibeijatréð er
sannarlega af allt öðrum toga, krefj-
andi og persónulegt höfundarverk
svo ekki sé minnst á torráðið en
Keene gaf engar formúlur til lausn-
ar heldur bauð áhorfendum að taka
myndinni sinni að vild.
Fyrir það fyrsta viðurkennir Eini-
beijatréð engin landamæri. Hún er
byggð að nokkru leyti á ævintýri
Grimmsbræðra, leikstjóri og höf-
undur kemur frá Bandaríkjunum
með helling af tækniliði, leikararnir
eru allir íslenskir en tala ensku með
sínum íslenska hreim og myndin er
með íslenskum texta svo íslenskir
áhorfendur geti skilið landa sína.
Og það er T. S. Eliot sem gefur
tóninn með kvæði sínu, „Ash Wedn-
esday“.
Það eru heldur engin landamæri
í myndinni sjálfri eða ákveðinn tími
nema hinar breiðu miðaldir. Það er
jafnvel lítill munur dags og nætur
í svart/hvítri myndatökunni. Ein vís-
bending um tíma er að galdraof-
sóknir virðast í gangi. ísland gegnir
engu hlutverki sem ísland heldur
notar Keene hið berangurslega og
eyðilega og hijóstruga stuðlabergs-
og klettalandslag (sem gæti þess
vegna verið úr tilvitnuðu kvæði Eli-
ots) fyrir viðeigandi leiktjöld um
dulúðuga, stundum harkalega og
stundum fallega sögu af sjálfsbjarg-
arviðleitni nornar (og margt fleira),
sem eins og óvart gengur of langt.
Bryndís Petra Bragadóttir leikur
nornina Kötlu eða skulum við segja
konu sem kann sitthvað fyrir sér í
göldrum en Björk Guðmundsdóttir
er yngri systir hennar, Margit. Þær
eru á flótta eftir að móðir þeirra
hefur verið brennd á báli fyrir galdra
og halda á afvikinn stað þar sem
býr Jóhann (Valdimar Örn Fiygen-
ring) bóndi ásamt syni sínum Jónasi
(Geirlaug Sunna Þormar). Katla
særir bóndann til lags við sig en
drengurinn Jónas viðurkennir ekki
stjúpmóður sína. Hann vingast hins-
vegar við Margit, sem býr yfir
skyggnigáfu, og á fundi við móður
sína, leikin af Guðrúnu S. Gísladótt-
ur, úti í náttúrunni en stundar ekki
kukl eins og systir hennar. Átökin
á milli sonarins og Kötlu magnast
og enda í harmleik þar sem kernur
vel í ljós af hvetju nákvæmlega
nomir eru ofsóttar í heimi myndar-
innar.
Ógnareðli er þetta ekki, svo mik-
ið er víst. Þetta er kvikmyndahátíða-
matur fyrir þá sem leggja sig eftir
krefjandi kvikmyndaverkum. Mynd-
in er merkilega íslensk, gæti rétt
eins verið uppúr íslenskri þjóðsögu
um galdra; hin svart/hvíta mynda-
taka af íslenskri náttúm, leikaramir
og efnið sjálft magnar þá tilfinn-
ingu. Yfirbragðið fornlegt og frá-
sögnin hæg. Keene virðist þekkja
vel til galdramála — þau öll eru
mjög sannfærandi — og samúðar
gætir í garð Kötlu svo myndin verð-
ur aldrei ógnvekjandi eða spenn-
andi. Sagan sjálf orkar aldrei mjög
sterkt á mann, sennilega af því
maður er svo upptekinn af því að
fylgjast með íslendingum leika á
ensku (það dregur að sér talsverða
athygli þótt viðunandi sé), en hin
draumkenndu, ljóðrænu myndskeið
eru oft grípandi. Dæmi um það er
þegar Björk og Guðrún ganga á bak
við Seljalandsfoss.
Leikurinn er þokkalegur á ensk-
unni. Sérstaklega er Bryndís Petra
sterk sem Katla og Björk lýsir vel
bamslegu sakleysi Margit, sem er
13 ára. Valdimar Örn er bóndinn
Jóhann sem hálf er ráðvilltur í stöð-
unni, Geirlaug Sunna Þormar er fín
sem drengurinn Jónas og Guðrún
S. Gísladóttir góðmennskan uppmál-
uð sem verndarengill Margit.
íslandskynning í U ngverj alandi
UNGVERJUM hefur í vetur boðist
að kynna sér náttúrufar og fleira
ÉOsieíM máQ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Sigurður skólameistari Guð-
mundsson varð einu sinni sam-
ferða einum lærisveina sinna á
leið út fyrir Hlið. Skrifiegt próf
hafði verið um morguninn, og
Meistari spurði nemandann
hvemig honum hefði gengið.
„Illa,“ var svarið, „ég var ekki
í stuði.“ Skólameistari hváði
hátt og bætti við: „í hveiju voru
þér ekki?“ Hann skildi ekki orð-
ið stuð í þessu samhengi.
Mér var ekki fyrir löngu sýnt
bréf frá sr. Matthíasi Jochums-
syni sem hann hafði skrifað
1891. Þar segir skáldið: „Ég er
illa upplagður (klaufalegt
orð)...“
Umsjónarmaður fór að gamni
sínu að grennslast fyrir um orð-
myndina upplagður sem skáld-
prestinum orðfima þótti klaufa-
legt. í Blöndal segir að upp-
lagður sé lýsingarháttur þátíðar
af uppleggja, gefur líka sam-
setningarnar upplagsvefur og
upplagsbóndi, en um síðara
orðið segir að það tákni bónda
sem býr inni í landi, gagnstætt
strandbónda (Kystbonde).
Þá er að fletta upp sögninni
að uppleggja og hún þýðir „að
leggja upp“, og kemur aftur
orðið upplagður (á dönsku op-
lagt), og dæmi er nú gefið í
fyrstu lotu „upplagður ljár“,
þýtt á dönsku: „drejet opad (sa-
al. at Æggen ikke skærer tæt).“
Þetta er talið sunnlenska. Þá
kemur upplagður, b-liður („i
Skoleslang“), og er þá haft um
þann sem er vel lesinn og fyrir
það kallaður „að koma upp“.
Þetta er ekki búið. Blöndal
segir líka að mál geti verið „al-
veg upplagt", og síðast er þess
getið, að sr. Björn Halldórsson
hafi í orðabók sinni gefið merk-
inguna „að ákveða" í sögninni
að uppleggja.
Elsta dæmi, sem Orðabók
Háskólans hefur um upplagður
í nákvæmlega sömu merkingu
og sr. Matthías, er frá 1836,
einnig úr bréfi. En einn seðill
er þar með miklu eldra dæmi,
en ekki liggur ljóst fyrir hvað
upplagður merkir þar.
★
Þessi stafur styður afar mikið;
minnka þrautir megnið hans
mjög um brautir Isalands.
(Jón Tómasson, 1847-1919,
stuðlafall, frárfmað, mishent.)
★
Einhvern tíma minntist
Magnús Jónsson í Hafnarfirði á
mismunandi framburð eftir
landshlutum, og þar sem hann
kunni fræga vísu, sem menn eru
ekki vissir um, hvernig vera eigi,
þá birti ég hana hér í gerð Magn-
úsar:
Nordan hardan gerdi gard,
geysihardur vard ’ann.
Foldar svardar ennis ard
upp í skardið bard ’ann.
Magnús hafði líka frá þessu
að segja:
„Þegar ég gekk í Barnaskóla
Hafnarfjarðar var einn kennar-
anna þar úr Dalasýslunni —
mikill hæfileikamaður. í kven-
kynsorðum, þágufalli með
greini, bar hann alltaf fram i-
hljóð þar sem flestir aðrir hafa,
samkvæmt rithættinum, u.
Hann sagði til dæmis: „Við vor-
um þarna nærri efst á síðinni,
það var í þriðju líninni.“ Helgi
Hjörvar var ekki alveg af sömu
slóðum, en þó í nánd við Breiða-
fjörðinn. Hann talaði líka svona,
mér er t.d. í barnsminni þegar
hann sagði í þingfréttunum:
„Umræðinni er lokið, en at-
kvæðagreiðslinni frestað ..
Ekki vissi umsjónarmaður
þetta.
Hann Símalandi í Símalandi var
símalandi í tólið.
Símalandi af svefni reis hann þar
fór símalandi í bólið.
679. þáttur
Hann Símalandi í Símalandi bjó
símaskuldum vafínn.
Hann Símalandi í Símalandi dó
var símalandi grafinn.
(Þórarinn Eldjárn, f. 1949.)
★
Af orðinu hrafn hafa þessar
samsetningar mannanafna kom-
ist á blað hjá mér: Hrafnborg,
Hrafndís, Hrafney, Hrafn-
gerður, Hrafnheiður, Hrafn-
hildur, Hrafnkatla, Hrafnkell,
Hrafnlaug og Hrafnsvartur.
Hvort sem þessar samsetningar
eru ungar eða gamlar, eru þær
sjaldgæfar nema Hrafnkell og
Hrafnhildur. Um sumar hef ég
aðeins eitt dæmi, svo sem prest-
inn sem í Hítardal var á 14. öld
og hét Hrafnsvartur Skeggja-
son.
Hrafnhildur er gott dæmi
nafna sem færst hafa mjög í
aukana á síðustu tímum, jafnvel
þó að sé þijú atkvæði. Segja
má að nafnið merki „dökk val-
kytja“. Því bregður fyrir í
Landnámu og íslendinga sög-
um. Síðan fínnast ekki um það
heimildir margar aldir. Það er
ekki fyrr en í aðalmanntali 1910
að tvær eru á landinu, önnur
fædd í Mýrasýslu, en hin í ísa-
fjarðarsýslu. Síðan kemst nafnið
í tísku. Árin 1921-50 voru svo
skírðar 249 meyjar og í þjóð-
skránni núna eru 768 Hrafnhild-
ar, og aðeins fjórar þeirra heita
svo síðara nafni.
Hlymrekur handan kvað:
Hún Monika Mist er í A,
en á morgun strax flyst sería
af krökkum í B,
jafnvel Bína í C;
þetta er bamflutningshysteria.
Auk þess leggur Freygerður
Magnúsdóttir á Akureyri til að
roð verði kallað roð, en ekki
„fiskaleður“ eins og þrásinnis
hefur mátt heyra undanfarið.
á Islandi. Þjóðminjasafnið í Búda-
pest hýsti í sex vikur sýningu,
setta saman úr efnivið sem fimmt-
án Ungvcrjar öfluðu á Islandi síð-
asta sumar; ljósmyndum, steinum
og bergtegundum, blómjurtum og
plöntum. Hingað til hafa Ungverj-
ar helst þekkt ísland af bókmennt-
um, þýðingum Njálssögu og skál-
dögum Halldórs Laxness.
Undirbúningur fimm vikna ís-
landsferðar Ungveijanna stóð í næst-
um ár og frumkvæði hennar átti
hópur ungverskra náttúruvísinda-
manna, Trientalis, sem farið hefur
víða um heiminn, og fólk úr Ingólfs
Arnarssonar félaginu sem starfar að
hugaðarefnum íslandsvina í Búda-
pest. Leiðangursstjóri var dr. György
Szollát grasafræðingur hjá Ung-
verska náttúrufræðisafninu. Einnig
voru starfsmenn ungverska sjón-
varpsins með í för, og ljósmyndari
sem tók fjölda mynda er höfnuðu á
sýningunni í Búdapest. Leiðangurs-
menn komu til landsins með tvo
rússajeppa og fóru á þeim suður frá
Seyðisfírði, íjallabaksleið um Land-
mannalaugar, í Þórsmörk og Suður-
land og svo vestur á Snæfellsnes og
um Norðurland; Mývatnssvæðið, og
með Jökulsá frá Dettifossi í Herðu-
breiðarlindir og Öskju. Gert er ráð
fyrir að gefín verði út Ijósmynd-
amappa um ísland á árinu og að sjón-
varpið sýni heimildarmynd um ferð-
ina um svipað leyti og frú Vigdís
Finnbogadóttir kemur í opinbera
heimsókn til Ungveijalands.
Myrkir músíkdagar
Tónlist
Ragnar Björnsson
Ráðhúsið var vettvangur
Myrkra músíkdaga 10. febrúar
en forvitnilegt er að kynnast
móttökusal ráðhússins sem tón-
leikasal jafnframt. Efnisskrá tón-
leikanna var þó ekki sem heppi-
legust til þess að svara þeirri
spurningu, þar sem öll verk
kvöldsins voru byggð að mestu á
raftónlist, uppmagnaðri í hátölur-
um. Á fögru kvöldi fyllist maður
og rómantískum hugblæ við að
horfa út yfir tjörnina, ef nú eitt-
hvað skyídi vanta á rómantíkina
í verkefnin innandyra og án þess-
arar órökrænu tilfinningar, sem
rómantík nefnist, viljum við ekki
vera, hversu „töff“ sem við ann-
ars teljum okkur. Scottish
Dompe, eftir Karólínu Eiríksdótt-
ur, var skrifað í tölvuhljóðveri
háskólans í Glasgow 1992 og
byggt á rafhljóðum eingöngu.
Upphafið gat minnt á einhvers-
konar sveitastemmningu, læ-
kjarnið eða önnur vorhljóð, rann
áfram án mikillar tilbreytni, og
þó, gat jafnvel minnst á annan
þáttinn úr Beethovens sjöttu, þó
án næturgala- og „kuckucs"-
söngs í lokin, ekki hástemmt verk,
en látlaust og ekki of langt.
Áfram hélt vorstemmningin í
næsta verki, Rain eftir Nicky
Hind, líklega Skoti. Djasskenndir
ruddu sér inn í vorið að þessu
sinni að og kvenmannsrödd, sem
hafði ekkert að segja, „en sagði
það dásamlega". „Verkið," segir
höfundur „er byggt á samspili
tilviljunar og ásetnings" og í lok-
in virtist tilviljunin verða nokkuð
ráðandi. Hljóðgerfill, ásamt Pétri
Jónassyni, gítarleikara og höf-
undi, Kjartani Ólafssyni, fluttu
Tvíhljóð. Hér var heilmikið að
gerast, og virtist verkið deyja út
í eins konar hljómhvörfum í lokin,
dálítið spennandi verk. Cho, eftir
Þorstein Hauksson, er byggt á
goðsögninni um ást Cho, hinnar
grísku, til Narsissusar. Tónbandið
er að mestu byggt á flautuleik
Kolbeins Bjarnasonar, sem tekinn
var upp í Kristskirkju og til þess
notað bergmál kirkjunnar. Á tón-
leikunum lék Kolbeinn á flautuna
sína á móti sjálfum sér, þ.e. upp-
tökunni úr Kristskirkju, og sýndi
enn einu sinni sinn ágæta flautu-
leik í bak og fyrir. Verkið var
sniðuglega unnið, en kannski á
mörkunum að verða ekki of langt.
Síðasta verk kvöldsins átti Lár-
us Halldór Grímsson, Tarzan goes
to Hollywood. Þar léku með tón-
bandinu Snorri Birgisson á píanó
og Sigurður Flosason á saxófón.
Kraftmikið verk, djasskennt, sem
ekki kom á óvart, margar hug-
myndir sem stundum héldu áfram
sem improviseraður djass, en allt
féll vel saman við tónbandið.
Snorri og Sigurður spiluðu þetta
verk, oft mjög erfitt, bæði leik-
rænt og hrynrænt, með glæsi-
brag.