Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNHMGAR sUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 Minning Nanna Snædal í dag fer fram jarðarför Nönnu Snædal, sem lést að morgni sunnu- dagsins 7. marz sl. Eiginmaður Nönnu var Grétar Kristinsson en hann lést fyrir rúmlega níu árum síðan. Nanna barðist um eins og hálfs árs skeið við sjúkdóm þann er að lokum hafði yfírhöndina. En allt frá þeim tíma er henni varð ljóst að hér var um hinn illkynja sjúkdóm krabbamein að ræða var augljóst, að þótt henni væri brugðið var hún alls ekki á því að láta bugast. Hún naut hverrar stundar sem hún átti með fjölskyldu sinni og vinum og notaði hvert tækifæri sem gafst til að vera öðrum og umhverfi sínu til góðs. Það var sérstaklega einkenn- andi fyrir Nönnu ef rætt var við hana um sjúkdóm hennar hversu þakklát hún var fyrir hvem dag sem hún lifði og hversu vel hún bar sig þrátt fyrir mjög alvarleg sjúkdóms- einkenni. Andlegur styrkur hennar og hugarró var með eindæmum. Henni var tamt að benda á ein- hveija aðra sem henni fannst þjást enn meir og frekar væri ástæða til að vorkenna. Grétar, fyrrverandi eiginmaður Nönnu, sem lést af völdum sama sjúkdóms, var henni ávallt efst í huga og er það engum vafa bundið að tilhugsunin um endurfund þeirra, handan við móðuna miklu, átti sinn þátt í að gera sjúkdóms- stríð hennar bærilegra. í gamalli afmælisdagabók á heimili okkar er nafn Nönnu ritað með fallegri rithönd hennar við 9. apríl. Þar stendur eftirfarandi: „Ríkasti þátturinn í skapgerð þinni er djúp ást og órofa tryggð við vini þína og vandamenn. Þú ert starfs- fús og ástundunarsöm, sjálfstæð og sjálfbjarga og mjög hagsýn í verkum og viðskiptum. Vinir þínir sækja oft ráð til þín, oftast til hags- bóta, sé þeim trúlega fylgt." Ein- stakt er hversu námkvæmlega stjömuspá þessi lýsir einstaklingi þeim er hér er minnst. Við hjónin áttum því láni að fagna að eiga þau Grétar og Nönnu að vinum um áratuga skeið. Við erum innilega þakklát fyrir margar góðar minningar um þau góðu kynni. Við sendum sonum, tengda- dóttur, sonardóttur og öðru vensla- fólki Nönnu Snædal samúðarkveðj- ur. Guðni Jónsson, Berta Björgvinsdóttir. Föðursystir mín og kær vinkona okkar, Nanna Snædal, er látin fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Banamein hennar, krabbameinið, varð einnig eiginmanni hennar, Grétari Kristinssyni, að aldurtila fyrir rúmlega níu árum, þá vel inn- an við sextugt. Barátta Nönnu við sjúkdóminn einkenndist af ótrúleg- um viljastyrk og bjartsýni um að hafa sigur. Það sáum við vel um síðustu jól er fjölskyldan var öil saman komin hjá foreldrum mínum. Þegar við Soffía kvöddum hana í byrjun árs á leið út aftur hafði hún góð orð um að koma hingað til Kaupmannahafnar nú í vor með Steinunni tengdadóttur sinni. Svo innilega velkomin hefði hún verið svo sem við ávallt vorum á heimili hennar í Hafnarfirði. Alltaf voru þar gestir, alltaf opið hús. Vinir sonanna, frændsystkin að austan, vinir og vandamenn er leið áttu um Hafnarijörð. Hún þurfti ekki að bjóða til sín gestum, þeir komu að fyrra bragði. Kærkomnust hin síð- ustu ár var án efa nafna hennar og sonardóttir, Nanna Elísa, sem eflaust á erfitt með að skilja af hverju amma er farin og kemur ekki aftur. Hún nær vonandi að geyma bjarta mynd af ömmu sinni í minningunni, þó ung sé að árum. Kæru bræður, Nanna Elísa, Stein- unn og Gulla, hugur okkar er hjá ykkur á sorgarstund. Blessuð sé minning Nönnu Snædal. Gulla og Soffía. Hið liðna í lífi hvers manns mót- ast af minningum um atburði og samferðamenn, sem við höfum kynnst á lífsleiðinni og bundist tryggðaböndum. Hið liðna flýgur um hugskotið, sjaldnast sem sam- fella, oftar sem brot minninga, þar sem skiptast á skin og skúrir. Nú þegar ég kveð Nönnu Snædal hrannast upp minningar og flestar koma brosviprum fram á varir mér, þó svo ég vissulega finni til þeirrar sorgar og þess saknaðar sem því fylgir að kveðja kæran vinnufélaga og vin. Nanna var svo glaðlynd og fljót að sjá hið skoplega í tilver- unni. Þær eru ófáar stundimar sem ég hef eytt með Nönnu, þar sem við höfum velst um af hlátri yfir einhveiju broslegu, mitt í amstri daganna. Eitt minningarbrot, tengt Nönnu, er mér sérlega kært. Ég og fjöl- skylda mín vorum að koma frá Akureyri úr viku sumardvöl. Áður en við fórum norður voru Nanna og Ragna Ágústsdóttir, sem var þá matráðskona á Sólvangi, búnar að bjóða okkur til dvalar hjá sér, en þær ætluðu að dvelja í sumarbústað í Munaðamesi í eina viku. Við ákváðum að koma við hjá þeim á suðurleið. Þótt við séum að koma úr sum- arfríi er ferðalag okkar fjölskyid- unnar dálítið sérstætt. Við þurfum að koma við á Siglufirði áður en haldið er suður til að sækja þangað litla stúlku, dóttur vinkonu minnar. Þessi litla stúlka hafði þá um sum- arið dvalist hjá skyldfólki sínu á 'Siglufirði, vegna þess að móðir hennar var svo mikið veik. Og óhætt er að segja að í augum barnsins mátti lesa tilhlökkun yfir að komast heim í faðm íjölskyldunnar, einnig ótta vegna þess hvað biði hennar þegar heim kæmi. Hún hafði miklar áhyggjur af mömmu sinni. Hún veit að framtíðin er óræð. Á Siglufirði tókum við ekki bara litlu stúlkuna með okkur suður, heldur líka hamstra í búri sem hún átti og páfagauka í öðru búri. Leið- in frá Siglufirði til Munaðarness gekk vel, enda veður sumarfallegt og sól skein í heiði. Mínar dætur og litla vinkona okkar undu sér vel í aftursætinu ásamt gæludýrunum. Þegar við komum í Munaðames tóku þær stöllur á móti okkur með kostum og kynjum. Ekki var við það komandi að við fengjum að leggja á borð með okkur. Þær reiddu fram veisluföng í einni andrá. Þær tóku svo sannarlega vel á móti okkur, bæði mönnum og dýrum. Bömin tóku til við að sulla í Norðuránni, kveikt var á kertum í bústaðnum og spilin dregin upp. Mikið var gaman þarna hjá Nönnu og Rögnu. Við hlógum og spjölluð- um fram eftir nóttu, einnig ræddum við í hálfum hljóðum um hvað biði litlu stúlkunnar sem með okkur var, en móðir hennar lá þá banaleg- una, illa haldin af krabbameini. Ekki óraði mig fyrir því að eitt okkar sem vöktum saman þessa fallegu sumamótt ætti eftir að hljóta sömu örlög nokkmm ámm síðar. En daginn eftir héldum við öll upp á næsta fell og ég dáðist að þeim Nönnu og Rögnu hvað þær vom sprettharðar og þrekmiklar, komnar vel á sextugsaldurinn. Uppi á fellinu lögðumst við í grasið, tuggðum puntstrá og héldum áfram að hlæja. Alls staðar þar sem Nanna var, þar var líka hlátur. Við héldum síðan í bæinn, endurnærð eftir góðra vina fund. En þó að Nanna Snædal væri sérlega hláturmild og garnan að vera nálægt henni hefur líf hennar ekki alltaf verið dans á rósum. Nanna fæddist austur á Jökuldal að vori til 1932. Fjórum mánuðum áður en Nanna fæddist hafði faðir hennar farið suður til lækninga. Hann átti ekki afturkvæmt austur til konu sinnar og barna, því að hann lést hér suður í Reykjavík á skurðarborðinu. Enginn sími var heima og árferðið sérlega slæmt, svo að ekki bámst fréttir austur til hinnar tilvonandi móður um hvað komið hafði fyrir fyrr en nokkmm dögum síðar. Allt var á kafi í snjó. En Nanna sagðist þrátt fyrir þetta hafa átt góða æsku. Þarna var tvíbýli og bjó föðurbróðir Nönnu á hinu búinu. Jörðin var einnig kirkjujörð og þar mannmargt og gestkvæmt. Nanna óx úr grasi þarna fyrir austan og fór síðan suður til að mennta sig. Eftir það kom hún ekki mikið austur nema í sumarleyf- um, enda brá móðir hennar búi og fluttist ásamt börnum sínum til Keflavíkur. Nanna var alla tíð af- skaplega- félagslynd og eignaðist á námsámnum góða vini sem hún hélt alla tíð tryggð við. Hún kynntist á þessum ámm manni sínum, Grétari Kristinssyni, sem lengst af starfaði sem skrif- stofustjóri á Keflavíkurflugvelli. Þau hjón vom dugleg og samhent og hófu byggingu einbýlishúss hér í Hafnarfirði. Þau vom nýflutt í nýja húsið, nánast inn á smiðina, eins og Nanna sagði, með drengina sína þijá, þegar Grétar veiktist og féll frá löngu fyrir aldur fram. Af sama dugnaði og ætíð einkenndi Nönnu kláraði hún húsið og ól drengina sína þijá upp, nú ein og óstudd. Kynni mín af Nönnu hófust þeg- ar hún hóf störf á skrifstofu sjúkra- hússins Sólavangs í Hafnarfírði, og vissulega hafði hún mannbætandi áhrif á umhverfí sitt, með sinni glaðværð og góðmennsku, hún vildi hvers manns vanda leysa. Nanna var sérlega töluglögg og fljót að átta sig á hlutunum og skipulögð. Hún var þannig skapi farin að henni lynti við alla. Ef menn höfðu ein- hveija hraunkarla á skapgerðinni, þá stillti hún sig einfaldlega í annan gír. Og alltaf var kátt í kringum Nönnu. Fyrir tæpum tveimur ámm veikt- ist Nanna af krabbameini og þrátt fyrir dugnað hennar, lífsorku og Minning Ingimar Eydal Það er nokkurs virði að hafa fengið að kynnast manni á borð við Ingimar Eydal. Og ekki er óhugs- andi að þau kynni hafí haft sitt að segja fyrir 22 (og síðar 24) unga, ómótaða og ærslafulla mennta- skólanema, sem fyrir 25 ámm komu saman norður á Akureyri til að syngja í kór undir stjórn Sigurðar Demetz Franzsonar. Við fengum Ingimar fljótlega til liðs við okkur, og í áranna rás var hann meira eða minna viðriðinn starf kórsins, ýmist einn síns liðs sem undirleikari á píanó eða með hljómsveitina alla. Ingimar var ætíð til taks, fullur af áhuga á því sem til stóð, hvetjandi og leiðbeinandi á sinn sérstæða, jákvæða hátt, ekki eins og sá sem fleira vissi og fleira kunni, heldur ávallt sem jafningi og félagi. Ingimar hafði einstakt lag á að umgangast unglinga. Hann lét okk- ur aldrei fínna á sér þreytumerki eða pirring þó að sjálfsögðu fylgdi hópnum hávaði, ærsl og ungæðis- háttur af ýmsum toga. Frá örófí alda hafa unglingar viljað að litið væri á þá sem fullorðið fólk með hlutverk og ábyrgð um leið og þeir ætlast til að brek þeirra og breysk- leiki séu fyrirgefín jafnharðan. Á þessu hafði Ingimar fullan skilning og kom ætíð fram samkvæmt því. Áreiðanlega ekki af því að það væri fyrirfram úthugsað her- kænskubragð, heldur af því að hon- um var það eiginlegt. Ingimar dró menn ekki í dilka, hvorki eftir aldri, vitsmunum, stétt né pólitík. Þó hafði hann sjálfur mjög ákveðnar lífsskoðanir sem enginn gat hróflað við. Hann gat rætt þær hvar sem var og við hvem sem var án þess að gerast prédikari eða dómari yfír öðrum. Á því sviði veitti hann áreið- anlega mörgum manninum ráðgjöf fyrr og síðar án þess að tala ofan frá, rétt eins og í tónlistinni. Hann gaf öllum tækifæri, virti skoðanir sérhvers manns - vegna þess að hann bar virðingu fyrir lífínu sjálfu. Einmitt þess vegna var svo gott að vinna með Ingimar Eydal. Þess vegna fundu allir til öryggis í ná- vist hans, þar lærðu menn ósjálf- rátt að bera virðingu fyrir sjálfum sér. Þessir ánægjudagar eru löngu liðnir, 25 ár liðin frá stofnun kórs- ins eins og áður er sagt, Sigurður löngu fluttur til Reykjavíkur og kórfélagar að sjálfsögðu mjög tvístraðir. Eigi að síður datt bjart- sýnismönnum úr þessum hópi í hug á liðnu hausti að ekki væri óhugs- andi að safna liði og syngja nokkur lög fyrir Sigurð Demetz á áttræðis- afmæli hans í október. Sá sem gerði þetta kleift var auðvitað Ingimar: „Það er engin spuming, auðvitað gemm við þetta, krakkar.“ Hann kom suður og hjálpaði okkur á mettíma að æfa upp þijú létt lög frá fyrstu dögum kórsins og spilaði síðan með okkur á afmælishátíðinni í Þjóðleikhúsinu 6. okt. Við þessa endurfundi riijaðist að sjálfsögðu upp margt gamalt og gott og menn Ieyfðu sér um stund að láta sem allt væri eins og það var fyrir aldarfjórðungi. Auðvitað var það ekki svo. Allt hafði vissu- lega breyst - nema kannski helst Ingimar, fyrir utan stafínn sem hann gekk nú við. Stöðugt við sama heygarðshornið; bjartsýnn, hlýr og spaugsamur bar hann sömu virð- ingu fyrir lífinu og í gamla daga og hélt enn þeim vana að tala upp til fólks, jafnvel enn lítillátari og mennskari en nokkru sinni fyrr. Engu okkar blandaðist hugur um hversu mikil og mannbætandi áhrif það hafði haft á líf okkar allra að fá að ganga með honum þennan spöl. Kæra Ásta, það er ómaklegt hve seint þessi kveðjuorð líta dagsins ljós. Allt frá því er við fréttum af andláti Ingimars hefur brunnið á okkur að heiðra minningu hans og senda þér kveðju. Ástæðan, fyrir töfínni er aðallega sú, að Sigurður Demetz er aðeins nýkominn heim frá Ítalíu þar sem hann hefur dval- ist frá því fyrir jól, en við vonum að þú sjáir gegnum fíngur við okk- ur eins og Ingimar var vanur að gera. Við vottum þér og fjölskyldu þinni samúð okkar, heils hugar. Sigurður Demetz Franzson, Ævar, Kristín, Jón Guðni og Sólveig Brynja f.h. 24 MA-félaga. lífsgleði þá er stríðið mikla við þenn- an vágest nú tapað og Nanna er öll. Og það er vissulega mikill sjón- arsviptir að henni, við söknum vinar í stað. Persónutöfrar hennar voru slíkir að fólk laðaðist að henni hvar sem hún var. Aðstandendum Nönnu votta ég mína dýpstu samúð og við skulum öll muna að sá er ekki horfinn sem lifír í hugum okkar og hjörtum. Minning um góða konu lifír. Kristín Guðmundsdóttir. Meðan sól í morgunheiði skín og moldin lykur faðmi bömin sín um vistahvörf og tekur höndum tveim, við treystum henni fyrir öllum þeim er leita að hvíld og fagurdreymisfrið. Að ferðalokum hjartanlega við þökkum ævi þinnar bjarta skin, og það - að hafa átt þig fyrir vin. (Bragi Bjömsson frá Surtsstöðum.) Alltaf verður manni þungt fyrir bijósti þegar nákominn ættingi fell- ur frá. Það er eins og eilífðarhjólið stöðvist andartak og tómarúm myndast hið innra. En stundaglösin halda áfram að telja, eitt fyrir þig og annað fyrir mig. Nú er Nanna frænka dáin, bless- uð sé minning hennar. Stundaglasið tómt og hún horfín okkar mannlegu sjónum til nýrra heimkynna. Hún hafði lengi barist hetjulegri baráttu við krabbameinið, þann erfiða sjúk- dóm sem margan manninn hefur frá okkur tekið. Hann var Nönnu líka þungur í skauti því að manninn sinn, Grétar Kristinsson, missti hún fyrir tæpum tíu árum eftir harða baráttu við sjúkdóminn. Nanna fæddist og ólst upp á Eiríksstöðum á Jökuldal, en fluttist á unglingsárum til Keflavíkur og þaðan til Reykjavíkur. Lengst af bjó hún þó í Hafnarfirði ásamt manni sínum og sonunum Jakobi, Atla og Stefáni. Þegar maður lætur hugann reika og kallar fram þær minningar liðins tíma sem tengjast Nönnu er það glaðværðin og æðruleysið sem fyrst verður fyrir. Það var alltaf grunnt á glettninni og góða skapinu þar sem Nanna var og þegar hún hló sínum dillandi hlátri var erfitt að veijast brosi jafnvel þótt tár blikuðu á kinn. Alltaf var hún jafn traust og heil og gott til hennar að leita ef með þurfti. Þannig teljum við líka að samferðafólkið minnist hennar. Og þó að tómarúmið í sál- um okkar virðist stórt og vandfyllt munu þessar góðu minningar breiða þar yfír er tímar líða. Við sem hér stöndum á kveðjustund reynum því að líta fram á við með æðruleysið og lífsgleðina að leiðarljósi. Það væri í anda Nönnu frænku og eitt af því sem hún kenndi okkur. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta bamið sitt, hún býr þar hlýtt um bijóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. (Þorsteinn Erlingsson.) Með þessum fáu orðum viljum við kveðja okkar elskulegu móður- systur með þakklæti fyrir allar góðu samverustundirnar. Sonum hennar, systkinum og öðrum hennar nán- ustu vottum við okkar dýpstu sam- úð. Snærún og Stefán. Með örfáum orðum langar okkur að minnast vinkonu okkar, Nönnu Snædal, sem fallin er frá fyrir aldur fram. Við slíkan atburð reikar hug- urinn aftur í tímann. Við vorum ekki gamlar þegar vinátta okkar byijaði og hefur haldist ávallt síð- an, því að hún var þeim eiginleikum gædd að hlúa að öðrum, eins og hún átti ættir til. Nanna var mjög dugleg kona, enda sást það best þegar hún varð fyrir þeirri miklu sorg að missa eig- inmann sinn, Grétar Kristjánsson, frá þremur litlum drengjum og koma þeim síðan til mennta, og er það þeirra styrkur í dag. En söknuð- ur þeirra er mikill. Megi góður guð gefa þeim styrk til að ganga réttan veg. Minningin um góða konu lifír með okkur öllum. Saumaklúbburinn. ( ( ( i ( ( i i i i i i i i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.