Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993
21
Reuter
Horft til himins
FULLT eftirvæntingar horfir fólk til himins og hefur öflugan stjörnu-
kíki til taks nærri borginni Nice í Suður-Frakklandi. Það var heldur
lítið að sjá.
Litlar sem engar eldglæringar á himni
Jörðin fór um
jaðar skýsins
New York. Reuter.
ÞÆR eldglæringar sem vænst var á himnum í fyrrinótt urðu
jafnt atvinnu- sem áhugamönnum um stjarnfræði mikil vonbrigði
í Evrópu og Ameríku. Þeir sem fylgdust með sáu hvergi nærri
allt það stjörnuregn sem vænst hafði verið.
Ríkissaksóknari Þýskalands kannar mál 2.000 njósnara
Deilt um notkun
Stasi-gagnanna
HELMUT Kohl kanslari Þýskalands hefur vísað því á bug að ríkis-
stjórn landsins nýti sér gögn um njósnara Stasi, leyniþjónustu Aust-
ur-Þýskalands sáluga, í Vestur-Þýskalandi í flokkspólitiskum til-
gangi, að sögn dagblaðsins Frankfurter Allgemeine. Leiðtogar jafn-
aðarmanna og einn þingmaður Fijálslyndra demókrata, FDP, halda
því fram að það geti ekki verið tilviljun að hingað til hafi fjölmiðlar
nær eingöngu greint frá því að grunur beindist að stjórnmálamönn-
um úr jafnaðarmannaflokknum, SDP, og FDP sem reyndar á aðild
að samsteypustjórninni í Þýskalandi, en ekki úr flokki Kohls, Kristi-
lega demókrataflokknum, CDU.
Stjörnufræðingar höfðu spáð
því að loftagnaský sem halastjam-
an Swift Tuttle skildi eftir sig á
leið gegnum sporbaug jarðar í
fyrra myndi lýsa upp himininn
þegar jörðin færi í gegnum það.
Fræðingum bar reyndar ekki alveg
saman, og sögðu sumir að ekki
væri að vænta stórkostlegra at-
burða, þar eð jörðin myndi fara í
gegnum jaðar skýsins. Martin
Ratcliff, forstjóri stjarnfræðimið-
stöðvar skammt frá Pittsburgh í
Bandaríkjunum, sagði að sú hefði
orðið raunin. Jörðin hefði farið
Undanfarin 15-20 ár hefur
síaukinn kostnaður við læknismeð-
ferð smátt og smátt leitt til
skömmtunar. Að sögn Wynens
hefur skömmtun smám saman leitt
til líknardrápa af efnahagsástæð-
um. Biðlistar eftir sjúkrahússvist
væru nokkurs konar skömmtunar-
kerfi, og slíkt mismunaði fátæk-
um, «vegna þess að þeir efnuðu
myndu ætíð verða færir um að
greiða fyrir sjúkrahúsvist.
Að mati Wynens ættu læknar,
sem meðhöndla sjúklinga, ekki að
eiga þátt í ákvörðun um eða athug-
un á forgangstilvikum í meðhöndl-
un. Siðferðisskylda þeirra væri
einungis bundin við að meðhöndla
sjúkling. Hefði sjúklingur læknis
til dæmis bakverk þá væri það
skylda læknisins að bregðast við
bakverknum, hvort sem slíkt teld-
ist forgangstilvik eða ekki. Skort-
ur á fjármagni til læknisþjónustu
væri á ábyrgð stjórnmálamanna,
framhjá þéttasta hluta skýsins svo
skeikaði aðeins nokkur þúsund
kílómetrum.
Víða var mikill viðbúnaður þeg-
ar atvinnu- og áhugamenn komu
sjálfum sér og miklum tækjabún-
aði fyrir á vel vöidum stöðum.
Stjörnufræðingar höfðu tekið
mönnum vara við að búast við of
miklu, því eins og ónefndur fræð-
ingur í Bandaríkjunum komst að
orði: „Þetta er eins og að reyna
að segja fyrir um hvort jólin verði
hvít.“
ekki læknastéttarinnar.
Wynen sagði Bretland vera eina
landið innan Evrópubandalagsins
sem af efnahagslegum ástæðum
neitaði heilli stétt sjúklinga um
meðferð sem gæti bjargað lífi
þeirra. „í Bretlandi á fólk yfir sjö-
tugu ekki kost á blóðskilun; samt
eru yfír 22% allra slíkra sjúklinga
í hinum ríkjum EB yfír sjötugu,"
sagði hann. „Ef til er fólk sem
getur lifað eðlilegu lífi með öllum
þess gæðum, en þarfnast blóðskil-
unar tvisvar eða þrisvar og er
ekki gefinn kostur á slíkri með-
ferð, þá er slíkt ekkert annað en
virkt líknardráp.“ Wynen sagði
sjúkrahús nú ráða yfir blóðskilun-
artækjum sem gerði kleift að með-
höndla 40% fleiri sjúklinga en gert
væri, en fengju ekki heimild til
þess vegna kostnaðarins. „Það er
líknardráp af efnahagsástæðum
einvörðungu."
Ekki eru nema nokkrar vikur síð-
an fyrst var skýrt frá því opinber-
lega að þýska leyniþjónustan hefði
komist yfir áreiðanleg gögn um
starfsemi Stasi í Vestur-Þýska-
landi. Gögnin, sem fjalla um störf
u.þ.b. tvö þúsund Stasi-njósnara,
hafa síðan verið til rannsóknar hjá
ríkissaksóknara Þýskalands og
fyrstu yfirheyrslur fara fram þessa
dagana.
Ekki hefur verið upplýst hvernig
þýska leyniþjónustan komst yfir
gögnin en þau voru ekki í skjala-
söfnum þeim sem gerð voru upptæk
við hrun Austur-Þýskalands haustið
1989. Vikuritið Der Spiegel segist
hafa heimildir fyrir því að gögnin
um starfsemi Stasi í Vestur-Þýska-
landi séu varðveitt í höfuðstöðvum
bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.
Þjóðveijar hafi ekki fengið afrit af
þeim heldur verði leyniþjóstumenn
að fara reglulega til höfuðstöðva
CIA í Virginíu til að skoða þau og
hripa hjá sér minnispunkta.
Uppgjör forsenda sameiningar
Kohl kanslari er núna í sínu ár-
lega sumarfríi í St. Gilgen í Austur-
ríki. Hann sá þó ástæðu til að gefa
út yfirlýsingu um afstöðu sína til
Stasi-málsins. Sagði hann að gögn-
in um Stasi-njósnirnar yrðu ein-
göngu notuð í löglegum tilgangi.
Uppgjör vegna fortíðarinnar væri
verkefni allra Þjóðveija og ein af
forsendum þess að sameining Iands-
mánna tækist.
Ríkisstjórnin telur að til að byija
með verði að fela ríkissaksóknara
meðferð málsins en formönnum
flokkanna hefur verið skýrt frá því
hvaða flokksmenn þeirra liggi undir
grun. Rudolf Scharping, leiðtogi
jafnaðarmanna, krefst þess hins
vegar að allar fyrirliggjandi upplýs-
ingar og uppspretta þeirra verði
tafarlaust kynntar í forsætisnefnd
þýska þingsins.
Mál Wienands
Tilefni gagnrýni Scharpings voru
einkum blaðafregnir af því að Karl
Wienand, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri þingflokks SPD, lægi
undir grun um njósnir fyrir Stasi.
Ríkissaksóknari Þýskalands hefur
síðan tilkynnt að maður sem nefnd-
ur er dulnefninu Krúger hafi verið
yfírheyrður eij talið var að hann
væri Stasi-foringi sá sem var í sam-
bandi við Wienand á árunum 1970-
1989 og átti við hann fjölmörg við-
töl um efnahagsmál, valdabaráttu
innan SPD og utanríkismál. Við
yfirheyrslur hafi ekki komið neitt
það fram sem stangist á við fullyrð-
ingar Wienands um að hann hafí
aldrei vitað að Krúger væri Stasi-
maður. Þess vegna megi búast við
að málið gegn Wienand verði brátt
látið niður falla.
fyrir nútíma
eldhúsið
Þýskar úrvalsvéiar
sem metnaöur er lagður i.
endlngagóðar og þægilegar
i alla staði.
Eigum fyrirliggjandi vélar
50-60 sm. breiöar meö eöa án
blástursofni
Verð frá kr.
Komdu til okkar
i heimsókn,
sjón er sögu ríkari
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55
Yfirvöld í Dublin ráðleggja ferðafólki
Varað við ræningjum
Dublin. Reuter.
YFIRVOLD ferðamála á Irlandi vöruðu í gær erlenda ferða-
menn við vaxandi fjölda glæpa á götum úti. „Tilmæli okkar
eru einföld,“ sagði talsmaður yfirvalda í Dublin. „Þið eruð
í stórri borg og verðið að gera skynsamlegar varúðarráðstaf-
amr .
Talsmaðurinn, John Brown,
sagði að ræningjar hefðu ráðist
á fólk þar sem það var á gangi
með vegabréf sín, allt lausafé
og önnur verðmæti á sér. Fólki
væri ráðlegt að ganga ekki með
verðmætin á sér. Ferðafólk hef-
ur orðið fyrir því að hnífamenn
hafa ógnað því, einnig hafa
fíkniefnaþrælar veifað spraut-
unálum til að hræða fólkið svo
að það léti fé sitt af hendi.
Brown tók þó fram að glæpa-
tíðni væri ekki hærri í Dublin
en í öðrum álíka stórum borgum
Evrópu. Ferðaþjónusta er ein
af drýgstu tekjulindum íra en
yfir þijár milljónir sækja þá
heim árlega.
Opinn daguy
llarsel, húsdýr,
uppákomur.
jjOí ^ lu> kaffive'rt’tí'^
ALLIR VELKOMNIR
B»mU»k6llnn á Hvanneyri
Hajþjönuvta iandbúnaftailM
Rannaóknaratofnun landbúna&arina
Líknardráp sak-
ir fjárhagsvanda?
Edinborg. Reuter.
FJÁRHAGSLEGUR þrýstingur í heilbrigðisþjónustu kann að leiða
til líknardrápa eingöngu vegna kostnaðar, sagði belgískur læknir
á Alþjóðlegu heilbrigðisráðstefnunni á þriðjudag. „Líknardráp
af efnahagsástæðum er ef til vill mikilvægasta vandamálið sem
læknastéttin þarf að takast á við fyrir aldamót," sagði Andre
Wynen, framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka lækna. „Ekki í nán-
ustu framtíð, heldur núna.“