Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D/E 88. tbl. 82. árg. MIÐYIKUDAGUR 20. APRÍL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins SÞ ráðalausar gagnvart yfir- gangi Serba Sarajevo. Reuter. BOSNIU-Serbar héldu í gær áfram sprengjuárásum sínum á Gorazde og náðu á sitt vald loftvarnarbyssum, sem hermenn Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) tóku af Serbum í febrúar sl. Tilraunir SÞ til að koma mú- slimum í Gorazde til aðstoðar eru algerlega undir Bosníu-Serbum komn- ar, að sögn embættismanna SÞ. Rob Annink, talsmaður friðargæslu- sveita SÞ, segir ekki koma lengur til greina að gera loftárásir á Serba svipaðar þeim í síðustu viku, þar sem serbneskar hersveitir, sem gera sprengjuárásir á borgina, séu komnar of nærri henni. Varaði Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, við því að skelfileg átök myndu bijót- ast út ef Atlantshafsbandalagið (NATO) gerði fleiri loftárásir. Serbar gengu skrefí lengra gagn- vart SÞ í gær, er þeir tóku loftvarnar- byssur sem þeir höfðu látið af hendi vegna hótana NATO um loftárásir. Yfírbuguðu Serbar 18 gæsluliða, sem gættu vopnanna. Þeir skiluðu hluta þeirra í gærkvöldi og létu lausa um 50 starfsmenn SÞ sem þeir höfðu haldið í stofufangelsi. Vestrænir sendimenn í Belgrad segja að brot hers Bosníu-Serba á vopnahléi sem um samdist við SÞ, hafí sannfært Vesturlönd um að her- inn láti ekki að stjórn stjómmálaleið- toga Serba. Sögðu þeir útilokað að viðskiptabanni SÞ á Serbíu verði af- létt en talinn var möguleiki á því. Boutros Boutros Ghali, aðalritari SÞ ritaði Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóra NATO bréf á mánu- dag, þar sem hann óskar aukins umboðs NATO til að beita loftárás- um. Þá virðast Rússar, Bandaríkja- menn og Evrópusambandið nálgast samkomulag um nýjar viðræður um frið í Bosníu. Reuter Undirritun í Suður-Afríku MANGOSUTHU Buthulezi, leiðtogi Inkatha-hreyfingar Zúlúmanna, undirritar samning um að Zúlúmenn taki þátt í kosningum í Suður-Afríku í næstu viku, en F.W. de Klerk forseti landsins og Nelson Mand- ela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, skiptast á eintökum til undirritunar. Þjóðveijar vilja rétt- lát skipti byrðanna Pétursborg. Reuter. ÞJÓÐVERJAR vilja að byrðunum vegna endurreisnarinnar í Mið- og Austur-Evrópu verði réttlát- legar skipt en fram að þessu hafa þeir einir lagt fram meira en helming allrar aðstoðar Vestur- landa. Kom þetta fram á ársfundi Evrópubankans en hann er hald- inn í Pétursborg í Rússlandi. Til- gangur hans er að aðstoða komm- únistaríkin fyrrverandi við að taka upp markaðsbúskap. Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði í ræðu sinni á árs- fundinum, að Þjóðveijar hefðu lagt fram 76 milljarða dollara í aðstoð við Mið- og Austur-Evrópuríkin eða meira en helming vestrænu aðstoðar- innar. „Þessum byrðum verður að skipta jafnt,“ sagði Waigel. „Við Þjóðverjar höfum lagt meir af mörk- um en nokkrir aðrir en það eru tak- mörk fyrir því hvað við getum.“ Það er haft til marks um vaxandi hlutverk Pétursborgar sem miðstöð fjármálalífsins í Rússlandi, að árs- fundur Evrópubankans skuli haldinn þar en í ræðu yfirmanns hans, Prakk- ans Jaeques de Larosiere, kom fram að bankinn væri þegar orðinn mesti fjárfestandi í einkafyrirtækjum í Mið- og Austur-Evrópu. Sagði hann, að bankinn væri nú betur í stakk búinn en áður til að sinna hlutverki sínu og erfiðleikarnir á síðasta ári að baki. Átti hann þá meðal annars við óreiðuna og bruðlið, sem þóttu einkenna landa hans og fyrirrennara í starfi, Jacques Attali. Forystumenn stærstu flokkanna í Suður-Afríku ná sáttum Zúlú-menn fallast á að taka þátt í kosningxnn Vonast til að samkomulagið afstýri hættu á blóðsútheliingum Pretoríu. Reuter. LEIÐTOGAR stærstu flokkanna í Suður-Afríku náðu í gær samkomu- lagi sem felur í sér að Inkatha-frelsisflokkur Zúlú-manna verður með í þingkosningunum 26.-28. þessa mánaðar, þeim fyrstu sem blökkumenn iandsins fá að taka þátt í. „Það er einlæg von mín að þetta samkomulag verði til þess að binda enda á átökin í landinu," sagði F.W. de Klerk forseti á blaðamannafundi með Mangosuthu Buthelezi, leiðtoga Inkatha, og Nelson Mandela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (ANC). • * * Reuter Comaneci og kyrnar NADIA Comaneci, fyrrum ólympíumeistari í fímleikum, brá sér á mjólk- urbú í Ástralíu í því skyni að auglýsa heimsmeistaramótið í fimleikum sem hófst í landinu í gær en mjólkurbúið er stuðningsaðili mótsins. Mandela sagði að allir Suður- Afríkumenn, einnig Zúlu-menn, sem eru um 8,5 milljónir, vildu taka þátt í kosningunum. „Þetta samkomulag er stórt stökk fram á við í átt til friðar, sátta, þjóðarein- ingar og kosninga með þátttöku allra,“ sagði Mandela, sem er lík- legur til að verða fyrsti blökkumað- urinn í embætti forseta Suður-Afr- íku. „Við erum ein þjóð - afrísk.“ Stjórnarskrárbreyting að kröfu konungsins Samkomulagið felur meðal ann- ars í sér að þingið kemur saman á mánudag til að afgreiða breyt- ingar á stjórnarskránni sem styrkja stöðu Goodwills Zwelithin- is, konungs Zúlú-manna, sem hef- ur krafist aukinnar sjálfstjórnar KwaZulu, héraðs Zúlúmanna, eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar. Um 240 manns hafa fallið í átökum blökkumanna í héraðinu frá því stjórnin setti neyðarlög þar 31. mars. „Eg hef þá ánægju að tilkynna að Inkatha-frelsisflokkurinn tekur þátt í kosningum til þings og hér- aðsráða," sagði Buthelezi á blaða- mannafundinum. Hann bætti við að hættunni á blóðsúthellingum hefði verið afstýrt og lét í ljós þá von að samkomulagið leiddi til við- varandi friðar, lýðræðis og sam- bandsríkis í Suður-Afríku. Ríkti mikil gleði í Ulundi, höfuðborg KwaZulu, í kjölfar samningsins og hrópaði mannfjöldinn að lýðræði væri eina leiðin til frelsis. Sjálfsákvör ðunarr éttur Zúlumanna virtur Buthelezi sagði að samkomulag- ið væri mikill sigur fyrir Zúlú-menn því sjálfsákvörðunarréttur þeirra hefði verið virtur og framtíð kon- ungdæmisins KwaZulu hefði verið tryggð. Kjörgögnum og reglum um framboðsfrest verður breytt þann- ig að Inkatha getur tekið þátt í kosningunum. Leiðtogarnir undir- rituðu ennfremur samning þar sem þeir hafna ofbeldi og lofa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja fijálsar og friðsamlegar kosningar. „Það er ekkert eins dýrmætt og það að bjarga mannslífum, ekkert eins mikilvægt og þetta samkomu- lag sem verðskuldar stuðning allra forystumanna flokkanna og allra þeirra sem unna Suður-Afríku," sagði Nelson Mandela.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.